Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 7
Miftvikudagur 30. janúar 1980 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7 1 Horft fram á nýtt ár í sjávarútveginum Ef allt væri meö felldu f is- lensku þjóöfélagi á nýbyrjuöu ári, þá væri útlitiö i sjávarút- vegi, fiskveiöum og fiskvinnslu gott. A árinu 1979 nam útflutning- ur sjávarafuröa 490156,7 tonnum til nóvemberlokail aö verömæti komiö fritt um borö i islenskri höfn 178.935.5 miljónir isl. kr. Sé miöaö viö sama tlmabil i út- flutningi ársins 1978, þá er þetta magnaukning sem nemur 84.309,5 tonnum og verðmætis- aukning á ellefu mánuöum milli ára 65.508,9 miljónir Isl. kr. Þaö veröur þvi ekki meö sanni sagt annaö en aö þaö hafi ríkt góöæri á islenskum fiskimiöum á árinu 1979. Ég hef ekki séð endanlegar aflatölur frá þorskveiðum s.l. árs, en mér þykir ekki ósenni- legt aö þorskaflinn hafi farið upp i 330 þús. tonn eöa jafnvel hærra. t fyrra miðaði Hafrannsóknar- stofnun viö 285 þús. tonna há- marksafla af þorski og taldi aö ekki mætti veiöa meira vegna þess aö stofninn væri ekki nógu sterkur. En þrátt fyrir mjög miklar veiöitakmarkanir á þorski á árinu, sérstaklega hjá togaraflotanum, þá var svo mik- ill þorskur á miðunum, aö ekki heföi veriö nokkur leiö aö stoppa viö þetta hámark fiskifræðinga, eöa 300 þús. tonna hámark sjáv- arútvegsráðherra, nema með þvi hreinlega aö leggja fiskiflot- anum i höfnum. Nú hefur Haf- rannsóknastofnun lagt til aö þorskafli i ár veröi miðaöur viö 300 þús. t . hámark. En ekk- ert hefur hinsvegar heyrst frá stjórnvöldum viö hvaö þorskafli veröur miöaöur i ár. Þannig er margt á huldu hvað viö kemur fiskveiöum á þessu ári. En heild- artölur yfir áætlaöan afla hinna ýmsu fisktegunda þyrftu að sjálfsögöu aö liggja fyrir i byrj- un árs, ef á annað borö stjórn- völd eru aö myndast viö stjór nun á fiskveiöum. Ekkert fiskverð liggur ennþá fyrir Þó kominn sé 23. janúar þegar þetta er skrifaö, þá hefur Verð- lagsráði Sjávarútvegsins ekki tekist ennþá aö koma saman fiskveröi á vertiöinni. Þetta á jafnt viö um allan botnfiskafla, sem og loönuna. Norskar loönu- verksmiöjur sömdu um nýtt loönuverö til bræöslu viö sinn veiöiflota, rétt fyrir áramótin, eftir að ríkisstjórnin hafði tekiö ábyrgð á útflutningsveröi verk- smiöjanna á mjöli og lýsi, norsk- ar kr. 2.20fyrir kg. Þetta verö er n. kr. 28.40 fyrir hektólitra, hundraö litra mál, miöað viö 6% fitu I loðnunni. Fiskimjöl hefur nú heldur fariö hækkandi á heimsmarkaöi, og útlit ekki taliö slæmt. Þá hafa norsk blöö skýrt frá þvi, að norskar fiskimjöls- verksmiöjur muni nú leggja meiri áherslu á það en nokkru sinni áöur, aö auka verulega framleiöslu á betri og dýrari tegundum fiskimjöls, og þannig reyna aö hækka verðiö á heildar- framleiöslunni. En norskar fiskimjölsverksmiöjur eru nú vel undirbúnar fyrir slika fram- leiöslu, þar sem þær eru komnar meö gufuþurrkara i staö eld- þurrkara. Ástæöan fyrir þvi að nýtt is- lenskt fiskverö hefur ekki ennþá séödagsins ljós,er tvimælalaust sú mikla óvissa, sem nú rikir i islenskum efnahagsmálum. Gengislækkanir siðasta áratugs hafa oröiö undirrót meiri verö- bólgu og dýr tiöar heldur en dæmi eru til um nokkursstaðar á norö- urhelmingi jarðar. Ég hef áður nefnt þaö Bakkabræör a-hag- fræöi, aö ætla sér aö stjórna is- lenskum efnahagsmálum með endalausri rýrnun á islenskum gjaldmiöli, fleiri og verðlausari krónum. Reynslan af sllkri efna- hagsstjórn lá reyndar fyrir frá rikjum S-Ameriku svo islenskir stjórnmálamenn og efnahags- ráögjafar áttu þvi aö vita út I hvað þeir voru að fara. Arangri þessarar leiöar verður best lýst meö því, aö tsland er eina landiö á norðurhveli jarðar, þar sem láglaunafólk eöa sá hópur sem vinnur að framleiöslustörfum, getur ekki lifaö af 40 stunda vinnuviku. Og þó er okkar þjóö- arframleiösla á mann i hærra lagi, miðað við þessi sömu lönd. Þetta á að vera öruggur mæli- kvaröi á þaö, aöhér er um magn- aöa vanstjórn aö ræöa, sem dæmd er til að enda I ófæru, veröi lengra haldið á þessari braut. Niðurfærsla vöruverðs og aukinn útf lutningur er eina færa leiðin. Ég hef áöur bent á, aö yfir- bygging íslenska þjóöfélagsins, ekki bara á vegum rikisins held- ur ennþá meira á vegum einka- rekstursins, er iengusamræmi við framleiösluna — þá undir- stööu sem þjóöin veröur aö byggja á. Til þess aö þessi yfir- bygging kollvarpi ekki þjóöfélag- inu þarf meiri og verömætari út- flutningsframleiöslu. Þetta er eina færa leiöin og sú fljótvirk- asta til aö rétta af íslenskt þjóö- félag. 1 þessu sambandi getur sjávarútvegurinn orðið mjög mikilvirkur, bæöi fiskveiöar og fiskvinnsla, ásamt fiskeldi. Friöunarráöstafanir á islensk- um miöum eru sjáanlega farnar aö skila góöum árangri og ætti þvi ekki aö þurfa aö koma til frekari niöurskuröur á afla en oröiö er. Þá má vinnafiskaflanni verömætari vöru heldur en nú er gert. Meiri vinnsla á frosnum fiski fyrir Evrópumarkað á aö vera fyrir hendi, veröi aö slíkum markaöi unniö, þá er hægt að auka verömæti saltfisksútflutn- ingsins meö þvi aö margfalda fullverkun hans. Aö þessu stefna nú Kanadamenn og þvi skyldum Jóhann J.E. Kúld fiskiméi viö ekki geta gert eins? Þá er hægt að auka stórlega verömæti útfluttrar skreiðar meö þvi aö hengja upp valinn fisk fyrir Italiumarkaö en á s.l. ári fengu Norömenn hæsta hráefnisverð út úr I. og II. flokks skreiö sem seld er til ítaliu. Engin fiskverk- un gaf hærra verð. Þvi hefur nú verið ákveöiö hjá þeim aö hengja upp i ítalíuskreið ekki minna en 20 þús tonn af völdum Lófótfiski. Ög þetta ætla þeir aö gera þrátt fyrir mikla vöntun á þorskhrá- efni i þeirra fiskframleiöslu (Norömenn miöa þyngd á nýj- um fiski viö þaö aö hann sé haus- aður og slægður). Margt fleira mætti gera með þvi aö vinna markvisst aö full- vinnslu sjávarafuröa. Hinsveg- ar vinnur Islensk veröbólgu- stefna gegn 6líkr i þróun og er þvl þörf á aö kveöa hana niöur. Sú þjóö sem bindur sig á þann bás aö framleiöa hráefni handa öör- um þjóöum til aö fullvinna, hún kemst seint af nýlendustiginu. Þetta gengur Islenskum lands- feörum illa aö skilja. En fyrstu skrefin, sem þjóðin verður aö stiga nú, er niöur- færsla vöruverös og þar meö dýrtiöar i landinu. Þetta verður ekki gert meö því aö leyfa áfram- haldandi verðhækkanir eins og verið hefur, heldur meö þvi aö spyrna viöfótum og segja hingaö og ekki lengra. Vixlhækkun kaup- gjalds og verölags getur máske gengiö enn um stund, hjá þeim sem velta öllum kauphækkunum út i verðlagið, og máske örlitlu meira ihvert sinn. En meö sama áframhaldi kemur aö þvl fyrr eöa siðar, ef leiðir gengislækk- ana eru farnar, aö við veröum ekki samkeppnisfærir á erlend- um mörkuðum. Og hvaö þá? Hingaö til höfum við flotið á lægra kaupgjaldi heldur en keppinautar okkar hafa þurft að greiöa, en hvað veröur þaö lengi? Núer svokomiöaöhópur ungs fólks vill ekki una sliku ástandi sem hér hefur veriö of lengi. Á undanförnum árum hafa margir ungir menn leitaö úr landi og ekki komiö aftur og ennþá fleiri búast nú til ferðar. Þetta er bein afleiöing þeirrar vanstjórnar i efnahagsmálum, sem hér hefur rikt og ríkir enn. Ástandið verður ekki bætt með lækkun lifskjara Islenskur verkalýöur, sem vinnur framleiöslustörfin i þjóö- félaginu, hefur á undangengnum árum veriö i stööugri varnar- baráttu um kaup og kjör, og vinnur nú lengstan vinnudag alls framleiöslufólks á Vesturlönd- um. Menn hafa of lengi sætt sig viö þetta ástand þvi þaö er ekki heilbrigt. Þrátt fyrir þetta, hafa vinstri flokkarnir I landinu hætt samstarfi, og koma sér ekki saman um neina leiö til bóta á þessu ástandi. Þetta viröist helst standa á þvl, aö sumir for- ingjanna sjá enga aöra færa leiö en þá, aö hiö aöþrengda fólk framleiöslunnar heröi enn aö sér mittisólina, meira en oröið er. Þetta er ekki hin færa leiö, hvernig sem þetta mál er skoö- aö. Otþrælkaö fólk af of mikilli vinnu eykur ekki afkös t s in nema þá um stutta stund. Ef auka þarf framleiöni I islenskri fram- leiöslu þá veröum viö aö taka upp svipaöa vinnutilhögun, skipu- lagningu vinnu og sömu lengd vinnudags og aðrar siömenntað- ar þjóöir nota, til aö ná sömu framleiöni og þær. Þetta þurfa bæöi atvinnurekendur og stjórn- málamenn aö tileinka sér, þvi þaö er undirstaða velgengni i hverju þjóöfélagi. Hér er is- lenska þjóðfélagið heila þing- mannaleiö á eftir, þaö er þess ó- gæfa. Velgengni sjávarútvegs, fiskveiða og fiskvinnslu á þessu nýbyrjaöa ári, fer aö minu viti mest eftir þvi hvernig stjórnab veröur i landinu á árinu. Afkom- an getur orbiö góö ef málin veröa tekin réttum tökum, annars ekki. — 23. janúar 1980. Sigurjón Péturssson borgarfulltrúi Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulitrúi Guörún Helgadóttir borgarfulltrúi Guömundur Þ. Jónsson borgarfulltrúi Guörún Ágústsdóttir var a-bor gar fulltr úi Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins í Reykjavík sitja fyrir svörum á almennum fundi á Hótel Sögu miövikudaginn 30. janúar. fundurinn er í Lækjarhvammi og hefst hann kl. 20.30. Borgarbúar eru hvattir til að fjölmenna Alþýöubandalagiö í Reykjavík Setið fyrir svörum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.