Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 15
Miövikudagur 23. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Atök við Reykjavlkiírhöfn. Úrkvikmyndinni Út í óvissuna eftir Desmond Bagley. íít í óvissuna Breski njósnamyndaflokk- urinn Ct i óvissuna (Running Blind) eftir samnefndri sögu metsöluhöfundarins Des- monds Bagleys hefur göngu slna I sjónvarpinu i kvöld. Kvikmyndatakan fór fram á íslandi sumarið 1978, en at- buröir sögunnar gerast ein- mitt hér uppi á Fróni. Þessi saga Bagleys1 kom út i islenskri þýðingu fyrir nokkrum árum. Atburöarás sögunnarer sú að Alan Stew- art fyrrverandi starfsmanni bresku leyniþjónustunnar er þröngvaö til að fara meö böggul til Islands, ella veröi erkióvini hans frá fornu fari sem auðvitað er vondur rússi sagt til um verustað hans. Alan á sér gamla góða vin- konu islenska Elinu að nafni (leikin af Ragnheiði Stein- dórsdóttur) en Elin þessi býr i Reykjavlk. Rússinn fyrrnefndi sem að sjálfsögðu er njtísnari heitir Mennikin, og fær hann brátt Sjónvarp kl. 21.15 þefað upp ferðalag þess breska til Islands. Hann heldur þegar af stað til Islands og brátt æsist leik- urinn og berst upp um fjöll og firnindi áður en yfir lýkur. í aðalhlutverkum eru þau Stuart Wilson og Ragnheiður Steindórsdóttir eins og áður sagði en aðrir islenskir leik- arar sem koma fram I kvik- myndinni eru m.a. Steindór Hjörleifsson, Harald G. Har- aldsson, Arni Ibsen, Jóna • Sverris^ottir, Lilja Þoris- dóttir, Jón Sigurbjörnsson og Flosi Olafsson. Leikstjóri er William Brayne. Myndaflokkurinn er I þremur þáttum og verður sá fyrsti sýndur I kvöld en hinir tveir næstu tvo miðvikudaga. Þýðandi myndarinnar er Dóra Hafsteinsdóttir. — lg. Einu sinni var Rakin saga mantu kyns frá upphafi í dag hefur göngu sina i sjónvarpinu nýr franskur : teiknimyndaflokkur þar sem rakin er saga mannkyns frá upphafi fram á okkar daga. Þátturinn er i þrettán hlut- um og verður hann á dagskrá I barnadagskrá miðviku- dagssjónvarpsins. Þessi fyrsti þáttur fjallar um frumbyggja mannkyns, sem lifðu á steinöld. Eins og Sjónvarp kl. 18.30 áður sagði eru þetta teikni- myndaþættir og ætlaðir til fræðslu fyrir börn og ung- linga um þróun manniifs á jörðinni.' Þýðandi myndarinnar er Friðrik Páll Jónsson. lg. Túlkur Hitlers Haraldur Jóhannesson hagfr. endursegir i útvarpi I kvöld viðtal sem breska út- varpið áttifyrir stuttu viðdr. Paul Schmidt, sem á sinum tima var túlkur nasistans Adolfs Hitlers. Haraldur sagði i samtali vð Þjóðv. að Schimdt þessi hefði verið túlkur I þýska ut- anrikisráðuneytinu frá árinu 1922 fram yfir 1960. Hann var ma. aðaltúlkur þýsku rikisstjórnarinnar á árunum 1933-45 á nasista- timabilinu. Schmidt hélt ýtarlega dag- bók allan þann tima sem hann starfaði I þýska utanrikis- ráðuneytinu og haföi hana sem heimild þegar hann skráði æviminningar slnar sem komu út fyrir nokkrum árum. Sú bók vakti mikla athygli Adolf Hitler ber talsvert á góma I þætti Haraldar Jó- hannessonar A heljarslóð I Ut- varpi I kvöld. Utvarp ki. 22.35 þar sem Schmidt þótti lýsa af mikilli nákvæmni bakgrunni og skapbrigðum þeirra aðila sem hann komst i kynni við, og þá sérstaklega i tið nas- ismans. M frá Hringið í síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík lesendum Vigdísi í f ramboð i Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri þykir mér aldeilis frábær kostur í forsetaframboði og veit ég að margir eru mér sammála um það. Vigdis er gagnmenntuð kona og greind, háttprúð og vel máli farin. P:g tel hana hafa alla kosti góðs forseta, auk þess sem hún er óbundin á pólitiskan klafa og óháö embættisaðlinum. Sjálfur er ég karldýr, en góður kvenkostur held ég væri besti kosturinn á Bessastööum núna. Ég vona bara að Vigdis láti tilleiðast að brjóta blað I tslandssögunni og bjóða sig fram. Vist er að hún fengi mik- inn og öflugan stuðning. -Ö.G. Góður kvenkostur er besti kosturinn I forsetakosn- ingunum, segir bréfritari. Gott aö versla í Korn markaðinum Hafið þið nokkurn timann séð heilsuvörubúðina Kornmark- aðurinn. ícg bý á Vestfjörðum. íog rakst á þessa litlu heilsu- vörubúð á Skólavörðustignum, fulla af hunangi, ávöxtum, baunum, hnetum og korni. Nú, þegar verðið er alls- staðar á uppleiö, virðist samt sem það standi i stað I þessari búö. Ég fyllti bakpokann minn, átti skemmtilegar samræður við hið unga viðfelldna fólk hinum megin við afgreiðslu- borðið. Ef þú hefur ekki komið i þessa verslun ennþá, þá ráð- legg ég ,þér að fara þangað strax i dag eða á morgun. Með vinsemd og þökk fyrfr birtinguna. JónSigurjónsson 7 ár f rá upphaf i Heimaeyjargossins /*- í dag,23. janúar, eru réttilega liðin 7 ár frá þvi eldar brutust í landi Kirkjubæjar i Vestmannaeyjum. Myndirnar hér að of an sýna vel hvernig austurbærinn varð glóandi hrauninu að bráð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.