Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Miövikudagur 16. janúar 1980. Miövikudagur 16. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 \ Miöstjórnarmenn þungt hugsi yfir tiliagnadoöröntum. Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins um síðustu helgi: ,PAPPIRSÞORFINNI VAR NÚ FULLNÆGT” Ingólfur Ingólfsson formaöur Vélstjórafélags islands A tveggja daga miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins um síðustu helgi var haldið áfram því stefnumótunarstarfi sem nú hefur samfellt verið i gangi innan flokksins frá því i byrjun vinstri stjórnarviðræðnanna. A fundinum gerði Ragnar Arnalds formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins nokkra grein fyrir því hvernig dægurmálastefna flokksins hefði verið mótuð að undanförnu. Stefnumótun flokksins Ragnar Arnalds minnti á að Alþýðubandalagið hefði fyrir kosningarnar 1978 dreift inn á hvert heimili i landinu ýtarlegum bæklingi með kosningastefnuskrá undir heitinu „Islensk atvinnu- stefna”. Að hluta hefði hún byggst á miklu starfi i kringum „íslenska orkustefnu”, sem Alþýðubandalagið gaf út á bók 1977 i endanlegri gerð. 1 „islensku atvinnustefnunni” hefðu meðal annars falist 115 sérgreinar og skýrar tillögur i efnahags- og at- vinnumálum. I febrúar 1979 skilaði ráðherra- nefnd innan rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar af sér tillögum og i það púkk hafði Alþýðubandalag- iðlagtýtarlega úrvinnslu á stefnu sinni i efnahags- og atvinnumál- um. I tillögur Alþýðubandalags- ins vantaði þá kjaramálakaflann, enda áskildi flokkurinn sér að flytja um það tillögur siðar. Alþýðubandalagið var þá sem fyrr tregara til þess að gera k jarask.eröingartillögur en þáverandi samstarfsflokkar. Afstaða Alþýðubandalagsins kom hinsvegar skýrt fram i slagnum um skerðingarákvæði Ólafslaga á verðbótavisitölunni. Lagöi fram ramma Ragnar Arnalds minnti siöan á að strax i upphafi viöræðna um vinstri stjórn eftir kosningar hefði Alþýðubandalagið lagt fram hugmyndir sinar um meginatriði hugsanlegs stjórnarsáttmála. Þar hefði verið drepið á þá mála- flokka og grundvallaratriði sem Alþýðubandalagið taldi að ræða þyrfti i viðræðunum. Siðan hefði verðið boðaður ýtarlegri tillögu- flutningur af hálfu.flokksins. Til þess kom þó ekki vegna þess að viku eftir að viðræðurnar hófust hlupu þær i baklás af þvi að Alþýðuflokkurinn sýndi hug sinn i verki til vinstri stjórnar með framkomu sinni á Alþingi, þar sem hann efndi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og reyndi á allan hátt að gera hlut Alþýðu- bandalagsins sem minnstan. 1 viðræðunum lagði Steingrimur Hermannsson fram niðurtaln- ingarleið Framsóknarflokksins, eða það kosningaplagg sem Framsóknarmenn fengu lánað upp úr þjóðhagsáætlun Jóns Sigurðssonar forstjóra Þjóðhags- stofnunar frá þvi i september. Alþýðuflokkurinn lagði hins vegar ekki fram sinar tillögur fyrr en einum og hálfum sólar- hring áöur en upp úr vinstri viðræðunum slitnaði, og var þá löngu sýnt að þær myndu engum árangri skila. Störf þing- flokksnefnda Ragnar Arnalds skýrði ennfremur frá þvi aö ákveöið hefði verið innan þingflokksins að þær nefndir sem skipaðar hefðu verið til þess að fylla út upphaf- legan ramma um ákvæði stjórnarsáttmála héldu áfram að undirbúa ýtarlega tillögugerð ef að þvi drægi á ný að Alþýðu- bandalagið tæki þátt i stjórnar- myndunarviðræðum. Þessar nefndir skiluðu siöan áliti inn á miðstjórnarfundinn. Hér var um að ræða nefndir i efnahagsmál- um, félagsmálum og atvinnumál- um. Atvinnumála- Garðar Sigurðsson, Grétar Þorsteinsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Guðmundur Magnússon, Guðrún Hallgrimsdóttir, Kjartan Ólafsson, Ingi R. Helgason, Rikharð Brynjólfsson, Sigurður Blöndal, Sigurður Magnússon, Skúli Alexandersson og Tryggvi Sigurbjarnarson. Atvinnumála- nefndin skilaði hugmyndum á 33 siðum og gefur efnisyfirlitið nokkra hugmynd um efni skýrsl- unnar: 1. Nýting auðlinda og nýsköpun atvinnulifs, 2. Umhverfismál og auðlindir, 3. Rannsókna- og þróunarstarfsemi i þágu atvinnuvega, 4. Landbún- aður, 5. Sjávarútvegur og fisk- iðnaður, 6. Iðnaður, 7. Orkumál, 8. Samgöngur, 9. Byggðamál. Félagsmála- nefnd Félagsmálanefndin lagði á sin- um vegum fram á miðstjórnar- fundinum 20 siðna úrdrátt úr umræðuplöggum sinum. Það plagg ber yfirskriftina tillögur i nokkrum málaflokkum og er þar fjallað um 1. Félagsleg réttindi launafólks og sjómanna, II A Skólamál, II B. Mennta- og menn- ingarmál: Viðbótartillögur, III. Sveitarfélög, tryggingar, IV. Lifeyrismál. Þá er hún einnig með á sinum snærum tillögur i húsnæðismálum og fleiri mála- flokkum. Formaður nefndarinnar var ólafur Ragnar Grimsson, en aðrir sem með honum störfuðu voru Arnmundur Backmann, Benedikt Daviðsson, Arni Bergmann, Adda Bára Sigfús- dóttir, Hrafn Magnússon, Helgi Seljan, Hörður Bergmann, Loftur Guttormsson, Stefán Jónsson og Þorsteinn Magnússon. Efnahagsmála- nefnd nefnd Atvinnumálanefndinni stýröi Hjörleifur Guttormsson en með honum störfuðu i nefndinni Efnahagsmálanefndin starfaði undir forystu Svavars Gestssonar og lagði hún ekki fram eigið plag á fundinum en árangurinn af starfi hennar er uppistaðan i þeim drögum að plaggi til þess að leggja fram I stjórnarmyndunar- viöræðum. Eins og fram hefur komið i Þjóðviljanum er þar bæði um að ræða skammtimaaðgerðir og þriggja ára áætlun um efna- hagsstjórn. í efnahagsmála- nefndinni störfuðu auk Svavars Ragnar Arnalds,Guðmundur J. Guðmundsson, Þröstur Ólafsson, Hjalti Kristgeirsson, Finnbogi Jónsson, Engilbert Guðmunds- son, Guðmundur Agústsson, Haraldur Steinþórsson og Einar Karl Haraldsson. Herstöðvamál A miðstjórnarfundinum var einnig gerð grein fyrir umræðum sem átt hafa sér stað i haust i starfshópi um herstöðva- og þjóðfrelsismál, og urðu miklar umræður um stöðu þeirra mála á miðstjórnarfundinum. Frjó skoöana- skipti Eins og eðlilegt er mun i þvi plaggi sem Alþýðubandalagið leggur fram sem grundvöll stjórnarmyndunarviöræöna aðeins felast brot af þvi hug- myndasafni sem lagt var fram á miðstjórnarfundinum. Þessvegna mun framkvæmdastjórn flokks- ins taka ákvörðun um það á næstunni hvernig nánari úrvinnsla fer fram á gögnum miðstjórnarfundarins fram að flokksstjórnarfundi sem ákveðið er að halda siðustu vikuna i febrúar i Reykjavik. A miöstjórni.rfundinum urðu miklar umræður um ' framlögð plögg og voru haldnar milli 40 og 50 tölur fundardagana. Miðstjórnarmenn sem stundum hafa kvartað yfir pappirsskorti á fundum voru sammála um að „pappirsþörf þeirra hefði verið rækilega fullnægt” og luku lofs- orði á undirbúning miðstjórnar- fundarins. Margar ábendingar komu fram I máli manna og ljóst af umræðum að framkomnar hugmyndir ættu að geta orðið góður grundvöllur fyrir frjó skoðanaskipti innan flokksins á næstu mánuðum. — ekh Einar ögmundsson formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. Guðmundur Maggi Jónsson varaformaður Sjó- mannasambandsins. •Framundan mikil skoðanaskipti innan flokksins um það Kristján Valdimarsson starfsmaður Alþýðubandalagsins i Reykjavfk á tali við Arthur Morthens kennara, en að baki þeim eru Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi, Bjarnfriður Leósdóttir varafor- maður Verkalýösfélags Akraness og Stefán Jónsson alþm.. hugmyndasafn sem lagt var fram á fundinum Jóhannes Helgason bóndi. Ölafur Jónsson framkvæmdastjóri sem bar hitann og þungann af undirbúningi miðstjórnarfundar- ins að venju sést hér á tali við miöstjórnarmennina Eðvarð Hallgrimsson Skagaströnd og Rúnar Bachman Sauðárkróki. Esther Jónsdóttir varaformaður Starfs- mannafélagsins Sóknar. Helgi Seljan alþingismaður, Jón Kjartansson formaöur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Guðrún Helgadóttir alþingismaður tygja sig til brottfarar og sýnist liggja vel á mannskapnum eftir tvcggja daga fund. Þrir kunnir alvörumenn I miðstjórn, Siguröur Blöndal skógræktarstjóri, Eðvarð Sigurðsson for- maöur Dagsbrúnar og Helgi Seljan alþingismaður,taka undir gamanmál Rfkharðs Brynjólfssonar, kennara á Hvannevri. Eitt af skipum indverska skipafélagsins Scindia. Þórshamar er merki tveggja skipafélaga Allir tslendingar kannast við sérfána Eimskipafélagsins,— sólarkrossinn —, Þórsmerkið, en honum er þannig lýst í bókum félagsins: „Hvitur feldur og i honum blátt Þórsmerki (hakakross — Svas- tika). Stangarmegin við Þórs- merkið eru tvær krossálmu- breiddir, en þeim megin, sem fjær er stönginni, þrjár kross- álmubreiddir. Fyrir ofan og neðan Þórsmerkið er 1 2/5 krossálmubreiddir. Lengd hakanna er helmingur af breidd hverrar krossálmu, en breidd hakanna er jöfn breidd krossálm- anna.” Islendingar hafa löngum haft rika tilhneigingu til þess að kenna merkið við Þór gamla og er hann svo sem fullsæmdur af þvi og það af honum. Sólarkrossinn er þó mun eldri en hugmyndirnar um Þór og hefur gerð hans raunar verið með ýmsu móti gegnum aldirnar. Þó hefur megin einkenni hans jafnan verið f jögur L þar sem efstu leggirnir eru felldir saman. Að öðru leyti er álit manna á reiki um upprunalega gerð. Þó að merkinu hafi verið gefin ólik nöfn á ýmsum timum þá mun orðið SVASTIKA (sanskrit), vera algengasta heiti þess, en feril þess má rekja allt til brons- aldar. Það var notað til skreyt- inga t.d. i samkunduhúsum Gyð- inga i Galisiu, Sýrlandi, Kapérnaum og i katakombunum i Róm. En fyrst og fremst boöaöi það þó heill, hamingju og lifs- þrótt. Litið var á það sem karl- mannlegt frjósemistákn I Japan en kvenna i Tróju. Það var notað á verndargripi hermanna i Kina, vogarskálar i Afrlku, var vináttu- merki Pueblo-indiána og heilagt heillatákn Jain- og Búddatrúar- manna og svo mætti sjálfsagt lengur rekja. Þegar gætt er allra þeirra ánægjulegu áhrifa, sem sólar- krossinn átti að hafa,þá var það eins og aö snúa faðirvorinu ræki- lega upp á fjandann þegar Nasistar tóku hann upp sem sitt flokksmerki og nefndu hakakross, að visu meö þeirri breytingu, aö merkið sneri ööru visi, auk þess sem það var svart á hvitum feldi á rauðum grunni. Margir tóku þó ekki eftir þeim mun, enda fór svo, að Eimskipa- félaginu var ekki mögulegt að nota merkið, hakakrossinn hafði formyrkvað sólina. I stað þess að boða lif og frið táknaði merkið nú styrjöldogdauða. En — „lifið það er sterkara en dauðinn”, sagði KN. Nasisminn laut i lægra haldi og Eimskip-in hófu siglingu á ný með sólarfánann við hún. En eru þá Eimskipafélags- skipin þau einu, sem sigla um heimshöfin undir þessu merki? Önei. Til mun vera indverskt skipafélag, SCINDIA, stofnað 1919, brautryðjandi indverskrar kaupskipaútgerðar. Siglinga- merki þess er sólarkrossinn, að þvi leyti frábrugðinn Eimskipa- félagsmerkinu að hjá Indverjum er krossinn rauður i hvitum hring á bláum feldi, jafnarma og eilitið grennri. Tilviljun? Kannski en táknræn samt sem áður. Danir voru um aldir okkar forsjá um siglingar, — og gafst með þeim hætti, sem ekki þarf að rekja. Eimskipafélagið leysti á sinum tima þau ánauðarbönd. Indverjar áttu einnig að sina „dani”. Þeir voru enskir. SCINDIA rauf þann breska siglingahring, sem umlukti Indland,og ruddi braut- ina fyrir endurreisn indversks kaupskipaflota. Hér skal látiö liggja milli hluta hvort sólarkrossinn eykur ennþá á frjósemi karla i Japan og kvenna i Tróju. Hitt er vist, að hann varð Islendingum og Ind- verjum sameiginlegt heillatákn. (Heim.: Fréttabréf Eimskipafél. Islands). -mhg. U mhverfismálastyrkir Utanrikisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis, að Nató muni á árinu 1980 veita nokkra styrki til fræðirannsókna á vandamálum er snerta opin- bera stefnumótun á sviði um- hverfismála. Styrkirnir eru veitt- ir á vegum nefndar bandalagsins, sem fjallar um vandamál nú- timaþjóðfélags. Tvöverkefni hafa verið valin til samkeppni: (a) Notkun eiturefna i landbúnaði og áhrif þeirra á jafnvægi i náttúrunni, og (b) Ahrif reglna um umhverfisvernd á tækniframfarir. Styrkirnir eru ætlaðir til rann- sóknastarfa í 6-12 mánuöi. Há- marksupphæö hvers styrks getur aö jafnaði orðið 220.000 belgiskir frankar, eða rösklega 3 miljónir króna. Gert er ráð fyrir, að um- sækjendur hafi lotóö háskóla- prófi. Umsóknum skal skilað til utanrikisráðuneytisins fyrir 31. mars 1980 — og lætur ráðuneytiö i té nánari upplýsingar um styrk- ina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.