Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 7
Miövikudagur 23. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Þegar Sara Lidman kom til íslands 1966: Kölluð „frænka Göbbels” í Mogganum Stúdentar fengu ekki að halda fund meö henni í Háskóla íslands Sara Lidman — miklar æsingar uröu Ut af komu hennar til tslands áriö 1966. A mánudaginn fékk sænski rithöfundurinn Sara Lidman bók- menntaverðlaun Norð- urlandaráðs en hún er ekki með öllu ókunn Islendingum. Ein bóka hennar hefur verið þýdd á islensku og haustið 1966 buðu Menningar- og friðarsamtök islenskra kvenna henni i fyrirlestrarferð til íslands. Hún hafði þá nýlega verið i Vietnam og var skeleggur and- stæðingur hinnar villi- mannlegu styrjaldar Bandarikjamanna þar. Koma hennar hingað vakti mikla athygli og var hún kölluð öllum ill- um nöfnum i Morgun- blaðinu og yfirvöld i Há- skóla Islands meinuðu Stúdentafélagi Háskól- ans að halda fund með henni innan veggja skól- ans. Risu miklir úfar út af öllu þessu. Þaö var miövikudaginn 26. október sem sænska skáldkonan kom hingaö og hélt hiin sinn fyrsta fyrirlestur á Akureyri föstudaginn 28. oktöber en á sunnudeginum hélt hún fyrir- lestur um Vietnam f Austur- bæjarbíói. Þáum kvöldiö sat hún kvöldveröarboö Rithöfundasam- bands Islands og á mánudaginn var hún gestur í Sænsk-fslenska félagsins. Halldór Halldórsson prófessor blandaði sér i málið Þá geriiist þaö aö Stúdentafélag Háskóla Islands ákvaö aö fá Söru Lidman til aö flytja erindi um Vfetnam og var búiö aö fá inni fyrir fundinn i 1. kennslustofu Háskólanskl. 5 á þriöjudag. Þess skal getiö aö félagsstofnun stúdenta var þá ekki enn risin og þvf ekki i önnur hús aö venda fyrir stúdenta en Háskólann sjálfan. Þegar þetta var fengiö geröist þaö skyndilega aö Halldór Halldórsson prófessor, sem þá gegndi störfum rektors i fjarveru Armanns Snævarr, blandaöi sér I máliö og bannaöi aö stúdentar fengju inni I húsakynnum háskólans meö fundinn. Fyrirspurn á Alþingi Þessi afstaöa rektors kom mjög á óvart þvi aö venja var aö Stúdentafélagiö fengi umyröa- laust inni meö alla sina fundi i Háskólanum. Utanaökomandi aöilar svo sem Varöberg og Samtök um vestræna samvinnu höföu fengiö inni l hátföarsal Háskólans og áriö 1965 talaöi þar Bandarikjamaöur um Víetnam- strlöiö á vegum Upplýsinga- þjónustu Bandarikjamanna. Daginn eftir geröi Einar Olgeirsson fyrirspurn á Alþingi um máliö og mæltist til þess aö menntamálaráöherra sæi til þess aö stúdentar fengju inni meö fundinn. Þáverandi menntamála- ráöherra, GylfiÞ. Gislason.lofaöi aö ræöa máliö viö Halldór Halldórsson en gat þess jafn- framt aö hann heföi ekki vald til aö hlutast til um hvernig hUsnæöi skólans væri notaö. „t hvers konar ástandi var kvensnipt þessi?” Sunnudaginn 30. október birti Morgunblaöiö forystugrein um Söru Lidman þar sem þaö varaöi viö málflutningi hennar. Kvaöst Morgunblaöiö vita aö óreyndu aö erinS hennar myndu hafa aö geyma „órökstuddan og þvældan áróöur” og kallaöi hana „nytsaman sakleysingja”. Talaöi þaö um sjálfsánægju þessarar skáldkonu aö koma hingaö til tslands og flytja fyrirlestra um Vletnam en hafa aldrei komiö til suöurhluta landsins. t annarri nafnlausri grein, sem Magnús Þóröarson, starfsmaöur Natój mun hafa skrifaö i Morgunþlaöiö er svo komist aö oröi um Söru Lidman: 1 hvers konar ástandi var kvensnipt þessi IHanoi? Heimsóttihúnlyfjaverk- smiöjur?... Nei, viö höfum litiö aö geraviöfrænkur Göbbels hér á landi.” Troðfullt hús á Hótel Sögu. Miklar æsingar uröu i Háskólanum út af þessu máli og mættu stúdentar ekki i fyrirlestra hjá Halldóri Halldórssyni i nokkra daga. Fundurinn með Söru Lidman var haldinn fimmtudaginn 3. nóvember á Hótel Sögu og var þar troöfullt hús. Atti að setja fundinn á tröppum Háskólans og ganga slöan fylktu liöi aö Hótel Sögu en horfið frá þvi ráöi af ótta viö aö lögreglan skipti sér af málinu. Menningar- og friöarsamtök islenskra kvenna sendu dag- blööum i Reykjavlk bréf þar sem harölega eru vittar þær ærumeiö- andi , aödróttanir og móöganir sem gestur samtakanna, sænska skáldkonan Sara Lidman, sætti af hálfu Morgunblaösins 30. október oglýsasamtökin ábyrgö á hendur ritstjórn blaösins fyrir þessi skrif þar sem ekki hefur birst afsökunarbeiöni vegna þeirra I Morgunblaöinu sjálfu, þótt skáld- konunni hafi borist hún munnleg. ,,Mér finnst ég ekki vera hættuleg”. Aöur en Sara Lidman fór af landi brott haföi Þjóöviljinn ýtar- Framhald á bls. 13 Hundaræktun ogþjálfun veiöihunda Hundaræktunarfélag Is- lands gengst fyrr fræöslu- fundi n.k. föstudagskvöld um hundaræktun og vföavangs- þjálfun veiöihunda. Fyrirlesariá fundinum veröur danskur dýralæknir, Jens Erik Sönderup, en hann er þekktur I heimalandi sinu fyrir ræktun veiöihunda. Hann er formaöur danska veiöi- hundaræktunarráösins. Fundurinn verður haldinn n.k. föstudagskvöld 25. janúar og hefst kl. 20.30 l stofu 101 I húsnæöi Lögbergs Háskóla Islands. Ahugafólk um hundahald og hundaræktun svo og eigendur hunda, allra tegunda, eru hvattir til aö notfæra sér þetta tækifæri. Sigurður H. Richter, dýrafræöingur.verður fundar- mönnum til aöstoöar meö þýð- ingar fyrirspurna. A laugardeginum 26. janúar mun Jens Erik Sönderup skoöa Retriver-hunda I húsnæöi dýraspitala Watsons milli kl. 14 og 18 og gefa ráðleggingar um ræktun. A æfingu hjá Hvammstangaleikurum Sunnefumál á sviðinu á Hvammstanga Undanfarnar vikur hafa staöiö yfir æfingar á leikritinu „Sunnefa og sonur ráös- mannsins” hjá Leikflokki Hvammstanga. Höfundur leikritsins er Rögnvaldur Erlingsson. Var þaö frumfiutt á Egilsstööum siöast liöiö vor, og er þvi nýtt i safni islenskra leikrita. Leikritiö fjallar um svokall- aö „Sunnefumál” sem upp kom austur á fjöröum áriö 1739 og tók allt yfir til ársins 1757. Einnig má segja aö leik- ritiö fjalli öörum þræöi um hvernig embættismenn þess tlma gátu ráöskast meö og ráöiö örlögum fátæklinga og litilmagna. 1 leikritinu eru 14 hlutverk sem 11 leikarar fara með. Leikstjóri er Þröstur Guö- bjartsson. Frumsýning er fyrirhuguö á Hvammstanga kringum 20. febrúar. Slöan veröur fariö I leikferö um ná- grannahéruö. Kirsiblómin vinsæl Hin óvenjulega leiksýning Þjóöleikhússins, Kirsiblóm á Noröurfjalli, hefur fengiö góöar undirtektir áhorfenda oggagnrýnenda. Sýnir þaö, aö þótt hér sé um hefðbundna japanska leiklist aö ræöa, er gamansemin alls staöar söm viö sig og Islendingar njóta hennar jafnt þó hún sé færö i austrænan búning. Leikstjóri sýningarinnar er Haukur J. Gunnarsson, einn af fáum vesturlandabúum sem hlotiö hafa leikhúsmenntun sina I Japan. Meö hlutverk fara Sig- uröur Sigurjónsson, Anna Kristln Arngrimsdóttir, Jón Gunnarsson, Þórhallur Sig- urðsson og Árni Ibsen. Alla tónlist sýningarinnar samdi Egill Ölafsson eftir strangri Jón Gunnarsson og Þórhallur Sigurösson I öörum japanska þættinum, „Hugleiöslu”. japanskri fyrirmynd og er hún flutt af honum sjálfum. Næsta sýning á Kirsiblóm- um á Noröurfjalli er I kvöld. Heimilistaxti hjá Rarik 55% hærri en í Rvík Ennþá hefur ekki til fulls veriö gengiö frá reikningum Raf- magnsveitna rikisins fyrir sl. ár en samkvæmt upplýsingum Kristjáns Jónssonar, rafmagns- veitustjóra,og Pálma Jónssonar, stjórnarformanns Rariktmá þó ætla, aö halli á rekstrinum veröi vart undir 500 milj. kr.. Aöal- ástæöurnar fyrir þessari útkomu eru veröhækkanir og gcngis- breytingar eöa þróunin I verö- lags- og launamálum yfirleitt. Þau lán, sem nú hvfla á Rarik, eruum 20 miljaröar. Af þeim eru um 40 prósent visitölutryggð og á þeim eru 60% vextir. Hinn hluti lánanna ermeö gengistryggingu og eru þau kjör iviö skárri. Erfiöur fjárhagur Rarik stend- ur nauösynlegum framkvæmdum mjög fyrir þrifum, enda má segja, aö allmikiö af þeim sé óaröbært í venjulegri merkingu þess orös. Sú krafa er þvi full- komlega réttmæt, aö áliti þeirra Kristjáns og Pálma, að slíkar framkvæmdir séu kostaöar af þjóöarheildinni, — og á þvi viröist llka vera vaxandi skilningur hjá stjórnvöldum. Munurinn á heim- ilistaxta hjá Rarik og I Reykjavik er nú 55% og „mismun á orku- veröi á landinu veröur aö linna”, sagði Pálmi Jónsson. Rúmur helmingur af orku- kaupendum hjá Rarik býr í þétt- býlisstööumútium land, hinir eru I sveitum. Raforkuframleiösla var nokkru meiri á sl. ári en búist var viö og var útkoman þar að verki. Fyrir næsta vetur mun orka frá Svartsengi væntanlega vaxa um 6 megavött en orkuneysla lands- manna vex um 25-30% á ári.mhg Alþýdubandalagið í Reykjavík: Viðtalstímar þingmanna og borgarfulltrúa ólafur Ragnar Laugardaginn 26. janúar kl. 10-12 verða ólafur Ragnar Grimsson alþingismaður og Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi til viðtals fyrir borgarbúa á skrifstofu flokksins að Grettisgötu 3. Eru borgarbúar hvattir til að nota sér þessa viðtalstfma með þvi að koma á skrifstofuna á umræddum tíma eða hringja i sima 17500. Ipy fc:-. % I H?* -«»«#• JE.. Sigurjón nrfm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.