Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 5
Miövikudagur 23. janúar 1980 ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA 5 Afganistan, Carter og Olympíu- leikarnir í Moskvu Það eru hefðbundin viðhorf á Vesturlöndum að halda iþróttum og stjórnmálum aðskildum. Hinsvegar eru iþróttir og stjórnmál rækilega samtvinnuð i Sovétrikjunum og skyldum rikjumj DDR, Austur-Þýskaland, barðist fyrir pólitiskri viðurkenningu á iþróttavöllum lengi framan af, Sovétrikin vildu ekki leika leik i heimsmeistarakeppni i knatt- spyrnu sem fram átti að fara í Chile eftir valdarán Pinochets . Nú er Carter eiginiega kominn i svipaða stöðu og Sovétmenn stundum áður. Hann vill hætta við þátttöku i ólympiuleikum i Moskvu til að refsa fyrir inn- rásina i Afganistan. Til eru þeir (m.a. leiðara- höfundur sænska stórblaðsins Dagens nyheter) sem telja, að hótun um að hundsa ólympiu- leikana i Moskvu sé kannski það eina sem gæti haft raun- veruleg áhrif á sovéska leið- toga um þessar mundir. Hvers vegna eru Ólympíu- leikarnir i Moskvu svona mikilvægir? íþróttir og pólitfk Að sumu leyti er þab tengt þvi, að hvort sem menn viður- kenna það eða ekki, þá er það stórpólitiskt mál, hve gifurlega áherslu iþróttaveldi leggja á að sýna ágæti sitt á Ólympíu- leikum og heims meis tara- mótum. Sovétmenn hafa m.a. verið sérstaklega iðnir við að læða þvi að, að iþróttaafrek séu með nokkrum hætti vitnis- burður um sigra samfélagsins i öðrum sviðum, kosti þess. Það hefur jafnan mátt sjá á sovéskum blöðum hve mikils virði það hefur verið talið að geta tekið heim af Ólympiuleik- um fleiri medaliur en höfuð- keppinauturinn Bandarikin, að hægt var að skáka þeim á svo óumdeilanlega „mælan- legu” sviði. I framhaldi af þessu er það ljóst, að það er mikið atriði fyrir sjálfstraust hins sovéska stjórnkerfis, að fylgja eftir þessari þróun, ekki aðeins með Ólympiusigrum heldur og með þvi að halda glæsilega Ólympiuleika. Það er ætlað til álitsauka bæði útávið og innávið ekki siður. Mikið stendur til Þvi hefur firnalega mikið verið lagt i ólympíuleikana i Moskvu. Robert Kaiser, lengi fréttritari i Moskvu; segir i Washington Post, segir frá þvi i nýlegri grein, að allt fjár magn til bygginga i Moskvu hafi um nokkurra ára skeið farið til Ólympiumannvirkja. Búðir verða fylltar með varningi ýmiskonar, og orðrómur gengur um að gerðar verði sérstakar ráðstafanir til að utanbæjarmenn flykkist ekki i höfuðstaðinn til að tæma versl- anirnar. Blöð hafa um langt skeið lofsungið væntanlega Ólympiuleika sem meiriháttar viðburð i sögunni og þar fram eftir götum, það er auðséð að mikið liggur við. Og ef Banda- rlkjamenn vantar á slika leiki og einhverja fleiri, þá verður allt þetta að verulegu leyti unnið fyrir gýg. Framhaldið Það er þessvegna sem ýmsir fréttaskýrendur telja að hótanir Carters séu mjög ofar- lega á lista áhyggjuefna sov- éskra ráðamanna. Hinsvegar eru uppi ýmsar skoðanir á þvi hvernig framhaldið. verður, ef Carter tekst að fá iþrótta- frömuði og bandarisku ólympiunefndina til að hlýða til- mælum sinum. Það virðist þó útbreidd skoðun, að þar með séu Ólympiuleikar úr sögunni, a.m.k. um nokkurt skeið. Eftir leikana i Montreal, sem all- mörg Afrikuriki hættu við þátt- töku i, var samþykkt sú regla, að þær þjóðir sem hættu við þátttöku af pólitiskum ástæðum fengju ekki að vera með næst. Það er mál út af fyrir sig. Hitt kann svo að vera alvar- legra, að ef Bandarikjamenn kjósa að hundsa Ólympíuleik- ana i Moskvu, þá verður það nýtt skerf til stigmögnunar þessa kalda striðs, sem nú er hafið og sýnist „hitna” með hverjum degi sem liður. —áb Kókakóla í Guatemala: Hermenn leigdir til að hræða og myrða verkamenn John Clinton Trotter, Texas- búi, sem á Kókakólaverksmiðj- una i Guatemala, leigir sér her- menn fyrir um 1500 krónur á dag til þess að hræða og Iáta myrða þá menn sem dirfastað starfa að verkalýðs málum við fyrirtæki hans. Shirley Fuentes Mohrj maki hennar var myrtur á götu dti. Þetta er haft eftir Sigvard Ny- ström, sænskum manni, sem er formaður Alþjóðas ambands verkafólks i matvælaiðnaði, og Amnesty International hefur staðfest þessar fregnir. Aðalbækistöðvar Kókakóla i Filadelfiu i Bandarikjunum hafa lengi hikað við að svara bréfi IUL þar sem krafist var að Trotter væri stöðvaður og fram- leiðsluleyfið tekið af honum. En nú hefur Kókakóla lýst sig reiðu- búið til samninga um málið, ekki þó fyrr en IUL hafði hótað að- gerðum gegn samsteypunni viða um heim. Hörmulegt ástand A fundi hjá IUL i Genf i sl. mánuði bar kona að nafni Shirley Fuentes Mohr vitni um ástandið i Guatemala. Maður hennar var myrtur úti á götu i Guatemala fyrir skömmu — orsökin var að lik- indum sú, að hann var meðlimur i Lýðræðislega sósialistaflokkn- um. Amnesty International telur að á árunum 1966-76 hafi um 20 þúsund manns verið myrtir I Guatemala af pólitiskum ástæðum og með blessun yfir- valdanna. A valdatima Lucas hershöfð- ingja, sem farið hefur með völd i landinu siðan 1978, hafa 2000 manns látið lifið, annaðhvort fyrir framan aftökusveitir, eða þá fyrir byssum hersins. Dæmi Kókakólaverksmiðj- unnar er sérlega svivirðulegt sagði Shiriey Fuentes Mohr i Genf. Israel Marquez, sem skipu- lagði verkalýðssamtök i Kóka- kólaverksmiðjunni, varð tvisvar fyrir morðtilræði, og i einu þeirra lét annar verkamaður lifið i hans stað. Hann neyddist svo til að leita hælis i sendiráði Venezúelu. Pedro Quevedo, sem hafði verið ritari sambands starfs- fólks i matvælaiðnaði i Guate- mala, var myrtur i fyrravor. Um sama leyti var Manuel Lopez Balan sem var ritari samtak- anna i Kókakólaverksmiðjunni myrtur. Framhaid á bls. 13 Kvikmyndir Eg er víst algjört naut (Forsíðuviötal)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.