Þjóðviljinn - 23.03.1980, Page 7

Þjóðviljinn - 23.03.1980, Page 7
Sunnudagur 23. mars 1980 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 •mér datt þaö Böðvar Guðmundsson skrifar í hus I i Sú dýra membrana Heldur dauflegar fréttir ber- ast hingaö á noröurhjarann um þessar mundir, Þjóöviljinn er i kröggum, — hinum verstu kröggum. Fjárhagur hans hefur reyndar alla tib veriö bágur, þaö er alveg satt, en þeir sem vilja aö blaö eins og hann sé til, þeir hafa til þessa lagt þaö á sig aögefa úr eigin vasa aura til út- gáfunnar. Sumir hafa reyndar sty rkt Þ jtíöviljann meö stórfé og enn finnst þaö launafólk sem laumar undan úr launaumslag- inu handa óskabami sinu fá- tæku, Þjtíöviljanum. Fleiri eru þau ritin sem skulu vera farveg- ur fyrir hugleiöingar og hugsan- ir stísialista, fleiri eru þeir vett- vangarnir fyrir málsvörn þeirra sem vilja reisa sinn rétt og aö er vegiö. öll slik málgögn eiga þaö sameiginlegt aö þeim er haldiö úti af hugsjónafólki sem veit hverju þaö gildir og hvaö er i húfi ef hvergi er lengur til rit sem birtir boöskap jafnaöar og réttar. Þaö er þvi von aö okkur hér á noröurhjaranum bregöi þegar viö heyrum aö jafnvel þurfi aö rifa Þjóöviljaseglin, — viö sem höfum um árabil staöiö i þvi aö gefa út gjaldþrota mál- gágn verkalýösbaráttu og þjóö- frelsis i Noröurlandskjördæmi eystra. Þaö voruþvi vægast sagt dálítil vonbrigöi fyrir ýmsa aö útgáfumál flokksins fengust ekkiræddá flokksráösfundinum i febrúar, vonandi veröur bráö- lega efnt til ráöstefnu um sam- ræmingu krafta til aö foröa málgagni og-gögnum frá nálæg- um hungurdauöa. En fari nú svo aö ekkert veröi úr þeim fundarhöldum langar mig aö leggja af mörkum til þeirrar umræöu sem aldrei veröur nokkur heilabrot min og hugdettur. Vilji hins vegar eitt- hvaö af þvl góöa fólki sem mestu ræöur um gang mála ein- hvern sannleiksbrodd i þessum oröum minum finna þá er þaö þegnleg gleöi min aö segja en ekki þegja. Nokkrar staöreyndir um Þjóöviljann (persónulegt mat): 1) Starfsfólk Þjóöviljans er úrvalsgott einvalaliö, valinn maöur i hverju rúmi. 2) Lesendur Þjóöviljans vilja leggja meira á sig og pyngju sina til aö halda lifinu i honum heldur en lesendur annarra blaöa (lika einlægir aödáendur Dagblaösins). 3) Þjóöviljinn er hundleiöin- legur. 4) Þjóöviljinn er einkar slapp- ur málssvari verkalýösbaráttu og þjóöfrelsis og litill boöberi sósialisma. 5) Þjóöviljinn er á hausnum. Nú langar mig til aö velta litillega fyrir mér og öörum hverju er um aö kenna og hvaö mætti standa til bóta. Fyrstu tvær staöreyndirnar, þær aö á Þjóöviljanum vinnur úrvalsfólk og aö lesendur Þjóöviljans vilja hann fremur lifandi en dauöan, eru svo auösæjar aö varla þarf aö ræöa þær frekar. Hitt er mun alvarlegri og undarlegri staö- reynd aö þaö skuli vera svo átakanlegur munur á starfsfólki Þjóöviljans og lesmáli hans. Þaö er einnig sárgrætilegt hel- viti, svo ekki sé meira sagt, aö fletta siöu eftir siöu i riti sem kennir sig viö sósialisma, verkalýöshreyfingu og þjóö- frelsi og sjá hreint ekkert um þessi ágætu stórmál. Þar er hins vegar hægt aö lesa um innan- sveitarkrónikur Sjálfstæöis- flokksins, iþróttasigra, smá- þjófnaöi, kaupfélagsstjóra- fólsku, þorrablót, taflmót,popp- stjömur og Noröurlandagaspur, stifkrampa i hrossum, skitu I hundum og svo endalausar greinar um kynferöismál. Nú er þetta svo sem allt góörar at- hyglivert en um þaö má lesa, og mun ýtarlegri fréttir en Þjóö- viljinn hefur efni á, I siödegis- blööunum. Staöreyndin er nefnilega sú aö allt eru þetta fréttir sem hægt er aö selja sé um þær skrifaö af nógu mikilli rannsiMmarblaöamennsku og sóöaskap. Hins vegar veröa þær hlálegarog langt frá þvi áhuga- veröar meö hinum hlutlæga og knappa frásagnarstil fátæks málgagns þar sem dálksenti- meterinn er kannski goldinn meö lambsveröi fátæka manns- ins eða eyri ekkjunnar. Fréttir af fátæka manninum og ekkj- unni mættu vera fleiri, þeim sem erja tímennskan vinnudag til aö halda I viö djöfulskap neysluþrælkunarinnar og eru leiksoppar framleiöniaukn- ingarinnar sem nú er svo rómuö og lofuö. Þaö mætti kannski spyrja sem svo, hvernig i ósköpunum stendur á þvf aö svona fréttaval viögengst þegar svo mikilþörf er aö segja aörar fréttir. Hvers vegna i ósköpun- um, — svo einhver dæmi séu nefnd til viðbótar, — eyddi Þjóö- viljinn svona mörgum dýrmæt- um dálksentlmetrum undir fréttir af þeim andstyggilega sýndarmennskuleik réttvisinn- ar sem háöur var yfir olnboga- börnunum sem uröu Guömundi og Geirfinni aö bana? Hvernig stóö á þvi aö þar var rakiö hvaö hver sagöi um hvern, hvaö bar saman við eitthvaö annaö og hvaö ekki, — stundum var þó hallaö réttu máli, — hver laug hér og hver liklega þar, — en ekkert minnst á hinn pólitiska hugsunarhátt þessara réttar- halda. Þaö þjóöfélag sem elur af sér hugsunarhátt þessara vesa- lings krakka hlýtur aö vera sjúkt, — og Þjóöviljanum ber skylda til að greina þann sjúk- leika, eöa allavega aö reyna aö greina hann. En hinir siöferöi- lega þroskuöu blaöamenn Þjóö- viljans geta aldrei sagt svo liöi legafrá atburöum og tildrögum þessara réttarhalda aö fréttir þeirra veröi söluvara i sam- félagi vimu og ofbeldis. Þaö á Þjóöviljinn aö eftirláta siö- degisblöunum. Þar veröa þeir dauöu aö grafa hina dauöu. — o — Erlendis eru alltaf einhverjir atburöir aö gerast, stundum eru þar tiu miljón manns myrtir i gamni. Þar um er hins vegar þagaö vandlega, —■ erlendar fréttir sem viökoma sósialisma, þjóöfrelsi og verkalýösbaráttu eru, — þvi' miöur, — sjaldgæfar i Þjóöviljanum. Einu sinni sögöu erlendir vinir minir mér grát- andi aö þeir væru farnir aö kaupa Morgunblaöiö. Þetta var gott fólk og réttsýnt ogtalaöi is lensku og las svounun var. Þaö byrjaöi á aö kaupa Þjóöviljann (samkvæmt minum ráöum) — en hætti þvi svo vegna þess aö þaö fann engar erlendar fréttir i honum. Þessu trúöi ég nú ekki og ætlaöi sigri hrósandi aö reka þetta ofani þau, dró upp Þjóö- vilja, opnaöi Mogga og hóf samanburö. Þar fór mér eins og Skarphéöni I brennunni, ég mátti vel I fyrstu en þar kom aö ég grét. Þær litlu fréttir erlend- ar sem ég gat bent á i Þjóö- viljanum voru allar i Moggan- um lika, munurinn var bara sá aö fréttirnar ÍMogga voru mun ýtarlegri. Á pólitiskri túlkun var enginn munur. Um kynferöisfræöslu Þjóö- viljans hef ég ekki mikið aö segja, þó langar mig aö benda helstu sérfræðingum hans i þessum málaflokki á aö nú er kynlif oröiö skyldufag i grunn- sktíla og þess vegna væri alveg óhætt aö spandera nokkrum dálksentimetrum i viöbót undir umræöu um sósialisma, verka- lýösbaráttuog þjóöfrelsi (Þetta þrennt er ekki skyldufag). Sunnudagsblaö Þjóöviljans er einnig vert nokkurrar umræöu. Man ég þá tiö, — og muna hana fleiri, — þegar hún Vilborg Haröardtíttir ritstýröi blaöinu þvi. Þaö féll eins og þruma á harmanna storð, skemmtilegt, nýstárlegt, stundum meira aö segja róttækt. Viötöl viö merki- legtfólksem haföistaöiö og stóö i merkilegri lifsbaráttu. Fólk sem varpaöi meö frásögn sinni skýru ljósi á stéttabaráttu og misskipting auös i sinu um- hverfi. Fólk sem átti undir högg aö sækja. Samkvæmt minningar- greinunum I Mogga hlýtur slikt fólk aö visu aö vera bráöum út- dautt, en fyrr má nú rota en dauörota. Leiðinlegt miölungs- fólk ælir nú aö lesendum aftur og aftur sama leiöinda brenni- vinsrausinu. Og ekki nóg meö þaö. Viömælendur Sunnudags- blaösins eru flestir hvaö varöar lifshugsjónog stétt svo langt frá sósialsima og þaö væri alveg eins hægt aö gera Idi Amin aö meginviðmælanda þess og mál- vini. Þaö er nefnilega ekkert sniöugt aö spandera dálksenti- metrunum sem launafólk i' land- inu gefur af langsóttu lifsviöur- væri sinu i rausiö i Albert Guö- mundssyni og Indriöa G. Þor- steinssyni, svo einhver dæmi séu nefnd. Ef blaöamanninum sem þessu veldur finnst það sniöugt, þá á hann aö ráöa sig hjá Helgarblaöi VIsis og full- komna þaö aö aulafyndni og lágkúru,en láta málgagn sósial- isma, verkalýösbaráttu og þjóö- frelsis i friöi. Og eitt i viöbót og ekki hvaö sist átakanlegt. Málfar Þjóö- viljans er aö spillast. Man ég þá tiö, — og muna hana fleiri, — þegar Magnús Kjartansson rit- aöi „jafnvel leiöara” af þeirri konst aö veisla var augum og eyrum. Þetta er kannski hvaö átakanlegast þvi fátt er saman- sett af meira klúöri 1 þvi góöa blaöi en leiöarar. Sjálfhælni og drýldni eru svo sem nógu hvim- leiðir lestir þótt ekki séu þeir framdir á flatneskjum tungunn- ar I þokum hugsunarinnar. — o — Og þá er komiö aö lokum þessar hugleiöingar, — henni lýkur viö þann þröskuldinn sem mér er erfiöast aö yfirstíga viö lestur þess góöa málgagns, sjálfhæ.kkana Æ ofani æ er verið að birta myndir af „ráöherr- unum okkar” segja frá tillög- um og tilskipunum „ráöherr- anna okkar” skýra frá fyrir- ætlunum, „ráöherranna okkar” og lofa forsjónina fvrir þá náö aö hafa gefið okkur ráöherrana fleiri en éinri og fleiri en tvo. Satt er þaö, miklir ágætismenn eru þeir, góöar eru tillögur þeirra og fyrirætlanir. Góöur er llka mál- staöur okkarallra sem erum aö reyna aö vinna sósialisma, verkalýöshreyfingu og þjóö- frelsi brautargengi. En barátta okkar skilar engum árangri ef viö setjumst niöur á grænan bala með spakmannlegum svip og gleymum öllu ööru en þvi hvaö viö sjálf erum merkileg aö hafa svona góöan málstað. Já, margt þarf aö athuga I sambandi viö rekstur Þjóövilj- ans eigi hann ekki aö vera ein- hæfur vettvangur rannsóknar- blaöamennsku og kynlils. Þaö eru undarlegt ef dagblaö meö slikt einvalaliö aö bakhjarli er lent I tröllahöndum kynórasölu- mennsku og sjálfsfróunar- sósialisma. Ekki er mark aö draumum sagöi Sturla Sig- hvatsson aö morgni sins hinsta dags og haföi um nóttina dreymt fyrir um dauöa sinn. Undarlegur var hann draumur- inn sem manninn I Ólafsfiröi dreymdi um daginn. Hann þótt- ist vera aö sigla fyrir Hálf- dánarhurö og varö litiö upp til múlans. Huröin stóö opin og Málmeyjarkonan stóö þar i hálfri gátt meö Þjóöviljann og var aö lesa úr honum fyrir tröll- in hvatningu til unglinga um árangursrikara kynlif. Tröllin hlógu ákaflega og tóku bakföll og sungu viö raust þegar lestrinum lauk: Þá veröur fagurt á fjöllum og fagnaö hjá mönnum og tröllum er kallmenn sofa hjá köilum og konur hjá ölium, öllum. A myndinni hér aö ofan sjáum viö þaö sem kalla má hringrás eða ferli fjölskyldunnar. Ef viö litum á lif einstaklings frá þvi aö hann fer aö heiman og yfirgefur hreiöriö eöa upprunafjölskyldu sina, er oftast stutt i þaö, aö hann myndi ný tengsl, nýjan kjarna, kjarnafjölskyldu eöa annan kjarnahóp, sem hann kýs aö til- heyra. Flestir fara i gegnum feril sem likist aö einhverju leyti þvi, sem myndin hér aö ofan sýnir. Hvert timabil eöa aldursskeiö hefur sin sérstæöu viöfangsefni, sem krefjast nýrrar þekkingar og aölögunar sem getur valdiö erfiö- leikum. Þeir geta veriö aöeins minniháttar, svo sem aukin streita, særindieöa flækjur i sam- skiptum, en þeir geta lika oröiö aö alvarlegum sjúklegum við- brögöum, svo sem þunglyndi, depurö, ofdrykkju, hömlulausri tilfinningaútrás, eða upplausn tengsla milli fjölskyldumeölima og svo framvegis. En um þau viö- brögö fjalla krisukenningarnar, sem koma reyndar mjög við sögu i fjölskyldulifsfræöslunni. Hvar sem er á ferlinu geta ein- staklingarnir oröiö fyrir hinum ýmsu áföllum vegna slysa, dauösfalla, flutninga, eöa ann- arra breyttra aöstæöna, svo sem stvinnumissis, eöa missis af ein- hverju ööru tagi. Þótt skilningur og þekking geti ekki fyrirbyggt ákveönar krisur, þá er slikt ekki siöur mikilvægt hjálpartæki til aö vinna úr erfiöleikunum og jafnvel vaxa af þeim. Ég hef hér aö ofan aöeins stiklaö á stóru og brugöiö upp yfirboröskenndri kynningu á hug- takinu fjölskyldulifsfræðslu og æskilegum sess hennar I heil- brigöisþjónustu. Til frekari glöggvunar má taka saman eftir- farandi 3 þætti varöandi mark- miö, vettvang og tækni: Markmiö: Aö styrkja félagslegt og andlegt heilbrigöi einstaklings og fjöl- skyldu hans meö þvi aö efla þekk- ingu og skilning á eðlilegum þróunarkrisum. Vettvangur: Hver sú eining eða stofnun sem fæst viö mannleg samskipti og nær til áhættuhópa (verðandi hjón, verðandi foreldrar, for- eldrahópar, fráskildir einstak- lingar, aöstandendahópar, dauð- vona sjúklingar o.s.frv.). Aöferö: Bein fræösla, umræður, æfingar, verkefni. Lokaorð Ég hef reynt aö skýra hér i fáum oröum, hvernig fræösla um eðli atvika og mannleg viðbrögö gagnvart þeim getur haft mikil- vægu fyrirbyggjandi hlutverki aö gegna i heilbrigðisþjónustu. Ég hef tengt fræösluhugtakiö heii- brigöi einstaklingsins i samspili hans viö sitt nánasta umhverfi, og hef þar lagt áherslu á gildi þess aö skirskota til hins eölilega i staö hins sjúklega. Þekking og skilningur á umhverfi, á eigin viöbrögöum jafnt sem annarra, eru einu vopnin sem einstaklingarnir i þjóöfélagsgerö okkar geta beitt til aö verjast ofurálagi, hraöa og firringu sem annars gerir alla menn aö viljalausum þolendum rikjandi ástands.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.