Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvjkudagur 16. janúar 1980. Hverjir greida mest til Sameinudu þjödanna? Svíar greida sexfalt meira en íslendingar miðað við íbúafjölda Hver Svíi greiðir rúmar hundrað sænskar krónur á ári tii Sameinuðu þjóðanna og ýmissa sérstofnana þeirra, eða samsvarandi 9.600 ísl. krónum. Hver íslendingur greiðir til SÞ og stof nana þeirra 1.347 kr. og er þá miðað við f járlög 1979. Framlag hvers Svía jafngildir 20 dollurum á ári, en framlag hvers íslending jafngildir 3,4 dollurum. Svíinn greiðir því nær 6 sinnum hærri upphæð en fslendingurinn. Norðmenn borga þó enn meira en Svíar, eða 23 doll- ara á mann. Hins vegar leggja efnahags- stórveldi eins og Bandarikin, Vestur-Þýskaland, Japan og Sov.étrikin aðeins fram upphæð Stórveldin eru miklu naumari en Norðurlönd og nokkur önnur smærri ríki sem nemur 192 til 960 ísl. krónum á ibúa á ári til SÞ og stofnana þeirra. Bandaríkin greiða mest Sendiherra Svia hjá SÞ, Anders Thunborg, kynnti ýmsar saman- burðartölur um framlag rikja til SÞ sl. haust sem innlegg i mikla umræðu sem fram fór i banda- riskum fjölmiðlum og barnariska þinginu. 1 þessari umræðu var SÞ lýst sem risastóru skrifstofuveldi með 44.000 starfsmenn, sem að mestum hluta lifði á raunarlegum framlögum Bandarikjanna. Og það er rétt, að Bandarikin greiða mest til SÞ, sérstofnana þeirra viða um heim og friðargæslu- sveitanna. A sl. ári nam framlag Banda- rikjanna samtals 553 miljónum dollara eða 221,2 miljörðum is- lenskra króna. I öðru sæti er Svi- þjóð með um 170 miljónir dollara eða 68 miljarða isl kr. Aðrir á topp-tiu listanum yfir stærstu greiðendur til SÞ eru póli- tísku og efnahagslegu stórveldin Vestur-Þýskaland, Japan, Bret- land og Sovétrikin, ásamt minni rikjum, Hollandi, Danmörku og Noregi. Noregur nr. 1 á hvern ibúa Ef tekið er tillit til ibúafjöida þessara rikja, litur listinn nokkuð öðruvisi út. Þá er Noregur efstur á blaði, og siðan koma Sviþjóð og Danmörk. Hver Norðmaður greiðir 23 dollara og hver Svii 20 dollara. Næstá listanum ef miðað er við framlag á hvern ibúa koma Hoiland, Kanada og arabalöndin fimm, Qatar, Saudi-Arabia, Sameinuðu furstadæmin, Kuwait og Libýa. island með 3,4 dollara á mann Island greiðir 3,4 dollara á hvern ibúa til SÞ og sérstofnana og er þvi ofar á þessum lista en Vestur-Þýskaland, sem er i 14. og 15. sæti með aðeins 2,5 dollara á ibúa. Mun aftar á merinni eru svo Japan og Sovétrikin. Ef tekið er tillit til brúttóþjóð- arframleiðslu þessara landa kemur það einnig i ljós, að Norð- urlöndin og ýmis arabariki eru ofarlega á listanum, en stóru og auðugu rikin eru neðarlega á blaði. Brú11óframleiðs 1 a ts- lendinga er áætluð 1979 samtals 827 miljónir kr., en nam árið 1978 576 miljónum, hvort tveggja reiknað á verðlagi þessara ára. Ekki höfum við hér nákvæman samanburð við önnur riki, þannig að ekki verður um það sagt hvar við erum i röðinni ef miðað er við þjóðarframleiðsluna. Islendingar greiddu samkvæmt fjárlögum 1979 til SÞ, ýmissa sér- stofnana þeirra og alþjóðastofn- ana misjafnlega mikið tengdra SÞ alls kr. 302.995.000,- kr. Heild- artillag tslands til allra alþjóða- stofnana skv. fjárlögum 1979 var hinsvegar mun hærra, eða kr. 2.188.285.000,-. Helstu alþjóð- legar stofnanir eða samþjóðlegar sem tsland á aðild að fyrir utan SÞ eru Evrópuráðið, OECD, NATO, EFTA og Norðurlanda- ráð. Aðeins 1/7 til SÞ Athygli vekur hve framlagið til Sameinuðu þjóðanna og hinna fjölmörgu sérstofnana þeirra er litið brot af heildarframlagi okk- ar til alþjóöastofnana eða aðeins tæplega sjöundi hluti þess. Til Sameinuðu þjóðanna sjálfra greiða tslendingar aðeins kr. 29.465.000 samkv. fjárlögum 1979 og það er aftur á móti aðeins tæpur tiundi hluti heildarfram- lagsins til SÞ og sérstofnana ýmissa. Auk Sameinuðu þjóðanna sjálfra greiðum við tillag til hvorki fleiri né færri en 39 sér- stofnana og sjóða samtals. Þar af greiðum við langmest til Alþjóða framfarastofnunarinnar, IDA, eða 114 miljónir. Næst kemur framlag til Háskóla SÞ i Tokýó, 33.2 miljónir króna. Bæði þessi framlög eru hærri en til aðalskrif- stofu SÞ. Þriðja hæsta framlag tslands rennur til Þróunaraðstoð- ar SÞ„ UNDP. Nemur það kr. 27.966.000. Haagdómstóllinn tær minnst Lægstu framlögin af okkar hSlfu renna til Gerðardómins i Haag, sem komið hefur við sögu okkar á siðustu árum eins og menn muna. Hann fær litlar 41 þúsund krónur. Til Alþjóða landa- fræðisambandsins fara 53 þúsund kr. og 71 þúsund til Alþjóða jarð- fræðisambandsins. Þess má geta, að til Kvenna- áratugssjóðs SÞ lögðu tslending- ar á siðasta ári 614 þúsund kr. samkv. fjárlögum og tillag til al- þjóðaárs barnsins nam 767 þús- und krónum. Norræn nefnd samstarfs á sviði tónlistar (NOMUS) auglýsir: Úthlutað verður i ár styrkjum til tónsmiða og tónleikahalds likt og undanfarin ár. 1. Stofnanir, félög eða einstakir tönlistarmenn geta sótt um styrk til að fá norrænt tónskáld frá ööru landi en heimalandi slnu til að semja verk fyrir sig. Umsókn skal gerð meö samþykki viðkomandi tónskálds. Allar tegundir verka koma til greina, jafnt verk fyrir atvinnumenn sem áhuga- eða skólafólk. 2. Styrkir til tónleikahalds eru bæöi fyrir tónleikaferðir og einstaka tónleika, jafnt til atvinnufólks sem áhugamanna, einstaklinga eða flokka flytjenda. Umsókn um fyrir- hugaða tónleika skal fylgja samþykki þeirra, sem heim- sóttir verða. Æskilegt er, að norrænt verkefnaval sé I fyrirrúmi. Umsóknarfrestur er til 1, mars n.k. NOMUS c/o Norræna húsið, Reykjavik. Nánari upplýsingar veitir Árni Kristjánsson sima 13229. Tilkynnfng til kaupmanna frá Verðlagsstofnun Verðlagsstofnun vekur athygli kaup- manna á 36. gr. hinna nýju laga um verð- lag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, sem hljóðar þannig: ,,Útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, má þvi aðeins auglýsa eða tilkynna, að um raunverulega lækkun sé að ræða. Þess skal gætt, að greinilegt sé með verðmerkingum, hvert hið upprunalega verð vörunnar var.” , , Verðlagsstofnun. ÚTBOÐ Tilboð óskast I smlði á plpuundirstöðum fyrir Hitaveitu Reykjavlkur. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri Frlkirkjuvegi 3 Reykjavik, Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 31. jan. 1980. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 • • Þorsteinn O. Stephensen 75 ára afmæliskveðja Þú vígslu hlaust í helgum þjóðarreit, þá hetjur fornar voru á sviðið kvaddar. Og sama ár sú stofnun Ijósið leit, er löngum hefur notið þinnar raddar. Ég man það glöggt hve greipstu huga minn, er grálynd öfl um veröld myrkri stráðu, og Ebbesen fékk líf við leikinn þinn, svo lýsti af von til bjargar hinum þjáðu. En stundum hafa stormar kaldir nætt og starfið verið harla lítils metið, en helst af þeim, sem hafa engu bætt við heimsins list og aldrei komist fetið. Og eitt er víst: ef vinum þínum f annst sem vora tæki seint í listabyggðum, þú sóttir fram og sigra stærri vannst i sölum þeirrar gyðju'er héstu tryggðum. Þú enn til leiksins gengur fús sem fyr, þó farið sé á ævihimni' að rökkva, í brjósti þínu brennur æskuhyr, sem breyttir tímar megna ei að slökkva. Af skini hjartans enn þú lætur Ijóma hvert lítið strá á meðal sandsins blóma. Óskar Ingimarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.