Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. janúar 1980 UúmUNN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis l tgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eltsson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handirta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Staða leiklistar • Fyrir skemmstu var hér i blaðinu lagt út af þeirri nisku alþingis við skapandi menningarstarf- semi i landinu sem birtist á skýran hátt i f járlaga- frumvarpi: þar voru framlög til þeirra mála komin niður fyrir hálft prósent rikisútgjalda og höfðu farið lækkandi hlutfallslega. Þessi sami nánasarskapur hefur verið á dagskrá, bæði i umræðu um það Leik- listarráð rikisins, sem nýlega er tekið til starfa,og svo i samþykktum Leiklistarþings, sem haldið var fyrr i mánuðinum. • 1 Lesbók Morgunblaðsins birtist 19. janúar Rabbgrein eftir Björn Bjarnason, þar sem vikið var að þessum málum. En mestan part var þessi grein skrifuð til þess að gera fyrrnefnt Leiklistarráð tor- tryggilegt. Bæði var það talið næsta hæpið að koma á fót þvi sem greinarhöfundur kallaði ,,lögskipaðan menningarlegan þrýstihóp gagnvart fjárveit- ingavaldinu sem skóp hann” og svo var uppi hafður uggur um að þarna væri til orðinn vettvangur til að ,,mótastefnu” i islenskum leiklistarmálum. En það er segin saga, að þegar hægrisinnar heyra nefnda stefnumótun á sviði lista, þá fer um þá stór hrollur og finnst þeim sem gammar kommúnismans séu að rifa i sig menningarrjúpuna. • Satt best að segja er taugaveiklun af þessu tagi bæði óþörf og litt skiljanleg. Það er i raun og sann- leika þörf fyrir að unnið sé að ,,stefnumótun” i leik- listarmálum. Auðvitað er þá ekki um það að ræða, að leiklistarráð og leiklistarþing séu til þess höfð að velja leikhúsum og áhugafólki viðfangsefnaskrár i einhverjum ritskoðunaranda. Heldur blátt áfram það, að það er lika stefnumótun að „stuðla að þvi að leiklistarstarfi séu búin þroskavænleg skilyrði”, eins og segir i lögum um fyrrgreint Leiklistarráð. • 1 fréttum af Leiklistarráði og Leiklistarþingi er á það minnt, að áhugi á leiklist er gifurlega mikill á íslandi og furðulega stór hópur kemur með virkum hætti við sögu i leikstarfi. Það er lika á það minnt, að ef þessum áhuga er ekki sýnd rauns, að þá verð- ur þessi starf semi fátæklegri miklu og takmarkaðri og mun skreppa saman með þeim afleiðingum ein- um að þjóðlif verður snauðara og aumlegra en ella. Ef þeir sækja i raun á sem vilja helst fela leiklist og aðra menningarstarfsemi lögmálum markað- arins einum, eða svo gott sem. Það er ljóst að slik stefna þýðir öðru fremur, að þeir sem við leiklist fást verða mest að setja traust sitt á svokölluð kassastykki, sem flest falla undir ærslaleiki. Ærsla- leikir eiga sinn rétt og munu halda honum, en held- ur yrði það leiklistarlif snautt og tilbreytingar- laust til lengdar sem ætti að lifa á þeim einum. Leikhússtefna er ekki að fyrirskipa eina tegund verkefna eða aðra, heldur hlýtur hún fyrst og fremst að vera fólgin i þvi, að gefa þeim sem við leikhús fást, á hvaða vettvangi sem er, möguleika á að glima við þau fjölbreytileg verkefni sem völ er á. Ef þær forsendur, sem eðli málsins samkvæmt eru fyrst af öllu fjárhagslegs eðlis, ef þær skortir, þá mun það gerast eins og oft áður að „markaðs- frelsi” i menningarlifi mun snúast i andhverfu sina, skerða stórlega valfrelsi leiklistarfólks. • Að öllu samanlögðu hefur leiklist bæði þörf fyrir og rétt á umræðugrundvelli, örlæti og ,,menningar- legum þýstihópi” — svo mjög sem starf i hennar þágu stuðlar að þvi að gera þetta land byggilegt. — áb. Hlrippt I 99 Haukarnir” komnir af staö „Haukarnir” i Sjálfstæðis- flokknum fengu byr undir báða vængi þegar Kremlbændur létu kalla herliðsitt inn i Afganistan og visuöu Sakharov i útlegð. Einmitt á sama tima voru „dúfurnar” i Sjálfstæðis- flokknum að gera örvæntingar- fullar tilraunir til þess að rjúfa einangrun flokksins og hræða Framsókn til fylgilags við sig með þvi að prédika „sögulegar sættir” við Alþýðubandalagið og tina til eins margt sameigin- legt og þeir gátu meö ihaldi og kommum. En fljótt skipast verður i lofti. Þröskuldurinn milli ihalds og Framsóknar hefur i viðræðum um stjórnar- myndun. Friðrik Sophusson alþingismaður beitti sér fyrir breytingum á þessu orðalagi, þannig að sú gagnrýni félli brott. Br ey tingar tillaga Friðriks var að lokum samþykkt eftir talsverðar sviptingar. Tillaga Friðriks hlaut yfirgnæfandi fylgi, var samþykkt með meirihlutanum 3:1. Ekkert daöur Alyktunin varð eftir þetta i þviformi,aðlýstvar megnustu andúð á útþenslustefnu og yfirgangi kommúnista um heim allan.Innrásin i Afganistan var fordæmd og skoðanakúgunin i Sovétrikjunum, sem hefði lýst sér með brottflutningi andófs- manna frá Moskvu og handtöku og útlegð Sakharovs. Fundurinn varaði við einmitt vegna þess að þessi samþykkt er gerð á Kefla- vikurflugvelli fer ekki hjá þvi að menn setji spurningarmerki við siðferðisþroskann og samúðina. Bandariski herinn átti árum saman i mesta hernaði eftirstriðsáranna og meðal annars dembdi hann meiru af sprengjum yfir hvert hinna þriggja landa Indókina i þann tið en Þýskaland allt varð fyrir i heimsstyr jöldinni sfðari. Ekki rekur okkur samt minni til þess, að nokkrir starfsmenn Keflavikurflug- vallar hafi látið sér til hugar koma að gera siðferðislegt verkfall hjá þessum sama her við farkosti þessa sama rikis, ekki einn dag, ekki hálfan dag einu sinni. Engar minnstu truflarnir urðu hér á aðflutn- ingum til Keflavikurútibús þess hers sem svo stórvirkur var i Asiu. Neituðu að afgreiða sovéskar flugvélar k ~r ' ' ‘ Akvörðunin hefur, mælst fyrir - segir trúnaðar■ maður Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavikur Nt u [m 'Sm, l/ 0/, v‘d > t í VikL°« n\ St*i So SV&t/ v<itríi. W; ..Allir sem haft hafa samf, f við mig i dag, hafa tekið | vel og enginn hallmælt okk hnýtt I okkur vegna þess? kvörðunar”, sagði Stefá insson trúnaðarmaður 1 / **Ö a / .. ö *ur.t ÍÍTurÆm, e.7W ‘ ‘‘ ■7t V>* mótmælaskyni viö v J by - ^in 'r>r ieyf;S?ara 9v'' Stefán sagöist -oWjiu, ?///. ri 'á á tr. «d 'ar ium í ' n um væri >1, f ‘’ej lækkað niður i það að Stein- grimur segist reiðubúinn til samstarfs við Geir ef Alþýðu- flokkurinn styðji hann yfir siðustu hindrunina. Um leið hefur i sivaxandi mæli borið á gagrýni á komma- dekur Morgunblaðsins innan Sjálfstæðisflokksins. Það hefur að sinu leyti leitt til þess að óformleg samþykkt virðist hafa verið gerð innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins um að samstarf við Alþýðubanda- lagið komi ekii til greina, hvorki eitt sér né i félagi við Framsókn. Spurning jafnvel hvort Alþýðubandalagið sé tækt i þjóðstjórn. Deilt um kommadekur Samkvæmt frásögn Dag- blaðsins endurspegluðust þessi viðhorf i ágreiningi i full- trúaráði Sjálfstæðisflokksins fyrir siðustu helgi. Hve hart á Sjálfs tæðis flokkur inn að standa gegn „kommum”, það er Alþýðubandalaginu? — var hitamálið á fundinum. Dagblaðið segir: „Bjarni Helgason bar fram tillögu um harða afstöðu gegn kommúnistum. Þar var mótmælt innrás Rússa i Afganistan, meöhöndlun sovézkra stjórnvalda á Sakharov og varað við áhrifum kommúnista i Islandi. Sumt i tillögunni mátti skilja sem gagnrýni á, að forystumenn sjálfstæðismanna höfðu gefiö Alþýðubandalaginu undir fótinn „siauknum áhrifum komm- únista og meðreiðarsveina þeirra” i islenzku þjóðfélagi og þvi, að „nokkuð sé gert, sem stuölað getur að auknum völdum kommúnista á hinum ýmsu sviðum stjórnmála og þjóðlifs ”.” Það verður fróðlegt að fylgjast meö þvi hvernig þessi stefna verður útfærð. Hvenær fáum við ó-islenska nefnd og fleira i gömlum góöum McCarthy stil? Oft var þörf en nú er nauðsyn. Siöferöisþroski á Vellinum? Stundum er Morgunblaðið sárreitt yfir þvi að Samtök herstöðvaandstæöinga standa sig ekki nógu vel að þess mati að mótmæla ýmissi ósvinnu á alþjóöavettvangi, og flytur þeim umvandanir þarfar. Eftirfarandi gæti þvi verið i öfugum Morgunblaðsstil enda sakar ekki að vera móralskur öðru hverju. Afgreiöslumenn á Kefla- vikurflugvelli hafa neitað að afgreiða sovékar flugvélar sem hér kynnu að lenda. Með þessu eru þeir að mótmæla innrás i Afganistan og útlegð Sakharofs. Þetta eru merkar fréttir og virðast bera vott um sterka siðferðisvitund og samúð með þeim sem verða fyrir ofbeldi. En þvi miður er það svo, að næs tu frá ann- viljanumi Má vera aö Keflavikursam- þykktin sé upphaf nýs tima og muni hliðstæðar ráðstafanir gerðar og afgreiðslubönn upp tekin hvenær sem eitthvert störveldið gerir sig sekt um yfirgang. Það mætti margt gott um slika þróun segja — en ef menn hinsvegar kunna aöeins að snúa siðferðisgeirnum i eina átt er hætt við að sjálfur 'siðferðisþroskinn verði mjög i skötulfki. Spurt um okkar stríö Og hvernig var það annars? Hættu starfsmenn á Kefla- vikurflugvelli nokkurntima að afgreiða breskar vélar meðan við sjálfir áttum i hörðu land- helgisstriði við breskar frei- gátur og dráttarbáta sem reyndu að keyra niður islensku varðskipin?Það var þá i skötu- liki ef nokkuð var þvi hvergi er slika minningu að finna i hug- arfylgsnum. En meðal annarra orða. Verðum við ekki að sýna af okkur þann manndóm að leggja islenska bilaflotanum? Nær það nokkurri átt að aka um á sovésku bensini eins og á stendur? Eða skipaflotinn > allur á sovéskri svartoliu. Og I hvernig ætli þeim liði sem aka , nú um á sovéskum freðmýrar- ■ bensum — mest seldu bifreið- ■ um á tslandi — þeir hljóta að I liða samviskukvalir miklar. | s.k.h. og shorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.