Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. janúar 1980.
4skáh
Umsjón: Helgi ólafsson
Geller
Sovét-
meistari
Skákþing Sovétrikjanna sem
lauk i Minsk rétt fyrir jól, sannaöi
enn einu sinni aö aldur skák-
manna skiptir ekki mestu máli.
Svo rækilega hefur þetta sannast
á siöasta ári aö ekki þarf lengur
vitnanna viö. Efim Geller, kom-
inn hátt á sextugsaldur, tefldi frá-
bærlega vel og hreppti 1. sætiö og
titilinn „Skákmeistari Sovétrikj-
anna 1979”. Fyrirfram haföi eng-
inn búist viö sigri hans þvi nokkur
undanfarin ár hefur allt gengiö
honum á móti og er þar skemmst
að minnast svæöamóts Sovétrikj-
anna sem haldiö var i borginni
I>vov, en þar lenti hann i neösta
sæti, hlaut aðeins 3 1/2 v. af 14
mögulegum.
En það er eins og gömlu menn-
irnir eigi betra með að skriða
saman aftur eftir þung áföll, og
Geller er lýsandi dæmi um það.
Hann byrjaði Skákþingið afar ró-
lega, rétt eins og að hann væri að
kanna kraft sinn. 7 fystu skákir
hans urðu jafntefli,en siðan var
bensinið stigið i botn. 1 næstu 8
skákum vann Geller 6 sinnum og
leyfði einungis 2 jafntefli. Við
slikum spretti átti enginn svar og
sigur hans var i höfn þegar ein
umferð var eftir af mótinu.
A svipuðum tima lauk i Buenos
Aires i Argentinu sterku alþjóð-
legu móti með yfirburðasigri
danska stórmeistarans Bent Lar-
sen. 1 2-5. sæti komu svo Spasski,
Miles, Anderson og Najdorf.
Frammistaöa Najdorfs er einkar
athyglisverð.en hann verður sjö-
tugur á þessu ári. Hann hlaut 8
vinninga, vann 3 skákir. gerði 10
jafntefli en tapaði engri skák.
Stórkostlegt afrek. En aftur til
Sovétmeistaramótsins. Geller
tefldi allan timann af miklum
krafti og sókndirfsku og þegar sá
gállinn er á honum stenst honum
ekkert. Sigur hans yfir Anikajev
sem hér fer á eftir var örugglega
sá fallegasti á mótinu:
Hvitt: E. Geller.
Svart: V. Anikajev
Sikileyjarvörn
1. e4-c5
2. Rf3-e6
3. d4-cxd4
4. Rxd4-Rf6
5. Rc3-d6
6. Be2-Be7
7. 0—0-0—0
8. Í4-Rc6
9. Be3-a6
10. a4
(Nú i seinni tiö ganga menn
beinna til verks og leika oftast 10.
Del, eða 10. Khl og næsta — Del.
Geller hefur 'þó mikla reynslu af
textaleiknum og þegar allt kemur
til alls er vart að finna annan eins
sérfræðing i Sikileyjarvörn og
einmitt Geller.)
10. ..-Bd7
(Vinsælla er 10. — Dc7 t.d. 11.
Khl-He8, eða 11. — Hd8. í þvi
sambandi er framhaldið 12. Del
Rxd4 13. Bxd4 e5 14. Bgl?? exf4
15. a5 athyglisvert.)
11. Bf3
(Annar góður leikur er 11. Rb3
b6 (11. — Ra5 12. e5! er hvitum i
hag) 12.BÍ3 ásamt — De2og — g4.
Þannig hefur t.d. Guðmundur
Sigurjónsson unnið marga at-
hyglisverða sigra.)
11. ..-Ra5 14. g5-Re8
12. De2-Dc7 15. f5-Rc4
13. g4-Hfc8 16. Bh5!
(Ovæntur leikur. Hvitur stefnir
niðrá veikasta punktinn i stöðu
svarts, f7 reitinn.)
16. ..-g6
(16. — Re5 17. fxe6 fxe6 18. Rf3
kemur á svipaðan stað niður.)
17. fxg6-fxg6
18. Df2!-Re5
(Eða 18. — Rxe3 19. Df7 — Kh8
20. Dxe7 Rg7 21. Hf7 og vinnur.)
19. Rf3!
(Hver einasti leikur Gellers er
afar markviss. í hvössum stöðum
sem þessum er það timinn sem
gildir.)
19. ..-Rg7 21. Rf7!-Rxh5
20. Rxe5-Hf8
(Er sókn hvits að renna út i
sandinn?)
22. Rd5!!
(Nei!)
22. ..-exd5
23. Rh6+-Kg7
24. Df7 +! !-Hxf7
25. Hxf7 + -Kh8
26. Bd4 + -Bf6
27. HXf6!
— Svartur gafst upp. Hótunin er
að sjálfsögðu 28. Hf8 mát og 27. —
Rg7 má svara með 28. Hf7 Hg8.
29. Bxg7+ Hxg7 30. Hf8+ Hg8 31.
Hxg8 mát. Lokastaðan verð-
skuldar stöðumynd.
Herstöðvaandstæðingar
— Akureyri
Samtök herstöðvaandstæðinga á Akureyri
hafa opið hús i Einingarhúsinu að
Þingvallastræti 14, fimmtudaginn 17.
íanúar kl.20 til 23 (8 tilll e.h.).
Kaffi, veitingar og uppákomur.
Öllum er frjálst að koma með efni til flutn-
ings ef þeir luma á einhverju sliku.
Samtök herstöðvaandstæðinga, Akureyri.
L_____________________________
Auglýsingasímmn
er 81333
MOBVIUINN
Meiri vopn Minna brauö
ARNQR ÞORKELSSON skrifar:
Þegar ein báran
rís er önnur vís
Atburöirnir f Afganistan
vekja athygli margra og sumir
minna á Tekkóslóvakiu, aörir á
fhlutun Kúbumanna i Afrfku og
enn aörir á Ungverjaland. Aftur
á móti dettur mér f hug sannan-
leg íhlutun Bandarfkjanna —
þótt leynt fari — f Chile f
S-Ameriku og tilraun til ihlutun-
ar í byitingunni eöa borgara-
striöinu i Nigaragua, i S-Afriku
og siöast en ekki sist ihiutun
þeirra hér á lslandi.
Við megum ekki blanda sam-
an byltingu og herforingjakliku-
valdaránum þvi þar er munur-
inn jafn mikill og á dauðastriöi
og fæðingarhriðum. Við megum
ekki heldur gleyma þvi, að feitir
þjónar eöa svikaleppar allra
landa eiga ekkert föðurheim-
kynni nema dollarann og hafa
islenskir („lýðræðissinnar” eða
— „flokkar”) sýnt hvar þeir
eiga heima.
Er þá batnandi
mönnum
best að lifa?
Bretar gangast fyrir umræð-
um í öryggisráðinu um
Afganistan. Þessir gömlu kúg-
arar, sem handhjuggu Indverja
fyrir minnsta mótþróa og bönn-
uðu þeim að flytjast úr sveitum
til borga, sem voru að myndast
þar i byrjun 18. aldar, ella
skyldu þeir ekkert missa nema
þumalputtaná. Þarna varð ótti
Breta um hættulega samkeppni
i ullariðnaðinum þess valdandi,
að breskur kapitalismi sýndi
sitt rétta eðli. Halda menn að
auðhringar og vopnaframleiö-
endur hafi eitthvað batnað,
innst i epli sinu? Ég held ekki.
Það er aðeins breytt um aöferð-
ir.
Peðið á skákborðinu
Þegar Iranskeisari var rekinn
úr landi á sföastliðnu ári, aftur-
kallaði Iransstjórn vopnapöntun
keisarans frá Bandarikjunum.
Þá var það, að úlfsgæran reynd-
ist Bandarikjunum of litil og
þeir glopruðu út úr sér, að það
væri fyrirsjáanlegt atvinnuleysi
I hergagnaframleiðslunni. En
auðvitaö tóku þeir svo seinna á
móti keisaranum eins og hinn
„miskunnsami Samverji”. Þvi
auðvitaö verður hið stjórnmála-
lega andlit Bandarikjanna að
vera hreint I augum hinna svo-
kölluðu lýðræöisflokka á
Vesturlöndum.
En þaðskyldi nú ekki vera, að
annað hafi legið á bak við
mannúðina, sem sé það, aö nota
keisarann sem pólitiskt peð á
skákborðinu, til þess bæði að
bæta sér upp vopnapöntunina,
Umsjön: Magnús H. Gislason
sem aldrei var afgreidd,og ekki
slður hitt, að auka á spennuna i
alþjóðamálum með afleiðingum
eins og I Afganistan? Við meg-
um ekki gleyma þvi, að allir
broddborgaralegir stórglæpa-
menn eiga visst friðland i
Bandarikjunum, eins og nasist-
ar áttu hér meðan á Spánar-
styrjöldinni stóö og eftir hana.
Við skulum ekki gleyma þvi að
það var höfuðpaur ungverskra
nasista sem flýði til Spánar og
sendi þaðan heillaskeyti til ung-
versku nasistanna með
hamingjuósk um borgara-
styrjöldina. En það er vist ekki
hætta á að „miskunnsömu Sam-
ver jarnir”, eins og leyniþjónusta
USA, SIA og aörir slikir, hafi
komið þar nærri með undirbún-
ing?
Menn muna eftir þvi hvernig
þeir sem iæddust inn i Vietnam
gerðu það án þess að lýsa striöi
á hendur þjóöinni, f jármögnuðu
vörubilstjórana i Chile um leiö
og þeir beittu áhrifum sinum I
alþjóðabankanum gegn Chile.
Hún var táknræn, gjöfin hans
Fidel CastróstilAllende forseta
i Chile hriðskotabyssan. Hún
sannar þaö, að vinnandi alþýða
iandanna, sem er svo ógæfusöm
að eiga yfir sér slika bööla og
Bandarikjavini eins og Somosa,
hún er brjáluð ef hún vopnast
ekki og rekur böðlana af hönd- I
um sér. Það erhér, sem munur- ■
inn liggur milli dauðastriðs og I
fæðingarhriðar, byltingar og I
kúgunar.
Að þjóna hinu illa
Vopnaframleiösla stórvelda I
er til þess að styrkja aðstöðu *
þeirra í ýmsum löndum og oft I
ogeinatti þeim vanþróuðu, sem
þauhafa rænt auðlindum sinum I
eða keypt á smánarverði. Hin *
kapítalísku lönd hafa dæmi- I
gerða tilhneigingu til að koma
sér upp leppstjórnum i hinum I
ýmsu löndum, sem kaupa svo *
vopn af þeim til þess að halda
alþýðinnu niðri. Það má nefna
Panama, Chiie og mörg fleiri I
mætti nefna t.d. Dóminikanska !
lýðveldið,sem Johnson skepnan * 1
lét ráðast á hérna um árið, en ,
var þó ekki einn i ráðum. Það
skiptir máli hverjum vopnin eru
seld og það er rétt sem séra Pét- J
ur I Vallanesi sagði um Jesús og ,
hans fylgifiska. Hann sagði:
„Þeir voru yfirbugaðir fyrst og I
fremstaf þviaðþeir höfðu engin \
vopn.”
Þeir sem vilja halda þjóðum
vanþróuðum og ófrjálsum selja
böðlum þeirra vopn. Verknaður ]
þeirra þjónar hinu illa og nærir .
græðgina. Þeir ráðast að kon- I
unni með fæðingarhriðir og
leggja ^hana spjóti, þeir eru ,
kapítalfsk mannæta.
Ég vil taka það fram, aö mér
finnst snPétur heitinn frá Valla- |
nesi verðskulda heiður fyrir að ■
hafa látið i ljósi lika skoðun og
höfundur bókarinnar „Félagi I
Jesús”. Hér var um vopnlausan
byltingarmanna að ræða. Aö >
Sönnu var hér um „svik” sr.
Péturs sem ihaldsmanns að
ræða, við ihaldssama klerka- ,
stétt og áhangendur hennar og
ág vil minna sr. Arelius Ni'els-
soná þaö, að sr. Pétur bað ekki
biskup fyrirgefningar á þvi sem J
hann sagði og hélt hempunni þö.
Ég get ekki að þvi gert að
mér finnst eins og vorþytur fylgi I
þessum orðum sr. Péturs, eins *
og allra þeirra, sem kunna aö
meta staðreyndir, draga skyn-
samlegar ályktanir af þeim og
hafa þor til að mæta afleið- J
ingunum.
Meira á morgun.
ArnórÞorkelsson. ■
Eftir næst síðustu alþingis-
kosningar héldu Framsóknar-
og Sjálfstæðismenn þvi óspart
fram i ræöu og riti að „sigur-
flokkarnir” sem þeir nefndu
svo, Alþbl. og Alþfl. ættu að
mynda rikisstjórn og bæri raun-
ar skylda til þess. Framhjá
þeirri staðreynd virtist raunar
horft, að sú stjórn hlaut að vera
minnihiutastjórn, sem allt sitt
iif átti undir hæl andstæðingana
Iikt og kratastjórnin nú.
Svo var kosið á ný. Og nú urðu
„sigurflokkarnir” aðrir.
Framsókn vann verulega á og
ihaldið einnig nokkuð, þótt
minna yrði úr en út leit fyrir
um skeið og sannast enn að ekki
er sopið kálið þótt i ausuna sé
komið. Nú rikir stjórnleysi og
hefur svo verið vikum saman.
Þvi láta „sigurflokkarnir” þetta
viðgangast? Þvi mynda þeir
ekki stjórn, mikilfenglega
meirihlutastjórn, sem ætti að
hafa alla burði til að geta farið
sinu fram? Er afstæðiskenning-
in kannski komin i spilið?
—Noröri