Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Miövikudagur 23. janúar 1980 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og 81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348. U 81333 Kvöldsimi er 81348 Bernhöftstorfa: Vetrarvertíd: Endur- bygging er að hefjast Gallerí Langbrók og veitingastaöur i Landlœknishúsinu Gallerl Langbrók er búin að taka hluta Landlæknishússins til leigu til 5 ára og verið er að gera samning við veitingamann um leigu á öðrum hluta hússins. Búið er að fjármagna endurbyggingu hússins og gera samning við Hall- dór Bachmann húsasmlðameist- ara um framkvæmdir. Eru þær að hefjast þessa dagana. Þetta kom fram I samtali við Þorstein Bergsson, sem kjöripn var for- maður Torfúsamtakanna á laug- ardaginn. Fyrir jólin fengu Torfusamtök- in Bernhöftstorfuna á leigu til 12 ára og hafa þau siðrn fengið til- boð frá fjölmörgum aðilum um endurleigu. 1 samningum um Landlæknishtísið er leiga borguð fyrirfram I 5 ár og einnig hafa fengist vilyrði fyrir styrk úr hús- friðunarsjóði. Húsið verður gert upp fyrir þetta fé en þess má geta aðRafaflhefur boðisttilað leggja rafmagn I húsið endurgjaldslaust að töluverðu leyti. Landlæknishúsið er næst Amt- mannsstignum og hefur Galleri Langbrók fengiö neðstu hæð turnsins og hluta af húsinu til leigu en i mestum hluta þess verður veitingahús ef samningar takast. Þar er meiningin að koma upp matstað i gömlum stil sem sérhæfir sig i fiskréttum. Stefnt er að þvl að húsið verði tilbúið undir þessa starfsemi i' sumar. Enn er óráðstafað efri hæð turns- ins og sjálfu turnherberginu en Torfusamtökin hafa sjálf hug á þvi að fá þar aöstöðu. Þorsteinn sagði að ýmsar umsóknir hefðu borist um starf- semi I Bernhöftshúsi (Banka- Slæmar gæftir — lítill afii það hafi verið tregt á linuna það sem af er vetrarvertið og gæftir slæmar. Linubátarnir hafa veriö að fá þetta 4-5 tonn i róðri, fiskur smár og mikill ormur i þorskin- um. Elias hafði það eftir skipstjór- um skuttogaranna frá Akranesi að útaf Vestfjöröum væri stór og fallegur göngufiskur á leiðinni, en það sem af er vertíð hefur göngu- fiskur ekki sést hjá Akranesbát- um. Þá sagðist Elias einnig hafa haft af þvi spurnir að afli væri farinn að glæðast hjá linubátum frá Patreksfiröi. Ólafsvik Ævar Guðmundsson á hafnar- voginni i' ólafsvik var daufur i dálkinn þegar spurt var um afla- brögð. Hannsagði afla afar litinn bæði hjá linu- og netabátum. A linuna fengju bátar þetta 3-5 tonn og litið skárra hjá netabátum, þó heföi einn netabátur fengið 9 tonn eftir nóttina fyrir skömmu. Frá Ólafsvik eru gerðir út 9 bátar á linu og 8 á net um þessar mundir. Framhald á bls. 13 Vetrarvertlð ætlar að fara illa af stað að þessu sinni. Þjóðviljinn hafði samband við nokkrar af stærri verstöðvunum I gær og allsstaðar var sama svarið, slæmar gæftir og lltill afli. Að vísuhafa gæftir verið góðar á tsa- firði en afU rýr. ísafjörður Við ræddum við Ólaf Guð- mundsson á hafnarvoginni á Isa- firði og sagði hann að afU væri enn sem komið er m jög tregur hjá linubátum. Togararnir aftur á móti hafa aflað vel. Hæstur llnu- báta er Orri með 147 lestir í 22 róðrum frá áramótum. Næst kemur svo Vlkingur 3. með 133 lestir og Guðný með 110 lestir. Eins og menn eflaust muna var linufiskiri með fádæmum gotthjá Isafjarðarbátum I haust, þá var meðalaflinn á milli 9 og 10 tonn i róðri en nú er aflinn þetta 5 til 7 tonn, hefur orðið mestur eftir áramót 12 tonn i róðri. Akranes Elias Guðmundsson, gamal- kunnur skipstjóri varð fyrir svör- um á Akranesi og sagði hann að Endurbygging húsa I Berhöfts torfu er nú að hefjast af fullum krafti. 1 Landlæknishúsinu, sem sést hér á myndinni, verður Gallerl Lang- brók til húsa og að öllum likindum veitingastaður I gömlum stíl (Ljósm. — eik). QLÍUVERÐIÐ: Mildur vetur og birgda- söfnun orsök verðfalls • Samningur við Breta undirritaður innan skamms Framhald á bls. 13 ■ Islenska I ríkisstjói nin: | Hafnar \ tilmælum I i Carters j Iþróttahreyfingin taki sjálf ákvarö- anir um þátttöku i Olympiuleikunum Rikisstjórnin hefur 1 framhaldi af tilmælum Carters Bandarikjaforseta ályktað að það sé ekki I hennar verkahring að taka ákvörðun um að hætta við þátttöku fslenskra iþrótta- manna i Oiympiuleikunum I Moskvu eins og farið var fram á Ibréfinu. Það sé hlut- verk islensku Olympfu- nefndarinnar og fþrótta- hreyfingarinnar. Olympiu- nefndin kcmur saman I dag. — AI. I byrjun næsta mánaðar verður væntanlega gengið frá olíukaupsamningum við breska rikisfyrirtækið BNOC sem olíuviðski{$ta- nefnd hefur unniðað fá því í byrjun vetrar. Um er að ræða rúmlega 100 þúsund tonn af gasolíu til af- greiðslu á síðari hluta þessa árs. Verð olíunnar veröur tengt „mainstream”- verði, en að sögn Inga R. Ilelgasonar hrl., sem sæti á i olíuviðskiptanefnd er ekki endilega vitað hvert verðið verður. Hann sagði að munurinn á ,,mainstream”-verði og dagverði á Rotterdammark- aði væri nú 60—70 dollarar á hvert gasoliutonn, en veröfall hefur orðið á Rotterdammark- aðinum eins og Þjóðviljinn skýröi frá i gær. Er gasoliutonn- ið nú selt þar á rúmlega 320 dolt ara en fór hæst yfir 400 dollara. Ingi sagöi að ástæðan fyrir þessu verðfalli væri fyrst og fremst mikil birgðasöfnun stóru oliufélaganna. Veturinn 1978—1979 heföi veriö mjög kald- ur bæði i Evrópu og Bandarikj- unum og því hefðu stóru félögin birgt sig vel upp fyrir þennan vet- ur. Hann hefði hins vegar verið mjög mildur og þvi gengið minna á birgðirnar en ætlað var. Sam- svarandi breyting hefði orðið á daglegri eftirspurn á Rotter- dammarkaði, sem væri mjög viðkvæmur fyrir slikum breyt- ingum og þvi hefði verðið fallið. Ingi sagði, að búist væri við þvi að þessi lækkun héldi áfram fram eftir vorinu ef ekkert breyttist til hins verra I heims- framleiðslunni og veðurfarið héldist svipað. Þessi birgðasöfn- un heföi verið séð fyrir á árinu 1979 en auðvitað hefði enginn get- að ábyrgst verðið eða spáð þessu verðfalli. Hins vegar sagði hann að al menn væri ekki búist við þvi að veröið á oliu færi lækkandi ef litiö væritil lengri tima. Eftirspurnin væri mun meiri en framleiðslan og verð á hráoliu hefði farið hækkandi á sama tlma og olían hefur lækkað i Rotterdam. Hann bentiá niðurstöður Ollu- nefndarinnar á slnum tima en þar segir að i framtiöinni megi búast viö þvi, að „main- stream”- verð og dagverð i Rotterdam nálgist hvort annað smám samaaen sagði jafnframt að óhugsandi væri, að „main- stream”-verðið færi upp fyrir dagverðin, nema þá I einni og einni bylgju sem yfir þann mark- að riöi. Þráttfyrir hækkun þess undanfariö og lækkun I Rotter- dam væri hagkvæmari fyrir okkur að kaupa oliu miðað við ,,- mainstream.”. — S.dór. Eftir fulltrúaráðsfund Sjálfstæðisfélaganna: menn inn í Afganistan? Mér þætti gaman að vita hve margir Alþýðubandalagsmenn tóku þátt I innrásinni I Afganistan. Helst vildi ég fá þá nafngreinda. Svo mun Matthíasi Bjarna- syni fyrrum ráðherra hafa far- ist orð á þingflokksfundi hjá Sjálfstæöisflokknum á mánudag og voru þau látin falla i tilefni hinnar sérkennilegu samþykkt- ar sem Ragnhildur Helgadóttir og hennar iiðsmenn stóðu aö á aöalfundi fulltrúaráðs Sjálf- stæöisflokksins fyrir helgi. En þar var innrásin I Afganistan höfö aö tilefni til að koma höggi á Styrmi Gunnnarsson ritstjóra og aðra þá sem hafa haft við orð að vel kæmi til greina að eiga nokkurt samstarf við Alþýðu- bandalagið. Samþykktin var mjög i anda sjálfs MeCarthys, meðan hann lét verst, þar var „varað viö siauknum áhrifum kommúnista og meðreiðar- sveina þeirra i þjóöfélaginu” og einnig varaöi aöalfundurinn „alvarlega viðþví, að nokkuð sé gert, sem stuölað getur aö aukn- um völdum kommúnista á hin- um ýmsusviöum stjórnmála- og þjóðlifs”. Afganistan reynist leiða marga hluti fram I skærari birtu: einnig átök innan Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.