Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. janúar 1980 *skák Umsjón: Helgi Ólafsson ( öruggara er 7.-b5,8,- e5-Rxe5, 9. Hxe5-d6, 10. Hel (10. Hxe7 er hag- stætt svörtum), 10. -bxa4, 11. Rxd4-Bd7 og staöan er jöfn.) 8. e5-Re8 11. Bb3-c6 9. Rxd4-Rxd4 12. C3-BÍ5 10. Dxd4-d5 13. Rd2-f6 Skákþing Reykjavikur Þegar 4 umferðum er lokiö af Skákþingi Reykjavlkur hafa þeir Björn Sigurjónsson, Guömundur Ágústsson, Haraldur Haraldsson og Jóhann Hjartarson tekiö forystu. Þeir hafa unniö allar skákir sinar. 1 5. — 6. sæti koma svo Björn Þorsteinsson og Jónas P. Erlingsson meö 3 1/2 v. hvor. Övænt tap Margeirs Péturs- sonar i 4. umferö vakti mesta athygli,en Margeirléksig imát i tiltölulega jafnri stööu. Er alveg greinilegt aö hann þarf aö bæta taflmennsku sína mikiö, þvl aö i skákum sinum i 2.og 3. umf. átti hann i miklum erfiöleikum meö að innbyröa vinninginn gegn skákmönnum sem ekki geta talist liklegir til afrek f mótinu. Skák Margeirs i 4. umferö var fyrir margar sakir fróöleg og fer hún hér á eftir: Hvltt: Friöjón Þórhallsson Svart: Margeir Pétursson Spænskurleikur. 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 4. Ba4-Rf6 3. Bb5-a6 5. d4 ( Sjaldgæft afbrigi sem m.a. hefur þann kost aö koma i veg fyrir opnu leiðina, 5.-Rxe4, sem reyndist Kortsnoj svo vel i einviginu viö Karpov.). l'. Ö-0*Be7 T- Hel-0-0 ( Annar möguleiki er 13. -Rc7.) 14. Re4!?-fxe5 17. Dd4-Bg6 15. Dxe5-Kh8 18. c4-dxc4 (?) 16. Rg3-Bd6 ( Og hér gat svartur tryggt sér frumkvæöiö með 18. -b6 sem hótar 19. -Bc5. ) 19. Dxc4-Rf6 20. Bg5-Dc7 21. Hadl-b5 22. Dh4-Bc5 23. Be3-Bxe3 24. Hde3-Had8 25. Hdel-Hd2 26. Db4-Hfd8?? ( Hrikalegur afleikur. Eftir 26. -Dd6erstaðan tiltölulega jöfn. NU bindur hvitur endiá skákina á snaggaralegan hátt. ) 27. He8+! - og svartur gafst upp. Hann er óverjandi mát. Deildarkeppnin Heil umferð fór fram i Deildarkeppni Skáksambands Islands um helgina. Orslit uröu þessi: Taflf. Reykjavikur-Skákf. Akureyrar 5:3 Seltjarnarnes-Mjölnir 4:4 Keflavik-Kópavogur 4:4 Skákf. Akureyrar-Hafnarfj. 7:1 Starf forstjóra Norræna hússins í Reykjavík Hér með er auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Norræna hússins í Reykjavík, og verður staðan veitt frá 1. febrúar 1981 til f jög- urra ára. Forstjórinn á að skipuleggja og veita forstöðu daglegri starfsemi Norræna hússins, en hlut- verk þess er að stuðla að menningartengslum milli Islands og annarra Norðurlanda með því aðef la og glæða áhuga íslendinga á norrænum málefnum og einnig að beina íslenskum menningarstraumum til norrænu bræðraþjóð- anna. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á allt að f jögurra ára leyf i f rá störf um til að taka að sér stöður við norrænar stofnanir og geta talið sér starfstímann til jafns við starf unnið í heima- landinu. Laun og önnur kjör ákvarðast eftir nánara samkomulagi. Frítt húsnæði. Nánari upplýs- ingar um starfið veita Guðlaugur Þorvalds- son, Skaftahlíð 20, (s. 15983) og Erik Sönder- holm, Norræna húsinu (s. 17030). Umsóknir, stílaðar til stjórnar Norræna húss- ins, sendist: Nordiska ministerradet, Kultursekretariatet, Snaregade 10, 1205 Köpenhamn K. Skulu þær hafa borist eigi síðar en 22. febrúar 1980. Norræna húsið er ein meðal 40 samnorrænna fastastofnana og framkvæmda, sem fé er veitt til á hinni sameiginlegu norrænu menn- ingarf járhagsáætlunum. Ráðherranef nd Norðurlanda, þar sem menningar- og mennta- málaráðherrarnir eiga sæti, fer með æðsta ákvörðunarvald í hinni norrænu samvinnu um menningarmál. Framkvæmdir annast menningarmálaskrif- stofa ráðherranefndarinnar í Kaupmanna- höfn. Bændaskólinn á Hólum Éfnir til nám- skeiða Skyldu stjórnvöld álita aö vinnsla þessara mjólkurvara og umbúöir um þær kosti ekki neitt? Tapa mjólkurframleiðendur 865 milj. kr.? Þegar síðustu verðbreytingar voru gerðar á landbúnaðar- afurðum, synjaði ríkis- stjórnin mjólkursam- lögunum um hækkun á söluverði mjólkur og mjólkurafurða, sem stöfuðu af auknum vinnslu- og dreifingar- kostnaði og hærra umbúðaverði. Meö hliösjón af uppbyggingu og starfrækslu afuröasölu- félaga bænda, þá taka framleiöendur á sig hallann, ef einhver veröur, vegna vinnslu- og dreifingarkostnaöar. Það er þvi mikill misskilningur að nægilegt sé að hækka kaup bænda i verölagsgrund- vellinum til jafns við kaup launþega, ef vinnslustöðvarnar fá ekki leyfi til hækkunar á vinnsluvörum i samræmi við aukinn launa- og annan reksturskostnað þeirra.Þaö er þvi alveg eins hægt að skera niður kaup bændanna i verð- lagsgrundvellinum og leyfa eðlilega hækkun á vinnslu- vörum, það kemur út á eitt fyrir framleiðendur. A vegum Mjólkur- samsölunnar hefur verið tekið saman yfirlit um tap hennar vegna synjana rikisstjórnar- innar á umbeðnum hækkunum á vinnslu- og dreifingar- kostnaði og hækkunar á umbúðagjaldi i des. s.l., að þvi er segir 1 Fréttabréfi Umsjön: Magnús H. Gislason Upplýsingaþjónus tu land- búnaðarins. Miðað við heilt ár nemur þetta tap samtals 441 milj. kr..Þar sem mjólkurbúin innan Mjólkursamsölunnar taka á móti 51% af allri innveg- inni mjólk i landinu má gera ráð fyrir að heildartap allra mjólkursamlaganna verði um 865 milj. kr. Þetta mikla tap getur ekki lent á öðrum en m jólkur fr amleiðendum. Mjólkurbúin innan Mjólkursamsölunnar eru fjögur á Suður- og Vesturlandi. Innvegin mjólk i þessi bú var á siöasta ári 60.7 milj. ltr en þaö var 0,9% minni mjólk en áriö 1978. Aukning á sölu á mjólk og mjólkurafuröum hjá Mjólkur- samsölunni var 4.02% þrátt fyrir verulegt sölutap vegna verkfalls mjólkurfræðinga á árinu. Smávegis samdráttur var i sölu á nýmjólk, súrmjólk og undanrennu en veruleg söluaukning i jógurt, rjóma og kókómjólk. -mhg. Bændaskólinn á Hólum hefur ákveðiö að efna til tveggja námskeiða í bú- fræði og er hvoru þeirra ætlað að standa í þrjár vikur. Fyrra námskeiðið hefst mánudaginn 11. febrúar og lýkur 1. mars n.k. en hið síðara hefst mánudaginn 3. mars og lýkur 22. mars. A námskeiðum þessum verður boðið upp á bæði verk- lega og bóklega kennslu, sem miðuð verður við að veita hag- nýta þekkingu á sem skemmst- um tima. Fjöldi kennslustunda á hvoru námskeiði er áætlaður 158, þar af er verklegt nám 68 stundir. Þátttakendum á nám- skeiðunum er ætlað að greiða fæöiskostnað, sem er áætlaður 2500-3000 kr. á dag og bóka- kostnað, sem er áætlaður 30 þús.kr. Bóklegir timar verða á morgnana, 6 daga vikunnar en verklegir timar eftir hádegi, frá mánudegi til föstudags. Skólastjóri og kennarar við Bændaskólann á Hólum munu annast leiðbeiningar en að auki munu ráðunautar Búnaðarfé- lags IsSands og fleiri starfs- menn landbúnaðarins halda þar fyrirlestra. Leitast verður við að bóklegt nám fari þannig fram, að þátt- takendur veröi sem virkastir i hringborðsumræöum o.þ.u.l. Þau eru öllum opin en viö und- irbúning þeirra eru einkum hafðir i huga ungir bændur og þeir, sem eru að byrja búskap og hafa ekki gengið á bænda- skóla. Vonandi þarf ekki að taka fram, að allir eru velkomnir „heim að Hólum”, jafnt konur sem karlar, til að læra og taka þátt i samstarfi, sem ætti að leiða til aukinnar þekkingar á þeim viðfangsefnum, sem glimt er við i búskapnum. -mhg Nýr tækjabúnaöur Fyrir fiskyinnslustödyar Fyrirtækið Framleiðni s.f. hefur nú byrjað framleiðslu og sölu á nýjum og fullkomnum rafvogum og gagna- söfnunarkerf um fyrir f iskvinnslustöðvar. Er hér á ferðinni tækja- búnaður, sem talið er að eigi eftir að valda gjör- byltingu í rekstri fyrir- tækja innan fiskiðnaðar- ins og reyndar öðrum framleiðsluiðnaði, t.d. í sláturhúsum. Er frá þessu skýrt í nýjustu Sambandsf réttum. Meginuppistaðan i þessum tækjum eru margskonar vogir sem byggjast á nýjustu tækni i rafeindabúnaði. Annarsvegar eru vogir fyrir hráefnismót- töku, bæði verðlagn- ingarvogir og innvigtunar- vogir, og hinsvegar eru margskonar vogir til að nota á vinnslustiginu, svo sem flökunar, -pökkunar- og blakkavogir. Oll þessi tæki eru margfalt fullkomnari en eldri búnaður, og auk þess geta þau verið i beinu sambandi við safnstöðvar og annan tölvu- búnað, sem skapa geysumikla möguleika á hverskonar gagnavinnslu i sambandi við alla vinnslu i frystihúsunum og rekstur þeirra. Kerfið byggist á samsetningu margra eininga og er þvi hægt að taka tæki þessi smátt og smátt i notkun eftir þvi sem þarfir og aöstæður gera æskilegt i hverju frystihúsi fyrir sig. Það er Raunvisindastofnun Háskólans sem hefur hannað þessi tæki i samráöi viö Framleiöni s.f., Sjávarafuröa- deild Sambandsins og nokkur frystihús, sem annast hafa prófun tækjanna. Hönnun þessa búnaðar byggist á nýtilkominni rafeindatækni, sem gerir það kleift að sérhanna tæki með flókinni verkan, sem jafnframt er hægt að framleiða i tiltölu- lega fáum eintökum án þess að stofnkostnaður verði óhæfilega hár. Einnig er hægt að aðlaga einstök tæki að sérstökum þörfum hvers notanda, þannig að nú er hægt að sinna sérþörfum minni markaða og litilla rekstrareininga með hóflegum tilkostnaði. Einn meginkostur þessara nýju voga er sá, aö þær eru mun nákvæmari en eldri vogir. Þetta skiptir verulegu máli i fiskvinnslunni.þviaöhjá meöal frystihúsi er talið að hvert % sem takst að spara i yfirvigt á framleiðslunni þýöi á næsta ári 13 milj. kr. tekjuauka. Sömu- leiöis er taliö aö hvert prósent sem tekst aö auka nýtingu i flökun, samsvari 26 milj. kr. tekjuauka. Einnig getur kostnaður frystihúsanna viö aö skipta um lóð á vogum sparast með þessum tækjum, en hann ér hjá meöalhúsi um 1.5 milj. kr. á ári. Þessi nýju tæki eru seld undir vörumerkinu MAREL. Samsetning þeirra fer fram hjá rafeindavinnustofu öryrkjabandalags Islands, sem þegar hefur langa reynslu af framleiðslu á rafeindatækj- um. Framleiðni s.f. hefur gefið útýtarlegan upplýsingabækling um möguleika þessara nýju tækja. Fæst hann á skrifstofu fyrirtækisins aö Suðurlands- braut 32, þar sem allar frekari upplýsingar eru einnig veittar. -mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.