Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. janúar 1980 Alls konar bækur til sölu Á Skólavörðustig 20, Reykjavik, verslum við ekki aðeins með gamlar og fáséðar bækur, svosem Náttúruskoðarann frá Leirá 1798 og ijóðmæli Stefáns ólafssonar frá 1823, heldur einnig allskyns bækur frá öllum timum, gamlar og nýjar, ódýrar og dýrar, fágætar og algengar. Nýkomiö m.a.: Alþýöubókin eftir Halldór Laxness, 2. útg., sem Hagnar i Smára lét aöeins prenta I 30 tölusettum eintökum og gaf vin- um sinum. Þetta eintak er nr. 9. Galdur og galdramál, útg. af ólafi Davíössyni, Kongen paa Islánd (bók um Jörund hunda- dagakóng), Ritsafn Bólu-Hjálmars 1-3, Islenskar æviskrár 1- 5, Ævisaga Bertels Thorvaldsens, Spor I sandi og Ferö án fyr- irheits, frumútgáfur ljóöa Steins Steinarrs, Þurlöur formaö- ur eftir Brynjúlf frá Minna-Nýpi, Aldarfarsbók Páls Vldallns, Moröbréfabæklingar, Islandsklukka Laxness (frumútg. I handunnu skinnbandi), Rit Einars Kvarans 1-6, Rit Jóhanns Sigurjónssonar _ 1-2, Spakmæli Guömundar Dvlössonar, Feröabækur Kuchlers, Saga Islendinga I Noröur-Dakóta, Landnám I Skaftafellsþingi eftir Einar ólaf Sveinsson, Póst- mannablaöiö 1-8 I bráöfallegu skinnbandi, Islenskar nútlma- bókmenntir 1918-1948 eftir Kristin E. Andrésson, Islenskar gátur, þulur og skemmtanir útg. af ólafi Davlössyni (frum- útg.), Ljóömæli Þorsteins Gislasonar, Digte eftir Gunnar Gunnarsson (fyrsta bók höf. á dönsku), Ljóömæli Stefáns frá Hvítadal, Ljóö á trylltri öld eftir Elías Mar, Heilög kirkja eft- ir Stefán frá Hvítadal, Ég læt sem ég sofi og samt mun ég vaka, frumútg. æskuljóöa Jóhannesar úr Kötlum, Saga Kommúnistaflokks Ráöstjórnarrlkjanna, Verzeichnis island- ischer Volksmarchenvarianten (meistararitgerö próf. Ein- ars Ólfas Sveinssonar um íslensk ævintýri), Arnesþing 1-2, Frá ystu nesjum 1-6, Tímaritiö Breiðfiröingur, Rauöskinna 1- 10, Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp, Upptök sálma og sálmalaga eftir Pál Eggert Ólason, Grágás og lögbækurnar eftir Ólaf Lárusson, Meöferö opinberra mála eftir Einar Arn- órsson, Huls 1-/, tslensk gullsmföi, Úr fylgsnum fyrri aldar 1- 2, Bútar úr ættarsögu tslendinga eftir Stein Dofra, Ættarskrá Thors Jensens, Völuspá, útg. Siguröar Nordals (frumútg.), Snorri skáld i Reykholti eftir Gunnar Ben., Ævi Hallgrims Péturssonar, Orval 1.-38. árg., Hylllngarskjöl 1649, Nýall Helga Pjeturss , Verk Goethes 1-16 og Kapltóla. Höfum nýlega fengiö mikiö val af þýddum erlendum skáld- sögum frá fyrri tlmum, margt um pólitlk og þjóöfélagsmál- efni, Islenskar skáldsögur og ljóö, ungu skáldin I metravls og trúarbragöabækur I góðu úrvali. Sendum I póstkröfu hvert sem er. Hringiö, komiö eöa skrifiö. Bókavarðan — Gamlar bækur og nýjar — Skólavörðustig 20, Reykjavik. Simi 29720. Ég þakka vinum og samstarfsmönn- um kveðjur og vinsemd á sjöjtugs- afmæli mínu. Eyjólfur R. Árnason V Móöir okkar Sigrún Guðmundsdóttir Eskihliö 6b andaöist á Borgarspltalanum 22. janúar. Álfheiður Kjartansdóttir Magnús Kjartansson Systir mln, móöir okkar, tengdamóöir og amma, Jóhanna Ingibjörg Sigurðardóttir Reynimei 68 3em lést 11. jan., veröur jarösungin frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 24. jan. kl. 13.30. Blóm afþökkuö. Þeir sem vildu minnast hennar láti Ifknarstofnanir njóta. Siguröur Sigurösson Björn Ásgeirsson Ósk Magnúsdóttir Jón Snorri Asgeirsson Þurlöur Magnúsdóttir Siguröur Asgeirsson Sigríöur Lárusdóttir og barnabörn. MINNINGARORÐ Alexander Jóhannsson frá Suöureyri A slöasta áratug 19. aldar og fyrsta tug hinnar tuttugustu bjuggu á Eyri viö öndundarf jörö Jónlna Kristjánsdóttir og Jóhann Jónsson bóndi og smiöur. Þau vorubæöi af breiöfirzkum ættum, úr Austur-BarÖastrandarsýslu.en fluttust ung aö árum til öndundarfjaröar og settust aö á landnámsjöröinni Eyri. Þau höföu snoturt bú. Auk búskapar- ins stundaöi Jóhann tiöum vinnu á Flateyriog Sólbakka, en þávar uppgripavinna hjá Ellefsen hin- um norska hvalveiöimanni á Sól- bakka. Eyri er I krikanum upp af Flat- eyri, þar sem ströndin beygir til hafe, en af bæjarnafninu eru dregin nöfin Eyrarhlíö og Eyrar- fjall. Þau Eyrarhjón uröu aö góöu kunn á Flateyri. Jóhann var smiöur og til hans var leitaö I ýmsum viövikum og hvert barn þekkti húsmóöurina á Eyri. Hún var svipmikil, hress og hrein- skiptin I tali og gestrisin. Hús- bóndinn var hæglátur I fram- göngu, þægilegur og glaöur I sinni. A Eyri var gestkvæmt, þvl aö þar um hlaö lá leiöin, þegar kom- iövar af Klofiiingsheiöi, sem ligg- ur milli Súgandafjaröar og On- undarfjaröar. Lækur rann um Eyrartúniö til sjávar. Jóhann smiðaöi trérennu ogsetti I lækinn á brekkubrún, svo aö þar mynd- aöist buna. Hún var kölluö Jónínubuna. Þangaö var sótt bæjarvatniö og þar var þveginn þvottur og ull. Viö bununa voru hellusteinar og á þeim lá tiltæk þvottaklappa. Þarna var áninga- staöur barnanna I þorpinu, þegar þau fóru um hlaö á Eyri upp I Eyrarhllö til berja eöa út bakk- ana til Klofnings. A veturna var fjölmennt fyrir neöan Eyrartún, þegar unga fdlkiö skemmti sér á skautum á Lómatjörn eöa haföi samfundi á hinum sögufræga Goöahól. Þau Jónlna og Jóhann eignuö- ust þrjá syni. Elztur var Valdi- mar, tápmikill piltur, fór ungur aö heiman til Isafjaröar og vann þar til sjós og lands. Þá var Guö- jón, völundur viö smiöar, læröi skósmiöi og smiöaöi tugi báta. Hann var félagshyggjumaöur, fyrsti formaöur verkalýsöfélags i Súgandafiröi. Yngstur bræöranna var Alexander, fæddur 31. oktö- ber 1892. Valdimar og Guöjón eru fallnir frá fyrir nokkrum árum. Og Alexander lézt hinn 29. nóvember 1979,rúmlega 87 ára aö aldri. Alexander var frá æsku fjör- mikill og vel Iþróttum búinn, hann var hlaupagarpur, einkum sprettharöur á stuttum hlaupum og skautamaöur flestum fremri þar I héraöi. Þegar Eyrarbræöur renndu frá túnfætinum og fram á isilagöa Lómatjörn, þótti svipur á leik þeirra. Þar komu á móti þeim unglingar neöan úr þorpinu ogskarinn lék sér undir stjörnum fram á nótt. Því var viöbrugöiö, hversu fimur Alexander væri og léki I hringi á svellinu áfram og aftur á bak, stykki jafnvel upp á feröinni og sveiflaöi sér I hringi. En þessi leikur fékk dapurlegan enda. A Flateyri var tómthús- maöur, sem átti nokkrar kindur og grimman hund, sem kallaöur var Orri. Hundurinn var nokkk- urskonar varöhundur og fylgdi húsbónda slnum hvert spor. Orri var sífellt meö lafandi tungu og glefsaöi til fólks, án tilefnis. Hús- bóndinn gekk jafnan viö stafprik. Einhverju sinni, þegar maöur þessi gekk upp kambinn frá Flat- eyri og ætlaöi um hlaö á Eyri á leiöinni út á Eyrarhlfö, var Alex- ander fyrir dyrum úti. Orri hljóp meö gapandi gini til hans, en pilt- urinn sveiaöi hundinum og gerði sig liklegan til aö verja sig meö fætinum. En húsbóndi hundsins varö fyrri til, sveiflaöi stafnum á loft, lét höggiö rlöa og braut staf- inn á baki piltsins. Alexander beiö aldrei bætur þessa höggs. Hann haföi marist og gekk meö bakveiki alla ævi, svo aö hann varö tlöum aö heröa sig upp til verka á sjó og landi. Þannig kvaddi hann æskustööv- arnar og fluttist á unglingsárun- um meöforeldrum sinum til Suö- ureyrar i Súgandafiröi. Þar átti hann siöan heima I 70 ár. A Suöureyri hóf hann sjó- mennsku, fyrstá mótorbátum hjá öörum, varö siöan formaöur á trQluog stundaöi sjóinn I áratugi. Jafriframt fékkst hann viö smiö- ar, einkum beykisiön. Hann var sáplássmaöur.sem smlöaöi bala, kvartil, tréfötur og stampa. Auk þesshafði hann meö höndum aör- ar smíðar. Þegar Alexander var hættur sjómennsku og kominn á efri ár, spann hann öngultauma og setti upp lóöir fram á siöustu ár sfn. Alexander var hiö mesta lipur- menni, léttur I lund, óádeilinn og viötalsprúöur. Hann var tvl- kvæntur. Fyrri kona hans var Berta Daníelsdóttir frá Vöölum I Onundarfiröi, ddttir hjónanna Guönýjar Finnsdóttur og Daniels Bjarnasonar. Þau eignuöust þrjú börn: 1. Mikkelina, gift Ingólfi Jónssyni á Suöureyri. — 2. Kristín, gift Birni Steindórssyni I Reykjavík. — Þriöja barn þeirra var stúlka, en Berta fékk misl- inga á barnssænginni og lézt af þeim sökum, tæplega 25 ára aö aldri, en dóttirin liföi aöeins 12 vikur. Berta var fædd 1893 og lézt 1918. Áriö 1921 kvæntist Alexander Margréti Siguröardóttur, ættaöri úr Dýrafirði. Þeirra börn eru: 1. Siguröur (vinnur á Vlfilsstööum) kvæntur Kristinu Eyjólfsdóttur. — 2. Marvín, lézt á fyrsta ári. 3. Björgvin (verzlunarmaöur), kvæntur Hrefnu Jóhannsdóttur. 4. Guðmunda, gift Þóri Danielssyni iönaöarmanni. — 5. Jóhann (verkam.), kvæntur Kristinu Antonsdóttur. Þegar Alexander er nú kvadd- ur, fylgja honum hlýjar óskir samferöamanna, „hvert sem bát- inn ber.” Gunnar M. Magnúss. Sveit Frá Reyk ja vikur m ótinu I sveitakeppni: Aö loknum 4 umferöum I Reykjavikurmótinu I sveita- keppni, var staöa efstu sveita þessi: 1. sv. Hjalta Ellass. 63st. 2. sv. Óöals 60 st. 3. sv.TryggvaGíslas. 59st. 4. sv. Sig. B. Þorsteinss. 58st. 5. sv.KristjánsBlöndals 50 st. 6. sv. Helga Jónss. 47 st. 5. og 6. umferð voru spilaöar I gærkvöld , en mótinu veröur framhaldiö næsta laugardag. Frá Bridgedeild Breiöfirö- inga: 8 umferöum er lokiö I sveita- keppninni, en I henni taka 18 sveitir þátt. Staöa efstu sveita er þessi: 1. Hans Nielsen I26st. 2. Þórarinn Alexanderss.U6st, 3. Ingibj. Halldórsd. 114 st. 4. JónPálss. 112st. 5. Ólafur Gíslas. 110 st. 6. Magnús Björnss. 99 st. 7. Óskar Þráinss. 99 st. Keppni verður framhaldiö á morgun. Keppnisstjóri er Guöm. Kr. Sigurösson. Bridgeklúbbur hjóna: Nýlega hófst 5 kvölda Baro- Hjalta efst Umsjón: Ólafur Lárusson meter-tvímenningskeppni hjá klúbbnum, meö þátttöku alls 30 para. Eftir 1. kvöldiö, er staöa efstu para þessi: 1. Esther-Guömundur 95 st. 2. Dröfn-Einar 80 st. 3. Erla-Gunnar 60 st. 4. Hanna-Ingólfur 54 st. 5. Valg.-Bjarni 48 st. Júllus Snorrason og Hannes ; Ingibergsson reiðubúnir til viöræöu um málið, af hálfu hjónafólks. Um meistarastig: Þátturinn hefur gert úttekt á áunnum meistarastigum allra félaga er um þau keppa hér á landi. 1 ljós kom, aö alls hafa 354 aöilar hlotiö stig skráö, þar af 10 meö 1. stig, 29 meö 2. stig, 61 meö 3. stig, og 254 meö 4. stig (laufnál). Af einstökum félögum meö skráö stig, er BR vitanlega i sérflokki. Röö efstu félaga er: 1. Bridgefélag Reykjavlkur 3882 st. (64spilarar) 2. Bridgef. Asarnir Kóp. 412 St. (18) 3. Bridgefélag Selfoss 375 st. (12) 4. Tafl og Bridgefélag. Rvk. 340 st. (26) 5. Bridgefél. Reyðarfj/Eskifj. 295 st. (10) Næst verður spilaö 29. janúar. Spilaö er I félagsheim- ili Rafveitunnar v/Elliöaár. Fyrir dyrum stendur keppni v/Hreppamenn, en klúbburinn er opinn fyrir þeim möguleika aö spila viö önnur félög. Ef einhver heföi áhuga, þá eru Guömundur Malmquist, 6. Bridgefél. Hafnarfj. 227 st. (17) 7. Bridgeklúbbur Akraness 197st. (11) 8. Bridgefélag Stykkishólms 186 st. (24) Þess ber þó aö geta 1 sam- Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.