Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. janúar 1980. GUDMUNDAR-OG GEIRFINNSMÁLIN FYRIR HÆSTARÉTTI Þórður Björnsson, rikis- saksóknari hélt i gær áfram sóknarræðu sinni i Guðmundarmálinu/ en í dag hefur hann sókn í Geirfinnsmálinu. Eins fór hann yfir önnur mál sem ákærðu í Guðmundar- málinu eru ákærðir fyrir/ svo sem íkveikju/ nauðgun og þjófnaði. Um kl. 15.30 i gær var réttarsal Hæsta- réttar lokað þegar fjallað var um ákæru á hendur Tryggva Rúnari Leifssyni fyrir nauðgun á 18 ára gamalli stúlku. Þegar réttarhald hófst i gær kl. 13.30 rakti .r ikissaksóknari i stór- um dráttum þaö sem fram heföi komið i Guðmundarmálinu og hann hafði fjallað um daginn áð- ur. Hann benti á að ákærðu i málinu hefðu allir mjög fljótlega við yfirheyrslur viðurkennt að hafa verið að Hamarsbraut 11 nóttina sem Guðmundi var ráðinn bani. Eins benti hann á að þeir hefðu allir sagt að þar hefðu átt Nokkrir verjendur hinna ákæröu I Guömundar-og Geirfinnsmálunum. vinstri: Hilmar Ingimundarson hrl. verjandi Tryggva Rúnars, Benedikt Blöndal hrl. verjandi Guöjóns Skarpheöinssonar, Örn Clausen hrl. verjandi Alberts Skaftasonar og Páll A Pálsson hdl. verjandi Kristjáns Viöars. — (Ljósm. —eik —) Akærðu ekki beittir harðrædi af lögreglu sér staö átök, sem leiddu til dauða Guðmundar Einarssonar. Hann benti á hvernig þeir Sævar, Kristján og Tryggvi heföu æ ofan i æ viðurkennt að hafa tekið þátt i þessum átökum, barið Guðmund og sparkaö I hann. Þessa játningu heföu þeir gert bæði fyrir lögreglu og eins fyrir dómi og það aftur og aftur. Siöar hefðu þeir svo dregiö framburð sinn til baka. Kristján Viöar heföi sagt þegar hann dró framburð sinn til baka fyrir dómi 27. sept. 1977 að lögreglumenn heföu látið hann segja það sem hann játaöi á sig. Sævar sagöi þegar hann dró framburð sinn til baka að hann hefði verið pindur til sagna og lögreglumenn sem rannsökuðu málið skipaö sér að játa. Tryggvi Rúnar heföi slðar neit- að aö hafa verið aö Hamarsbraut 11 umrædda nótt og aldrei þangað komiö. Þó hafði hann viö yfir- heyrslur eftir að hann hafði margjátaö á sig þátttöku i átök- unum viö Guömund lýst mjög ná- kvæmlega herbergjaskipan að Hamarsbraut 11. Rannsókn á ákœru Þórður Björnsson benti á, aö lögreglumenn þeir sem önnuðust sagöi ríkis- saksóknari, sem hélt í gær áfram sóknarrœðu sinni rannsókn málsins og yfirheyrslur, heföu veriö yfirheyrðir fyrir héraðsdómi um þær ásakanir ákæröu, aö þeir heföu beitt þá harðræði og hefði ekkert það komið fram sem benti til þess að ákærur á hendur lögreglumönn- unum væru réttar. Þá skýrði irikissaksóknari frá þvi að Jón Oddsson, verjandi Sævars Ciecielskis heföi beöið um að rannsökuð væri sú fullyröing Sævars aö hann hefði verið beitt- ur haröræði við yfirheyrslur. ,,Ég fullyröi að ekkert það hefur kom- iö fram við þá rannsókn, sem bendir til þess að Sævar hafi verið beittur harðræði til að fá fram játningar i fangelsinu”, sagði Þórður. Einkennilegur flutningur Þá benti .rikissaksóknari á atr- iöi#sem hann taldi einkennilegt. Hann sagöi að 31. janúar 1977 hafi Sævar Ciecielski verið fluttur i hegningarhúsið við Skólavörðu- stig og látinn þar i næsta klefa viö Kristján Viðar Viðarsson. Nú vildi svo til að mjög hljóðbært er á milli klefa i þessu húsi og þvi hefðu þeir Kristján og Sævar get- aö haft samband sin i milli. en þeir drógu ekki framburöi sina til baka fyrr en eftir að þetta geröist. Þórður benti einnig á aö þeir heföu á sinum tima gefið játning- ar sjálfstætt og hver i sinu lagi án þess aö hafa vitað hvað hinir sögðu. Þá var komið að þeim kafla i ræöu rikissaksóknara sem skýrt er frá á forsiðu Þjóðviljans i dag, þegar Sævar bað vitni að breyta framburði sinum og verður ekki nánar skýrt frá þvi hér, en visað á forsiðuna i dag. Samsekt Þessu næst fjallaöi Þóröur Björnsson um þann þátt málsins að játningar hefðu verið dregnar til baka og hvaða þýöingu það hefði. Fór hann þar út i lögfræði- atriði og islenskt réttarfar. Rakti lög aftur i aldir og fram til okkar tima og komst að þeirri niður- stöðu að það hefði enga þýðingu i þessum málum þótt ákærðu heföu dregiö framburð sinn til baka. Þessu næst fjallaði hann um þátt hvers og eins i átökunum við Guðmund Einarsson. Hann benti á að þaö hefði ekki verið búiö að ákveða það að taka Guðmund af lifi, heldur hafi tilviljun ráðið þvi að misþyrmingar þeirra á Guð- mundi leiddu til dauða hans. En hver er þá hlutur hvers? spuröi saksóknari Hann rakti þvi næst hvernig þeir 3 ákærðu Sævar, Tryggvi og Kristján, hefðu játað á sig þátt- töku i átökunum. Þeir Tryggvi og Kristján hefðu játað að hafa margbariö Guðmund i höfuðiö og bæði Sævar og Albert Skaftason skýrt frá þvi sama. Þá hefðu Albert.Kristján og Tryggvi skýrt frá þvi að Sævar hefði sparkað i höfuð Guðmundar og Sævar sjálf- ur játað að hafa sparkaö i kjálka hans. Það væri þvi fullkomlega sannað lögfullri sönnun að þeir þrir hefðu veist að Guðmundi með þeim afleiðingum aö hann hlaut bana af. Þá benti Þórður á að þeim hafi öllum þremur hlotiö að yera ljóst að misþyrmingarnar á Guðmundi gætu leitt til dauöa hans. Samt sem áður héldu þeir áfram að misþyrma honum „hrottalega” eins og Albert Skaftason skýrði siðar frá. Forseti Hæstaréttar hafði beðið rikissaksóknara aö hafa 1 huga lagagreinar sem fjalla um manndráp af gáleysi. Þóröur kom inná þetta, en niðurstaöa hans varð sú að hér væri um manndráp af ásetningi að ræða. Þáttur Alberts Skaftasonar I héraði var Albert Skaftason sýknaöur af hlutdeild i drápi Guð- mundar, en ákærður og dæmdur vegna likflutningsins. Þórður Björnsson benti á að Albert Skaftason hefði, eftir að ákæra var lögð fram á hendur honum um likflutninginn, játað aö hafa verið viðstaddur þegar átökin við Guðmund Einarsson áttu sér stað að Hamarsbraut 11. Þetta var sem sagt ekki vitaö.þegar ákæran var gefin út og hefði þááttaðgefa út framhaldsákæru, spurði Þórð- ur. Nú, aftur á móti er hann ákærður fyrir hlutdeild i mann- drápi. Þórður benti á, að enda þótt Albert hafi ekki tekið þáttisjálf- um átökunum, varð hann vitni að þeim án þess að reyna að hjálpa Guðmundi. Hann skýrði heldur ekki lögreglu né lækni frá þvi sem hann varð vitni að. Hann kom aft- ur á vettvang eftir að hafa keyrt Gunnar Jónsson heim. Lik Guð- mundar var boriö út i bifreið, sem hann hafði til umráða og siðan ók hann þvi til urðunar i Hafnar- fjarðarhrauni. Þórður kom inná lagagrein um ólöglega meðferð á liki. En sagði aö einnig vaknaði sú spurning hvort Guðmundur Einarsson hefði i raun veriö látinn þegar þeir fluttu hann I Hafnarfjarðar- hraun, eða hvort þeir kviksettu hann þar og þá væri hlutur Alberts orðinn enn stærri, bein aðild aö manndrápL Þessu næst hóf Þórður flutning smámálanna eins og hann komst að oröi, en þaö eru allskonar þjófnaðarákærur, ikveikjuákæra, nauðgunarákæra og fikriiefna- neysla. I dag byrjar svo sóknarræða rikissaksóknara I Geirfinns- UTBOÐ VST h.f. óskar eftir tilboðum i flutning á um 4000 rúmm af vikri fyrir Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Flytja skal efnið frá Mýrdal i Kolbeinsstaðahreppi að Hesti i Andakilshreppi. Otboðsgagna má vitja hjá VST Ármúla 4 Rvk., eða Berugötu 12, Borgarnesi, gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð 28. jan. 1980 kl. 11. f.h. að Berugötu 12, Borgamesi. Verkfræðistofa Siguröar Thoroddsen hf. Armúla 4, Reykjavik. Simi 84499 málinu. — S.dór. V erkamannaf élagið Dagsbrún TILLOGUR uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1980 liggja frammi i skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 17. jan.. öðrum tillögum ber að skila i skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17.00 föstudaginn 18. jan. 1980. Kjörstjórn Dagsbrúnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.