Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. janúar 1980 'ÞJÓOVILJINN — SIÐA 5 iFranskir og ítalskir ! kommúnistar halda Ihvorir í sina áttina Afstaða flokkanna til Afganistans og Sovétríkjanna opinberar mikinn mun á stefnu og starfsháttum Atburðir í Afganistan leiða margt í Ijós; meðal annars hinn mikla mun sem er staðfestur á kommunistaf lokkum ítalíu og Frakklands. Sá munur hefur orðið svo áberandi undanfarnar vikur, að menn eru í vaxandi mæli farnir að tala um að annaðhvort sé Evrópukommúnisminn úr sögunni — eða að minnsta kosti sé Kommúnistaf lokkur Frakklands, PCF, geng- inn út úr því húsi. Italskir kommúnistar báru fram fyrstir manna á Evrópu- þinginu i Strasbourg fordæm- ingu á hinni vopnuðu ihlutun Sovétmanna. I samþykkt I forystu flokksins, PCI, segir á | þessa leið: „Við samþykkjum , ekki að brotið sé gegn fullveldi Irikis til þess að styðja við bakið á afturhaldssömum stjórnum. Það er jafnrangt að . fallast á að þetta sé gert til Iþess að reyna að flytja út bylt- ingu, til að framkvæma refsi- aðgerðir eða til þess að koma i , veg fyrir meira eða minna Ióvissan háska”. Heimsótti Brésnef • A meðan italskir Ikommúnistar halda uppi mál- flutningi af þessu tagi gerir formaður franskra ■ kommúnista, Georges IMarchais, sér lltið fyrir og heldur til Moskvu að heimsækja Brésnef og hefur þó • ekki látið s já s ig þar i fimm ár. IÞar réttlætir hann i stórum dráttum innrásina með þvi, að „hvert riki hefur rétt til að ■ kalla á aðstoð” og tekur án Igagnrýni undir þær útskýr- ingar Sovétmanna, að þeir séu að fyrirbyggja „ihlutun heims- FRÉTTA- SKÝRING valdas inna” um innri þróun Afganistan. Blað PCF, l’Humanité, hefur tekið mjög i sama streng. Með þessu móti höfðu franskir kommúnistar stigið firnastór skref til þeirr- ar samstöðu með Sovétrikjun- um sem áður einkenndi mjög þeirra flokk, og breytir ekki miklu þar um þótt þeir hafi lát- ið i ljós óánægju með handtöku Andreis Sakharofs fyrir skemmstu. Aö rjúfa vítahring Sá munur sem fram kemur á þessum tveim stærstu kommúnistaflokkum Evrópu á sér bæði alþjóðlegar forsendur og innlendar. Kommúnista- flokkur ítaliu telur þýðingar- mikið að reyna að br jóta niður vitahring þeirra raka sem risaveldin beita, ef unnt á að vera að koma i veg fyrir nýtt kalt strið. Þvi fordæma þeir Sovétrikin, án þess að sýna Bandarikjunum sáttfýsi. Þetta er tengt meðal annars þeirri grundvallarstefnu italskra kommúnista, að eiga hlut að þeirri þróun sem gerði Vestur- Evrópu óháðari risaveldunum og þá meðal annars með þvi að eiga sæmilega góða möguleika á samstarfi við aðra flokka, ekki sist sósialista og sósial- demókrata. Forysta Kommúinstaflokks- ins franska viröist hugsa allt öðru visi. Einn af hinum gagn- rýnu menntamönnúm flokks- ins, Jean Ellenstein, sem að undanförnu hefur hvað eftir annað gagnrýnt flokksforyst- una fyrir það sem hann kallar afturhvarf til nýstalinisma, segir sem svo um afstöðu flokksins til Afganistan: PCF lifir nú þegar i hugmyndum um nýtt kalt strið og telui að ekki sé um annað að gera en að hasla sér völl öðrum hvorum megin. PCF og sósíalistar Sú afstaða er og nátengd þvi sem hefur verið að gerast i frönskum stjórnmálum. Eins og marga rekur minni til höfðu sósfalistar og kommúnistar i Frakklandi fyrir nokkrum ár- um gert með sér vinstrabanda- lag, sem hafði allgóða mögu- leika á að fá meir ihluta (ás amt með vinstriradikölum) i kosn- ingum sem haldnar voru snemma árs i fyrra. En nokkr- um mánuðum áður en kosið var hófu kommúnistar stranga kröfugerð á hendur sósialist- um um ýmislegt i sameigin- legri stefnuskrá þeirra og um leið fylgdu haröar ásakanir um að Sósialistaflokkurinn væri ekki nógu hollur vinstrabanda- laginu, sæti reyndar á svik- Marchais heimsótti Brésjnéf eftir fimm ára hlé: „allir eiga rétt á aðstoð frá vinum”... Berlinguer: við erum jafnmikið á móti tilraunum til að flytja út gagnbyltingu og byltingu... ráðum við það. Vissulega var I það rétt, að Sósialistaflokkur- I inn er nokkuð sundurleitur I flokkur og ýmsir þar ' tvistigandi i vinstrimennsku. I En engu að siður mátti ljóst I verða, að það var fyrst og ' fremst óbilgirni kommúnista i ' þessum slag sem leiddi til þess að sigurmöguleikar vinstra- I bandalagins runnu út i sandinn. ' Marchais og aðrir foringjar ' kommúnista hafa haldiö áfram I að fara fögrum orðum um I baráttu fyrir sameinaðri ' vinstri hreyfingu. En i reynd ! hafa þeir haldið áfram þeirri I skothrið á sósialista og I foringja þeirra, Mitterand, að J sættir eru ekki i augsýn. Þetta ■ vilja menn útskýra með þeim I hætti, að PCF óttist þaö mest, | að sósialistar, sem hafa f ■ tvennum siðustu kosningum ■ náð nokkru forskoti fram yfir kommúnista, gætu einmitt i | samstarfi vinstriflokka treyst . þetta forskot og þar með skert ■ möguleika kommúnista til ' lengri tima. Þvi hafi sú . baráttuleið verið valin, að slá hring um PCF og Itök hans i I borgarstjórnum, verkalýös- t félögum og viðar og reyna með ■ skothrið á Mitterand að losa I um vinstriarminn i Sósialista- flokkinum og breyta með þvi , móti valdahlutföllum á vinstra ■ væng franskra stjórnmála. Tvær stefnur Afstaða PCF og PCI til vopn- J aðrar ihlutunar i Afganistan l ber vitni um mismunandi I stefnu þessara kommúnista- , flokka i alþjóðamálum: aðvoru ■ italskir kommúnistar sem á I sinum tima tóku fagnandi I þeirri þróun að valdakerfið i , heiminum væri að þróast frá ■ tviskiptingu milli risavelda til I „margra valdamiðstöðva”. I Afstaða til þessa máls endur- . speglar og ólika stefnu og ■ starfsstil innanlands : PCI hef- I ur ekki stillt sér upp andspænis | itölsku samfélagi heldur viljað ■ vera virkur hluti þess, en PCF ■ hefur jafnan leitast við að vera I einskonar riki i rlkinu, láta j sem flokkurinn hefði fimmtung • frönsku þjóðarinnar „að léni”. | Innrásin i Afganistan: ísfirskir herstöðva- andstæðingar mótmæla Samtök h e r s t öð v a an d - stæðinga á tsafirði hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Fundur Samtaka herstööva- andstæðinga á Isafirði haldinn 21. jan 1980 fordæmir hernám Sovétrikjanna á Afganistan og Vietnams á Kampútseu Fundur- inn lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu þjóða Kampútseu og Afganistans fyrir sjálfstæði sinu og tilverurétti. Barátta þessara þjóða er nátengd baráttu islenskra herstöðvaandstæðinga en mun örlagarikari nú sem stendur. Fundurinn skorar á alla unn- endur þjóðfrelsis að láta heyrast til sin og gripa til tiltækra aö- gerða til stuðnings baráttu þessara þjóða.” Alyktunin var samþykkt samhljóða. Ájskorun íþróttamenn ekki til Moskvu i siðustu viku var stofnuð nefnd I Reykjavik sem kallar sig islenska andófsnefnd og hefur það að markmiði að aðstoða and- ófsmenn I sósialistarikjunum I austri I baráttu þeirra fyrir al- mennum rpannréttindum. Hefur hún nú skorað á islensku Olym- pfunefndina að hætta við aö senda iþrótta menn á Olympiuleikana I Moskvu. t fréttatilkynningu frá nefnd- inni er Olympiunefndin hvött til að vinna að þvi að leikarnir verði i ár og framvegis haldnir I Grikk- landi. I islensku andófsnefndinni eiga sæti Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur Akranesi formaður, Friðrik Friðriksson háskólanemi Reykjavik, Guðmundur Heiðar Frimanns- son menntaskólakennar i Akureyri, Gunnar Þorsteinsson menntaskólanemi Rvik og óskar Einarsson háskólanemi Rvik. — GFr Ræðismaðurinn i Malmö látinn Sven-Erik Byhr, aðalræðis- maður tslands iMalmö, andaðist 22. þessa mánaðar. Með hverjum degi sem liður verður það ólíklegra að ölympíuleikarnir í Moskvu verði sú íþrótta- hátíð sem til var stofnað. Miklu ræður þá sú afstaða sem bandaríska ölympiu- nefndin tók um helgina, þegar hún samþykkti að skora á Alþjóðlegu Ólympíunefndina að flytja leikina frá Moskvu, fresta þeim eða aflýsa. En á meöan halda, að sögn vikuritsins Time, um 200 þúsundir væntanlegra leiðsögu- manna, þjóna og fleira starfs- fólks i Moskvu áfram að læra erlendar tungur og fleira sem þurfa þykir til aö starfa við sumar-ólympiuleikana og greiöa götu um 300 þúsunda erlendar ferðamanna sem von var á. Sama blað heldur uppi vanga- veltum um ýmislegar hliðar þessa máls: hvað verður um peninga þeirra ellefu þúsunda bandariskra ferðamanna sem eru farnir að borga ferð sina austur fyrrfram? spyr einn. Vit- aö er að sjónvarpsstöðin NBC, sem hafði eftir ýmsa uppboös- klæki keypt réttinn til að sjónvarpa frá Olympiuleikunum fyrir 87 miljónir dollara, ætlar alls ekki að reyna að sjónvarpa þaðan ef að bandariskir iþrótta- menn verða ekki með. Enn önnur fyrirtæki hafa áhyggjur af ýmis- legum minjagripum og ólympiu- varningi sem þau höfðu pantað. Eins og margsinnis hefur verið fram tekið þessa dagana, er það ekki nýtt að Ólympiuleik- ar verði að pólitisku máli með einum eða öðrum hætti. Hitt er vist, að aldrei hafa þeir oröið jafn stórpólitiskir og nú. Þeir minna lika á þaö, að átök risa- veldanna, hvort sem þau fara fram i kuldakasti eða á hlýviðra- skeiði, fara nú fram á öllum hugsanlegum og óhugsanlegum vettvangi. Bandarlskur öldunga- deildarþingmaður, Henry Jack- son, minnist með söknuöu fyrri tima, þegar Bandarikin áttu kost á einfaldari ráðum i krafti algjörra hernaðaryfirburða sinna. Árið 1946 vildu Bandarik- in, að sovéskur her yrði á brott fránorðurhluta trans, sem hafði verið hertekinn i striðinu samkvæmt samkomulagi við Breta. Sovétmenn voru hikandi, segir Jackson. Þá kallaði Truman forseti á sendiherra þeirra i Washington og sagði: „Ef þið farið ekki eftir tvo daga, þá köstum við á ykkur kjarn- orkuspr engjunni”! Þetta hreif, segir Jackson, sem vitnar um þessa tima i Time undir hinni mælsku fyrirsögn: „Þeir góðu gömlu dagar”...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.