Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 3
Laugardagurinn 12. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Talnaleikur fjármálaráðherra veldur erfiöleikum
Yfir 200 míljónir
ógreiddar
til sveitarfélaga vegna skólareksturs
Sighvatur fjármáiaráðherra
frestar greiðslum tii að geta
hreykt sér af góðri stöðu rikis-
sjóðs en veldur um ieið sveitar-
félögum og fjölmörgum rikis-
stofnunum miklum erfiðleikum.
LOÐNAN:
Góð veiði
í gær
Þá er loðnuveiðin hafin af full-
um kraftiog um það bil 10 þúsund
lestir þegar veiddar. i gær var
góð veiði, 14 skip tilkynntu um
afla, samtals 7 þúsund lestir en
daginn áður voru 4 skip með 2100
lestir.
Skipin sem tilkynntu um afla i
gær munu landa á ýmsum stöð-
um. Eitt skipanna fór til Patreks-
fjarðar, 2 fóru til Bolungarvikur,
2 til Faxaflóahafna, trúlega
Reykjavikur og 9 skip voru áleið-
inni til Siglufjarðar en álika langt
er af miðunum til Siglufjarðar og
til Faxaflóa.
Veður var mjög gott á miðun-
um I gær og i fyrrinótt, þannig að
búast má við góðri veiði áfram.
Alls eru nii um 50 skip komin á
loðnumiðin.
-S.dór
Skuldir rikissjóðs við sveitarfé-
lögin um land allt vegna skóla-
rekstursnema nú yfir 200 miljón-
um króna og vegna tónlistaskól-
anna eru vangreiddar um 52 mil-
jónir króna. Hefur þetta komið
sér mjög illa fyrir fjölmörg sveit-
arfélög sem hafa takmörkuð fjár-
ráð. Upplýstngar þessar komu
fram I máli Salóme Þorkelsdóttur
á Alþingi á fimmtudag þegar hún
gerði fjárhagsstöðu rikissjóðs að
umtalsefni utan dagskrár.
Sem dæmi um þessar skuldir
nefndi Salómeað áReykjanesi er
skuld rikissjóðs við sveitarfélögin
vegna skólareksturs rúmar 64
miljónir króna og þar af hafa
reikningar fyrir 49 miljónir verið
innsendir á réttum tfma án þess
að fást greiddir. Stefán Jónsson
benti á að á Norðurlandi eystra
skuldaði rikissjóður 92 miljónir i
vinnulaun. Hér er um að ræða
skuld við 27 sveitarfélög sem
sendu inn reikninga á réttum
tima. Mörg önnur dæmi voru
nefnd um skuld rikissjóðs við
sveitarfélögin vegna skólarekst-
urs. Þó hér sé ekki um að ræða
háar fjárhæðir þá kemur þetta
sér mjög illa fyrir smæstu sveit-
arfélögin sem hafa orðið að fjár-
magna launagreiðslur i skólum
með yfirdráttarlánum.
Þessar skuldir rikissjóðs vegna
skólareksturs eru þá aðeins hluti
af talnaleik Sighvats fjármála-
ráðjerra, sem frestað hefur að
greiða fjölmargar skuldir rikis-
sjóðs til að geta hreykt sér i fjöl-
miðlum af góðri stöðu rikissjóðs.
Eins og fram hefur komið I frétt-
um síðustu daga þá skuldar rikis-
sjóður nú Tryggingastofnun rikis-
ins um 4,5 miljarða og Reykja-
vikurborg yfir 1 miljarð. Þá hefur
greiðslum verið frestað til
Byggðasjóðs og oliusjóður á inni
miklar fjárhæðir hjá rikissjóði.
Þrátt fyrir þessi vinnubrögð
ráðherra er það engu að siður
staðreynd að heildarskuld rikis-
sjóðs við Seðlabankann er nú ná-
lægt 27 miljörðum króna og hefur
fjármálaráðherra staðfest það.
Matthias A. Mathiesen fyrrv.
fjármálaráðherra staðhæfði hins
vegar á Alþingi að skuld þessi
væri vel yfir 28 miljarða króna.
Cr sýningu MH á Skailóttu söngkonunni
Leiklistarfélag MH:
Sköllótta söngkonan
Leiklistarfélag Mennta-
skólans við Hamrahlíð frum-
sýnir á þriðjudagskvöldið nk.
snilldarverk E. Ionescos,
Sköllóttu söngkonuna i
islenskri þýðingu Karls Guð-
mundssonar. Leikstjóri er
Andrés Sigurvinsson, en leikið
verður á Norður-Kjallarasviði
skólans, (gengið inn að
austan). Yfirbragð sýningar-
innar verður allt með
„enskara” móti og verða
enskar veitingar, auk pianó-
leiks fyrir sýningu, af þvl til-
efni.
Vegna smæöar salarins
rúmast ekki nema 60
áhorfendur hverju sinni, en
næstu sýningar verða nk.
fimmtudag, föstudag og
sunnudaginn 20. janúar og
siðan 21., 22., 24., 25., 27. og 28.
janúar. Allar sýningarnar eru
kl. 20.
Miðasalan i anddyri skólans
er opin frá 10.00 frumsýn-
ingardag en milli 5 og 7 aðra
daga. Miðaverð er kr. 2000
fyrir utanskóla.
Sköllótta söngkonan sem
ekki er hvað sist fræg fyrir að
vera eitt fyrsta framúrstefnu
leikrit þessarar aldar, var ein-
mitt leikin I MH fyrir 11 áum,
en það var á þrettándanum
1969.
Frétt Þjóðviljans ýtti
við ávísanakeðj u máli nu
dómsmálaráöuneytiö
hvetur til aö meöferö
þess verði flýtt
Þjóðviljinn grennslaðist fyrir
um það I vikunni, hvað liði máis-
meðferð ávlsanakeðjumálsins
sem nú er að verða 3ja ára, en
siðan hafa önnur blöð komið i
kjölfarið og spurt um það sama.
Þessi eftirgrennslan Þjóðviljans
hefur orðið til þess að einhver
hreyfing er að komast á málið,
þvl I gær barst Þjóðviljanum
eftirfarandi fréttatilkynning frá
dómsmálaráðuneytinu:
„Vegna frásagna I dagblöðum
af málsmeðferð á svokölluðu
„ávisanamáli”, sem embætti
rikissaksóknara sendi Seðla-
bankanum til frekari úrvinnslu á
miðju sumri 1979, hefur dóms-
málaráðuneytið kynnt sér gang
málsins frá þeim tima. Fram hef-
ur komið, að talsverð vinna hafði
verið lögð i þá úrvinnslu á sl.
sumri sem svo lá niðri um tima
vegna annrikis. Unnið er nú að
nýju að þessari úrvinnslu af full-
um krafti, samkvæmt frásögn
Seðlabankans. Ráðuneytið hvatti
til þess að þeirri meðferð yrði
hraðað svo sem kostur er á.”
Kannski verður þetta til þess að
þetta viðamikla mál nær ekki
fermingaraldri i kerfinu eins og
sum önnur stórmál.
-S.dór
Afganistan
Sovéski herínn fer ef.
Babrak Karmal hinn nýi for-
seti Afganistans, hélt blaða-
mannafund I gær og lýsti þvi þá
yfir.aðsovéskurher mundi verða
á brott frá landinu um leið og
Bandarikin „hættu árásarstefnu
sinni gagnvart Afganistan”.
Karmal itrekaði fyrri yfir-
lýsingar sinar um að sovéski her-
inn væri i landinu að beiðni
stjórnar hans og réttlætti komu
hans til landsins með þvi að
Bandarikjamenn, Kinverjar og
Egyptar hefðu sameinast öörum
afturhaldsöflum i Pakistan i
striði gegn Afganistan, eins og
hann orðaði það.
Yfirlýsingin um þær aðstæður
sem væntanlega geti orðið til þess
að sovéski herinn farier reyndar
svo óákveðin, að ekki verður af
henni ráðið, hvort Sovétrikin ætla
sér herstöðvar i landinu til lang-
frama, eða hvort þeir ætli ein-
ungis að tryggja að stjórn, þeim
vinsamleg, sitji i Kabúl.
Karmal kaiiaði fyrirrennara
sinn Amin, sem tekinn var af lifi
strax eftir vaidaskiptin,
„morðingja og njósnara sem rak
erindi bandariskrar heimsvalda-
stefnu”. Þessu munu fáir trúa —
hingað tilhefur Amin verið talinn
harður vinstrisinni sem hafi helst
unnið sér það til óhelgi að fjölga
andstæðingum byltingarstjórnar-
innar i Kabúl með þjösnaskap
• Karmal tekur
til máls
• Staöa Evrópu í
áróðursstríðinu
• Fordœmingar
tillaga ítalskra
kommúnista
%Umrœða
hjá S.Þ.
ýmislegum. Karmal kveðst hafa
leyst úr haldi 10 þúsund pólitiska
fanga frá valdadögum Amins.
Misjafnir kommúnistar
Aróðursstriðið um Afganistan
heldur áfram. Sovétmenn hafa
ekki af mörgum sigrum að státa i
þvi efni. Að visu var gefin út i gær
i Moskvu yfirlýsing um viðræður
Brésjnefs og Marchais, formanns
Franska kommúnistaflokksins.
Segir þar, að þeir hafi komið sér
saman um nauðsyn þess að and-
æfa kröftuglega bandariskri
heimsvaldastefnu og auknum
Nýr framkvœmdastjóri í Háskólabíói:
Engar breytingar strax
Friðfinnur ólafsson lét af
störfum um áramótin sem fram-
kvæmdastjóri Háskólabiós og við
tók nýr maður, Friðbert Pálsson
viðskiptafræðingur. Blaðamaður
Þjóðviljans hitti Friðbert að máli
I gær og spurðihann fyrst I hverju
nýja starfið væri aöallega fólgið.
— Þaðer fyrst og fremst dagleg
stjórn á bióinu, sagði Friðbert.
Auk þess að vera kvikmyndahús
er Háskólabió leigt út til ýmissa,
og um þá leigu þarf
framkvæmdastjóri að semja
hverju sinni. Stærsti leigjandinn
er auðvitað Sinfóniuhljómsveitin,
sem er hér með æfingar á
hverjum morgni og tónleika
annan hvern fimmtudag.
Hvað kvikmyndahússrekstur-
inn varðar, er m.a. um að ræða
kvikmyndaval, og framkvæmda-
stjóri fer til útlanda tvisvar á ári
til að velja myndir. Háskólabió
færflestar bandarisku myndirnar
sem sýndar eru hér frá Para-
mount, en sem kunnugt er hafa
kvikmyndahúsin I Reykjavik gert
samkomulag um að hvert þeirra
skipti við ákveðinn framleiðanda.
Svo er bara spurningin hvort
þessi framleiðandi sé með góðar
myndir.
— Ofter talað um að bióin verði
að kaupa margar vondar myndir
með einni góðri, þ.e. að myndir-
nar sé seldar i „pökkum” — er
þetta rétt?
— Þarna gætir nokkurs mis-
skilnings. Við skoðum aðeins þær
Friðbert Pálsson, framkvæmda-
stjóri Háskólabiós.
myndir sem við viljum skiða og
veljum þær sem við viljum sýna.
Hingvegar er það staðreynd, að ef
við tækum aðeins bestu myndir-
nar yrði það of dýrt fyrir okkur.
Ég fór til London i fyrra með
Friðfinni, og við skoðuðum 28 eða
29 myndir og völdum 16, sem
sýnir að við vinsum þó nokkuö úr
þessu.
Háskólabió hefur umboðsmann
i London og annan i Kaupmanna-
höfn, og þessir umboðsmenn sjá
um að útvega okkur þær myndir
sem viö biðjum um,og einnig að
benda okkur á myndir.
— Eru margar góðar myndir af
þessum 16 sem þið völduð?
— Þarerunokkrargóðar, já, en
engin sem hefur vakið sérstaka
Framhald á bls. 13
vigbúnaði Nato. En þótt franskir
kommúnistar séu bersýnilega að
sættast við Sovétmenn og hafi
með nokkrum hætti lagt blessun
sina yfir vopnaða ihlutun þeirra i
Afganistan, þá var ekki á Af-
ganistan minnst i yfirlýsingu
þeirra.
A hinn bóginn hafa italskir
kommúnistar tekið frumkvæði
um að fordæma sovésku innrás-
ina á vettvangi Evrópuþingsins.
AUir þingmenn italska kommún-
ista á Evrópuþingi, 24 talsins,
hafa skrifað undir drög að sam-
þykkt sem þeir vilja að verði tek-
in fyrir sem fyrst.
Rúmeniuforseti, Ceacescu, hef-
ur hallmælt sovéskri „yfirráða-
stefnu” — án þess þó að nefna
Sovétrikin meö nafni, og er þetta
hans diplómatiskur siður. Alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna
þingar um Afganistan — þar mun
greinilegur meirihluti fyrir aö
fordæma erlenda hernaöarihlut-
un I landinu, en ekki er viö þvi bú-
ist aö samþykktverðiað senda lið
frá SÞ á vettvang eins og gert var
t.d. eftir Suesævintýrið 1956.
Hvað verður um
detente?
Viðbrögði'Evrópu við tiðindum
hafa annars verið miklu stilltari
eni Bandarikjunum —nema hvað
breska stjórnin hefur fetað mjög i
fótspor Carters i orðavali. Helstu
pólitiskir foringjar meginlands-
ins Schmidt kanslari og Giscard
d’Estaing Frakklandsforseti,
vilja að ekki sé hörfað svo langt
frá slökunarstefnunni að ekki
verði unnt aö taka hana upp aftur.
En um leið segja menn, eins cg
t.d. Poncet, utanrikisráðherra
Frakka, aö Sovétrikin verði að
finna, að enda þótt Evrópumenn
vilji ekki henda fyrir borð ávöxt-
um slökunarstefnu, þá viiji þeir
láta Sovétrikin finna fyrir andúð
sinni á athæfi þeirra. Efnahags-
bandaiagið hefur t.d. ákveðið að
koma i veg fyrir að Sovétmenn
geti bætt sér upp það korn sem
þeir urðu af i Bandarikjunum
með þvi að kaupa matvæli i
Vestur-Evrópu, og bankastjórar
ætla að gera lán til Sovétmanna
dýrari.
Pravda birti mikinn reiðilestur
um Carter Bandarikjaforseta i
gær: þar var hann sakaðurum að
nota refsiaögerðir gegn Sovét-
mönnum til atkvæðaveiða og að
hafa gefist upp fyrir afturhalds-
öflum — enda hefði hann i raun
aldrei haft stefnu, sem væri
sjálfri sér samkvæm. áb