Þjóðviljinn - 23.03.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1980 ÞIOÐVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis L tgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuÖjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjömsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Lýst eftir fjölskyldupólitík • 1 athyglisverðu erindi Guðfinnu Eydals sálfræðings sem birt var í Þjóðviljanum, þriðjudaginn 11. mars, bendir hún á þann tvískinnung sem f elst í því að skil ja að foreldraábyrgð og opinbera ábyrgð. Hin sterka eignar- réttarhyggja í íslenskri löggjöf kemur ma. fram í því að lagalegur eignarréttur foreldra yfir börnum er svo sterkur að einungis mjög alvarleg vanræksla eða mis- þyrmingar geta valdið því að hið opinbera skipti sér af uppeldi barna. Uppeldi, lífs- og þróunarskilyrði barna eru talin einkamál foreldra og það sjónarmið endur- speglast í því hvaða meðferð málefni barna fá þegar deila á f jármunum ríkisins. • Guðfinna heldur þvi fram að þeir sem farið hafa með hið pólitíska vald haf i reynt að ala á þeirri skoðun að f jölskyldulífið sé friðhelgt, m.a. vegna þess að um leið og goðsögninni um friðhelgi einkalífsins yrði hnekkt myndu gamalgrónar hugmyndir um f jölskylduna einnig vera í hættu þar sem foreldrar gætu farið að gera kröfur um aukna samneyslu og þátttöku hins opinbera í framkvæmdum sem hingaðti! hafa verið álitnar einka- mál fjölskyldunnar. Það myndi aftur á móti kalla á aukna skattbyrði og slíkt samrýmdist hvorki rikjandi hugmyndafræði né þeirri pólitík sem hér hefur verið rekin undanfarana áratugi. • Um sextíu prósent giftra kvenna taka virkan þátt i atvinnulífinu. Á þessa vinnu hef ur þjóðfélagið kallað en um leið er alið á sektarkennd kvenna. Opinberir aðilar hafa að verulegu leyti svikist um að koma til móts við útivinnandi konur með aukinniþjónustu við f jölskyldurn- ar. I stað þess eru svör kvenna við þjóðhagslegri nauðsyn og tilraunir þeirra til að verja rétt sinn til menntunar, vinnu og sjálfstæðs lífernis verðlaunaðar, með því að gera þær meira eða minna ábyrgar fyrir því að ekkert hefur verið gert til þess að laga uppeldisskil- yrði barna að breyttum starfs- og atvinnuháttum. H Húsnæðisbaslið, skortur á dagvistarplássum, fordómafullar skoðanir á móðurhlutverkinu, langur vinnutími — öll þessi atriði sýna að hin opinbera stefna stjórnvalda hef ur verið sú að ýta f lestum foreldrum út í nýjar aðstæður án þess að almannavaldið hafi tekið ábyrgð á því hvaða þorskamöguleika bjóða á börnum meðan foreldrarnir reyna að hafa í sig og á. Þorri íslenskra fjölskyldna byggir afkomu sína á vinnu beggja foreldra. Samt eru uppeldis- og þroskamál barna einkamál heimilanna. • Guðfinna Eydal bendir á þá staðreynd að enginn pólitískur f lokkur hefur haft á stefnuskrá sinni að móta ákveðna f jölskyIdupólítík og að allir pólitískir flokkar á Islandi séu samábyrgir í því að íslenskar f jölskyldur taki inn á sig samfélagsvanda og geri hann að einstaklings- vanda. Þetta hafi það í för með sér að stór hluti barna sé tilfinningalega vanræktur vegna sambandsleysis við streitu- og vinnuþjakaða foreldra vegna þess að sú spenna sem ríkir í þjóðfélaginu þrengi sér inn í f jölskyIduna, íþyngi kröftum hennar og valdi árekstrum á milli f jölskyldumeðlima. Þá verði möguleikar barna til að lifa sig inn í menninguna æ takmarkaðri, samfara erf iðleikum þeirra við að skynja sig sem þýðingarmikil i félagslegu samhengi. • Guðfinna Eydal bendir á ýmsar leiðir út úr þessari kreppu sem allar eru dýrar og erfiðar í framkvæmd. Engu að síður sé það mælikvarði á menningarþjóð og trú hennar á eigin framtíð hvaða þroskamöguleika hún býður komandi kynslóð. Þróun barna og uppeldi foreldra sé aldrei hægt að greina frá heildaraðstæðum foreldra og þær séu nátengdar félagslegri og efnahagslegri uppbyggingu samfélagsins og þeirri pólitik sem rekin sé hverju sinni. Það sé viðurkennt sálfræðilegt lögmál að spenna milli foreldra raski sálarlegu jafnvægi barna og börn sem verði fyrir óæskilegum áhrifum i æsku bíði þess oft aldrei bætur. • Hér er kannski komið að einu stærsta pólitíska vandamáli samtímans, sem hefur verið þagað um á íslandi. Hættan er sú, eins og Guðfinna bendir á, að aðskilnaðurinn milli foreldraábyrgðar og opinberrar ábyrgðar ýti undir þá tilhneigingu að komandi kynslóð einkennist af rótlausum, ráðvilltum einstaklingum sem verða ófærir um að taka virkan þátt í þjóðf líf inu og hafa ekki nægilega heilsteypta persónulega uppbyggingu til aðgeta haftáhrif á eigið líf néannarra. —ekh. Tökum hann Næsta dag voru blaöamatmr og ljósmyndarinn staddir á fundi meö fórnarlambinu. Og þar sem ljósmyndarinn hefur dvaliö langdvölum 1 Sviariki, og talar tungu innfæddra, sem jafnframt er móöurmál fórnar- lambsins otaöi hann sér fram, tók I hönd mannsins þakkabi fyrir siöast og spuröi hvernig hann heföi þaö. „Jo tack bara bra” sagöi hann. Spuröi slöan um mlna lib- an á jafn kurteislegan hátt, og ég var ekki minni maöur en hann og svaraöi lika „Jo tack bara bra”. Bar ég siöan upp erindiö: . hvort hann gæti séö af nokkr- um minútum af hinum dýrmæta tima sinum til aö veita okkur viötal, JU þaö var auöifengiö, einungis ef hann heföi tima til þess. Þaö var nefnilega þannig aö nú 1 hádeginu beiö hans há- degisveröarboö hjá forseta Is- lands, strax þar á eftir yröi fundur hjá sænsku sendinefnd- inni og siöan þingstörf. Baö hann mig þó um aö hafa samband viö sig siödegis og viö myndum þá ákveöa tima. Ég kom i leikhúsiö tvisvar þennan eftirmiödag og leitaöi hans, án árangurs. Greip ég þaö til bragös aö skilja effir skilaboð hjá ritara hans um aö hann skyldi hringja i mig upp á blaö, ritarinn kvaö það sjálfsagt mál. Timinn leiö og ekkert geröist. Hringdi undirrit. þá til ritarans aftur, og var þá sagt aö þvi miö- ur væri hann farinn; hvort ég ekki gæti hringt til Hótel Sögu þar sem hann bjó og reyna aö ná honum þar. Sagt og gert. „Nei þvi miður hann er farinn, get ég tekið skilaboö”. Jú takk, sagöi ég, biöja hann aö hringja til Þjðöviljans. Ekkert gerðist. Siöar um kvöldiö bárust þær fregnir aö hann væri staddur i sænska sendiráöinu. Hringdi ég þangaö en ekkert svar. Var nú mál aö linnti þennan daginn. Næsta dag var ég sendur á fund Noröurlandaráös til aö vera viö- staddur slit þess og endalok. 011 von um að ná þessu titt- nefnda viötali var rokin út i veö- ur og vind, og maður sagöi viö sjálfan sig „maöur tekur hann næst.” En fyrsti maöur sem ég mæti er inn er komiö er fórnar- lambið sjálft Olof Palme. „Varst þú aö reyna aö ná i mig i gær” spuröi hann. „Já”, sagöi ég, og fór dálitið hjá mér. „Þú vildir fá viðtal var þaö ekki?’ ’ sagöi hann, „Jú jú” sagöi ég og leit örvæntingarfullur i kring um mig I leit aö ritstjór- anum; var hann ekki hérna, einmitt núna þegar mest á reið? Sá ég útundan mér vin minn ó- breytta blaöamanninn? Skyldi einhverrar hjálpar vera þar að vænta? ,,Eigum við þá ekki aö drifa i þvi núna” sagöi hinn virti flokksleiðtogi, ekkert nema góö- mennskan. Nú voru góð ráö dýr. Vinurinn óbreytti glotti ógurlega er hann sáaö hverju stefndi og ljóst var aö þaöan var engrar hjálpar aö vænta. Atti ég, ljósmyndara- blókin aö taka viötal viö hann, sjálfan Palme? Eöa átti ég bara aö segja „Nei takk, "núna höfum viö þvi miður ekki tlma”. Eins og úr fjarlægö heyröi óg sjálfan mig svara „Jú takk, þaö væri alveg tilvaliö”. Var haldið niður á veitingastaö- inn í kjallara hússins og sest til borös. Sat ég nú hér eins og illa gerbur hlutur og vissi ekkert hvaö ég átti aö gera. Hvern andskotann spyr maö- ur svona karla um? Þaö varö aö vera eitthvaö mjög djúphugsaö og viröulegt. Kjarnorkan! var þaö ekki gott til að byrja meö? Og hann svaraöi f löngu máli, Gunnar Elísson skrifar • úr aimanakínu Þing Noröurlandaráös er á vissan hátt eins og uppskeruhá- tiö fyrir biööin þegar þaö er haldiö hér i Reykjavlk. Hingaö koma þá merkir menn I hópum og á götum geta borgarbúar bariö augum fyrirmenn sem aö ' öörum kosti leggja ekki leiö slna hingaö á hjara veraldar. A ritstjórn þessa ágæta blaös var ákveöið aö reyna viö al- frægasta og að margra dómi at- hyglisverðasta stjórnmála- mann á Norðurlöndum, sem sagt Olof Palme. Vitað var aö þaö yröi ekki auðvelt aö fá hann til aö tjá sig viö eitthvert smá- blaö noröur viö Dumbshaf, en þó komumst viö aö þeirri niður- stööu aö ekki mundi saka aö reyna. Hófst nú hinn mesti eltingar- leikur. Undirritaöur varö þeirr- ar heppniaðnjótandi aö rekast á fórnarlambið á göngu á Suöur- götunni, stöövaöi hann bifreiö sina i snarhasti, steig út og hóf aö taka myndir af manninum I griö og erg. Upphófust þá sam- ræöur þar sem undirritaður kynnti sig og sagði á sér deili. Mynd: Gel næst!” talaðiytarlega um afstööu sins flokks til þeirra mála, um af- stööu hinna flokkanna, og um þaö aö þegar fram f sækti yröi þaö alveg örugglega þeirra stefna sem ynni. Hann talaöi mjög hægt og greinilega, trú- lega sér mjög vel meövitandi um erfiðleika mina viö aö skrifa niöur nógu hratt. Siöan komu spurningarnar frá mér ein af annarri hver annarri gáfulegri og mér var fariö aö liöa nokkuö veli' þessu hlutverki minu. Fyr- irsagnir i stóru letri liöu mér fyrir hugskotssjónum: Einka- viðtal Þjóöviljans viö Olof Palme, texti og myndir — gel. Maður var svo sannarlega meö pálmann i höndunum. Þá geröist þaö, allt i einu og án viövörunar: Skerandi hring- ing kvaö viö, svo skar i eyrun. , Þingfundur, og þingslit voru aö hefjast. Viömælandi minn stóö upp og kvaöst þurfa aö fara. Enginn timi yröi eftir þingfund, þar sem hann æki beinustu leiö til Keflavikur og flygi þaöan heim. Eg baö hann endiiega aö levfa mér bó að taka af honum mynd, samþykkti hann þaö. Ar- angurinn sjáiö þið svo hér. Og hún (myndin) er i raun og veru það eina sem eftir er og prent- hæft af þessum fundi okkar. Stóru stafirnir i fyrirsögninni hrundu niöur einn af öörum er ég horfði á eftir honum er hann hraöaði sér til þingslitanna, Palminn rann úr höndum min- um. Eftir stendur þessi mynd, og minningin um glæsta drauma blaöamannsins; ein huggun er þó sú aö „viö tökum hann næst ”» — gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.