Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 16
movsuiNNl Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfs- 81333 Kvöldsimi Miðvikudagur 23. janúar 1980 menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og 81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348. er 81348 ■ .«»»«!„ aaanaa||nn ' . ——^^ Svavar Gestsson: Andvígur utan- þings- stjórn A blaðamannafundi I gær sagði Svavar Gestsson að hann teldi mjög slæmt ef mynda þyrfti utanþings- stjórn. En ef flokkarnir gæf- ust upp á verkefnum slnum, þá ætti forseti tsiands ef til vill engan annan kost. Svavar sagðist telja brýnt að mynduð yrði sem fyrst rikisstjórn, en slfk stjórn yrði vitaskuld ekki mynduð nema um ákveðna stefnu. Fullreynt væri nú aö ekki væri hægt að mynda i bili samstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, en hins vegar væri stór hópur þing- manna sem vissulega ætti samleið. í kaupgjaldsmál- um ættu Framsóknarmenn, Alþýðuflokksmenn og Sjálf- stæðismenn samleið ef menn vildu leysa verðbólguvand- ann með kauplækkun. Þvi væri þó ekki að neita, sagði Svavar, að i Fram- sóknarflokki og Alþýðuflokki væru til menn sem vildu mynda vinstristjórn, en al- mennur vilji án málefnalegs samkomulags væri þó ekki nægilegur, og það voru mál- efnin sem réöu úrslitum um það að ekki tókst nú að mynda vinstristjórn. þm Vín á Hornið? Borgarráð hefur fyrir sitt leyti gefið jákvæða um- sögn um veitingu vins á matsölustaðnum Horninu i Hafnarstræti og veitinga- húsinu Aski á Laugavegi 28. Það er hins vegar á valdi dómsmálaráðuneytisins að veita slikt leyfi eftir að um- sögn borgaryfirvalda er fengin, en umsóknirnar hljóða upp á létt vin meö mat eins og tiðkast á Hótel Es ju -A1 Vilja fá konu í forseta- framboð Nýstofnað félag i Reykja- vik sem kallar sig „Samtök kvenna á framabraut” hef- ur ákveöiö aö beita sér fyrir sameiningu kvennasamtaka i landinu i þeim tilgangi aö sameinast um kvenfram- bjóöanda til kjörs i embætti forseta tslands 1980. Hefur forsetakjörsnefnd samtakanna sent frá sér áskorun á öll kvennasamtök I landinu um aö hafa sam- band viö nefndina i þeim til- gangi að fá sent leiöbein- ingarbréf um fyrirhugaða sameiningu um fram- bjóöanda, sem allra fyrst. Símanúmer nefndarkvenna .i Reykjavík eru: 85032 Ingi- björg Einarsdóttir, 19756 Elsa Isfold Arnórsdóttir, og iKeflavik: 92-2872 Erla Guð- mundsdóttir. Beðið er um aö hringt sé eftir lok vinnutima, kl. 18. Bjarnaborgin loks friduð? Skipulagsnefnd Reykja- vikurborgar hefur einróma lagt til við borgarráð aö Bjarnaborgin svonefnda viö Hverfisgötu 83 veröi friðuö i B-flokki og ákvaö borgarráö á fundi sinum I gær aö láta kanna hversu mikiö gagnger viðgerð á húsinu muni kosta. Þetta er'ekki I fyrsta sinn sem tiltals kemur aö friöa hdsiö en af þvi hefur þó ekki orðið ennþá. A 75 ára afmæli Bjarna- borgarinnar árið 1977 ritaði GFr ágrip af sögu hússins i Þjóðviljann og átti viðtöl við ibúa þess. Kemur þar fram aö húsiö var lengi stærsta hús á Islandi og fyrsta fjölbýlishúsið sem hér var reist. Bjarni Jónsson timbur- meistari (f. 1859, d. 1915) byggði húsið og er það við hann kennt slðan. Hann var stórvirkur athafnamaður, — reisti um 150 ibúðarhús i bænum, rak timburverslun I Reykjavik og fékksteinnig við útgerð. Hann hóf framkvæmdir við bygginguna 190logbyggði húsið fyrireigin reikning. Viðina flutti hann Ur húsum við Hafnarstræti, sem hann keypti til niðurrifs» og lauk smiðinni sumarið 1902. Bjarni seldi húsið i heilu lagi til Þorvaldar á Þorvaldseyri (fyrirmyndar Björns á Leirum i Paradisarheimt HKL) árið 1905 en Þorvaldur fór fallit 1907 og missti húsið. Siðar komst það i eigu Reykjavikur- borgar sem leigir það Ut enn þann dag i dag. I hUsinu eru 15 ibúðir auk einstaklingsherbergja og á fyrri hluta aldarinnar bjuggu þar að jafnaði 100-150 manns. Margir sögufægir menn hafa átt heima um lengri eða skemmri tima I Bjarnaborg, en lengst af bjuggu þar einkum barnmargar fjöl- skyldur verkamanna og sjó- manna, svo og ekkjur og einstæðar mæður. NU búa milli 30 og 40 manns i Bjarna- borg. -AI 216 söluferðir á 15 mán. Miklar umrœður á alþingi í gœr um kaup á togurum eriendis frá og sölu á afla erlendis A tæpum 15 mánuðum, eöa nánar frá 1. sept. 1978 til 20. des. 1979, hafa islenskir skuttogarar siglt 216 sinnum meö afla til sölu erlendis. Það lætur þvi nærri aö u.þ.b. 4 islenskir togarar hafi selt afla sinn erlendis I viku hverri á þessu timabili. Þessar upplýsingar komu fram i svari sjávarútvegsráðherra, Kjartans Jóhannssonar, við fyrir- spurn frá Stefáni Valgeirssyni i sameinuðu þingi i gær. Miklar umræöur spunnust út af svari ráðherra, en óskað hafði verið eftir svörum við ýmsum spurningum varðandi kaup á nýjum og notuðum togurum til landsins, söluferðir togara með afla erlendis, heildarverð selds afla erlendis og samvirði þessa afla heföi hann verið unnin i fisk- vinnsluhúsum hér heima. Eftir að Stefán Valgeirsson hafði þakkað ráðherra fyrir svör sin, kvaddi ólafur R. Grimsson sér hljóðs og óskaði eftir skýru svari frá ráðherra um þaö hvernig kaupin á togaranum Ými HF 343hefðu átt sér staö, og tóku fleiri þingmenn undir þá ósk. Kaup togarans Ýmis voru mikið til umræðu i Þjóðviljanum s.l. sumar og þá einnig ekki sist tiðar söluferðir togarans á er- lendar hafnir, en togarinn hefur nánast aldrei landað afla hér heima eftir að hann var keyptur til landsins, án nokkurra lána né fyrirgreiðslna i nóv. 1978. Þá var ráðherra harðlega gagnrýndur fyrir að beita fádæma hörku gagnvart einstaka byggðarlögum eins og t.d. Nes- kaupstað og Dalvik og reyna að gera þeim ókleyft aö endurnýja úrelt og gömul fiskiskip. Kjartan Jóhannsson svaraði þvi til varðandi Ýmismálið, að fiskiskip væru á frllista og þvi hefði kaupandinn af sjálfsdáðum fengið beina yfirfærslu fyrir kaupverðinu. Þó sagðist hann vera undrandi jafnt og aðrir á kaupgetu útgerðaraðila togarans en fór ekki fleiri orðum um það mál. Varðandi Neskaupstaðartogar- ann sagði Kjartan að þar væri ekki um neina beina árás á byggöarlag að ræða heldur hefðu hinar nýju reglur lánasjóðsins verið settar til að stemma stigu við frekari stækkun skipastólsins. Matthias Bjarnason benti ráö- herra á að það væri verið að gagnrýna hann fyrir að reyna að ónýta þá möguleika sem komið hefðu upp þ.e. að selja gamalt og úrelt skip úr landi upp i nýtt og fullkomnara fiskiskip. -lg. Jón Sturlaugsson á strandstað t blaðinu i gær var sagt frá erfiöleikum nokkurra fiskiskipa um helgina, ströndum, brotsjóum og árekstri. Þessi mynd varö viöskila viö þá frétt. Hún var tekin á föstudagskvöldiö, er Jón Sturlaugsson AR var á strandstaö rétt utan við höfnina I Þorlákshöfn. Þá var háfjara og gengu menn þurrum fótum i kringum skipiö. Varöskipiö Ægir náöi skipinu út snemma á laugardags morgun. ( Ljósm.: Ingis ). Gamla Sigtún veröi nýtt fyrir Alþýduleikhúsiö Fékk 20% af aðsókn atvinnuleikhúsa 1979 Málefni Alþýöuleikhússins leiklistarþinginu sein haldiö var hlutur Alþýöuleikhússins er 20% komu mjög til umræöu á um helgina. Þar kom fram aö af aösókn atvinnuleikhúsanna jOpinn fundur | með Svavari i Hefst kl. 20.30 í Lækjarhvammi ■ Alþýðubandalagið í Reykjavík boðar til almenns _ f undar í Lækjarhvammi á Hótel Sögu í kvöld kl. 20.30. | Svavar Gestsson alþingismaður flytur framsögu > um tillögur Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum og | skýrir niðurstöðu stjórnarmyndunarviðræðna Alþýðu- - bandalagsins. Stjórn ABR 1979 og hefur þaö þvi sannaö tilverurétt sinn. Samt sem áöur féll aöeins 0.75% af framlögum ríkis og bæja til atvinnuleikhúsa til Alþýöuleikhússins. Hefur þvi ekki verið unnt aö borga leikhús- fólkinu laun. Samt sem áður starfa eingöngu atvinnuleikarar við Alþýðuleik-, húsið, sem búið er að kosta i dýrt nám og fullkomin þörf er fyrir i þjóðfélaginu, svo sem aðsóknin sýnir. Húsnæði Alþýðuleikhússins i Lindarbæ er ákaflega óhentugt og dýrt. Þaö tekur 130 áhorfendur I sætienmánaöarleiganán þrifaer 600 þúsund krónur og standa þvi sýningar ekki undir sér f járhags- lega þrátt fyrir fullt hús. Ein af ályktunum Leiklistar- þingsins hljóðarsvo: „Leiklistar- Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.