Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 15
Miö'v'ikúdagur lfc. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 ÍJr bandarisku myndinni Sjómannalif, sem sjónvarpiö sýnir I kvöld. Sjómannalíf Sjónvarp kl. 21,00 Sjónvarpiö sýnir I kvöld aldraöa ævintýramynd, byggöa á sögu eftir Rudyard Kipling. Sagan heitir Sjó- mannalif (Captains Courag- eous) og kom út i Islenskri þýöingu Þorsteins Gislasonar áriö 1907. Myndin er hinsvegar frá árinu 1937, og hlaut Spencer Tracy óskarsverö- laun fyrir leik sinn i henni. Aörir leikendur eru Freddie Bartolomew, Lionel Barrymore og Melvyn Douglas. í myndinni segir frá ungum og rikum pabbadreng, sem dettur i sjóinn og er bjargað um borö I fiskiskip. Þar verður hann að dúsa þar- til veiðitúrnum lýkur, og lend- ir i ýmsu. — ih Steinunn Siguröardóttir ræöir viö islensku dómnefndarmennina i Bókmenntasamkeppni Noröuriandaráös. Bókmenntaverdlaun Nordurlandaráds ’80 Bókmenntaverölaun Norö- urlandaráös þykja jafnan nokkrum tiöindum sæta. Er þá yfirleitt spurt um islenska framlagiö og hvernig okkar höfundar hafi staöiö sig I sam- anburöi viö aöra. Tvær bækurhafa verið lagð- ar frá i keppnina 1980 af Is- lands hálfu: Einkamál Stefaniu, eftir Asu Sólveigu og Vatn á myllu kölska, eftir ólaf HaukSimonarson. I útvarpinu I kvöld veröur hinsvegar rætt um þær bækur sem hin Norð- urlöndin hafa sent i keppnina. Steinunn Siguröardótti r Útvarp kl. 20,50 Frönsk sagnfrædi Einar Már Jónsson byrjar I kvöld fyrirlestraröö i útvarp- inu sem hann nefnir „Nýjar stefnur I franskri sagnfræöi”. Einar Már hefur um árabil starfaðsem lektor I norrænum fræðum viö Sorbonne-háskól- ann i Paris, og gegnir þvi starfi enn. Fyrirlestrarnir voru teknir upp i haust, meðan Einar Már starfaöi sem blaða- maður hér á Þjóöviljanum, en þvi starfi hefur hann gegnt mörg undanfarin sumur, og þá fréttamaöur ræðir þá við is- lensku dómnefndina, Hjört Pálsson og Njörö P. Njarðvfk, og munu þeir segja nokkur deili á þeim höfundum sem keppa viöAsuSólveigu og Olaf Hauk, og fræða okkur um bækur þeirra, sem fram eru lagðar til keppni. Hingaðtil hafa verðlaunin aðeins einu sinni komiö i hlut islensks höfundar, það var ólafur Jóhann Sigurðsson, sem fékk þau áriö 1976 fyrir ljóðabækurnar Aö laufferjum og Aö brunnum. — ih Einar Már Jónsson flytur fyr' irlestur um franska sagn- fræöi. aðallega fjallaö um erlend málefni. — ih E1 frá Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík Besendum Réttur til að vita Útskýring eða for- dœming? óli Th. ólafsson á Selfossi hringdi til okkar i gær og hafði verið að hlusta á fréttirnar i morgunútvarpinu. — Þar var sagt frá bruna, sem varð i Kanada og er kannski ekki i frásögur færandi frekar. En það sem ég hjó eftir i þessari frétt var, að atvinnuleysingi var sagður hafa verið valdur að ikveikjunni. Mér finnst dálitið varhugavert að flokka fólk svona, einsog atvinnuleysingjar séu einhverjir brennuvargar. Þetta minnir mann á þegar tal- að er um róna og dópista, sama fyrirlitningin kemur fram i þessum nafngiftum. Eru at- vinnuleysingjar kannski • eitt- hvað verri en aðrir menn? Athugasemd Það eru kannski engir mannasiðir þegar umsjónar- maður lesendasiðunnar prjónar aftan við bréf frá lesendum einsog ég geri núna. Samt vona ég að Óli virði það til betri veg- ar. Ég heyrði að visu ekki þessa útvarpsfrétt frá Kanada, en mér datt i hug að kannski hefði fréttamaðurinn viljað segja eitthvað allt annað en það sem Öli skildi, með orðinu „atvinnu- leysingi”. Kannski hefur hann með notkun þess verið að út- skýra, fremur en fordæma. Það er staðreynd, að atvinnu- leysingjar eiga við ýmis vanda- mál að striða, og það er lika staðreynd að atvinnuleysi er mikið á Vesturlöndum. Ég hef að visu ekki handbærar tölur um atvinnuástand i Kanada, og kannski eru þeir ekkert verr staddir þar en viða annarsstað- ar hvað atvinnuleysi varðar. En atvinnuleysi fæðir af sér mörg stór vandamál, bæði félagsleg og sálræn. Þaö fylgir þvi mikil örvænting að vera atvinnulaus, jafnvel i þeim löndum þar sem félagslegt öryggi er á háu stigi og menn þurfa ekki að svelta þótt þeir missi vinnuna. Og menn þurfa ekki að vera glæpa- menn ,,i eöli sinu” þótt þeir fremji afbrot þegar félagslegar aðstæður hafa brotiö þá niður andlega. Gæti ekki alveg eins verið, að sá sem samdi fréttina fyrir út- varpið hafi haft eitthvað þessu likt i huga, þegar hann notaði orðið „atvinnuleysingi”? -ih Þjóðsagan Einu sinni var kerlir.g i koti við sjó. Hún hafði oft heyrt sjómenn segja aö þeim væri ekki kalt þó þeir væru á sjó i kalsaveöri, einhver hafði og sagt henni hvernig á þvi stæði og að þeir hefðu hitann úr árarhlumminum. Einu sinni þegar henni var sem kaldast og þoldi ekki viö i koti sinu tekur hún sig til og eigrar ofan að sjó, bröltir þar upp i eitt skipið sem uppi stóð með árum, sest á eina þóftuna, tekur sér ár i hönd og leggur i ræöi. Þar situr hún við og heldur um árarhlumminn, en þeir sem fram hjá gengu heyra aö hún er aö staglast á þessu: „Hér hafa þeir hitann úr”. En morguninn eftir fannst hún steindauö og beinfrosin við árarhlumminn og ekki búin enn i dag að fá hitann úr honum. 11.1 hringdi: Ég var hissa á þvi, hve ógagn- rýninn Arni Bergmann var i lýs- ingu sinni á kappræðu Nóbels- verðlaunahafa sem flutt var i sjónvarpinu i siðustu viku. Þeir voru að sönnu misjafnir. En einn, Brown minnir mig hann héti, var afskaplega ólundarlega hrokafullur i garð þeirra sem hafa barist gegn þeim hættum sem stafa af nýt- ingu kjarnorkunnar, einnig til friðsamlegra nota. Hann — og reyndar fleiri i þessum hóp — vildu telja það meiriháttar slys, að þau mál hafa vakið mikla at- hygli og að almenningur i ýms- um löndum hefur látið þau til sin taka. Baráttan fyrir „réttin- um til að vita” kann að vera hvimleið ýmsum sérfræðingum, sem i ýmsum tilvikum eru i hagsmunatengslum við þá sem standa i hættulegum tækniævin- týrum — en hún verður ekki siður nauðsynleg og brýn. Skáldaglugginn Blaðamaöur Þjóöviljans var eitt sinn á ferö um Latinuhverfiö i Paris og varö litiö til himins. Þá sá hann þennan glugga, og þótti einsýnt aö hér væri kominn Skáldaglugginn sjálfur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.