Þjóðviljinn - 12.01.1980, Page 11

Þjóðviljinn - 12.01.1980, Page 11
Laugardagurinn 12. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttirCK] iþróttir þ*l íþróttir \ / J ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson V J ■ Vi Rabbað vid Björn Þór Ólafsson, skíðakappa á Ólafsfirdi: „Gaman væri að halda 17. skíðastökki iúnímót / 1 Björn Þór ólafsson „Heyrðu, Ingólfur minn, viltu ekki bara koma i fyrramálið, ég hef ekkert að gera þá. Maður er orðinn svo gamall að maður nennir ekki að æfa tvisvar á dag eins og strákarnir. Ég fer því ekki framá dal fyrr en eftir hádegi", sagði hinn landskunni skiðamaður, Björn Þór ólafsson fyrir skömmu þegar undir- ritaður var staddur á ólafsfirði og falaðist eft- ir viðtali við Björn Þór. Björn hefur verið mesti af- reksmaður Islendinga i norræn- um greinum hin siðari ár m.a. orðið íslandsmeistari i stökki 18 sinnum og nær ósigrandi i nor- rænni tvlkeppni. Auk þess hefur Björn Þór þjálfað af mikilli eljusemi keppnismenn ólafs- firðinga með þeim árangri að þeir hafa hirt velflest verölaun, sem um hefur verið keppt i nor- rænum greinum hér á landi hin siðari ár. Hvenær vaknaði áhugi á nor- rænum greinum hér á ólafs- firði, Björn Þór? — Það má segja, að áhuginn hafi tekið mikið viðbragð árið 1965, en þá varð ég Islands- meistari i stökki i fyrsta sinn. Þetta varð viss hvatning fyrir aðra. Við Svanberg Þórðarson höfðum æft nokkuð vel alpa- greinar og stökk. Svanberg var t.d. kominn i l.ráshóp i stórsvigi og hann sigraði siðan I stökki 1966 og 1967. Nú, uppúr þessu fórum við Frimann Asmunds- son úr Fljó.tum aö ganga saman og um 1970 hafði okkur tekist að drifa upp myndarlegan göngu- mannahóp hérna. — Okkur Ólafsfirðingum tókst ekki að næla i íslandsmeistara- titil i flokki fullorðinna fyrr en 1977, en þá sigraði Haukur Sigurðsson. Hann haföi áöur sigrað oftsinnis i unglingaflokk- um þannig að sigur hans 1977 var einungis rökrétt framhald af hans æfingum og áhuga. Hvað er gert til þess að halda við áhuga almennings á skiða- iþróttum á Ólafsfirði? — Það er nú ansi margt. Viö reynum að halda opnum göngu- leiöum, troðum oft daglega. Þetta á sérstaklega við þegar fer að liða á vetur og sólin er komin hærra á loft. Skiðaganga Björn Þór er hér f gamalkunnri stöðu, að sigra I stökki á landsmóti. og sól fara virkilega vel saman og ekki verður annað sagt en að húsmæðurnar hér i bænum hafi kunnað að meta þetta. Viö vor- um með trimmgöngu i hitteð- fyrra og voru þar 40 þátttak- endur i öllum aldri. I vetur ætl- um við aftur að vera meö trimmgöngu og þá má búast við upp undir 100 þátttakendum. — Það er e.t.v. nokkuð dýrt að troða göngubrautir, en þetta er lágmarkskrafa fyrir almenn- ing. Núna vantar okkur nauösynlega upplýstar brautir og vonumst til þess aö geta haft samvinnu við bæjarfélagið um það mál. — t alpagreinunum hefur áhuginn aukist mjög mikið eftir að við tókum nýja lyftu I notkun á s.l. vetri. Lyftugjöldin eru i al- gjöru lágmarki og mun lægri en tiðkast annars staöar. Þessi að- staða er alveg inni i bænum og mjög margir fara i fjallið á hverjum degi. Er ekki hætt við að bætt að- staða i alpagreinunum dragi úr áhuganum á norrænu greinun- um? — Nei, það þarf alls ekki að vera. Ég óttast ekki aö svo verði ef vel er hlúð að báðum greinun- um. Við þurfum að fá 1-2 keppnismenn úr hverjum árangri og það ætti vel að vera hægt. Nú eru t.d. mjög ungir strákar sehn æfa göngu af kappi og útlitið i þeim efnum er vissu- lega bjart hjá okkur. Hvað er framundan hjá ykkur á næstunni? — Það er nú ansi margt. Viö þurfum að kaupa timatökutæki fyrir 1.5 miljón áður en að ung- lingameistaramótiö verður haldið hér seinna i vetur. Keppnismennina i göngu og stökki bráðvantar myndsegul- band, upptöku- og sýningartæki. Við þurfum einnig að ráðast i að gera góða stökkaðstöðu i Kleifarhorni, byggja góðan pall þar og svona mætti lengi telja. Þá dreymir okkur stökkmenn- F'remsti skfðagöngumaður Ólafsfirðinga Haukur Sigurös- son að afloknum glæsilegum sigrum á landsmótinu á tsafirði. Með honum er eiginkona hans, Jónina Kristjánsdóttir. ina um aö geta keypt plastmottu á litla stökkpallinn hér inni i bænum til þess að geta einnig æft á sumrin. Það væri skemmtilegt til afspurnar ef haldið yrði á ólafsfirði 17. júni- mót i skiðastökki!! Nú standa ólafsfiröingar i slagnum um 2,sæti á olympiu- leikunum i Lake Placid. Hvernig leggst sá slagur i þig? — Haukur Sigurðsson á að vera öruggur um annað sætið og ég fullyrði að engin islenskur göngumaður hin siðari ár hefur verið eins góður og Haukur er nú. Þar hef ég sjálfan mig til viðmiðunar. Um hitt sætið verður hörð barátta, sem ekki er enn séð fyrir endann á. Um frammistöðu strákanna á olympiuleikunum er erfitt að spá, þvi þar spilar svo margt inni. Við vonum einungis hið besta. Að lokum, Björn Þór. Ertu hættur að keppa? — Nei, blessaður vertu, maður heldur áfram enn um sinn. -IngH Vér mótmælum allir Undirritaöir flokkar sem allir leika i A-riðli i tslandsmóti þriöja flokks I handknattleik, vilja hér með mótmæla harð- lega þeim vinnubrögðum sem hingað til hafa tiðkast við skipu- lagningu og framkvæmd þeirra móta sem leikin hafa veriö þaö sem af er keppnistimabilinu. Fyrsta mótið fór fram á Selfossi seinni hluta nóvember- mánaöar. Þar var öll aðstaða og skipulagning til fyrirmyndar af Selfyssinga hálfu en sama verður ekki sagt um þá aðila sem áttu að sjá um og skipu- leggja dómaramál mótsins, þvi engir dómarar létu sjá sig þar. En svo að allir þyrftu ekki að snúa heim við svo búið, hlupu þjálfarar liðanna undir bagga Sveitakeppni JSt verður háð n.k. sunnudag i tþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 14. Þetta er árleg keppni og ts- landsmeistaramót. Keppt er i sjö manna sveitum, einn maður úr hverjum þyngdarflokki I hverri sveit. Keppnin er háð með sama fyrirkomulagi og Evrópumeistaramótin. með dómgæslu i mótinu, þó svo að sumir þeirra hefðu ekki til- skilin réttindi, en allir þjálfarar samþykktu þessa tilhögun mála áður en mótið hófst, i þeirri trú að betur yrði staðið að þessum málum næst. Næsta mót átti að fara fram i Höllinni dagana 27. til 28 des. en aftur létu engir dómarar sjá sig. I þeirri von að dómarar myndu koma var mótið hafið, en þegar leiknir höfðu verið þrir leikir og ekkert bólaði á dómurum var samhljóða ákveðið að hætta i mótmælaskyni við þessi vinnu- brögð og héldu menn þá að sá aðili sem ábyrgur væri fyrir dómaramálum mótsins myndi sjá sóma sinn i þvi að kippa þeim málum i lag. Sú varð nú Judofélag Reykjavikur hefur verið íslandsmeistari i sveita- keppninni frá upphafi eða i 6 ár samfellt. Aðrar sveitir munu nú hafa fullan hug á að binda endi á þá sigurgöngu. Vist er að búast má við harðri keppni aö þessu sinni eins og oft áður. Reiknað er meö að allir bestu judomenn landsins verði meö i þessari keppni. aldeilis ekki raunin, þvi þegar næst átti að leika sunnudaginn 6. janúar tók nú út yfir allan þjofabálk er dómarar mættu þá ekki heldur. Þurftu þvi allir að fara heim aftur i annað skiptiö i röð. Sérstaklega var þetta þó bagalegt fyrir Selfyssinga sem þurftu nú að snúa heim i annað skiptið i röð án þess að fá leik. Hvort sem það er H.S.I., H.K.R.R. eða Dómarafélag Reykjavikur sem er ábyrgt fyrir þeirri óstjórn og þvi skipu- lagsleysi sem hér hefur átt sér stað er það til háborinnar skammar fyrir þann aðila sem ábyrgur er fyrir þessum málum Leikmenn 2. flokka VALS VÍKINGS.FRAM.SELFOSS. KR, HK, og GRÓTTU A sunnudagskvöldiö kl. 20 verður stórleikur i körfubolta iiþróttahúsinu við Strandgötu i Hafnarfirði. Það eru úrvals- deildarlið KR og 1R sem eigast munu við. 1 dag leika tslendingar gegn Dönum um 5. til 6. sætið á Baltic-keppninni i handknatt- leik. tsland stillir upp sinu Kiddi Jör og félagar i 1R ætla sér án efa að taka KR-inganna almennilega i karphúsið annað kvöld. Kl. 19.30hefst forleikur á milli 2. deildarliðs Hauka og tslands- meistara KR 1965. t liði KR verða margir frægir kappar s.s. Einar Bolla, Kolbeinn Páls, Kiddi Stef, Gunni Gunn og Hjörtur Hans. KR-ingarnir hafa að baki sér alls rúmlega 200 landsleiki .Haukarnir eru þó ekkert bangnir við hina frægu kappa og benda á að þeir séu enn ósigraðir i 2. deildarkeppn- inni. t léikhléi leika þekktir skóla- menn úr Firðinum listir sinar og að sjálfsögðu mun diskótónlistin duna viðþolslaust yfir allt liöið. Aðalleikurinn er siðan milli KR og IR og má þar reikna með hörkuviðureign. sterkasta liði, utan Viggós Sigurðssonar sem farinn er til Spánar. Sveitarkeppni JSÍ KR og ÍR leika í Hafnarfiröi Leikið gegn Dönum í dag

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.