Þjóðviljinn - 24.02.1980, Qupperneq 7
Sunnudagur 24. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
#mér
datt það
í hug
Þaö er spaugilegt aö jafnvel
þegar stríö geisar eöa bylting á
sér staö fyrir utan gluggann,
sitja hinir greindustu menn og
skrifa bréf til kunningja sinna
og segja „aö fjandakorniö, þaö
gerist aldrei neitt”. Um langt
skeiö hafa þeir ágætu menn sem
Guömundur Jaki nefnir
„menntamenn” i niörandi
merkingu, af þvi þeir hafa ekki
komiö sér upp trúveröugu siggi i
lófana i gamla daga eins og
Guömundur, gengiö um meö
sorgarsvipog sagt: „Þaö gerist
aldrei neitt”.
En nú er eitthvaö fariö aö
gerast. Ekki aö Sovétmenn
ösluöu inn I Afganistan. Nei,
þjóöin hefur eignast gúrú,
manninn sem braust úr flokks-
viöjunum, skaut flokkseigenda-
félaginu ref fyrir rass og mynd-
aöi einhverja heittelskuöustu
rikisstjórn allra tima. Allskonar
fólk meö allskonar skoöanir
sameinast i þvi aö henda sér á
hnén fyrir framan sjónvarpiö
meö tilbeiöslustunum þegar
gúrúinn birtist á skerminum,
annaöhvort til aö skaprauna
andstæöingi sinum hinum litt
elskaöa formanni, eöa bara til
aö senda eitt búddhabros til
landsmanna áöur en þeir skriöa
i bæliö á kvöldin. Er Thor-
oddsen-tilbeiöslan öll meö
trúarbragöasniöi.
Og ekki nóg meö aö æjatolla
Thoroddsen hafi tekist aö seiöa
til sin lærisveina úr óllklegustu
skotum þinghússins og fá þá
alla til aö sameinast um eitt
ljómandi snoturt fjórtán siöna
guöspjall, þar sem áhersla er
lögö á fagurt menningarlif,
heldur hafa bylgjur þess ljóss
sem streymir frá gúrúnum
gjörsamlega kollvarpaö hefö-
bundnum aöferöum skamm-
degissálsýkislækninganna. Þarf
nú aö leita alla leiö til Lúxem-
burg til aö finna mann sem fariö
hefur þannig á mis viö ljós-
bylgjur doktorsins aö hann lifir
ennþá I myrkri ekta komma-
hræöslu. Enginn trúir á rausiö i
Styrmi Gunnarssyni og öörum
blekvinnumönnum á Arvakurs-
planinu, þeir eru bara afbrýöi-
samir út i gúrúinn fyrir hönd
hins litt elskaöa formanns.
En til allrar hamingju upp á
r
Olafur Haukur Símonarson skrifar
í ljósi gúrúsins
fjölbreytnina og þjóöháttalegt
heimildargildi hefur Dagblaö-
inu, þvi frjálsa og óháöa, tekist
aö hafa upp á Þóröi Halldórs-
syni i Lúxemburg, sem ennþá
viröist geta magnaö sig upp I
þaö aö sjá skrattann holdtekinn
I Asu Sólveigu rithöfundi. Er
þaö vel af sér vikiö bæöi af Dag-
blaöinu og Þóröi Halldórssyni.
Þaö vantar aö visu eilitiö upp á
sannfæringarkraftinn hjá Þóröi,
en tilraunin er viröingarverö á
timum hinna öru umskipta.
Þóröi finnst Asa Sólveig skrifa
vont mál og dönskuskotiö og
ekki eiga skiliö aö fá miljón
krónur af fé sem rithöfundar
eiga, en útvarpiö geymir fyrir
þá af óskiljanlegum ástæöum.
Vont mál og dönskuskotiö? Þaö
skyldi þó aldrei helgast af þvi aö
aö ergja sig á fyrirbæri á borö
viö Þórö Halldórsson, ekki
þegar allt sem gengur og
skriöur i listum og menningar-
málum hér á landi sameinast
um „mjög vel heppnaöa ráö-
stefnu” um manninn og listina.
Þaö er kannski ljósiö frá nýja
gúrúnum sem þjappaö hefur
mönnum saman um einskonar
„sögulega málamiölun” i
listum og menningarmálum.
Ritstjóri Þjóöviljans tiundaöi I
leiöara niöurstööur ráöstefn-
unnar: meira fé til lista, betri
nýting fjárins, snuröulausara
samband milli þeirra sem
skapa list og þeirra sem eiga aö
njóta listar.
Nú held ég aö menn geti veriö
hjartanlega sammála um þaö
aö engin ástæöa er til aö vera
þjóöin öll talar mál sem Þóröi
Halldórssyni geöjast ekki aö,
allavega býr hann I Lúxem-
burg? Nei, viö skulum heldur
halda okkur viö þá skýringu aö
þjóöin talar einfaldlega mál
sem hefur oröiö fyrir varan-
legum áhrifum af dönsku ekki
siöur en ensku. Og um milj-
ónina, sem Þóröur aö visu tekur
fram aö séu ómerkilegir smá-
aurar, er þaö aö segja, aö hún er
ekki nema brot af þvi sem rikiö
haföi I beinar tekjur af bókum
Ásu Sólveigar á siöasta ári; er
þar átt viö tolltekjur og skatt-
tekjur. Viö skulum ekki minnast
á þá miklu notkun á bókum,
einkum I almenningsbóka-
söfnum, sem afskaplega litiö er
greitt fyrir.
Auövitaö er engin ástæöa til
ósammála um þaö sem menn
eru sammála um. Þaö er skyn-
samlegt aö sameinast um þaö
sem menn eiga sameiginlegt. A
hinn bóginn er kannski óvarlegt
aö vera svo ákafur um aö vera
sammála, aö þaö geymist sem
maöur er ekki sammála um. Aö
menn séu ósammála þarf ekki
að merkja aö þeir geti ekki
ræöst viö.
Alveg á sama hátt og stétta-
baráttunni er auövitaö ekki
lokiö þrátt fyrir tilkomu gúrús-
ins, þá er lika til eitthvaö sem
viö getum nefnt menningarbar-
áttu. Sú menningarbarátta er
ekki slagur sameinaöra lista —
og menningarmanna viö rikiö,
sem vissulega arörænir lista-
menn, heldur barátta um
tjáningarmáta, viöurkenningu á
lifsháttum, barátta um vett-
vang fyrir skoöanir, yfirráö yfir
fjölmiölum; barátta um að fá aö
nota sitt eölilega tungutak og
skrifa eins og manni er tamast
án þess aö eiga á hættu að vera
rassskelltur opinberlega.
Þaö er alveg ótrúlegt hvaö
menn hafa velt þvi mikið fyrir
sér hvaö menning sé. Sumir
segja aö menning sé vaninn,
lifshættir manna sem búi saman
viö ákveöin ytri skilyrði: menn-
ing sé allt sem snertir mannleg
samskipti. Þetta gætum viö allt
skrifaö undir og veriö jafnnærri.
Aörir segja aö menningin sé
menning hinnar rikjandi
stéttar; hin borgaralega menn-
ing hafi þann kost / eöa löst aö
fela eöa má burt úr huganum
stóra parta tilverunnar, nefni-
lega þaö allt sem hinir raun-
verulegu stýrendur menningar-
innar (rikjandi stétt) hafi ekki
notfyrir eöa vilji horfa framhjá.
Nokkrir halda þvi fram, aö
þaö sé menningin hvernig menn
vinna, hver vinnuskilyröin séu,
hvernig þjóöin boröi, elskist,
hlæi, finni til, leiki sér, tali og
syngi — þetta sé kjarni
menningarinnar; þaö sé meö
athugun á þesum þáttum aö
hægt sé aö skilgreina menn-
ingarstig þjóöar eöa stéttar, en
ekki meö þvi aö einblina á
listina, og þá helst toppa listar-
innar, en þetta sé einkenni á
borgaralegri menningarrýni.
I framhaldi af þessum laus-
legu þönkum mætti spyrja:
1) Er þaö hlutverk verkalýös-
hreyfingarinnar aö stuöla aö
sköpun nýrrar, sjálfstæörar
menningar/listar, sem skæri
sig úr hinni borgaralegu
menningu? Ætti slik alþýöu-
menning, ef hún er til eöa
yröi til, heima innan hefö-
bundinna menningarstofn-
ana?
2) Er sjálfstæö alþýöumenning
möguleg innan ramma þess
þjóöfélags sem viö búum
viö?
3) Er til sllk alþýöumenning, og
ef hún er til, i hverju sker hún
sig úr menningu borgara-
skapsins?
4) Er tií eitthvað sem nefnst
gæti sóslalisk menningar-
pólitik? Er mögulegt aö
skapa sósialíska menningar-
pólitik?
Nú hafa margir látiö I þaö
skina aö stéttabaráttan væri
fyrir bi, jafnvel ýmsir ágætir
Alþýöubandalagsmenn hafa þá
skoöun, þótt þeir eigi erfitt meö
aö kveöa uppúr um hana. Þessir
aöilar álita aö alþýöa manna
hafi þaö svo ljómandi gott I dag,
aö megin markmiöum sé náö,
núverandi staöa bjóöi upp á
traust fundarborö meö nægu
gosi þar sem hægt sé að setjast
niöur meö atvinnurekendum og
leysa dægurvandamálin I alit-
umvefjandi ljósi gúrúsins.
Þá kunna einhverjir aö
spyrja: hver vann? Eöa var
aldrei tekist á um neitt.
Ef viö göngum framhjá þvi aö
spyrja hvort alþýöa manna njóti
einhvers af málverkasýningum,
ballett, tónleikum sinfónlunnar,
en spyrjum hinsvegar úti vinnu-
skilyrði, vinnuálag og réttinn til
aö ráöa sinum vinnustaö aö ein-
hverju eöa öllu leyti; ef viö
spyrjum hvernig eldar þjóöin
mat, elskar, brosir, leikur sér,
fer með áfengi, þá erum viö aö
stiga fyrsta hænufetiö I þá átt aö
móta sósialíska menningarpóli-
tlk.
1 sllkri pólitlk mundum viö
ekki gleyma kröfu um vinnu-
staöi án vinnuþrælkunar, vinnu-
staöi án mengunar og heilsu-
spillandi starfa. Viö mundum
gera kröfu um betri afþreyingu
(betra útvarp og sjónvarp, betri
kvikmyndir I bióin, menningar-
legri öldurhús, skynsamlegri
rekstur félagsheimila). Viö
mundum leitast viö aö grafa
fram þá fjársjóöi sem viö eigum
(baráttusöngva, samveru-
heföir). Viö mundum leggja
metnaö okkar I aö styöja lista-
og menningarstarfsemi sem
heföi þaö aö leiðarljósi að þrátt
fyrir allan faröa neyslu-
þjóöfélagsins hefur móthverfan
kaupandi vinnuafls / seljandi
vinnuafls ekki veriö afnumin.
Viö mundum ganga útfrá þeirri
staöreynd aö þaö aö aö draga
mörk milli einkalífs / opinbers
lifs, listar / annarrar tjáningar
stuölar aö tviskinnungi sem er
kapitalismans innsta eöli.
NUTIMA SJORAN:
Fyrst seldu
þeir olíuna
siðan sökktu þeir skipinu
Fyrst sigidu þeir risatankskipinu ,/Salem" (214 þúsund
tonn) til Suður Afríku og seldu olíu á laun að andvirði 24
miljarða króna. Síðan fylltu þeir tankana af sjó, sigldu á
haf út og sökktu skipinu. Síðar útskýrðu skipsverjar að
undarlegar sprengingar hefðu sökkt skipinu ásamt olíu-
farminum.
Þannig var eitt djarfasta og
stærsta rán I heimi framkvæmt
fyrir nokkrum vikum. Og senni-
lega heföu eigendur skipsins
komist upp meö glæpinn ef einn
skipsverja heföi ekki kjaftaö frá.
Otskýring hans á hvernig oliu-
ævintýriö var framiö vakti
mikinn úlfaþyt, ekki sist vegna
þess aö hún var sett fram undir
eiöi I viöurvist lögfræöinga.
„Salem” var tryggt fyrir 9.6
miljaröa króna og 25% þess fjár
þurfa skandinavisk tryggingar-
félög aö greiöa ef glæpurinn
veröur ekki sannaöur á skipa-
félagiö.
Allir björguðust.
Þann 17. janúar sökk „Salem”
(eöa var sökkt), sem sigldi undir
Llberiu-flaggi. Afdrif skiþsins
vöktu mikla undrun i siglinga-
félögum og hjá öðrum er fást viö
siglingar. Mörgum fannst sem
hér lægi fiskur undir steini. Og
rannsóknirnar á hvarfi skipsins
hófust.
Skipstjóri og vélstjóri
„Salems” sögöu þá sögu, aö
skipið heföi verið á leiö noröur
meö vesturströnd Afriku, þegar
miklar og tiöar sprengingar heföu
oröiö I skipinu. Skemmdir uröu
þaö miklar aö skipverjar uröu
aö flýja I björgunarbátana, og
risatankskipiö sökk.
Allir skipverjar 24 að tölu,
komust lifs af. Ahöfnin saman-
stóö af Grikkjum og Túnisbúum,
og var þeim bjargaö af breska
skipinu „British trident”, sem
sigldi meö þá til Dakar I Senegal.
Samkvæmt opinberri áætlun var
„Salem” á leiö frá Kuwait til
Italfu þegar þaö hvarf I djúpiö.
Farmur þess var hráolia. Og aö
sjálfsögöu var olían um borö
þegar skipið sökk, sögöu skip-
verjar.
Uppljóstrun.
En nú hefur sem sagt einn skip-
verjanna leyst frá skjóöunni og
komiö meö aörar útskýringar á
hvarfi skipsins.
— Viö komum viö i Suöur-
Afriku, segir skipverjinn. Þar
lestuöum viö ollu og seldum á
laun fyrir 60 miljónir dollara.
Slðan voru tankar skipsins fylltir
af sjóvatni, svo aö skipiö virtist
fullfermt.
Siöan héldu sjómennirnir
áfram fyrir Góörarvonarhöföa
og áfram noröur meö strönd
Vestur-Afriku, þangaö til rétta
staönum var náö þar sem sökkva
skyldi skipinu,
Annar skipverjá hefur einnig
gerst lausmáll:
— Ahöfninni var borgaö riflega
i fransk-svissneskum frönkum til
aö halda kjafti.
Þessi ummæli uröu til þess aö
rannsóknirnar varöandi hvarf
„Salems” hafa enn aukist. Nú er
Ieitaö aö olíubrák I sjónum á þeim
stað sem skipiö sökk. Og margar
spurningar vakna: Hvers konar
olia var um borö? Var þaö hráolia
Hér, undan ströndum Senegal,
hvarf „Salem” I djúpiö.
eöa gasolia eöa einhver oliu-
blanda? Engum viröist bera
saman um þessi atriði.
Byggt í Svíþjóð.
T/T „Salem” var I eigu Oxford
Shipping Co. Ltd. i Monrovia i
Liberiu. Skipafélagið var nýleg'a
búiö aö kaupa skipiö af Pimmer-
ton Shipping Ltd. Upphaflega var
skipið byggt viö Kockums —
skipasmlöastöövarnar I Sviþjóö.
áriö 1969. Skipiö hefur áöur heitiö
„South Sun” og Sea Sovereign”
áöur en þaö var nefnt „Salem”.
A hinni siðustu fer sinni var
skipiö I leigu Italsks oliufygir-
tækis, og var áætlunin sú, aö skip-
iö flytti 193 þúsund lestir oliu til
Itallu.
Máliö er enn I rannsókn og
hefur enn ekki veriö kveöinn upp
dómur um, hvort risatankskipinu
var sökkt eöa ekki, og þvi ekki
opinberlega skoriö úr um hvort
mesta rán sögunnar hafi átt sér
staö.