Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 1
MOÐVIUINN
Miðvikudagur 16. janúar 1980 —12. tbl. 45. árg.
Nýju
framtals-
eyðublöðln
Sjá 7. síðu
VINSTRI VIÐ R F.Ð l! R
•Fyrri hluti tillagna Alþýðubandalagsins lagðar fram á morgun
Svavar Gestsson ræðir við dr. Kristján Gidjárn forseta tslands f Stjórnarráðshúsinu í gær.
gel).
(Ljósm.
55
55
Geng rösklega til verks
r
sagöi Svavar Gestsson eftir aö forseti Islands haföi
faliö honum stjórnarmyndun í gœr
Forseti islands fól I gær Svav-
ari Gestssyni alþingismanni um-
boð til myndunar meirihluta-
stjórnar, en í gærmorgun hafði
Lúðvik Jósepsson formaður Al-
þýðubandalagsins tekið við um-
boðinu fyrir hönd flokksins.
„Við ræddum almennt um stöð-
una i stjórnarmyndunarmálunum
ogþá möguleika sem uppi væru,”
sagði Svavar er hann kom af
fundi forseta tslands kl. 16 i gær.
„Ég lagði á það áherslu að við
hefðum allvel unnar tillögur til að
ræða og kynna flokkunum á næstu
dögum. Ég mun reyna að ganga
rösklega til verks.”
Svavar sagði að Alþýðubanda-
lagsmenn legðu megináherslu á
að hinir flokkarnir tækju afstöðu
til efnahagstillagna flokksins,
sem byggjast á þvi að ná verð-
bólgunni niður án þess að til
kjaraskerðingar komi.
UmrϚuefnin
skýr
„Ég geri ráð fyrir að hinir
flokkarriir þurfi ekki mjög langan
tima til. að átta sig á efnahagstil-
lögum okkar,” sagði Svavar. „Ég
mun ekki framlengja þessa
stjórnarkreppu með þvi að draga
þetta á langinn. Ég tel að um-
ræðuefnin séu skýr, þannig að
menn geti verið fljótir að átta sig
á þeim .”
Um möguleika á myndun
vinstri stjórnarsagðihann, að sér
væri skylt að kanna hvort eitt-
hvað hafi breyst síðan Steingrim-
ur Hermannsson gafst upp á
slikri stjórnarmyndun. Svavar
sagðist myndi leggja á það
áherslu að ná málefnalegri sam-
stöðu um ákveðin grundvallarat-
riði.
Sævar baö vitni um
aö breyta framburði
„Það hefur orðið að ráði að ég
óski eftir fundi með þeim Bene-
dikt Gröndal formanni Alþýðu-
flokksins og Steingrimi Her-
mannssyni formanni Framsókn-
arflokksins til þess að fjalla um
vinstri stjórnar viðræður og til-
högun þeirra sfðdegis á morgun”,
sagði Svavar Gcstsson alþingis-
maður að loknum siðari þing-
flokksfundi Alþýðubandalagsins I
gær. „Á fimmtudag (á morgun) á
ég svo von á þvi að viðræðu-
nefndir flokkanna þriggja hittist
og á þeim fundi munum við Al-
þýðubandalagsmenn Icggja fram
fyrri hluta tillögugerðar okkar
sem fjallar um fyrstu aðgerðir til
þess að draga úr verðbólgu og
þriggja ára áætlun um efnahags-
stjórn I landinu.”
Kallað eftir mati
Svavar Gestsson sagði aö það
væri ætlun Alþýðubandalagsins
að kalla fyrst eftir mati Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks á
þessum hluta tillagnanna, enda
væru möguleikar á samkomulagi
á þessu sviði forsenda þess að
hægt væri að hefja viðræður um
aðra málaflokka. Á siðara stigi
myndi Alþýðubandalagið leggja
fram seinni hluta tillögugerðar-
innar, þar sem fjallað væri um
ýmsa aðra málaflokka.
Kynntar
Sjálfstæðisf lokki
Aðspurður sagði Svavar að það
væru ætlun sin að senda Sjálf-
stæðisflokknum einnig tillögur
Alþýðubandalagsins tilkynningar
en á þessu stigi væri ekkert á-
kveðið annað en viðræður um
vinstri stjórn. Það væri svo á-
kvörðun þingflokksins hvernig
við yrði brugðist ef upp úr þeim
slitnaði, en Alþýðubandalagið
hygðist hraða þvi eftir föngum að
fá niðurstöðu i stjórnarmyndun-
artilraun sina.
Niðurfærsla
Svavar sagði að lokum að meg-
inhugmyndin i tillögum Alþýðu-
bandalagsins væri niðurfærsla
verðlags og kostnaðar i atvinnu-
starfsemi og i þeirri baráttu sem
nauðsynleg væri til þess að lækka
verðbólgustigið verulega á árinu
þyrftu allir að leggja nokkuö af
mörkum, hið opinbera, atvinnu-
fyrirtækin og best setta launa-
Framhald á bls. 13
Þórður Björnsson, rfkissak-
sóknari,hélt I gær áfram sóknar-
ræðu sinni i Guðmundarmálinu,
en i dag mun hann hefja sóknar-
ræðu sina i Geirfinnsmálinu.
Undir lok ræðu rfkissaksóknara i
Guðmundarmálinu f gær, má
segja að hann hafi varpað fram
sprengju i málinu.
Hann skýrði þá frá þvi, að
Helga Gisladóttir sem var vitni i
Guömundarmálinu á sinum tima
hafi sl. föstudag komið fyrir dóm i
Sakadómi Reykjavikur og skýrt
svo frá að hún hafi fengið skilaboð
■ frá Sævari Ciecielski með Andreu
Þórðardóttur um að Helga
skrifaði sér bréf og segði það að
hann hefði dvalið hjá henni alla
nóttina, þegar Guðmundi Einars-
syni var ráðinn bani. Og eins að
hún breytti fyrri framburði sinum
fyrir dómi og héldi þá þessu fram.
Andrea Þórðardóttir hefur viður-
kennt að hafa flutt Helgu þessi
boð.
AðurhafiSævarskrifað Helgu
bréf og beðið hana að koma I
heimsókn til sin i fangelsið, en
hún rifið bréfið og ekki viljað
hitta hann. En svo, eins og áður
segir, hafi Andrea Þórðardóttir
komið með þessi skilaboð til
hennar frá Sævari. Helga neitar
að breyta fyrri framburði sinum.
Helga Gisladóttir er mikilsvert
vitni i Guðmundarmálinu. Hún
var starfsmaður á Kópavogshæl-
inu i ársbyrjun 1974. Og hjá henni
svaf Sævar nokkrar nætur. Og
nóttina sem Guðmundi var ráðinn
bani var Sævar hjá henni fram til
kl. 2.00 um nóttina, að hann tók
leigubil suður i Hafnarfjörð, eftir
að Kristján Viðar og fleiri höfðu
komið til hans fyrr um kvöldið.
Helga bar vitni, að Sævar hefði
verið hjá sér fram til kl. 2.00.
Sævar bar það einnig fyrst i stað,
en siðan hefur hann neitað allri
þátttöku i Guðmundarmálinu,
dregið framburð sinn til baka og
vantar nú fjarvistarsönnun. Þess
vegna er hann nú að biðja Helgu
um að breyta fyrri framburði.
Þá skýrði Helga frá þvl fyrir
dómi sl. föstudag að hún hafi
eftir að hún fékk skilaboðin frá
Sævari farið I veitingahúsið
Klúbbinn og þegar hún kom
þangað hafi veist að henni alls-
konar fólk, sem hún ekki þekkti
og hafi það haft i hótunum við
hana ef hún ekki breytti fram-
burði sinum. Var henni hótað að
• Andrea
Þórdardöttir
bar þessi
skilaboð
á milli
• Fólk í
Klúbbnum
hafði í
hótunum
viö vitnid
barn hennar yrði fyrir meiðslum
og eins var hún spurð að þvi hvort
hún byggi ekki i timburhúsi og er
þar greinilega um Ikveikjuhótun
að ræða.
Við þessar nýju upplýsingar
sem rikissaksóknari skýröi frá i
gær vakna spurningar: Eru
ákærðir i Guðmundar og Geir-
Framhald á bls. 13
■Ekkert 1
gerst í
málinu
ennþá?
1 nóvember sl. greindi
Þjóðviljinn frá aukinni ryk-
mengun i Sementsverk-
smiöjunni á Akranesi og
birgðastöðinni viö Sæviðar-
sund af völdum kisilryks frá
Grundartanga, sem blandað
er I sementið. Höfðu starfs-
menn m.a. kvartað um út-
brot, kláða og ertingu frá
öndunarvegum.
Hrafn Friðriksson for-
stöðumaður Heilbrigðiseftir-
lits rikisins skrifaði heil-
brigðisráðherra bréf 16.
nóvember 1979 og skýrði
honum frá þeim aðgerðum
sem nauðsynlegar væru
vegna hinnar auknu ryk-
mengunar. 1 bréfinu hvatti
hann einnig til þess að komið
yrði upp rannsóknastofu á
Akranesi hið bráðasta vegna
nauðsynlegrar heilbr'igðis-
þjónustu og skoðunar ýmissa
starfshópa I héraðinu.
1 héraðinu er stóriðja,
sementsverksmiðja og
málmblendiverksmiðja, og
einnig talsverður málmiðn-
aður auk allra bændanna i
sveitum Borgarfjaröar, sem
þurfa reglubundna læknis-
koðun vegna heymæði og
skyldra sjúkdóma.
„Það er mikill áhugi á þvi
að komið verði upp sameig-
inlegri rannsóknaraöstöðu,
sem yrði staðsett á sjúkra-
húsinu á Akranesi,” sagði
Hrafn Friðriksson er Þjóð-
viljinn spurði hann i gær
hvort eitthvað hefði þokast i
þessum málum. „Guðmund-
ur Árnason yfirlæknir hefur
beitt sér fyrir þvi og ég held
að sjúkrahússstjórnin sé þvi
liká hlynnt.”
Hrafn sagðist einnig vita
til þess, að forráðamenn
Sementsverksmiðjunnar
væru þessu hlynntir, en
sagðist ekki vita um afstöðu
forsvarsmanna Járnblendi-
verksmiðjunnar.
„í þessu héraði er tölu-
verður stóriðnaður, sem
krefst þess að viðhafðar séu
sértakar og fullnægjandi
eftirlitsrannsóknir á starfs-
fólkinu,” sagði Hrafn.
Hann sagðist hafa visað
kvörtunum starfsmanna i
birgðastöðinni við Sæviöar-
sund til Heilbrigðisnefndar
Reykjavikur til frekari
ákvörðunar og sagði að sér
væri ekki kunnugt um hvað
borgarlæknisembættiö heföi
gert i þvi máli. „Ég hef ekki
fengiö nein svör við þvi
erindi,” sagði Hrafn Frið-
riksson.