Þjóðviljinn - 23.03.1980, Page 3
Sunnudagur 23. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Rætt VÍð
Ásdísi
Skúladóttur
leikstjóra
Týnda teskeiðin, leikrit Kjart-
ans Ragnarssonar, gerir heldur
betur viðreist um landið. t gær
var sagt frá leikferð menntskæl-
inga á Akureyri sem sýna þetta
vinsæla leikrit hér i Reykjavik I
kvöld, 23.3.,og norður á Sauðár-
króki sýnir Leikfélag Sauðár-
króks það á sæluviku. Þar er leik-
stjóri Asdis Skúladóttir. Við
hringdum i Asdfsi einn daginn í
vikunni og spurðum frétta.
— Við frumsýndum Týndu te-
skeiðinni með pompi og prakt á
sunnudaginn var, — sagði
hún. — Höfundurinn var við-
staddur, ásamt fleirum frá Leik-
félagi Reykjavlkur, og þetta tókst
mætavel. Siðan hefur leikritið
veriö sýnt daglega og hafa m.a.s.
verði tvær sýningar tvo daga.
— Hvernig hefur þér likað
dvölin og starfið á Sauöárkróki?
— Dvöl min hér hefur verið
einkar ánægjuleg og mér hefur
fundist skemmtilegt að glima við
þetta viöfangsefni. Það er gott að
vinna með góðu fólki. Leikfélag
Sauðárkróks á sér langa sögu að
baki, og hér eru traustir meiðir,
það sést á leikhópnum. Vali leik-
ara var þannig háttað, að allir
sem vildu starfa mættu á fund.
Ég prófaði siðan fólkið, sem
sennilega hefur verið á þriðja tug,
og valdi úr. Þaö var á köflum
þung raun.
Nú, þeir sem ekki léku fengu
allir störf við sýninguna. A ýmsu
hefursvosem gengið við ýmsa að-
drætti, og má þar nefna leit að
ekta hauskúpu, uppstoppuöum
hundi og góðu kjöti á frystibökk-
um! En allt hafðist að lokum.
Allir aðilar sem stóðu að sýn-
ingunni hafa reynt að hafa allt
skipulag sem best. Fram-
kvæmdastjóri LS er Erling Orn
Pétursson og hefur hann haldið
dyggilega um tauma allrar
stjórnunar, ásamt stjórn félags-
ins, en formaöur þess er Helga
Hannesdóttir. LS á tveggja hæða
hús, sem heitir Leikborg, og þar
æföum við fyrstu vikurnar, áður
en við fórum á sviðiö I félags-
heimilinu Bifröst.
— Þú hefur starfaö við at-
vinnuleikhús árum saman.
Hvernig finnst þér að starfa með
áhugamönnum?
— Satt að segja finn ég lltinn
Sviðsmynd úr Týndu teskeiðinni á Sauðárkróki.
Týnda teskeiðin á Sæluviku skagflrðinga:
Hauskúpa, uppstcppaður
hundur
og kjöt
áfrysti-
b&kum
Hafsteinn Hannesson og Jón
Ormar Ormsson (t.h.): Kjötiðn-
aðarmaður? Hver djöfullinn er
það?”
mun á að starfa hér og hjá Leik-
félagi Reykjavíkur. Hér eru sömu
þrengslin á sviði, sama slæma
aöstaöan fyrir allt starfsfólk,
sömu gömlu fjárhagsvandræðin!
En á báðum stööum eru menn
hressir og vila ekki fyrir sér aö
leysa vanda hvunndagsins, reyna
viö erfiöað aðstæður að gera sitt
besta.
— Hvers vegna „Týnda te-
skeiöin?”
— Týnda teskeiöin er kjarn-
mikið verk, og þrátt fyrir yfirborð
gamanleiksins felur það i sér
djúpan sannleik og áminningu til
nútlmans. Bolti siðleysisins veltir
upp á sig. Eitt óhæfuverkiö býður
ööru heim. Fyrir öllu klabbariinu
eru fundin rök, rök sem duga i
veröld þar sem „glymskarattinn”
endalaus, geldur og náttúrulaus er
tekinn við af ihugun og virðingu
fyrir endanlegum gæðum lifsins.
Hér eru gæðin auður og metorð,
og öllu skal fórnað. Tilgangurinn
helgar meöaliö. Einn skriöur upp
eftir baki annars, sama hvort um
er að ræða „lágstéttalýð” eöa
broddborgara. Engum er hlift.
En þrátt fyrir þennan alvarlega
tón er hér fyrst og fremst um aö
ræöa grályndan gamanleik, sem
ekki einungis ber i sér einkenni og
stilbrögð „farsans”, heldur
og tryllisins, og allt yfir i háþróað
„drama”. Fyrst og fremst er þó
um að ræöa dúndrandi gaman-
leik.
— Ertu þú eina aðkomumann-
eskjan i sýningunni?
— Nei, Jón Þórisson er leik-
myndasmiöur, en viö tvö erum
þau einu sem ekki búum hér á
Króknum. Það hefur veriö ómet-
anlegt að hafa Jón hér, fyrir utan
það að leikmyndin er aldeilis frá-
bær! Lillableikur grunnlitur á
öllu svinariinu! Jón Ormar
Ormsson er aðstoðarleikstjóri,
þaulvanur leikhúsmaður og gjör-
þekkir að auki allar aðstæður hér.
Hann leikur lika Balda i sýning-
unni.
— Hvað tekur svo viö að sælu-
vikunni afstaðinni?
— Það er fyrir hugað aö fara i
leikför um Norðurland og e.t.v.
viðar. — ih
Sýning á Sögu:
Hár í
hátísku
„Hár ihátlsku” nefnistkynn-
ingarsýning sem H.C.F. (Haute
Coiffure Francaise) á tslandi
stendur fyrir á Hótel Sögu nk.
þriðjudagskvöld, en þar verður
kynnt vortiskan frá Parls I hár-
greiðslu.
Þetta er i annaö sinn sem HCF
á tslandi stendur fyrir slfkri sýn-
ingu, sú fyrri var sl. haust, og er
nú áætlað að halda sýningar vor
oghaustiframtiöinni til að kynna
fagfólki I hárgreiðslu og viö-
skiptavinum þeirra það nýjasta
hverju sinni.
Sýningin hefst kl. 21, tekur um
tvo tima og verður skemmtiatrið-
um skotiö inn f dagskrána. Vand-
aö verður til hljómlistar og lýs-
ingar og fagmenn frá Blómi og
ávöxtum skreyta salinn.
Osta- og smjörsalan:
Flytur í
Árbæjar-
hverfið
Byggingu hins nýja húss Osta-
og smjörsölunnar sf. að Bitru-
hálsi 2, ernii að verða lokið. Búið
er að taka I notkun allar birgða-
geymslur hdssins og gert er ráð
fyrir aö pökkun hefjist þar um
næstu mánaöamót.
Fyrirhugað er að skrifstofur og
aöalstöðvar fyrirtækisins flytjist
einnig ihina nýju byggingu nú um
mánaðamótin. Viö flutningana
breytist simi Osta- og smjörsöl-
unnar og veröur 8-25-11.
Aðalfundur Osta- og smjörsöl-
unnar hefur verið boðaður föstu-
daginn 18. april og verður haldinn
i nýja húsinu aö Bitruhálsi 2.
-mhg
Ár trésins í
Vesturbænum
t tilefni af ári trésins efna tbúa-
samtök Vesturbæjar til almenns
fundar mánudagskvöldið 24.
mars kl. 20:30 i Iðnó (uppi). Auð-
ur Sveinsdóttir landslagsarkitekt
flytur erindi um trjárækt i görö-
um, sýnir myndir og svarar fyrir
spurnum og starfshópar um um-
hverfi og útivist og umferðarmál
gera grein fyrir verkefnum sin-
um.
AUGLYSINGASTOFA KRISTINAH 8 .12
Tennur þínar byrja að myndast strax
á 5. mánuði í móðurkviði. Þær eru í
stöðugri uppbyggingu fram á
þrítugsaldur.
Grundvöllur góðra tanna byggist á:
• Neyslu kalkríkrar fæðu, en mjólk og
mjólkurafurðir em kalkríkustu
fæðutegundimar sem vöi er á.
• Reglubundnum máltíðum.
• Góðri tannhirðu.
• Regluiegu eftirliti tannlæknis.
Hvemig er ástand þinna tanna?
Brostu framan í spegilmynd
þína og kannaðu málið.
Tennumar lengí lífí!