Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 11
Miövikudagur 30. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir m íþróttirm íþróttir . v J ■ Umsjón: Ingólfur Haúnesson Val á 2 göngumönnum á Olympíuleikana í Lake Placid; Olympíunefndinni vandi á höndum Gunnar Finnbjörnsson leikur nú meö landsliöinu eftir langa fjar- veru. Borðteimis- landsliðið á Evrópumót tslenska landsliöiö i borðtennis heldur næstkomandi laugardag 2. febrúar út til keppni f Evrópu- keppni landsliöa, 3. deild, sem fram fer á eyjunni Guernsey 4.-7,febrúar. Að því ioknu tek- ur liðið þátt f opna Welska meistaramótinu i Cardiff, 8,- 10. febrúar, og er þaö eitt sterk- asta opna meistaramót i heiminum i dag og há verölaun I boði. Með okkur i riðli i Evrópu- keppninni eru 5 þjóðir, Skot- land, Rúmenia, Portúgal, Guernsey og Jersey. Tveir af sterkustu leikmönn- um tslands geta ekki farið út núna til keppni. Tómas Guðjónsson, tslandsmeistar- inn, getur ekki farið og Stefán Konráðsson, Vik, fyrirliði landsliðsins er meiddur og getur ekki leikið. Við þennan missi minnka möguleikarnir á að landinn geti jafnað reikning- inn við Guernsey og Jersey sem við töpuðum naumt fyrir i fyrra. Islenska liðið er þannig skip- að: Hjálmtýr Hafsteinsson, K.R., Gunnar Finnbjörnsson Örninn, Ragnhildur Sigurðar- dóttir U.M.S.B. Olympiunefnd íslands kemur saman til fundar i dag. Eftir þessum fundi er beðið með nokkurri eftirvæntingu, einkum vegna þess að þar kemur til umræðu hvort hætta eigi við að senda kepp- endur á leikana i Moskvu næsta sumar. Einnig mun nefndin ganga frá vali á 6 skiðamönnum á leikana i Lake Placid i næsta mánuði. Haukur Jón Ingólfur Þröstur 1:27.10 klst. 1:28.40 klst. 1:29.01 klst. 1:30.04 klst. Þá sendu tslendingarnir 2 sveitir til keppni I 3x10 km boð- göngu, sem fram fór i Vester- aas. Arangur landans varð þessi: Liklegt er að sendir verði 4 keppendur i aipagreinar, 2 karl- ar og 2 konur. Þá verða 2 göngu- menn valdir, en skæðustu göngugarpar landsins hafa dvalist í Sviþjóð við æfingar og keppni undanfariö. Litið hefur heyrst frá alpa- greinalandsliöinu, en af og til hafa borist fréttir af göngu- mönnunum; en þvi miður hefur einungis verið sagt frá sumum, ekki öllum, þeim mótum eða keppnum, sem þeir hafa tekiö þátt i. Hér á eftir fara upplýs- ingar um allar meiriháttar keppnir skiöagöngumannanna. Fyrst kepptu þeir I boðgöngu (4x10) km og varð árangurinn eftirfarandi: 1.1. Gottlieb Konráðsson 29.56 min 2. Haukur Sigurðsson 30.34 min 3. Einar Ólafsson 31.15 min 4. Ingólfur Jónsson 31.41 min 5. Guðmundur Garðarss. 31.46 min 6. Þröstur Jóhannss. 32.06 mln 7. Jón Konráðsson 32.32 min Næst var keppt i 30 km göngu á mjög sterku móti I Fagersta. Þar hafnaði Haukur I 3. sæti, en röðin varð þannig: 1. Jón 2. Haukur 3. Gottlieb 4. ÞröstUr 5. Guðmundur 6. Einar 29.58 min 30.08 min 30.56 mln 31.05 mln 31.06 mln 31.59 min Ingóifur Jónsson tók ekki þátt I keppninni. Þröstur varð þvi næst I 3. sæti i 20 km. móti I Norberg, en þar voru 2 Sviar I efstu sætunum. Arangurinn varð ann- ars þannig hjá Islendingunum: 3. Þröstur 1:15.54 klst 6. Ingólfur 1:16.54 klst 14. Haukur 1:18.12 klst 22. Jón 1:19.15 klst 27. Guðmundur 1:19.58 klst I sömu vikunni fóru allir göngumennirnir I timatöku hjá landsliðsþjáifaranum Kurt Ekros og voru gengnir 15 km. Röð þeirra varð þessi: 1. Þröstur 43.44 mln 2. Gottlieb 44.19 mln 3. Ingólfur 44.34 mln 4. Haukur 44.53 mln 5. Jón 45.53 min Loks kepptu Islendingarnir i 25 km móti nálægt Norberg og voru þar 70 keppendur. Röö strákanna varð þessi: 7. Haukur 1:20.10 klst 15. Ingólfur 1:22.24 klst 19. Þröstur 1:25.09 klst Jón hætti keppni. Eins og sjá má af ofantöldu er Ölympiunefndinni nokkur vandi á höndum þar sem miklar sveiflur virðast vera i árangri göngumannanna á mótunum úti. Liklegt er því aö landsliös- þjálfarinn Ekros hafi siðasta orðið i þessu máli. — IngH Spennandi keppni á Stefánsmótinu Spennandi og skemmtileg keppni varð i f lestum flokkum á Stefánsmótinu á skiðum, sem haldið var i Skálafelli um helg- ina. Alls mættu tæplega 200 keppendur til leiks. 1 karlaflokki bar Armenning- urinn Kristinn Sigurðsson sigur úr býtum, fékk timann 97.53 sek. Annar varð Bjarni Sigurösson frá Húsavik á 99.10 sek. 1 kvennaflokki hafði Halldóra Björnsdóttir, Armanni, nokkra yfirburði. t piltaflokki 15-16 ára sigraði 1,1 miljón fyrir 12 rétta t 22. leikviku getrauna komu fram tveir seðlar meö 12 réttum leikjum og nam vinningur fyrir hvornkr. 1.094.000.-Með 11 rétta voru 45 raöir og vinningur fyrir hverja kr. 20.800.- Annar „tólf- arinn” var frá Húsavik en hinn frá Reykjavík. T:ryggvi Þorsteinsson, A.og I 2. sæti varð Ólafur Birgisson, KR. Gunnar Helgason, 1R, sigraði i piltaflokki 13-15 ára og Asmund- ur Þórðarson, KR,varö annar. 1 drengjaflokki 10-12 ára varð Kristján Valdimarsson, IR.hlut- skarpastur og næstur honum kom Sveinn Rúnarsson, KR. 1 yngsta flokknum, 10 ára og yngri,sigraði Asgeir Sverrisson, IR, og annar varð Guðjón Matthiesen, KR. I stúlknaflokki 13-15 ára sigr- aði Guðrún Björnsdóttir, Vík- ingi^ og önnur varð Inga Traustadóttir, A. Kristín ólafs- dóttir, KR, varð sigurvegari I stúlknaflokki 10-12 ára. Þar varö Kristín Stefánsdóttir i 2. sæti. I yngsta flokknum hjá stúlkunum sigraði Svava Skúla- dóttir, A og Þórdís Hjörleifs- dóttir varð önnur. Þeir gömlu gera það gott Meðan að önnur félög reyna að „yngja” upp reglulcga fer handboitaliöiö IFK Holmslund I Sviþjóð aðra leið. Þeir laöa til sin gamla jaxla og meöalaldur liðsins er 33 ér. Kapparnir hér á myndinni að ofan eru aðalmennirnir I liði Holmslund, f.v. 38 ára, 36 ára, 35 ára, 34 ára, 34 ára, og 35 ára. Þeir voru mjög nærri þvi að komast upp I 2. deild I fyrra og ætla sér stóra hluti I vetur. Snjóleysið setur strik í reikninginn „Við gefumst aldrei upp og höfum þess vegna gert ráð fyrir því að framleiða snjó svo að ekki þurfi að fara með norrænu greinarnar frá Lake Placid," sagði Vernon Lamb, yfirmaður undirbúningsnefndar fyrir norrænu greinarnar á Olympíuleikunum í Lake Placid í næsta mánuði. Mikið snjóleysi hefur verið i Lake Placid I vetur og hefur undirbúningsnefndin á prjón- unum áætlanir um að framleiða snjó þannig að verið getur að keppni i norrænu greinunum fari fram I „gervisnjó”. Einnig getur komið til greina að flytja keppnina til Telemark i Winconsin eða til St. Anne i Quebec. „Það er i rauninni ódýrara fyrir okkur að framleiða snjó heldur en að flytja keppnina til þessara staða. Ef til kemur munum við stytta göngubraut- ina úr 38 km i 25 km og þá reiknum við með að kostnaður- inn við snjóframleiðsluna verði ekki meiri en 800 þús. dollarar (tæpar 400 miljónir isl., kr.),” sagði Vernon Lamb ennfrem- ur„ Fyrir skömmu fór fram keppni i tilbúnum snjó i Lake Palcid, en siðan gerði hláku og „framleiðslan” varð að hefjast af fullum krafti á nýjan leik. Allt umtalið um snjóleysi á vetrar-ol. minnir á að þegar Olympiuleikarnir voru haldnir i Lake Placid 1932 var við sama vandamálið að glima. Þá snjó- aði daginn fyrir setningar- athöfnina og keppninni þar með borgið. Hvort svo fer einnig nú mun timinn leiða i ljós. — IngH sneri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.