Þjóðviljinn - 02.03.1980, Side 11

Þjóðviljinn - 02.03.1980, Side 11
Sunnudagur 2. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 BÓKMENNTA- OG TÓNLISTARVERÐLAUN NORÐURLANDARAÐS Arli Heimir um Pelle Gudmundsen-Holmgreen: F ramúrstefnumaður sem byggir á endurrekningu og einfaldleika — Pelle Gudmundsen Holmgreen er fæddur 1932 og lagði stund á tónlistar- fræði og tónlistarsögu við Konunglega Tónlistarskól- ann í Kaupmannahöfn. Hann er nú kennari 1 tón- smið við Tónlistarskólann í Árhúsum, segir Atli Heim- ir Sveinsson um hinn danska kollega sinn, sem hotið hefur Tónlistarverð- laun Norðurlanda í ár. — t lok sjötta áratugsins fór Pelle aö gera tilraunir meB seriu- tónlist, hann var undir sterkum áhrifum að Boulez, Ligeti, Stock- hausen og fleiri góöum mönnum. Fyrstu verk Pelle i þessum dór minna á seriuverk Anton Webers, en þaB má segja aB þessi þróun hans nái hámarki i verkinu Sympony, sem hann gerBi 1965. Pelle Gudmundsen-Holmgreen er áberandi maBur i tónlist. Hann hefur mjög sérstæöan stfl, sem eiginlega er ekki hægt aö flokka undir neitt. En hann vill hafa sér- stööu og er mikill framúrstefnu- maöur.Hann er gifurlega afkasta- mikill, er einn á báti og notar sér- stakar hljóöfærasamsetningar. Og hann semur allt mögulegt. — Hvaö má segja nánar um stii hans? — Stillinn er einfaldur, og hefur veriö nefndur hinn nýi einfald- leiki. Pelle byggir tónlist slna mikiö á sifelldum endurtekning- um. Ég naut þeirrar sæmdar aö vera þátttakandi á tónleikum i Basel 1970, en þar vöktu tvö verk mikla skömm og hneisu. Annaö var eftir mig, og hitt eftir Pelle. Pelle Gudmundsen-Holmgreen Verkiö hans hét Tricolor IV og byggir á siendurteknum þremur hljómum fyrir heljarstóra symfóniuhljómsveit. — Hvernig var þitt verk? — Ég var meB verk fyrir trommara, slagverk og tónband. 1 verkinu koma fyrir alis konar hljóB; þetta var músikteater. Þaö endaöi á þvi aö slagverksleikar- inn örmagnaöist og var borinn út. Þetta vakti mikla hneykslun, enda var þetta tónlistarform al- veg aö byrja. Pelle Gudmundsen-Holmgreen hefur alltaf veriö manna fyrstur á Noröurlöndum aö leita nýrra miöa. Hugsun hans mótast mjög af Samuel Beckett, hann notar tjáningarmáta sem felst I hugsun þessa leikritahöfundar. Likt og leikhúsgestir blöa eftir Godot, blöa áheyrendur Pelies eftir ein- hverju sem kannski aldrei kem- ur. Reyndar held ég aö Pelle Gudmundsen-Holmgreen sé af is- lenskum ættum. En faöir hans er alla vega frá Borgundarhólmi. En verk hans eru mjög sérstæö. Yfirleitt þegar maöur sækir stóra tónleika þar sem verk margra höfunda eru flutt man maöur ekki svo gjörla verk allra. En verk Pelle man maöur alltaf. Hann vekur ætíÖ mikla athygli, hann er alltaf sér á báti. Njörður P. Njarðvík um Söru Lidman: Skrifar raunsæissögur og pólitískar frásagnir — Hún er fædd 1923 í litl- um bæ í Vásterbotten, sem nefnist Misentrásk. Hún er dóttir smábónda, lauk stúdentsprófi 1944 og tók kandidatspróf i ensku, frönsku og uppeldisfræð- um 1949, segir Njörður P. Njarðvík um sænsku skáldkonuna Söru Lidman, sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í ár. — Þaö má skipta höfundarferli hennar I fjóra hluta, segir Njörö- ur ennfremur. Sá fyrsti felst i fjórum skáldsögum frá heima- byggö hennar. Þær bækur heita: Tjardalen (1953) Hjortroniandet (1955), Regnspiran (1958) og Bá'ra mistel (1960). Síöan söölar Sara um og veröur fyrir pólitiskri vakningu. Hún feröast m.a. um Afrlku og úr þeirri ferö veröa til tvær bækur. Min son och jagsem út kom 1961 og Med fem diamanter — 1964. Þriöji hluti ferils hennar hefst meö bókinni Samtal i Hanoi (1966), en þá hefur hún yfirgefiö skáldsagnaformiö og fæst viö heimildaskrásetningu, og haföi striöiö i Víetnam djúp áhrif á hana, en hún tók virkan þátt I mótmælum gegn striösrekstri Bandarikjamanna I SA-Asiu. Hún beindi einnig athygli sinni aö verkfalli námuverkamanna I Svappavaara og Kriuna I lok sjö- unda áratugsins og varö útkoman bók hennar Gruva.sem hún vann i samráöi viö ljósmyndara. Sú bók kom út 1968. Þá sendi hún frá sér ritgeröasafn 1969, er nefnist V'ánner och u-vánner. Bókin Marta, Marta kom út 1970 og Faglarna I Nam Dinh — önnur bók hennarum Vietnam — kom út 1972. Fjóröi hluti skáldskaparferils hennar hefst meö þögn I fimm ár, eöa á timabilinu frá 1972-77. Þá kemur út fyrsta bók I sagnabálki, og heitir Din tjánare hör. önnur bókin i bálkinum kom I fyrra og nefnist Vredens barn.Þaö er fyrir þessa bók sem Sara hlaut Noröur- landaverölaunin. Meö þessum tveimur bókum hefur Sara snúiö aftur til skáld- skaparformsins og til sinnar heimabyggöar I óeiginlegri sem eiginlegri merkingu, þvi hún hef- ur flutt búferlum og býr nú I fæö- ingarbæ sinum, Misentr'ásk. — Hvaö langur veröur þessi sagnabálkur hennar? — Upphaflega átti verkiö aö vera þrjár bækur — trllógla — en eftir aö annaö bindiö kom út hefur hún gefiö i skyn aö bálkurinn veröi enn lengri. — Hvert er innihaid þessara tveggja siöustu bóka hennar? — Þær fjalla um, eins og hún hefur sjálf oröaö þaö: ,,Vad det kostade att bygga Norrlands inn- land”. Sögurnar gerast I Lill- vattnets Socken, héraöi sem nær yfir 2 þúsund ferkilómetra svæöi og eru innbúarnir jafnmargir og ferkilómetrarnir. Sagan hefst ár- iö 1978 og lýsir llfi landnema sem byggöu svokallaö mýrlendi I Austurbotnum, ekki langt frá borginni Skellefteá. Sara lýsir nokkrum fjölskyld- um, hversdagsstriti þeirra, fá- tækt og lífsbaráttu. Til aö gera landiö byggilegt þurfti aö þurrka þaö. Grafnir voru óheyrilegir skuröir meö höndunum, og bænd- urnir höföu orö á þvi aö skóflurn- ar yxu beint úr öxlum þeirra. Líf þessa fólks var ótrúleg fátækt, ótrúleg vinnuharka. Aöalsöguhetjurnar eru ungur bóndasonur, Diörik Mártensson, 21 árs og hann fer aö velta þvi fyrir sér hvort Sviþjóö hafi ekkert annaö aö bjóöa sinu fóki en þetta strit. Hann fær þá flugu I höfuöiö að til aö fólkiö geti lifaö mann- sæmandi lifi þurfi þaö járnbraut. Þessar bækur Söru lýsa eiginlega þrennu: Þeim fórnum sem færa þurfti svo Noröur-Sviþjóö yröi byggileg, sögu járnbrautarinnar og ástarsögu Diöriks og önnu- Stava úr nágrannabænum. Hins vegar hefur Sara Lidman, aö tveimur bindum skrifuöum, enn ekki minnst á járnbrautina. Sara Lidman: — Málsvörn fyrir skógarbúa í Vesturbotnum, Svl þjóö og heiminum. — Hvaö hefuröu aö segja um stil og uppbyggingu þessara bóka? — Þær eru klasslskar i bygg- ingu, auölesnar, þaö mætti kannski segja aö þær væru klassisk raunsæisfrásögn. Þaö sem tengir þær viö fyrstu bækur hennar er, aö þær eru skrifaöar aö miklu leyti á mállýsku. Þaö er einnig auöséö aö bækur þessar byggja á gifurlegri heimilda- vinnu. M.a. fylgir aftast oröalisti fyrir Svia, sem ekki skilja mállýskur Noröur-Svia. Margir munu eflaust segja aö þessar bækur séu afturhvarf Söru frá virkri pólitiskri umræöu til sveitar og horfins tima. En sjálf segir hún á bókarkápu aö þessari „innansveitarkróniku”, aö hún haldi uppi málsvörn fyrir skógar- búa i Vesturbotnum, Sviþjóö og heiminum. v A, & J8 Auglýsing frá fjármálaráðu- neytinu um útgáfu skattalaga Fjármálaráðuneytið hefur látið fella sam- an lög nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignar- skatt og lög nr. 7/1980 um breyting á þeim lögum og gefið út i sérhefti. Heftið er til sölu i bókaverslunum Lárusar Blöndal og kostar 1.830 kr. með söluskatti. Fjármálaráðuneytið, 29. febrúar 1980. Sparivelta Samvinnubankans: Lánshlutfall allt á Fyrirhyggja í Qármálum er það sem koma skal. Þátttaka í Spariveltu Samvinnubank- ans er skref í þá átt. Verið með í Spariveltunni ogykkur stendur lán til boða. Láns- hlutfall okkar er allt að 200%. Gerið samanburð. in íxyjr Upplýsingabæklingar liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. SamvinnubankiiMi og útibú um land allt.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.