Þjóðviljinn - 24.02.1980, Page 4

Þjóðviljinn - 24.02.1980, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1980 UOWIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: EiÖur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: GuÖcún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kris\.in Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigrlÖur Kristjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og augiýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Kratar hér og kratar þar • Á dögunum fór fram umræða um skattamál í sjón- varpi, þar voru staddir fyrrverandi og núverandi f jár- málaráðherrar úr f jórum flokkum. Einn þeirra, Sig- hvatur Björgvinsson, hafði nokkra sérstöðu í umræð- unni. Sú sérstaða kom meðal annars fram, þegar hann tók undir algengt hægrimannasöngl um hina miklu skattabyrði á (slandi. Hann fékk þá að heyra nokkuð fróðlegan samanburð á skattheimtu hér og í nálægum ríkjum, á Norðurlöndum, í Bretlandi og víðar. Saman- burðurinn var á þá leið, að skattabyrði er hér allmiklu lægra hlutfall af þjóðartekjum en í samanburðarlöndun- um. Og viðmælendur virtust nokkuð samstíga um það, að þótt það væri kannski ekki æskilegt að fara að foróæmi granna okkar með enn meiri skattheimtu, þá sýndi þessi samanburður meðal annars það, að menn gætu ekki vænst þess, að þegnar landsins slyppu við að greiða við- lika skatta og verið hefur. Ef menn á annað borð vildu haida uppi þeirri félagslegu þjónustu og þeirri sam- neyslu sem kennd er við velferð. • Þetta er ekki nema rétt: hvað sem líður nýfrjáls- hyggjusöngli um að samneyslan hrifsi til sín reiðinnar býsn af tekjum einstaklinga og skattar séu háir þá er það ekki aðeins að skattabyrði sé lægri hér en í grann- löndum, samneyslan er líka tiltölulega minni. Við eigum miklu síður skilið að heita velferðarríki en aðrar Norður- landaþjóðir. • Nú mætti ætla að þessi atriði væru sjálfsagt mál fyrir sósíaldemókratann Sighvat Björgvinsson. Hann væri líklegur til að benda á þá, sem hann vill kalla f lokksbræður meðal frændþjóða, og þá ekki sjst sam- neysluafrek þeirra. En það gerði hann reyndar ekki. Hann vildi endilega halda við þeirri atkvæðaveiðatísku, að Alþýðuflokkurinn væri skattlækkunarflokkur. Og þessvegna vildi hann nefna enn eitt nágrannaríkið til dæmisins, en það er lýðveldið írland. Þar voru skattar miklu lægri en hér sagði Sighvatur og lét sér að röksemd verða. • Undarleg uppákoma að tarna. Irska lýðveldið hefur búið við mjög hægrisinnaðar stjórnir og svo þá hefð að fela kirkjunni mörg félagsleg verkefni á góðgerða- grundvelli. Af leiðingin er sú, að þetta ágæta land er van- þróað í félagslegum efnum. Þessi vanþróun er einn af harmleikjum Ira: hún hefur meðal annars leitttil þess, að landflótti hefur þar verið mikill til skamms tíma: og það var einmitt fólk úr fátækustu héruðunum sem fram á þennan dag hef ur verið að f lýja með leifarnar af lifandi írskri tungu til enskra stórborga til að týnast þar. Þessi félagslega vanþróun er og mikill þröskuldur í vegi fyrir sameiningu irlands: mótmælendur í Norður- írlandi viljaekki ganga áð kjörum þeim sem almenning- ur sætir í lýðveldinu, þeir vilja ekki missa af þeirri fé- lagslegu þjónustu sem breskir sósíaldemókratar hafa þó tryggt þeim. • Þegar fyrrverandi f jármálaráðherra Alþýðuf lokks- ins íslenska ræðir um skattamál, þá leitar hann til f yrirmyndar í einmitt því grannríki sem minnst er mót- aðaf verkalýðshreyfingu og sósíaldemókratískri félags- málastefnu. Hann vill halda áfram með lýðskrum og at- kvæðaveiðar í anda hinna frægu ummæla borgar- stjórnarf ulltrúans sem sagði „Þessi milljarður er betur kominn inni á heimilunum" — þegar rætt var hér í borg um gjaldheimtu til að bæta félagslega þjónustu í borg- inni. Hann vill gefast upp við tilraunir til að láta me.nn. bera skattabyrðar eftir efnum og ástæðum. • Það er ekki að undra þótt ýmsir kratar erlendir sém hingað slæðast hristi höf uðið undrandi þegar þeir sjá og heyra til þeirra sem gera tilkall til að vera skoðanabræð- ur þeirra: ólíkt höfumst við að... -áb # úr aimanakínu Hin siöari ár hefur átt sér stað nokkur umræða hér á landi um frétta mennsku fjölmiðla. Fréttastofur útvarps og sjónvarps hafa sagt sig óhlut- drægar í fréttaflutningi af pólitiskum vettvangi, en hefur ekki, sem von er, tekist að sannfæra fjöldann um það. Þó er það staðreynd að þessum fréttastofum hefur tekist að komast næst hugtakinu óhlut- drægni i fréttaflutningi. Siðdegisblöðin hafa yfirkeyrt hvort annað i sjálfshóli um að þau séu „frjáls og óháð”. Og þessi sömu blöð hafa bent á morgunblöðin og sagt þau bund- in á klafa pólitisku flokkanna og þvi ekkert mark takandi á þeim. Morgunblaðið hefur hamrað á þvi um langt árabil að það sé virtasta og heiðarlegasta frétta- blað landsins. Einnig að það sé opiðöllum að tjá skoðanir sinar. Þjóðviljinn og Timinn hafa látið minnst i þessum efnum, enda haf bæði blöðin lýst sig flokks- íöfum dregisi ÍW ifturúrvarö- löff andi tækni- . nýjungar /<£&&&$* Síödegisblööin Maður hefði ætlað að þessi „frjálsu og óháðu” fréttablöð hefðu nú notað tækifærið sem þeim loks barst upp i hendur til að sanna þessa kenningu sina. En þvi miður, þau féllu bæði á prófinu og það með mjög lága einkunn. Þótt Visir hafi stundum verið að baksa við að sýna óhlut- drægni,þávarþessi atburðursem snerti svo sárt Sjálfstæðisflokk- inn of stór biti að kyngja. Visir Fréttamat blöð, sem berjist fyrir ákveðn- um pólitiskum málstað. Sögulegir atburðir Um það verður ekki deilt, að rikisstjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen er sögulegur viöburöur. Þetta skynjuðu að sjálfsögðu fjölmiölar meðan á stjórnarmynduninni stóð og hög- uðu sér samkvæmt þvi hvað fréttaflutning snertir, en þó er fróölegt að bera saman hvernig þeir báru sig að. Þegar atburðir sem þessi eiga sér stað, þá reynir fyrst fyrir alvöru á það sem kallaö er óhlutdrægni I pólitik hjá fjölmiölum. Þvi má segja að rikisstjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen og eftiimáli hennar hafi verið einskonar próf fyrir þá fjölmiðla sem halda uppi sjálfshóli um eigin óhlutdrægni i pólitiskum fréttaflutningi. Ríkisf jölmiðlarnir Að minu mati stóðu fréttastof- ur útvarps og sjónvarps sig vel meðan á þessari miklu frétta- hrinu stóð. öllum aðilum var gert jafnt undir höfði hvað þaö varöar að ræða viö þá. Tveir fréttamenn þóttu mér bera af i vinnubrögöum og sýna meiri hæfileika en aörir, þeir Guðjón Einarsson hjá sjónvarpinu og Stefán Jón Hafstein hjá útvarp- inu. Spurningar þeirra voru ævinlega hvassar og hittu beint, erf aldrei óheiöarlegar. Aörir fréttamenn sýndu veikleika- merki með þvi aö hlifa pólitlsk- um samherjum, ellegar þá að þeir eru ekki jafn hæfir spyrjendur i svona stórmáli og þeirGuöjón og Stefán. En þegar á heildina er litið skal viðurkennt aö þessar fréttastof- ur stóöu sig vel i málinu. hefur að visu aldrei farið dult með stuðning sinn við Sjálf- stæðisflokkinn i leiðaraskrifum, en nú sprakk fréttadeildin lika. Það fór saman að oftar og ýtar- legar var rætt við Geir Hallgrimsson og hans menn og það efni sett upp á meira áberandi hátt en þegar rætt var við Gunnar Thoroddsen og hans menn. Einnig var tekin afstaða með þögninni um suma atburði sem ekki komu sér vel fyrir flokkinn. Dagblaðið féll einnig, en bara i hina áttina. Strax i byrjun tók blaðið afstööu með Gunnari Thoroddsen og hans mönnum og kom þarna i ljós það sem marg- ir höfðu sagt en blaðið ævinlega þrætt fyrir, að Gunnars og Albertsmenn réðu feröinni á þessu blaði. Þó skal það sagt Dagblaðinu til hróss, að það stóð sig mun betur en Visir hvað óhlutdrægni varðar. Morgunblöðin Það duldist engum að Timinn og Þjóðviljinn höfðu ekkert á móti þvi sem þarna var að gerast, klofningur innan Sjálf- stæðisflokksins. Auövitað er það eðlilegt að yfirlýst flokksblöö fagni slæmu gengi hjá höfuð- keppinaut sfnum. Þó mun sanni nær, að þau hafi b.æði verið óhlutdrægari í fréttaflutningi af þessum atburðum en Visir og Morgunblaðið. Sennilega hefur Morgunblaðið aldrei afhjúpað sig jafn algerlega sem þröng- sýnt og rigbundið flokksblað og þann tima sem stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen stóð yfir og það sem af er siöan. Rúblu-leiðari blaðsins verður sennilega munaður sem hámark ofstækis og blindu meðan blöð koma út á Islandi. Og i fréttaflutningi var þröng- sýnin ekkert betri. Þegar rætt var við Gunnar eða hans menn var allt gert til að koma þumal- skrúfu á þá i hverri spurningu, en þegar rætt var við Geir eða hans menn var aftur á móti reynt að hafa spurningar þannig að svarið mætti verða sem allra hagstæðast fyrir viðmælendur. Leitað var til allra áhrifa- manna innan flokksins sem andstæðir voru Gunnari og rikisstjórnarmyndun hans og viðþárætten engin einasta rödd heyrðist frá þeim Sjálfstæðis- flokksmönnum sem studdu Gunnar. Þegar fréttir bárust frá Sjálfstæðisfélögum utan af landi voru þær fréttir settar i litla eindálka og faldar inni i blaðinu eins vel og kostur var á. Skoðanakönnunin sem aldrei fór fram Það sem hér hefur verið talið upp væri nóg eitt og sér til að sýna fram á þröngsýni og flokkshollustu Morgunblaðsins. Þó sýndi blaðið nú i vikunni sem leið að lengra var hægt að ganga. Dagblaðið framkvæmdi könnun á vinsældum þeirra Gunnars og Geirs meðal almennings og meðal Sjálf- stæöisflokksmanna. Otkoman var ömurleg fyrir Geir Hallgrimsson, svo ömurleg aö vart munu dæmi annars eins á pólitiskum vettvangi. Að sjálf- sögðu greindu allir fjölmiðlar frá þessari niðurstöðu — nema Morgunblaðiö. Þegar þetta er ritaö á fimmtudegi, könnunin var birt á mánudaginn sl„ hefur ekki eitt einasta orð komið um þessa skoðanakönnun i Morgun- blaðiö. önnur mið I stað þess að greina frá þessari merkilegu könnun, en Morgunblaðið hefur ævinlega greint frá niðurstöðum skoðanakannana siðdegis- blaðanna nema að þessu sinni, þá birtir blaðið æsifréttir og leiðara um klofning innan Alþýöubandalagsins vegna þess að 3 menn sem sæti áttu i flokks- ráði þess siðast náðu ekki kjöri aö þessu sinni, heldur eru þar varamenn. Vissulega er þetta fréttnæmt og vissulega var ástæöa fyrir Morgunblaöið aö segja frá þessu, en daglegar fréttir af sama málinu óbreyttu i heila viku eru aö sjálfsögðu hlægilegar og ekki sist i ljósi þess að hjá Morgunblaðinu fór engin vilsældakönnun milli Gunnars og Geirs fram. Menn geta hér eftir hætt að hlæja að þvi, þótt strúturinn stingi hausnum niður i sandinn þegar vanda>ber að höndum. — S.dór Sigurdór Sigurdórsson skrifar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.