Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.01.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. janúar 1980 skák Umsjón: Helgi ólafsson Skákþing Reykjavikur Fjórir efstu Aö loknum biöskákum hafa nú 3 keppendur á Skákþingi Reykja- vikur náð Guömundi Ágústssyni að vinningum. Staöan sem áður var frekar óljós er þessi: L4. Guömundur Ágústsson, Margeir Pétursson, Björn Þorsteinsson og Haraldur Haraldsson allir meö 6 vinninga. 5. Sævar Bjarna- son 5 1/2 v. 6.-14. Jóhann Hjartarson, Elvar Guðmunds- son, Björn Sigurjónsson, Jónas P. Erlingsson, Torfi Stefánsson, ögmundur Kristinsson, Sigurö- ur Sverrisson, Þórir ólafsson, Sveinn I. Sveinsson. 5. v. Likur voru á aö Bragi Kristjánsson eöa Benedikt Jónasson blönduðu sér i þennan hóp. Eins og s já má er keppnin af- ar hörð og gæti i raun nánast hver sem er hreppt efsta sætið þó að i næstu umferðum gætu málin farið að skýrast og vist er að hver skák i toppnum er úr- slitaskák. Hér kemur svo ein skák úr 7. umferð. Þar eigastvið Haraldur Haraldsson og Björn Þorsteins- son, Haraldi verður á slæm skyssa i 17. leik g2-g4? og eftir það á hann sér ekki viðreisnar von. Hvitt: Haraldur Haraldsson Svart: Björn Þorsteinsson 5. 0-0-Be7 6. d3-b5 7. Bb3-0-0 8. Rc3-d6 9. Rd5-Ra5 25. Df3-Bb7 10. Rxe7 + -Dxe7 26. c4-Kg7 11. Bg5-Rxb3 27. Hg2-H2h4 12. axb3-h6 28. H2gl-Db6 13. Bxf6-Dxf6 29. Hg3-Bc6 14. Hel-c5 30. Hggl-Dc7 15. He3-Dd8 31. Hhl-Bd7 16. Rd2-Ha7 32. Hxh4-Hxh4 17. g4?-h5 33. Dg2-Bxg4+ 18. h3-hxg4 34. f3-Bc8 19. hxg4-g6 35. axb5- 20. Hg3-f6 36. Rf 1-Bh3 21. Dfl-Hh7 37. Df2-Bxfl + 22. Dg2-Kf7 38. Hxf l-g5 23. Kfl-Hfh8 39. Ha 1-Kg6 24. Ke2-Hh2 40. Ha8-Df7 — Hér fór skákin i bið en Har- aldur kaus að gefast upp án þess að tefla frekar. Framhaldið gæti orðið. 41. Hd8Dxb3 42. Hxd6 Hh2! ogvinnur. 8.umferð verður tefld i kvöld. N Sovétmenn sigruðu i Evrópu- keppni landsliða sem lauk um helgina i Sviþjóö. Röð þeirra 8 þjóða sem komust i úrslit varð þessi: 1. Sovétríkin 36 l/2v. 2. Ungverjar 29 v. 3. England 28 1/2 v. 4. Júgóslavia 28 v. 5. BUlgarar 27 1/2 v. 6. Tékkóslavakia 26 v. 7. israel 25v. 8. Sviþjóð 23 1/2 v. Eins og vænta mátti voru yfir- burðir Sovétmanna gifurlegir enda gættu þeir þess að láta ,,harmleikinn” frá Olympiumót- inu i Buenos Aires. ekki - endu.r,- taka sig. Þeir voru með sitt allra sterkasta lið með Karpov heims- meistara á 1. borði. Annars vek- ur það athygli hversu keppnin um 2. sætið hefur verið gifurlega hörð. Spænskur leikur 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-Rf6 ÁSKRIFT ER AUÐVELD! / Ég óska eftir að gerast áskrífandi að Vísi \ Sendu seöilinn til Vísis Síðumúla 8 eöa hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið. Lagarfoss virkjun Raforkuframkvæmdir á Austurlandi Samkvæmt 5 ára áætl- un Rarik eru eftirgreind- ar framkvæmdir fyrir- hugaðar í raforkumálum á Austurlandi árin 1980—1984: Á árinu 1980 verður lok- ið við 66 kV línu í Vopna- f jörð og einnig reist að- veitustöð þar svo og 66 kV úttak við Lagarfoss. Þá er og fyrirhugað að setja upp þéttvirki og Ijúka við uppbyggingu á aðveitu- stöð í Neskaupstað 1980 og gera endurbætur á að- veitustöð Egilsstöðum. Einnig verður Seyðis- fjarðarlína styrkt og gerðar minniháttar lag- færingar á kerfinu að öðru leyti, m.a. á Eski- f irði. Ariö 1981 verður ráðist i byggingu nýrrar lfnu frá Grlmsá I Eyvindará og gerðar miklar endurbætur á aöveitu- stöð aö Stuðlum og Eyvindará vegna spennuhækkunar I 66 kV. Spennuhækkun á llnunni Stuðl- ar-Eskifjörður er fyrirhuguð 1983 og einnig endurbætur á að- veitustöðvum Reyðarfirði og Eskifirði. 11 kV aflrofar I að- veitustöðvum á Austurlandi eru orðnar um 25 ára gamlir og þvi komnir til ára sinna og verður þvl að skipta þeim út á næstu árum. Þá er einnig séð fyrir, að auka verður spennu- afl þéttýlisstaða á næstu árum. Umsjón: Magnús H. Gislason Yfirlit Með tilkomu byggöalinu og tengingu hennar við raforku- kerfi Austurlands breyttistafl- flæði i kerfinu mikið frá þvi, sem áður var. Til þess að koma orkunni til notenda þarf að flytja hana eftir stofnlínukerfi Austurlands sem er að mestu byggt upp með gömlum 33 kV linum. Flutningsgeta núver- andi kerfis er alveg á þrotum og er óhjákvæmilegt að ráðast i róttækar breytingar á þvi á næstu árum. Stefna ber að þvi að byggja kerfið upp með 66 kV reks trarspennu og jafnvel að hafa möguleika á þvi að spennuhækka allar nýjar aöal stofnlinur i 132 kV. Fyrst yrði ráðist i spennuhækkun a linun- um Eyvindará-Hryggstekkur- Stuðlar og verður þá komin 66 kV rekstrarspenna á stofnlinu kerfið frá Reyðarfirði i Hryggstekk og þaðan alla leið i Vopnafjörð i gegnum Lagarfoss og Eyvindará. Siðan yrði haldið áfram og næsti áfangi yrði Stuðlar-Eskifjörð- ur en siðan stefnt að þvi að koma 66 kV til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar. Með tilkomu aðveitustöðvar á byggðalinu i Djúpavogi eru Suðurfirðirnir nokkuð vel sett- ir fyrst um sinn, en i náinni framtíð þarf að huga að spennuhækkun frá Stuðlum yfir i Fáskrúösfjörð og siðan suður yfir. — mhg íslenskar landbúnaðar rannsóknir Okkur hefur borist að höndum ritið (slenskar landbúnaðarrannsóknir 1— 2. hefti, 1979. Útgefandi er Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, en ritstjóri Grétar Guðbergsson og að- stoðarritstjóri Gunnar Ólafsson. Ritið hefst á grein eftir Bjarna Guðmundsson, kennara á Hvanneyri: Ahrif sláttutima og verkunar á fóðurvirði þurrheys. Bornir voru saman eftirtaldir liðir: A. Snemm- slegið hey og vel verkað, (súg- þurrkað). B. Snemmslegið hey, hrakið á velli. C. Snemmslegiö hey, bliknað/ornað. D. Seint slegið, vel verkað, (súgþurrk- aö). Fóöurtilraunir voru gerð- ar á gemlingum og s ýndi sig, að A-liður gaf bestan árangur, „Þar var völlur sleginn um þaö leyti sem siðbúnustu túngrös (vallarfoxgrasið) skriöu og verkun töðunnar vönduð, eink- um með súgþurrkun”. Björn Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson rita um kóbolt I islensku grasi. Guðbrandur E. Hliðar dýralæknir skrifar grein um júgurbólgu i islenskum kúm og lyfjagjöf við henni. Telur Guöbrandur að ef sett yrði á fót júgurbólgurannsóknarstofa „... sem getur kortlagt allt júgursmit i fjósum ásamt hreinræktun júgurbólgugerla, sem eru að verki hverju sinni” og rannsakað „hvaða lyf beri að nota með bestum árangri, batnar öll aðstaða og vonir vakna i baráttunni við þennan algenga sjúkdóm”. Guðni Harðarson og D Gareth Jones fjalla um smitun lúpinu með niðurnáms- Hinn 1. okt. tók til starfa skrifstofa I Hong Kong, sem NAF og INTER-COOP standa aö, fyrir hönd samvinnusam- banda á Vesturlöndum, aö þvl er segir f Sambandsfréttum. Aöild aö þessar i s kr ifs tofu eiga samvinnusamböndin á Nor öur löndum, Bretlandi, Frakklandi, V-Þýs kalandi, Sviss, Austurriki og ttaliu. Starfa þar 9 manns. Viöskipta- svæði skrifstofunnar veröur fyrst um sinn Hong Kong og Kinverska alþýöulýðveldiö. Formaður skrifstofunnar er Breti, Mr. Patrick G. Budden. Hefur hann undanfariö ferðast bakterium á Islandi. Öttar Geirsson, ráðunautur og Magnús Öskarsson kennari á Hvanneyri skýra frá athug- unum á áhrifum dráttarvéla- umferðar á jaröveg og gróður og segja: „Mikil og þung umferð virðist... hafa sömu áhrif á gróður og jarðveg og ónóg framræsla landsins eða skemma bætandi áhrif framræslu á jarðveg og gr óður”. Loks er I ritinu grein eftir Þorvald Arnason um rannsókn á eiginleikum islenska hests- ins. - mhg um og heimsótt aðildarsam- böndin til að kynna sér óskir þeirra um fyrirgreiðslu. Kom hann m.a. hingað til lands fyrir jólin og heimsótti Innflutnings- deild Sambandsins. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Gils Björgvinssonar, aöstoðar- framkvæmdastjóra eru jafnvel horfur á að Innflutningsdeild munieiga talsverö viðskípti við þessa skrifstofu. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir aö það verði aöallega i ýmsum sér- vörum, svo sem vefnaðarvöru, búsáhöldum, leikföngum og gjafavörum. Hinsvegar ekki á matvörusviðinu. — mhg HONG KONG SKRIFSTOFA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.