Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Fullreynt ad mynda vinstristjórn: Um hvaö var ágreiningur? skapa aukið svigrúm i atvinnu- lifinu, þvi vaxtakostnaður er orðinn þar verulega þungur. Vaxtalækkunin jafngildir 3-4% i kaupi. Alþýöuflokkurinn hafnaði þessu . algjörlega og Framsóknarflokkurinn var ekki reiðubúinn til að fara út i vaxta- lækkun strax. Alþýðubandalagið telur að það s é betr a að ver a með 27% meðalvexti i 30% verðbólgu eins og þetta hefði þýtt, heldur en að vera með 37% meðalvexti eins og nú er i 60% verðbólgu. Hag sparifjáreigenda hefði verið bet- ur borgið með þessum hætti. Ríkissjóðí beitt gegn verð- bólgu 5) Ríkisfjármál Alþýðubandalagið telur að beita eigi rikissjóði til þess aö vinna gegn verðbólgu og við þær aðstæður sem nú eru sé skyn- samlegra aö nota rikissjóð I þessu skyni i stað þess að greiða niður gamlar skuldir frá árun- um 1975-1976. Gagnvart þessari tillögu var Alþýðuflokkurinn nei- kvæður og Framsóknarmenn vildu ekki ganga eins langt i þessu skyni og Alþýðubandalag- ið. Auknar niðurgreiðslur landbúnaðarvara 6) Vandinn i landbúnaði. Framhald á bls. 13 Framsóknar- og Alþýðuflokksmenn töldu kjaraskerðingu óhjákvœmilega Á fundi sínum með frétta- mönnum I gær rakti Svavar Gestsson þau atriði sem ágrein- ingur varð um I siðustu vinstri- stjórnarviðræðum og ieiddu til þess að upp úr viðræðunum slitnaði. Þessi ágreiningsatríði voru eftirfarandi: Framleiðniaukning gegn verðbólgu 1) Framleiðniaukning á árinu 1980 Alþýðubandalagið lagöi áherslu á 7% framleiðni- aunkingu til að vinna gegn verð- bólgunni. A það hefur verið bent af ýmsum aðilum svo sem I ný- legri skýrslu frá OECD, að ekki dugir að beita niöurskuröarað- gerðum gegn verðbólgu. Þessi sjö prósent voru sett fram sem markmið, en ekki nein heilög tala, og þvi grundvöllur fyrir þvi að semja um þetta atriöi. Þessi hugmynd fékk þó dræmar undir- tektir hjá viðræðuaðilum Alþýðu- bandalagsins. Framsóknar- menn töldu 2-3% framleiðslu- aukningu mögulega en Alþýðu- flokksmenn töldu þetta óraun- hæft. Spurning um pólitískan vilja 2) Niðurfærsla verðlags Alþýðubandalagið geröi það að tillögu sinni að þjónus tugjöldum ýmissa aðila, verslunarálagn- ing, flutningsgjöld og vátrygg- ingakostnaður yrði lækkaður. Þessu var hafnað af báðum flokkunum á þeirri forsendu að þetta væri óraúnhæft, vegna þess að þessir aðilar væru að berjast I bökkum nú þegar. Alþýöubandalagið taldi hins veg- ar að hér væri um aö ræða spurningu um pólitiskan vilja, hvort menn væru reiðubúnir að knýja þessa aðila til að gefa eitt- hvað eftir og ná niður hraða verðbólgunnar. Veltuskattur 3) Veltuskattur fyrirtækja Framsóknarmenn sögðu þvert nei viö slikum hugmynd- um, og afstaða Alþýðuflokks- manna var neikvæð. 4) Vextir. Alþýðubandalagið lagöi til að vextir yrðu lækkaöir um 5% 1. mars og aftur um 5% 1. okt. til að 236 lóðir auglýstar til umsóknar Úthlutun fer fram eftir nýju reglunum Reykjavikurborg hefur aug- lýsteftir umsóknum um samtals 236 lóöir I borgarlandinu undir 162 einbýlishús og 74 raðhús. Umsóknarfrestur er til 8. febrú- ar n.k. og verður ióðunum úthlut- að cftir lóðaúthlutunarreglunum sem I fyrsta sinn var beitt i fyrra skv. samþykkt borgar- stjórnar. Fyrrgreindar lóðir eru sem hér segir: a) 64 einbýlishúsalóðir og 10 raðhúsalóðir i Seljahverfi, Breiðholti II, b) 50 einbýlishúsalóðir I Hóla- hverfi, Breiðholti III, c) 35 einbýlishúsalóðir og 64 raðhúsalóðir á Eiðsgranda, d) 12 einbýlishúsalóðir við Rauðagerði og e) 1 einbýlishúsalóð viö Tóm- asarhaga. Gatnagerðargjald af þessum lóðum ber að greiða i þrennu lagi á þessu ári. Umsóknareyðublöð ogallar upplýsingar um lóðirnar svo og um skipulags- og úthlut- unarskilmála verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings Skúlatúni 2 kl. 8.20-16.15 virka daga. I auglýsingu borgarstjóra er tekið fram að eldri umsóknir veröi aö endurnýja og skila á sérstökum eyðublöðum er fást afhent á skrifstofu borgarverk- fr æðings. Skv. nýju lóöaúthlutun- arreglunum, fá menn ákveöin stig sem ráðast m.a. af búsetu og aldri ásamt núverandi húsa- kosti eftir fyrirfram ákveðnum reglum og ræöur stigafjöldi þvi hvort menn fá úthlutað eða ekki. Upplýsingar um lóðaúthlutunar- reglurnar fást einnig á skrif- stofu borgarverkfræöings. Aðsögn Guðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns Borgarskipu- lagsins, er þess vænst aö sam- tals verði úthlutað lóðum undir riflega 500 ibúöir á þessu ári I borginni. Verkamannabústað- irnir hafa fengið fyrirheit um lóðir undir 150 ibúðir i fjölbýli og raðhúsum á Eiðsgranda og unnið er að skipulagi tilraunareits i Breiðholti III þar sem 15 ibúðir munu rúmast. Þá sagði Guðrún að i vinnslu væri skipulagning ibúðarhverfis i nýja miðbænum i Kringlumýri og væri áætlað aö þar yrðu um 140 Ibúðir. A næsta ári,1981,er áætlað að álika fjölda lóða verði úthlutað á Eiðsgranda i Breiðholti og á þéttingar s væðunum. -AI Rykmengun í birgðastöð Sementsverksmiöjunnar: Borgarlæknir vís- aði málinu t’rá sér Telur það heyra undir Heilbrigðiseftirlitið eða Öryggiseftirlitið A sinum tima visaði Heii- brigðiseftirlit rikisins kvörtun- um starfsmanna birgðastöðvar Sementsverksmiðjunnar við Sæ- viðarsund um útbrot og óþæg- indi i öndunarfærum tii Heil- br igðis nefndar Reykjavikur. Sjúkdómseinkennin voru talin stafa af aukinni rykmengun vegna iblöndunar kisilryks i sementið. 1 samtaii við Þjóðvilj- ann 16. jan. sl. sagði Hrafn Frið- riksson forstöðumaður Heil- brigðiseftirlits rikisins aö engin svör hefðu borist frá Borgar- lækni vegna þessa máls. Skúli Johnsen borgarlæknir sagði hinsvegar i gær, er Þjóð- viljinn spurðist fyrir um þetta mál, að Borgarlæknisembættið hefði skrifað Heilbrigðiseftirlit- inu 8. janúar sl. og visað málinu frá sér, þar sem það heyrði ekki undir Heilbrigðisnefnd Reykja- vikur, heldur Heilbriðgiseftirlit rikisins eða Oryggiseftirlitið. Jafnframt heföi Heilbrigðiseftir- litinu veriö skrifað aftur, eftir umrædda frétt i Þjóöviljanum 16. janúar, og þessi skoðun itrekuð. Borgarlæknir sagði að sam- kvæmtreglugerð, sem sett var á sl. ári, sé ljóst að Heilbrigðis- eftirlit rikisins eða öryggis- eftirlitið eigi aö annast eftirlit með efnum sem eru hættuleg I formi ryks eða reyks, þ.á.m. kis ils amböndum hver s konar. „Viö höfum engin afskipti af þvi að leyfa notkun á kisilryki,” sagði hann. „Yfirleitt er eftir- litsskylda heilbrigðisnefnda með aðbúnaði á vinnustöðum takmörkuð og við höfum verið að reyna aö koma á hreinum linum i þessum málum. Við skrifuöum Heilbrigöiseftirlitinu 8. janúar og létum þá skoöun i ljós, aö þetta málefni ætti að skoðast þar eða af öryggiseftirlitinu.” —eös 5inföniuhljámsveit Isíands TÓNLEIKAR i Háskólabiói n.k. fimmtudag. 24. jan. 1980 kl. 20.30. VERKEFNI: Smetana — Moldau Mozart — Pianókonsert K V 537 Tschaikovsky — Sinfónia nr. 6 EINLEIKARI: Ursula Fassbind Ingólfsson STJÓRNANDI: Urs Schneider Aðgöngumiðar i bókaverslunum Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ÁSKRIFT ER AUÐVELD! / Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Visi \ I I i Heimilisfang Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið. ÚTBOÐ Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum i eftirfarandi efni: 1. Háspennulinuefni. útboð 280. 2. Dreifispenna. Utboð 380. 3. Strengi. Útboð 480. 4. Rafkatla fyrir kyndistöðvar. útboð 580. 5. Götugreiniskápa. Útboð 680. 6. Effekt-aðskiljara. Útboð 780. 7. Strengmúffur. útboð 880. Útboðsgögn fást hjá Orkubúi Vestfjarða, tæknideild, ísafirði, simi 94-3900. Tilboð verða opnuð 4. mars 1980 kl. 14.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.