Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 7
Miövikudagur 16. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 JAFNRETTISRAÐ I ■ I ■ I ■ I ■ I m I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I Krefst endurskoðunar á nýja framtalseyðublaðínu Jafnréttisráð hefur sent rfkis- skattstjúrabréf þar sem m.a. er hörmuð framkvæmd nýju skattalaganna eins og hún birt- ist i skattframtalseyðublaði 1980. Ennfremur hefur ráöið sentfjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis umsögn um lögin og frumvarp til breyt- inga á þeim.sem nú liggur fyrir alþingi. Bréf Jafnréttisráðs til rikis- skattstjöra er svohljóöandi: „Jafnréttisráð vill lýsa von- brigðum sinum meðframkværnd laga nr. 40/1978 um tekjuskatl og eignarskatt miöað við drög að eyðublað eins og það liggur nú fyrir, en þar er gert ráð fyrir sameiginlegu framtali. Jafnréttisráð telur, að þetta framtalseyöublað brjöti i bága við meginreglu laga nr. 40/1978 um sérsköttun. Jafnréttisráð telur þvi aö hver einstaklingur eigi að fá sérstakt framtals- eyðublaö án tillits til hjúskapar- stöðu og skrifa undir sitt fram- tal og bera ábyrgð á þvi einn. Benda má á vandkvæði sem upp koma ef annar aðilinn hefur lokiö sinu framtali á tilskildum tima en hinn ekki. Einnig má benda á vandkvæði varöandi refsingar sem m .a. koma fram i I07.gr. 2. mgr.: „Skýri fram- teljandi rangt eða villandi frá einhverjum atriðum er varöa framtal hans má gera honum sekt allt að 1.000.000. kr., enda þótt upplýsingarnar hafi ekki áhrif á skattskyldu hans eða skattgreiðslur.”. Hver telst framteljandi á framtali sem tveirskrifaundir? Jafnréttisráö telur æskilegt að framtölin séu aðskilin og hver eiastaklingur beri einn ábyrgð á sfnu fram- tali. Jafnréttisráð lýsir ánægju sinni meðákvæði 69. gr. laga nr. 40/1978 þar sem segir m.a.: „Hjón sem skattlögð eru sam- I ■ I ■ I ■ I ■ I kvæmt 63. gr. teljast bæði fram- færendur og skiptast barnabæt- ur milli þeirra til helminga. en vekur athygli á, að i drögum að skattframtali barna mun einungis gert ráð fyrir einum framfæranda. Samræmist það 1 hvorki 1. nr. 40/1978, lögum nr. " 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna, lögum nr. 57/1921 um af- stöðu foreldra til skilgetinna barna né framfærslulögunum nr. 80/1947. Jafnréttisráð fer þess á leit að skattframtalseyðublöðin verði tekin til endurskoðunar hið fyrsta.” I ■ I ■ I ■ I ■ J Rúmlega 138000 einstaklingar og um 7000 félög fá á næstunni send framtalseyðublöð vegna skattsins og er skilafrestur ein- staklinga til 10. febrúar n.k. 1 gær kynntu skattayfirvöld fréttamönnum ný framtalseyðu- blöð, sem hönnuð hafa verið með tilliti til nýrra skattalaga, sem komu til framkvæmda um ára- mótin. Eyðublöðin eru nokkuð frábrugðin þvf sem veriö hefur(en menn ættu þó ekki að vera I vand- ræðum með að fylla þau út sjálfir, ef þeir kynna sér vel leiðbeining- ar ríkisskattstjóra, sem birtar verða í fjölmiðlum innan tiðar. Skattalögin, sem samþykkt voru 1978 og koma nú fyrst til framkvæmda, gera m.a. ráð fyrir verulegri breytingu á skattlagn- ingu hjóna og barna innan 16 ára aldurs. Þannig fá nú 13.600 börn fædd 1964, 1965 og 1966 sérstök Aukin samvinna við Græniendinga? Sendi- maður til Nuuk 1 gær hélt Pétur Thorsteinsson sendiherra til Nuuk (GodthSb) höfuðborgar Grænlands á vegum utanrikisráðuneytisins i fram- haldi af ferð hans þangað I fyrra þegan hann afiaði upplýsinga um ýmis málefni landsins fyrir ríkis- stjórnina. Grænlendingar hafa nú haft heimastjórn i meira en hálft ár eða frá 1. mai 1979 og er ferðin farin i samráði við Jonathan Motzfeldt, formann grænlensku landsstjórnarinnar. Hefur verið haft samráð við nokkur Islensk atvinnufyrirtæki og stofnanir i sambandi við ferð þessa, segir i fréttfrá utanrikisráðuneytinu, en hún er farin til þess að efla sam- skipti landanna. — AI Leiðrétting 1 frétt á baksiðu Þjóðviljans um forsetaframboð Guðlaugs Þor- valdssonar féll úr heil setning sem gerði fréttina ákaflega an- kannalega. Þar var haft eftir Guðlaugi: „Það er nú loks að ég hef haft manndóm I mér til að gefa kost á mér til forsetafram- boðs”, en átti að standa: Það er nú loks að ég hef haft manndóm I mér til að segja af eöa á. Teningunum er kastað. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér...o.s.frv.”. Guðlaugur er beðinn afsökunar á þessum mis- tökum. — GFr eyðublöð til sundurliðunar á tekj- um þeirra, en tekjur barns, aðrar en launatekjur, koma einnig fram á framtali foreldris eða forráða- manns. Sérsköttun eða samsköttun Hjón fá áfram sameiginlegt framtalseyðublað, en teljast skv. nýju lögunum sjálfstæðir skattað- ilar og reiknast tekju- og eigna- skattur hvor i sinu lagi. Ber hjónum þvi að telja fram sérstak- lega hvort á sina siðuna allar tekjur sinar aðrar en tekjur af eignum, ásamt tilheyrandi frá- dráttarliðum. Þá skulu hjón telja saman allar eignir sinar og skuld- ir og skiptir ekkimáli þó um sér- eign sé að ræða. Eignarskatt- stofni skal siðan skipta að jöfnu milli hjónanna og verður reiknað- ur eignaskattur af hvorum helm- ingi fyrir sig. Eignartekjur hjóna, þ.m.t. söluhagnað eigna, ber að telja fram hjá þvi hjónanna sem hefur hærri hreinar tekjur aðrar en tekjur af atvinnurekstri og eins tekjur barns, aðrar en tekjur af launum. Eignir barns skattleggj- ast með eignum foreldra. Þess má geta að Jafnréttisráð hefur mótmælt framtalseyðu- blaðinu og telur það brjóta i bága við meginreglu laganna um sér- sköttun hjóna og vísast til grein- argerðar ráðsins sem birt er á öðrum stað hér I blaðinu i dag. Val um frádráttarliði Önnur nýmæli eru að tekju- og frádráttarliðir eru nú flokkaðir niður eftir þvi um hvers konar Hér má sjá eintök af nýju eyöubtöðunum. Þeir voru kátir á fréttamannafundiuum I gær, þegar nýju skattframtalseyðublöðin voru kynnt. Frá vinstri: Jón Guðmundsson námskeiðsstjóri, Sigurbjörn Þorbjörnsson, rikisskattstjóri, Jón Zophonias- son deildarstjóri SKÝRR og Sverrir JúIIusson deildarstjóri I fjármálaráðuneytinu. — Ljósm. — eik. tekjur er að ræða og eru vissir frádráttarliðir dregnir frá á- kveðnum tekjuliðum og samtala fengin, sem áframhaldandi út- fylling eyðublaðsins byggist á. Heimilt er að velja fastan frá- drátt, sem nemur 10% af hreinum launatekjum cðadraga. frá ýmsa aðra frádráttarliði, svo sem lif- eyristryggingu, stéttarfélags- gjald og vaxtagjöld, eftir þvi hvort kemur hagkvæmar út fyrir framteljandann. Þó skulu hjón velja sömu frádráttarreglu. Nýja eyðublaðið og lögin krefj- ast mun meiri sundurliðunar en verið hefur i skattframtali og get- ur þvi verið að það verði þröngt fyrir ýmsa til útfyllingar. Geta menn þá fengið framhaldseyðu- blað hjá skattstjórum. Frímúrarar og flokkarnir framtalsskyldir 1 nýju lögunum eru ákvæði um framtalsskyldu allra félaga og fé- lagasamtaka i landinu, sem hing- að til hafa verið undanþegin framtalsskyldu. A þetta m.a. við um stjórnmálaflokka og liknarfé- lög, ýmis konar. Þá er það ný- mæli i lögunum, að skattskrá verður ekki gefin út um leið og lagt er á menn, heldur i lok árs- ins, þegar allar leiðréttingar hafa verið gerðar vegna kæra. Sem fyrr segir verða eyðublöð- in borin út næstu daga og munu þá birtast nákvæmar leiðbeining- ar fra rikisskattstjóra um útfyll- ingu þeirra. — AI. 13-15 ára fá nú líka framtals- eyöublöö Auk allra félaga og sjóða sem til næst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.