Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 3
Miftvikudagur 30. janúar 1980 þjóÐVILJINN — SIÐA 3 Uppdráttur Borgarskipulags af Bráöræðisholti skv. nýja deiliskipu- Likan af nýja deiliskipulaginu. Eins og sjá má er s væðið ekki stórt en stóra húsið efst á myndinni er laginu. örvarnar visa á staösetningu aðfluttra húsa. Jóns Loftssonarhúsið við Hringbraut. Ljósm. — eik. Gömul hús fftutt í Bráðrædisholtiö Um síöustu helgi kom til Reykjavíkur gamalt hús ofan af Akranesi og veröur það sett niður á svonefndu Bráðræðisholti milli Grandavegs og Framnes- vegs. Þar hefur verið gert nýtt deiliskipulag sem ger- ir ráð fyrir 7 f lutningahús- um eða nýbyggingum í gömlum stíl en lóðirnar eru flestar i einkaeign. Forsga þessa máls er sú aö i fyrra leituðu ýmsir til borgar- yfirvalda eftir leigulóðum undir gömul hús ofan af Akranesi en þá stóðu ein 5 hús til boða ókeypis ef menn vildu flytja þau af staðn- um. Annars átti að rifa þau. Borgarráð féllst ekki á að ráð- stafa leigulóðum undir húsin, en þá ar það að einn lóðareigandi við Grandaveg spurðist fyrir um hvort hann mætti skipta lóð sinni i tvennt og ráðstafa helmingnum undir eitt þessara húsa. Við nán- ariathugun skipulagsnefndar og Borgarskipulagsins var svæðið allt endurskipulagt og gerðar til- lögur um nýja lóðarskiptingu sem miðast við aö rúm verði fyrir 7 hús til viðbótar við þau 8 sem eru á svæðinu. t greinargerð Borgarskipu- lags með tillögunni segir að byggðin á Bráöræðisholti hafi upphaflega verið tómthúsmanna- hverfi, sem byggðist upp á öld- inni sem leið/ en ýmsar bygg- ingar hafa risiö þar siðan. Svæð- ið hafi i raun aldrei verið skipu- lagt, þar sem það er utan þess svæðis sem skipulagið frá 1927 tekur til og ekkert deiliskipulag hafi verið gert að þvi. I aðal- skipulaginu 1967 var ráðgert að svæðið yrði notað til iönaðar, en þvi var breytt formlega 1973 og þá ákveöin þar ibúðarbyggö. Nú eru 8 hús á svæöinu sem deiliskipulagið tekur til, en gert er ráð fyrir 7 aðfluttum eldri húsum. Þá er gert ráð fyrir nokkrum breytingum sem varða gönguleiðir og bilastæöi á svæð- inu eins og sjá má af meðfylgj- andi myndum. Albert Guð- mundsson var andvigur skipu- laginu i borgarráði og mun borgarstjórn þvi fjalla endan- lega um það á næsta fundi sinum. — AI Húsið fyrir miðri mynd er Jörvi, sem fluttur var ofan af Akranesi um helgina. Ekki hefur verið gerður grunnur fyrir húsið ennþá. Ljósm.: AI Mörg er matar- | holan | A kynningarfundi hjá Lög-1 Imannafélagi tslands um nýjul skattalögin var talsvert rættj um það hvernig menn getal eftir sem áður fært allaj Isina einkaneyslu á reikningaj fyrirtækis sins og kallað risnuj eða kostnað. ■ J baö var m.a. sagt frá lög-1 | fræðingi einum i bænum sem | | var af rikisskattanefnd kraf-1 I inn skýringar á þvi hvað kaup ■ J á rándýrum viölegubúnaöi | | hefði með rekstur lögfræöi-1 | skrifstofunnar að gera. Ekki | I stóð á svörunum. Lögfræðing- ■ J urinn geröi nefndinni grein I | fyrir þvi aö til þess að spara I | viðskiptavinum sinum kostn-1 ' aö af málum sem hann rækti • J útiá landi —og það gerði hann I | iðulega, — þá lægi hann við i | | tjaldinu, hitaði sér skrinukost | ■ á primusnum og svæfi i svefn- ■ I' pokanum. Þetta væri þvi hluti | af rekstri skrifstofunnar. Rikissskattanefnd var eðli-1 lega lengi að jafna sig á ■ Iþessum ósvifnu skýringum og | öðrum álika þvi fyrirspurnin j snerti lika margt fleira, sem I , sem kaup á sölgleraugum! * ITók þaö nefndina 5 ár — fimm I ár — að ganga frá úrskuröi j sinum sem var kveöinn uppl , um áramótin — viðlegubúnað-' Iurinn og fleira i þeim dúr var j ekkitaliö frádráttarbært en þá j var málið blessunarlega fyrnt* , og ekkert I þvi að gera frekar. J Erlend sendiráö eiga fasteignir upp á 33 þúsund rúmmetra í Reykjavik! Sovéska sendiráðið er fjölmennast Bandaríkjamenn eru meö flestar bifreiðar I janúar 1979 voru 161 manns starfandi í erlend- um sendiráðum hér í Reykjavík. Ef fjölskyldur erlendra sendiráðsmanna eru taldar með.þá fer þessi tala upp í 278. Sendiráð Sovétríkjanna er fjöl- mennast,en þar eru starf- andi 35 Sovétmenn, og með fjölskyldum þeirra eru þeir 77. I sendiráði Banda- ríkjanna starfa 18 Banda- ríkjamenn og 14 (slend- ingar, aukfjögurra manna af öðru þjóðerni. Ef fjöl- skyldufólk er meðtalið fer taía þeirra sem eru í tengslum við bandaríska sendiráðið upp í 64. I sendi- ráði Kína starfa 20 manns allir kínverskir. Þessar upplýsingar komu fram i skriflegu svari Benedikts Gröndal utanrikisráðherra við fyrirspurn Halldórs Blöndal um umsvif erlendra sendiráða. í svari utanrikisráðherra kemur fram að erlend sendiráö eiga hér 18 fasteignir, samtals rösklega 33 þúsund rúmmetra. Sovétrikin eiga 4 fasteignir i Reykjavik, samtals 7.261 rúmmetra. Banda- rikin eiga 2, samtals 3.923 rúm- metra, Kinverska Alþýðulýð- veldið á 2 fasteignir, samtals 3.739 rúmmetra og Sambands- lýðveldið Þýskaland 2, samtals 3.712rúmmetra. Þá kemur fram að lóðareign sendiráðanna er rúmlega 19 þúsund fermetrar. Samkvæmt yfirliti utanrikis- ráðuneytisins frá 1. janúar 1980 eru nú samtals 97 bifreiðir skráöar hér á landi i eigu er- lendra sendiráða og sendiráðs- starfsmanna. Flestir bilar eru i eiigu Bandarikjamanna eða 20. Sovétmenn eru númer 2 með 18 bila og þar á eftir kemur V- Þýskaland meö 12 bifreiðir og Frakkland með 11 bifreiðir. — þm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.