Þjóðviljinn - 23.03.1980, Side 8

Þjóðviljinn - 23.03.1980, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1980 Morgunblaðið birti s.l. sunnudag greinarkorn um fyrrverandi sendiherra So- vétríkjanna í Osló og Stokkhólmi, Alexöndru Kollontay. Bar greinin heitið „Lífsglaður stalín- isti í utanríkisþjónustunni" og segir f yrirsögnin reynd- ar allt um efni greinarinn- ar. Vilhjálmur Finsen, stofnandi Morgunblaðsins og fyrsti ritstjóri þess (á- samt Olafi Björnssyni) á árunum 1913 til ársloka 1921, var sendifulltrúi Is- lendinga (og síðar sendi- herra) í Stokkhólmi á þeim árum er Kollontay starfaði þar sem sendiherra. Hann hef ur gert henrii allgóð skil í bók sinni „Enn á heim- leið" (1956). Það er áhugavert að bera saman ómerkt skrif Morgunblaðsins i dag og umfjöllun stofnanda: og fyrsta ritstjóra Morgun- blaðsins sem kynntist þessari merkiskonu í raun. Margir munu eflaust álíta að Vilhjálmur heitinn Fin- sen hefði ekki sleppt slík- um nafnlausum skrifum framhjá sér ef hann sæti nú í ritstjórastól Morgun- blaðsins. En berum saman grein dularpenna Morgun- blaðsins og fyrrverandi ritstjóra þess um sömu manneskju. stalfrústi - jsglaður stuIltu anr,kisþo - in» i þ0'”1 I fkki allt ' v»jsrsö.“ !"'k ™ iain vatn d4fl\ hann taKm ^ ^ar sjSkts S3-“-’rc^^ ísSssa 1“s2siiSS5 . annafi rpW s> Lka hotm- [ um \ „cro var Koiinntav • Kn'ói- •» Svih)*í>- msliiiP'^f'ai ii»um laiinvna, var hún Morgunblaðið, Kollontay og Vilhjálmur Finsen ,,Aö svala kyn- þorstanum” I Morgunblaðsgreininni, sem birtist þ. 16. mars og ber heitið „Lifsgiafiur stallnisti i utanrikis- þjónustunni” segir eftirfarandi: „Sjónvarpið sýnir annaö kvöld kl. 21.35 sænska heimildamynd um Alexöndru Mikhailovnu Koll- ontay, sem var um skeið sendi- herra Sovétrikjanna i Noregi og Sviþjóö. Varð hún fyrst kvenna til þess aö gegna sliku embætti. Mikhailovna var af háum stig- um, faöir hennar var hershöfðingi i her Rússakeisara og móöir hennar var gagnmenntuö á þeirra tima visu. Alexandra litla naut tilsagnar einkakennara og tilver- an dekraöi viö hana á flesta lund. En þaö voru óróatimar og þeg- ar Alexandra óx úr grasi hreifst hún af hugmyndum sósialista og gekk i liö meö þeim. Þegar bosévikar hrifsuöu völd- in i Rússlandi eftir byltingu borg- aranna varð Alexandra félags- málaráöherra og lét einkum fjöl- skyldumál til sin taka. Hún var svarinn andstæðingur hjóna- bandsins og vildi afnema i skyndi allar hömlur á kynlifi Rússa. Hún kenndi að fólk ætti aö svala kyn- þorsta sinum jafn óþvingaö og hömlulaust og þegar þaö drykki vatn úr glasi. 1 fyrstu féll þessi boðskapur I góöan jarðveg, en siöar runnu tvær grfmur á bols- ana og þeim óx ásmegin sem töldu aö hjónabandiö væri þrátt fyrir allt einn af hyrningarstein- um þjóðfélagsins. Þegar Stalin náöi undirtökun- um i flokknum hlaut Alexandra aö hrökklast af valdastóli, og varö hún þá sendiherra i ósló. Hún vakti strax feikna athygli meðal diplómata á Vesturlöndum og máttu sumir ekki vatni halda er þeir minntust gáfna hennar og feguröar. Hún var llka um tima sendiherra I Sviþjóö, og þá var glatt á hjalla I rússneska sendiráöinu, og kalla þó sænskir ekki allt ömmu sina i þeim efn- um. Á fyrstu árum byltingarinnar var Alexandra áhrifameiri en Jósef Stalin, sem hún fylgdi af stakri trúmennsku. Hún dáöi hann takmarkalaust og lét ekkert á sig fá þegar hann murkaði lif- tóruna úr miljónum saklausra manna, gömlu byltingarfélögun- um og tveimur fyrrverandi eigin- mönnum hennar. A seinni árum hafa norrænir kommúnistar endurvakiö hróöur þessarar fögru konu og stundum útmálaö hana sem eins konar andófshetju sinna tima. Þar skýtur þó skökku viö, þvi aö Alex- andra var gallharöur stalinisti fram I andlátiö og átti þvl láni aö fagna aö yfirgefa þennan heim áöur en ærunni var endanlega flett af hinu mikla goði hennar, Josef Stalin. Myndin I sjónvarpinu annaö kvöld er alllöng og mun vera nokkuö langdregin á köflum, en fróðlegt fyrir þá sem áhuga hafa á sögu kommúnismans.” „Mesti kven- skörungur á þessari öld” Vilhjálmur Finsen fyrsti rit- stjóri Morgunblaðsins og siöar sendiherra skrifar i bók sinni „Enn á heimleiö” allýtarlegan kafla um Alexöndru Kollontay. Þar segir hann m.a.: ,,Ég haföi ekki veriö marga daga I Stokkhólmi sem sendifull- trúi íslands, áöur en ég fór i heimsókn til frú Kollontay. Venjan er sú, þegar maöur kemur til einhverrar höfuöborgar sem „diplomat”, aö maöur heils- ar fyrst upp á embættismennina I utanrikisráöuneytinu, þar næst „doyen” erlendu sendiherranna og, fyrir okkur sendiherra Norö- urlandanna, er þá næst aö heim- sækja hina Noröurlandasendi- herrana. Þetta eru óskráö lög. Þar á eftir hefir maöur frjálsar hendur um, I hvaða röö maður fer i heimsókn til allra hinna. Frú Kollontay tók mér tveim höndum. Hún fór aö tala um, hvaö heimurinn væri eiginlega lltill, hvað þaö væri merkilegt, aö viö skyldum hittast aftur hér i Stokk- hólmi sem fulltrúar landa okkar. Hún spurö frétta frá Osló, spurði hvernig hinum og þessum sameiginlegum kunningjum okk- ar og vinum liöi. Siöan minntist hún á, hvaö þaö væri gleðilegt — og eiginema alveg sjálfasgt, — aö tsland heföi nú tekið öll utanrik- ismálin I sínar hendur. „Dan- mörk og tsland eiga enga sam- leið”, sagði hún. Ég sagöi henni siöan ýmsar fréttir af lifinu I Osló og bætti þvi viö, að hennar heföi veriö mikiö saknaö þessi árin. Hún hló viö og sagöi, aö hún saknaöi lika ýmis- legs og ýmissa i Osló. Frú Kollon- tay bauö upp á glas af sherry, og viö sátum og röbbuöum saman um hriö. Hún kvaöst vona, aö við ættum eftir aö hittast oft, og svo bjó hún mig undir þaö, að eigin- lega væri Stokkhólmur ákaflega „stifur og leiðinlegur bær” i sam- anburði viö Oslo. Ég leit i dökku, mjúku augun hennar, og sá aö brosiö hennar var þrungiö kimni. Hún haföi elst töluvert, ef til vill af leiöindum, hugsaöi ég, þvi Stokkhólmur var ekki bær fyrir konu eins og hana, konu meö ólgandi lifsfjör og tild- urslausa framkomu. En þaö leið ekki langur timi þangaö til ég hafði áriöandi mál viö hana að tala, og þaö aö nætur- lagi. Eftir þessa fyrstu heimsókn hjá Madame Kollontay hitti ég hana vitanlega oft I samkvæmum i Stokkhólmi, og siöan kom hún, svo sem venja er i heimsóknir til min á Valhallavagen. Hún var ævinlega hin alúölegasta og veru lega gaman aö hitta hana. En beint erindi átti ég ekki viö hana fyrr en I júnl 1941 og sennilega myndi fleirum en mér hafa fund- ist erindið brýnt. — 0 — Gunnar sonur minn haföi kom- ist nokkurn veginn heill heilsu úr styrjöldunum, þrátt fyrir fimm ára hættulegt læknisstarf á vig- völlunum, og hafði aö nýju gerst röntgenlæknir i sjúkrahúsinu i Stavanger. Þar undi hann sér aö- eins I nokkra mánuöi, þaö voru komnir Quislinga-læknar I sjúkrahúsiö, liklega mest til aö njósna um afstööu hinna lækn- anna, svo aö Gunnar sagöi upp stööu sinni og fór til Oslóar. Þar setti hann sig I samband viö þýsku hernámsyfirvöldin og fékk leyfi þeirra til þess aö fara úr landi, kvaöst ætla til fööur -sins sem byggi I Stokkhólmi. Þjóö- verjarnir voru hinir kurteisustu, og hann fékk leyfi þeirra til þess að taka meö sér 200 krónur i pen- ingum. Og siöast I mai kom hann svo til min, mér alveg aö óvörum. Aform Gunnars var vitanlega ekki aö setjast aö I Stokkhólmi, heldur aö reyna aö komast aftur i striðið og til Kanada, þar sem norska stjórnin haföi fengiö leyfi rikisstjórnar Kanada til þess aö setja á stofn flugmannaskóla á svæöi, sem siöar var almennt nefnt „Little Norway”. En hvernig átti hann aö komast til „Little Norway”? Viö feögarn- ir ráðguöumst gaumgæfilega um þetta og komumst aö þeirri niöur- stööu, aö eini möguleikinn væri aö fara austur um Rússland til Vladivostock, þaðan til Japan og með skipi yfir Kyrrahafiö til Ameriku. Eftir aö Gunnar haföi útvegaö sér áritun á vegabréf sitt i sendiráðum Rússa, Breta, Finna, Japana, Persa og Banda- rikjamanna meö aöstoð minni, lagöi hann upp i þetta ferðalag. Var hann tiu daga á leiöinni til Vladivostock. Vegabréf allra far- þeganna höföu veriö tekin af þeim eftir aö járnbrautalestin fór frá Leningrad, og skyldu þau veröa afhent þeim, er lestin kæmi til Vladivostock. Það voru aöeins þrir samferöa- mannanna, sem fengu ekki aftur vegabréf sin, og Gunnar var einn af þeim. Hann var kyrrsettur af Rússum vegna lítilsháttar form- galla á einni árituninni. Sendi hann mér slmskeyti um það til Stokkhólms og baö mig tala viö frú Kollontay. Hann sendi og annað skeyti til breska ambassa- dorsins I Moskvu og baö hann á- sjár. Bretar svöruðu undir eins „doing our best”, en ég fór til frú Kollontay. Það var komið aö miönætti, er ég loksins náði sambandi viö hana. Hún hafði verið I sam- kvæmi og var enn samkvæmis- klædd, er ég kom til hennar og tjáöi henni vandræði Gunnars sonar mins. Hún lét sækja sherry, og svo sátum viö saman stundar- korn I einkaskrifstofu hennar og ráöguöumst um, hvaö gera skyldi til þess aö leysa Gunnar úr varö- haldi Rússa. „Ég reyni að sima undireins beint til Kreml, sonur yðar skal vera frjáls maöur frá hádegi á morgun. Verið þér alveg rólegur, ég skal láta hann fá frelsi sitt aft- ur. Þetta hlýtur aö vera byggt á einhverjum misskilningi”, og meö þaö fór ég.— Og viti menn, skömmu eftir há- degi daginn eftir hringdi frú Koll- ontay til min, og sagði: „Sonur yöar heldur áfram til Japan seinni partinn I dag. Honum hefir verið sleppt úr varöhaldinu”. Þannig var Alexandra Kollon- tay. Hún vildi öllum hjálpa. — 0 — Alexandra Kollontay kom stundum i heimsókn til okkar ut- an samkvæmislífsins. Hún kom siðdegis og drakk te hjá okkur. Ég gætti þess ævinlega aö vera heima, þegar von var á henni. Mér leiö vel i návist hennar. Ég man sérstaklega eftir einni heimsókn hennar. Viö sátum i stofunni og drukkum te og spjöll- uöum saman. Þaö var einmitt þá dagana I október 1941, þegar Þjóðverjar stóöu rétt fyrir utan Moskvu og búast mátti viö, að þeir næöu stórborginni á vald sitt, þá og þegar. Frú Kollontay og kona min sátu saman I sófa I stofunni, en ég hinu megin við boröiö. Þá segir frú Kollontay skyndilega og sneri sér aö mér: „Nú eru Þjóðverjar ekki langt frá Moskvu, en þaö gerir ekkert til. Þaö getur vel veriö, að þeir komist inn á það svæöi sem Moskva var á áöur. Viö sprengj- um nefnilega alla borgina I loft upp. Þeir skulu hvergi fá þak yfir höfuöiö. Og hvernig fer svo? Þeir krókna allir úr kulda. En borgina byggjum viö upp, aftur — á kostnaö Þjóðverja, þegar viö höf- um sigrast á þeim, þvi aö viö vinnum áreiöanlega strlöiö. Þjóö- verjar þekkja ekki Rússland”, bætti hún siöan viö. Konan, sem sagöi þetta, var komin fast aö sjötugu. Hún, sem átti aö sér aö vera mild, mælti þessi orö af mikilli hörku og eldur brann úr augum hennar. Hvílíkur kjarkur! — 0 — Haustið 1945 veiktist Kollontay skyndilega. Hún fékk aökenningu af slagi, varö máttlaus vinstra megin og náöi sér aldrei eftir þaö. Síöast sá ég hana I stórri móttöku I Sovétsendiráöinu. Þaö mun hafa veriö 7. nóvember 1945, á afmæl- isdegi minum og rússnesku bylt- ingarinnar. Þaö var sorgleg sjón aö sjá frú Kollontay, hina llfsglööu, kjark- miklu athafnakonu sitjandi I öku- stól á miöju gólfi hins stóra mót- tökusalar, að mestu leyti ósjálf- bjarga. Hjúkrunarkona stóð viö stólinn. Sjálf sat hún þá þarna i fallegum svörtum silkikjól meö rússnesku heiðursmerkin á brjóstinu. Augun voru dauf, og hún átti bágt meö aö tala, en hugsunin var skýr. Þarna i stólnum tók hún á móti gestum slnum. Allir gengu aö stólnum og réttu henni höndina. Hún reyndi að tala dálltiö viö alla, en þaö voru ekki nema nokkur orö viö hvern. Frú Kollontay var æv- inlega vön að kynna mig fólki sem ég haföi ekki hitt áöur, meö

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.