Þjóðviljinn - 24.02.1980, Side 8

Þjóðviljinn - 24.02.1980, Side 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1980 Allt fram streymir eða: lofum kreppuna! „A meðan af nógum myndum er að taka, sem safnráð lffsins hefur hengt á veggi þfna, hefur þú ekkert aö óttast, ekki fyrr en allt er tómt og þú þarft sjálf að fylla sali þina af myndum. Þá hefst hin sanna sköpun”. Guöbergur Bergsson. Það er talað mikið um mann- inn og listina þessa dagana og það er þarft og ágætt. En stund- um freistast maður til að risa upp á afturfæturna og gelta að alvörunni. Til er rússnesk frá- sögn um stöðu lista i sam- felaginu. Hún byrjar á þessa leið: Fyrst kemur maður og spilar á flygil. Svo kemur annar maður og jafnhattar flygilinn. Ævintýrið um fluguna Guðbergur Bergsson skrifaði I fyrra stórkostlegt ævintýri sem hann kallaði ,,Saga af manni sem fékk flugu i höfuðiö”. Þar segir frá skáldi sem fékk flugu i höfuðið og þar meö stórfengleg- an innblástur, andlega upp- sprettulind. Svo kom sólskrikja og gleypti fluguna og leysti hana af hólmi meö þvi að tista fyrir skáldið ómfagra söngva i ótal bækur. Svo kom köttur og gleypti sólskrlkjuna og leiddi skáldið inn I mörg skúmaskot ljót þar sem efniviö er aö fá I miklar sölubækur. Svo kom hundur og gleypti köttinn. Og Imyndað ljón gleypti hundinn... Þetta litla ævintýri rúmar furðu margt. Þarna er ærslast af mikilli hugkvæmni með mál- iö og hugmyndatengslin. Þarna er allt lif bókmenntanna hrist og skekið með fyndni og gáfulegri meinfýsni: Samband skálds og þjóðar. Draumar rithöfunda um eilifðina. Gagnrýnendur og málfar þeirra („Flugan skýrir sig sjálf. Hún er sem lokaöur heimur en um leið opin og sjálf- stæð heild”!). Skáldarfgurinn. Söfnun aðfanga. Adrepan og ljóðrænan og guð má vita hvað. Stöðnun og kreppa Þetta er allt stórskemmtilegt. En er hægt aö draga þaö saman I rökrétta ályktun, hvaö höfund- urinn vildi sagt hafa? Ég efast um það borgi sig að reyna þaö. Maður gæti gert sig ögn hátið- legan I framan og sagt aö hér endurspeglist athuganir Guð- bergs Bergssonar á „stöðu bók- mennta i samfélaginu”. Oft hefði meiru veriö logiö. En sjálf aðferö höfundarins hrindir öll- um slikum formúlum frá sér meö glotti á vör. Guöbergur var skemmtileg- astur þeirra sem héldu erindi um Mann og list á Kjarvalsstöð- um. Hann var með margar feit- ar flugur I kollinum. Mér leist sérstaklega vel á eina þeirra, sem suöaöi svofellt lof um kreppuna og þar með menn- ingarkreppuna, sem viö erum stödd i: „Viö eölilegar aðstæöur er alltaf annaðhvort kreppa eða dulin kreppa innan menningar- innar. Aðeins á timum stöönun- ar er engin kreppa”. Svo má oss fljóta af hundasúr- um hunang... Rýrnun ritlistar ólafur Jónsson hafði á sama vettvangi áhyggjur af „Rýrnun ritlistar”. I inngangi aö þvi spjalli sem hann i reynd flutti á Kjarvalsstöðum (og ég heyri þvl miöur ekki) minnti hann á það „mikla samband höfunda og lesenda, bókmennta og þjóð- arinnar” sem áöur var en mun hafa fariö halloka fyrir nýjum samfélagsháttum og þar með menningarlegri stéttarskipt- ingu. Hann minnist lika á þverr- andi áhrif bókmenntanna sjálfra. I þvi samhengi tekur hann dæmi af endurminningum Tryggva Emilssonar og segir: „öreiginn úr Sveitinni verður öreigi á mölinni. En i þeirri baráttu sem I hönd fer sækir Tryggvi afl og styrk til „Hnignun og fall allra andlegra stórvelda”. Um þaö mætti skrifa langt mál. Auðvitað er nærtækt að benda á það, aö athygli manna dreifist I æ fleiri áttir. Þar kem- ur inn i taflið vitundariðnaður- inn sem fyrir var nefndur, fjöl- miðlavæðingin. Gauragangur- inn er alltof mikill. Sjálft magn áhrifanna sem menn eru bomb- arderaöir með er svo mikið, að það gefst ekki næöi til að byggja upp hrygglengju i nýjan lifs- skilning. Allt er óuppgjört. bókmennta, skáldskaparins, þjóðskálda fyrri aldar, Þor- steins Erlingssonar, Stephans G.,Einars Benediktssonar og til hinna nýju, róttæku, raunsæju bókmennta samtimans, Þór- bergs og Halldórs og Jóhannes- ar úr Kötlum. Aðrir lesendur mundu kannski nefna aðra höfunda. En það held ég veröi ekki dregiö I efa, svo margir vitnisburðir sem eru auöfundnir, hvert gildi bókmenntir, rithöfundar, skáld- rithafa á þessum tlma haft fyrir lesendur sina, sjálfsvitund og sjálfskilning þeirra — bækur eins og Svartar fjaörir, Bréf til Láru, Fagra veröld, Sjálfstætt fólk. Hvaða bækur og höfundar eftir strið hafa skipt öðru eins máli fyrir lesendur sem nú eru á miðjum aldri og þaðan af yngri?” Alveg ágæt spurning. Reyndar mega menn sem fara, eins og undirritaður, aö lesa eftirstriö, muna tima mik- illa bóka, mikilla meistara — en bækurnar voru þær sömu og höfundarnir voru þeir sömu sem Ólafur nefndi, ekki þeir sem siðar komu fram. Skáldiö, rithöfundurinn, sem leiðtogi og lærifaðir, hefur farið halloka, satt er það. Á hverfanda hveli Og viö skulum athuga það, að það er sama I hvaða átt við horf- um. Straumar renna yfir okkur, hreyfingar fara um okkur meö þeim hraða,aö von þeirra hefur ekki krækt I okkur fingri fyrr en vonbrigðin, timburmennirnir, slita hana af okkur aftur með þjösnaskap. Ljóðabyltingin átti að leysa okkur úr fjötrum margra alda hefðar rims og skáldamáls. Hún skapaði fagnandi nýtt ljóö sem þurfti ekki nema fáein ár til að eignast sinar eigin klisjur. Afstraktmál- verkiö var ekki smærra stökk inn I frelsið, enda þótti það miklum tiðindum sæta. En ekki voru afstraktmeistarar búnir aö starfa nema I svosem tuttugu ár, þegar ungir menn komu með þá ósvifni sem kynslóðinni fylg- ir óg kölluðu þá akademikusa, gott ef ekki háborgaralega stássstofulistamenn. Sérþekk- ingin sem hugsjón þess sem vill eiga sér athvarf I nútimanum sýndi fljótt á sér bakhliðina: kannast menn ekki við fagid- jóti?Fræðslubyltingin mikla: — allir I skóla! — er búin að kalla fram nýtt heróp: niður meö skólaleiðann, afskólum þjóð- félagið! Hver hugsjónabylgjan ris af annarri og eignast hreyf- ingar, sem með nokkrum hætti ummyndast i sina andhverfu. Vonarsól verkalýöshreyfingar- innar sest I mollulegum kontór kjaraskriffinnskunnar. Bylting- ar I Rússlandi og Klna risu I rauöglóandi öreigafrelsun og hurfu á bak við nýjan forrétt- indaplramiða eða tæknikrata- múr. Sjálfstæðishugsjón smá- þjóðar umhverfist I undarlega blöndu af gorgeir og vanmeta- kennd. Meira að segja umhverf- isverndarhugsjónin, hreyfing sem er enn að rlsa, sýnir viss hnignunarmerki nú þegar, ma. I togstreitu á milli sérstrúar- hneigða og sniðugrar kaup- mennsku og auglýsingabrellna sem á þessari hreyfingu nærast. Allt er þetta óhagstætt þeim möguleika, að fólk á mótunar- skeiöi eignist sér traust og hald I rithöfundi, I nýrri bók — svo að haldiö sé áfram með fyrri dæmi. Sumir eru svo ruglaðir, aö þeir raka á sig skalla og söngla Hare Krishna tvö þúsund sinnum I rykk. Svartagallsraus? Þetta fer nú að líkjast svarta- gallsrausi einum um of: illt er þaö allt og bölvað, skltt veri með það og svei því. Það var samt ekki ætlunin, þrátt fyrir allt. Hvað sagði ekki meistari Guðbergur: kreppa er lífsmark. Allt fram streymir. Jafnvel þótt öllum vonum fylgi vonbrigði og allar hreyfingar séu hlaðnar leiðindum og háska, þá göngum við sem betur fer ekki I hring. Við komum ekki að sama punkti aftur. Við erum ekki stödd á sama stað og áður eftir aö merkileg bylgja hefurskollið yf- ir. Heimurinn er að nokkru leyti annar og býður upp á ný ferða- lög. Hvur fjandinn, gæti maður hugsað. Og ég sem ætlaði að eiga náðuga daga. Hver var að segja aö hin sanna sköpun væri enn ekki haf- in, hvaða dári var það? Arni Bergmann Um gríska menningarsögu Hnignun stórvelda Er það ekki allt andskotans skemmtanaiönaöinum að kenna? gætu menn spurt. Að vlsu er hann mikill þáttur I þessu máli. En fleira væri gott að hafa I huga en fjanda þann. Við gætum til dæmis spurt: kom nokkuö I staöinn fyrir rit- höfundinn? Pólitlskir foringjar? Trúarleiðtogar? Eða þá popp- stjörnur? Eiginlega ekki. Þegar viö unglingsskjátukvikindin trúöum á Halldór og Þórberg trúðum við I sama mæli á póli- tiska oddvita. Ef viö förum I hinn endann: hliöstæður við poppstjörnur hafa alltaf verið til. Og ekkert er til núna sem hafi eins sterk If.ök I ungu fólki og stjörnukerfi Hollywood á sín- um tlma. Við höfum lifað fyrst og síöast tfma sem kalla má Jacob Burckhardt: Griechische Kulturgeschichte I-IV. Deutscher Taschenbuch Verlag 1977. Jakob Burckhardt er meðal þeirra sem kunnastir hafa oröiö af listasögu, sagnfræðingum, einkum með riti slnu „Die Kultur der Renaisance in Italien”, sem kom út 1860. Burckhardt ritaöi einnig um tima Konstantlnusar mikla og um sagnfræðileg viðhorf sln, sem birtist 1905. Grlska menningarsagan kom út á árun- um 1898—1902. Hún hlaut heldur kuldalegar móttökur sagn- fræðinga, þvl bókin var ekki skrifuö eftir þeirri formúlu, sem þá bar hæst varöandi sagnfræði; þetta er bók rituð af mikilli þekk- ingu á viöfangsefninu en ekki sérfræöiþekkingu og einn fremsti fræðimaöur um grlska menningu um aldamótin slðustu, Ulrich von Wilamowitz-Möllendorff skrifaði ritdóm um verkið, sem varö til þess að það þótti vart nýtanlegt meðal sagnfræðinga þá. Hálfri öld sfðar hlaut verkið þann dóm „aö vera endurmetið listaverk, sem héldi fullu gildi slnu og að fimmtiu ára rannsókn- ir fornleifafræöinga á söguslóðum Hellena rýrðu á engan hátt gildi þess”. Ritið hafði þá veröi þýtt á helstu höfuðtungur og var alls staðar tekiö sem ágætri útlistun á heimi Hellena. „Listaverk geta beðiö” og „bækur eiga sér örlög”, sannast greinilega á verki Burckhardts. Werner Kaegi skrifar inngang aö þessari útgáfu, en hún er óbreytt endurútgáfa útgáfu Schwabe & Co I Basel 1956—1957. Lévi-Strauss og Karl R. Popper hafa báðir komist aö þeirri niður- stööu, að öll sagnfræði sé i raun- inni einungis tjáning og saga þeirra tima, sem höfundurinn lif- ir. Rök þeirra fyrir niðurstöðunni eru reist á svo til andstæðum forsendum, en koma niður I sama stað. Sé þessi kenning rétt, skýrir það örlög grlskrar menningar- sögu Burckhardts. Hann var um söguskoöun andsnúinn sögu- skoðunum slns tima og hafði enga trú á þeirri einfeldingslegu trú á stööugar framfarir sem var eitt einkenni borgaralegs kapitalisma aldarinnar. Burckhardt var nær nútíma mati um margt, sem snertir sögu Hellena og menn- ingu, þessvegna er meiri hljóm- grunnur fyrir mat og skoðanir Burckhardts á grlsku menningar- sögunni nú heldur en um siðustu aldamót. Höfundurinn lifði 19. öldina, fæddur 1818 og dó 1897. Þessi bók hans kom út að honum látnum. Skoðanir hans um sagn- fræði og heimssögu birtast skýrast i Weltgeschichtliche Betrachtungen, sem kom út 1905 og þar aðskilur hann sig ráöandi sagnfræðikenningum, sem voru að ýmsu leyti mjög bundar rikjandi tíöaranda hins framfara- sinnaöa borgarasamfélags, sem var á vissu skeiði 19. aldar mjög svo þröngt og lokað sbr. listasög- una fram að impressionistunum. Éurckhardt átti með sér meiri vlddir og dýpri skilning á menn- ingarsögu og menningarþróun Hellena en hin nærsýna fræðimennska aldarinnar. Homo economicus var ekki að skapi hans né þau þrengsli og forpokun sem fylgja því fyrirbrigöi I and- legum efnum og listrænum. Burckhardt leit á valdið, sem það væri alltaf af hinu illa, þ.e. guölaust vald, sem réttlætti sig með svonefndum framförum og stöðugri efnahagsþenslu, það var honum „hybris” eöa oflæti. Þvi hlaut hann að vera svartsýnn á framhaldið. Hann hafði mikil áhrif á Nietzsche varöandi for- dæmingu hans á samtíma móral og andlegri þynnku. Arni Bergmann skrifar * sunnudags pistill

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.