Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. janúar 1980 Miövikudagur 30. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Vatniö kemur 118 gráöa heitt upp en hér er gufan skilin fr’á þvi svo aö þaö veröur nákvæmlega 100 gráöa heitt er þvl er hleypt út I leiöslurnar. Gufan fer óbeisluö út í loftiö, en seinna er taliö mögulegt aö virkja hana. (Ljósm.: gel). Rætt við Engilbert Hannesson bónda á Bakka í Ölfusi um búskap, kaupakonur og hitaveitu „Það er ekki víst að bændur hefðu krakað sér í konu öðru vísi” „ Vatnið sem ég fie nœgir til að hita upp 16 íbúðarhús” Ragnheiður: Reyndar er ég ættuöaustan úr Siðu i Skaftafells- sýslu. Foreldrar mlnir fluttust þaöan aö Núpum á sinum tima. Gott sumar þrátt fyrir allt — Hvernig gengur annars búskapurinn á þessum slðustu og verstu timum? — Ariö 1978 var útkoman hjá mér mjög þokkaleg og á siöasta ári sæmileg að ööruleytien þvi að fóöurkostnaður jókst töluvert vegna vorkuldanna. Þaö varö að gefa öllum skepnum lengur fram eftir vegna þeirra. Einnig voru áburðarkaup i riflegra lagi. Annars þurfum viö Sunnlend- ingar ekki aö kvarta þvi aö allt fór betur en á horföistog sumarið varð í raun og veru afskaplega gott. Þó aö heyfengur væri snöggtum minni en i góöu meöal- ári varö nýtingin á heyinu 100%. — Hafa bændur dregið saman seglin? — Ég býst viö þvi að meira hafi veriðslátraö i hausten endranær, sérstaklega nautgripum. Þar spilar lika inn i pressa frá yfir- völdum vegna offramleiðslu á afurðum. Annars held ég að of- framleiðslan sé stundarfyrir- brigöi og eftir 2-3 ár veröi þetta vandamál úr sögunni. — Hvaöstyöur þá skoöun þina? — Fyrst og fremst þaö aö fólki sem vinnur viö landbúnað fjölgar ekki en fólki sem neytir land- búnaðarvara fjölgar stöðugt. Verksmiðjubúskapur? — En stækka þá ekki bara búin? — Ég vona aö landbúnaður færist ekki i átt til verksmiðjubú- skapar. Ég tel hann ekki eiga viö hér á landi. Hitter annað mál að ýmsar blikur eru á lofti I þvi sam- bandi. Sjálfur er ég meö dáh'tinn hænsnabúskap en þess veröur nú vert aö örfáir fjársterkir aöilar kemur úr þinni landareign. Hver voru tildrög þess aö boraö var i þinu landi? — Fyrstvar borað i landi Litla- lands, sem er i um 6 km fjarlægö frá þorpinu. Sú borun ‘mistókst. Borholan varð um 2000 metrar á dýpt, en heitt vatn fékkst ekki. Jarðfræöingar töldu vonlaust að bora frekar þar I grenndinni en töldu meiri möguleika hérna upp frá. Landeigendur. Hrauns, Grimslækjar, Efri-Grimslækjar, Lækjar, Bjarnarstaöa, Hjalla, Geröakots, Bakka og Króks gerðu þá með sér samning og buðu þau kjör, ef heitt vatn væri tekið úr landi einhvers þeirra, að sá hinn sami fengi 1 sekúndúlitra af 100 stiga heitu vatni en þo ekki yfir 5% af vatnsmagninu en hrepps- nefndin ábyrgöist tjón sem yröi vegna landspjalla vegna fram- kvæmda. Þá vissum við ekkert hvar yrði borað. Nægir til að hita 16 hús — Kom svo Iljós að best yröi aö bora i Bakkalandi? — Nei, jarðfræðingar töldu besta kostinn að bora I landi Hjalla, en næstbestan aö bora hér.Samningarviðlandeiganda á Hjalla drógust á langinn og þá kom hreppsnefndin aö máli viö mig og spurði hvort ég væri til viðtals isamræmi viðþað sem við höfðum boðið fram i fyrrgreind- um samningi. Ég sagöi oddvitan- um það, enda stæðum við Fram- sóknarmenn alltaf við gerða samninga. Ég undirritaði siðan samning I janúar 1977. — Og borunin hefur þá tekist vel? — Já, mjög vel. A 1000 metra dýpi kom nóg vatn sem er meira en 100 stiga heitt. — Þú ert þá væntanlega meö ókeypis heitt vatn? — Já, ég vár fyrstur i hreppn- um sem fékk hitaveitu frá þessari borholu. Það var i október 1978. Samningurinn hljóðaöi upp á það að ég fengi 1 sekúndulítra til min og leiðslu að húsveggjum. Þessi eini sekúndulitri nægi til að hita upp 16 ibúðarhús. — Og hvað ætlaröu að gera við allt þetta vatn? — Éger búinn aö fáheittvatn I fjósiö og einnig keypti ég sund- laug úr plasti eða öllu heldur stór- an heitan pott sem ákaflega nota - legt er að svamla I. Þetta gefur auðvitaö lika mikla möguleika i sambandi við gróððurhúsarækt en viö hjónin erum komin á þann aldur að ég held aö við leggjum ekki i slikt. Olian 150 þúsund á mánuði — Er ekki oliukyndingarkostn- aðurinn orðinn griöarlega hár, þar sem hitaveitan er ekki komin til? — Hann getur vist komist upp i 150 þúsund krónur á mánuði i gömlum og illa einangruðum hús- um, en það þykir vel sloppið að sleppa með 120 þúsund krónur á mánuði. — Fá ekki aðrir bændur að- gang að hitaveitunni? — Oil þau býli sem liggja með- tram lögninni til Þorlákshafnar fá aðgang meö sömu kjörum og Þorlákshaf narbúar og hafa reyndar flest tengst hitaveitunni þegar nema þar sem nýbúið var að ganga frá rafhitunarkerfi i húsum. Að loknu samtali og kaffi- drykkju ekur Engilbert bóndi okkur út að borholunni sem er hálfan kilómetra frá bænum. Þar hittum við m.a. fyrir Guðlaug Sveinsson hitaveitustjóra sem sýnir okkur allan útbúnað og seg- ist vera mjög ánægöur með þann árangur sem náöst hefur. — GFr Piparsveinum I sveitum hefur fjölgaö verulega síðan rakstrar- vélar héldu innreið sina og kaupakonur lögöust af. Þvi geri ég þaðað tillögu minni aörakstr- arvélar vcrði bannaðar í 2-3 ár til þe ss að vita hvort ekki rætist úr. - Það er Engilbert Hannesson bóndi á Bakka í ölfusi sem mælir þessi orð og hlær við, en Ragn- heiður Jóhannsdóttir konahans tekur undir.Þau eru að sjálfsögöu aðgrínast.Blaðamaður og ljós- myndari Þjóðviljans litu inn hjá þeim hjónum um daginn og var erindið ekki sist að forvitnast um heita vatniö i jörð þeirra en Þor- lákshafnarbúar eru nú farnir að njóta yls dr landi Bakka. En fyrst vikur talinu að öðrum málum. Krakað i kaupakonur — Þú vilt meina aö húsmæður i sveitum hafi gjarnan komið úr röðum kaupakvenna, Engilbert? — Já, hér á næstu bæjum eru 3-4 fyrirmyndarhúsmæður sem allar komu I sveitina sem kaupa- konur. Það er ekki vist aö bændur hefðu krakað I þær öðru visi. — Þú hefur kannski krakaö I Ragnheiði svoleiðis? — Nei, hún er héðan úr sveit- -inni, ég náði I hana frá Núpum. Hjónin Engilbert Hannesson og Ragnheiöur Jóhannsdóttir. Viö teljum okkur of gömul til aö fara I gróö- urhúsarækt. — (Ljósm.: gel). Guölaugur Sveinsson hitaveitustjóri: Viö erum mjög ánægðir með árangurinn. (Ljósm.: gcl.) i Sundlaugin er bak við hús en viö hlliðina á henni er tómur oliutankur, táknrænn fyrir breytinguna sem orðið hefur. með ótakmarkaðan aðgang að fjármagni eru að setja smærri bændur, sem fást við hænsna- rækt, á hausinn. Þarrta tei ég að bændasamtökin eigi að grlpa inn i. — Er offramboð á eggjum? — Það hefur vottað fyrir þvi. Ég hef t.d. heyrt að kilóið af eggj- um sé nú boðið á 1000 krónur en heildsöluverðið frá okkur er 1400 krónur. — En er ekki fyrst og fremst kúabúskapur hér um slóðir? — Jú, en hann hefur dregist saman einsog ég gat um áður. Ég tel að það sé þjóðhagslega hag- kvæmt að eldri bændur sem hafa lagt af kúabúskap setji hænur i fjósin þannig að þessi hús verði nýtt áfram. Það er töluverður kostnaöur við aö setja upp ný hænsnahús Sumir eru úr Reykjavik — Fara jarðir I eyði I ölfusi? — Nei, þær haldast i byggð. Piltar viðs vegar að af landinu hafabyrjað búskap á jörðum sem losnað hafa. Sumir eru m.a.s. úr Reykjavík en hafa staðið sig vel. — Nú er stutt i þéttbýli i allar áttir. Er ekki freisting fyrir menn að vinna þar? — Jú, og ég tej. ekkert athuga- vert viö þaö. Héöan er hægt aö sækja vinnu til Þorlákshafnar, Hveragerðis og Selfoss og jafnvel til Reykjavikur. Það er þó betra að h úsin séu nýtt áfram heldur en að vera skilin eftir auð. Það má þá leigja út túnin. — Nú tilheyrir Þorlákshöfn ölfushreppi. Hvernig gengur sambýli þorpsbúa við sveitafólk- ið? — Ég tel að það gangi mjög vel og sé enga astæðu til annars en svo muni veröa áfram. Fyrst var borað að Litlalandi — Heita vatnið i nýju hitaveit- unni þeirra Þorlákshafnarbúa „Að svamla í heitu vatni” Hjörleifur Guttormsson um verðjófnun á orku: Almennur orkuskattur í stað núverandi verðjöfnunargjalda Viö umræður á Alþingi i gær um verðjöfnun á raforku vakti Hjörleifur Guttormsson athygli á þeim möguleika að leggja á al- mennan orkuskatt til verðjöfn- unar. Slikur skattur kæmi þá i stað núverandi verðjöfnunar- gjalda og legðist á allar tegund- ir orku. Éin króna á kilóvatt- stund eða jafngildi hennar er tal- in geta gefið 11 miljarða krónaá ári. Heildarverðjöfnunargjald á raforku og oliu er áætlað rúmir 5 miljarðar á árs grundvelli. t þessu sambandi sagðist Hjör- leifur telja nauösynlegt, að at- iiuga með endurskoðun á orku- sölusamningum til stóriðju. I máli Hjörleifs kom fram aö hugmyndin um almennan orku- skatt til verðjöfnunar heföi verið sett fram i áliti nefndar, sem hann skipaði á siðasta ári til að fjalla um jöfnun upphitunar- kostnaðar. Nefndin hefði gert það að tillögu sinni, að núverandi verðjöfnunargjald af raforku og oliu yrði fellt niður, en I þess stað lagður á almennur orkuskattur á alla orkusölu i landinu, þar með talið orkusölu til stóriðju og orkunotkun til hitunar húsa. Nefndin gerði ráö fyrir að skatt- urinn yrði ákveðinn 1 króna á kwst miðað við verölag i septem- ber 1979 og yrði lagður á endan- legan notanda orkunnar. Fram kom hjá Hjörleifi, að orkuskatturinn myndi leiða til þess, að útsöluverð á bensini og oliu myndi hækka litillega en verðjöfnunargjald á oliu og ben- sini félli jafnframt niöur. Þá myndi orkuskatturinn leiða til lækkunar á raforkuverði sam- kvæmt heimilistaxta, en raf- orkuverð til upphitunar myndi hins vegar hækka um 1 krónu á kwst, svo og raforkuverð til stóriðju. Hjörleifur gat þess, að nefnd- in hefði gert að tillögu sinni, aö tekjum af orkuskatti yrði ráð- stafaö á eftirfarandi hátt: til verðjöfnunar á raforku, til verð- jöfnunar á eldsneyti, til verðjöfn- unar á upphitunarkos tnaði til Orkusjóös v/framkvæmda i orkumálum og til Orkustofnunar v/rannsókna á nýtingu innlendra orkugjafa og leiðum til að draga úr oliuinnfiutningi. — þ.m. Vel heppnuð Rauð- sokka- hátíð © Þaö var lif og fjör í Tónabæ á laugardaginn var, þegar Rauðsokka- hreyfingin hélt þar hátiö sína „Frá morgni til kvölds". Aðsókn var mjög góð og dagskráin þótti heppnast vel í hvivetna. Hátiðin hófst kl. 10 um morguninn með hópumræðum, sem stóðu til hádegis. Var þar rætt um kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar varðandi dagvistar- mál, fæðingarorlof ofl.. Eftir hádegi hófst skemmtunin kl. 2 og stóð til hálfsjö. Sérstaklega var búið að börnum I kjallarasal, þar sem þau fengu að sjá kvik- myndir, teikna og leika sér, og önnuðust fóstrunemar barna- gæsluna. Tvö ávörp voru flutt á hátiðinni. Margrét Rún Guðmundsdóttir talaöi fyrir hönd Rauðsokkahreyfingar- innar, og Ragnheiður Jóhannes- dóttir, húsfreyja að Bakka i ölfusi, talaöi um kjör sveita- kvenna fyrr og nú. Fluttur var gagnmerkur annáll um störf Rauðsokka- hreyfingarinnar frá upphafi, i tilefni þess að i ár eru tiu ár liðin frá þvi hreyfingin var stofnuð. Einnig var kynnt efni bókarinnar „Kvinde kend din krop”, sem verið er að þýða og staðfæra til útgáfu hér á landi, og verður hún án efa mikið þarfaþing fyrir islenskar konur. Skemmtiatriði voru fjölmörg. Söngsveitin Kjarabót, Katjana og Þórarinn Hjartarson, og Hjördis Bergsdóttir sáu um tón- listarhliöina, og nokkrir leikarar fluttu leikþáttinn Vals eftir Jón Hjartarson. Að lokum var lesiö úr verkum skáld- kvenna. Um kvöldið stóðu Rauðsokkar fyrir dansleik i Fáksheimilinu, og var hann einnig mjög fjöl- sóttur. Þar sungu bræðurnir Tolli og Bubbi Morthens og hljómsveit lék fyrir dansi. Rauðsokkahátlð var einnig haldin i Tónabæ I fyrra, og má þvi segja aö hún sé að verða að árlegri hefö I félagslifi borgar- innar. —ih.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.