Þjóðviljinn - 23.03.1980, Side 14
14 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. raars 1980
SUÐUR Á SPÁNI
ófáir eru þeir islend-
ingar sem heimsótt hafa
spænskar sólarstrendur á
undanförnum áratug. Eiga
þaöan Ijúfar minningar,
sumar kannski óljósar og
þokukenndar en hvað um
þaö. Flestir koma endur-
nærðir aftur, eins og
brenndir snúðar heim
(segir i dægurlagatextan-
um). Klæddir ódýrum
rúskinnsjökkum og með
nokkra vínbelgi í ferða-
töskunum. Ungu stúlkurn-
ar rjóðar í kinnum eftir
stutt en laggóð kynni við
Antonio, Miguel eða hvort
hann hét einfaldlega Pepe.
Hótel Espaha
Flestir hafa Islendingar komið
til Spánar og eytt sumarfriinu á
Sólarströndinni, þe. Costa del Sol.
Gengiö á milli diskóteka á
suðrænu sumarkveldi, þar sem
„frjáls kúba” er svo til gefins og
prúðklæddir travoltar gefa kvöld-
inu gildi. Þá er snúið heim á
hótelið og stigið upp næsta
morgun og skokkað niður á
strönd.
Hvort ég hef komið til Spánar!
segir fólk. Sumir eru stórhrifnir
af Spáni en aörir segja að landið
sé ekkert sérstaklega sþennandi,
Ekkert nema túristar (þám. þeir
sjálfir). Fæstir hafa þó kynnst
öðru en strandarbitum þeim þar
sem tákaldir Norðurlandabúar
svala þorsta sinum eftir sól og
áfengi. Þar sem fólk kemst næst
draumaheimi auglýsinganna, —
maraþon-sólbað og lauflétt ástar-
ævintýri áður en snúið er heim i
rigninguna og bankann. Þar sem
öll tungumál heyrast nema helst
tunga innfæddra. Þar sem
Þjóðverjarnir halda vernd-
arhendi yfir landvinningum sin-
um við sundlaugina og ölvaöir
Islendingar sem aðrir
Norðurlandabúar verða prúðum
löndum sinum til skammar með
óheflaðri framkomu sinni. Fæstir
verða varir við að i landinu búi
þjóð sem kölluö er Spánverjar. Að
aðalatvinnuvegur þjóðarinnar
eru ekki þjónsstörf og hreingern-
ingar, hvað þá að til séu giftir
karlmenn.
Rauða ströndin
Þótt ótrúlegt hljómi, þarf ekki
að aka lengur en i 1—2 klst. frá
Torremolinos og Malaga til að
komast i svo til alspænskan heim.
Þar sem meiri hluti fólksins talar
spænsku á andalúsiskan hátt. Þar
sem vinnulúnir menn sötra
moscatel á kaffihúsum i stað
glaðlyndrar norrænnar æsku á
blikkandi diskótekum.
Þrátt fyrir innreið erlends
túrisma og auömagns á lifiárum
Francos fyrirfinnast þau svæði
þar sem Spánn er spænskur. Þó
ererfitt aö segja hversu lengi þaö
ástand helst óbreytt, þar sem æ
fleiri jarðarskikar lenda i hönd-
um erlendra fasteignabraskara,
sem siðan selja þá löndum sinum
fyrir tvöfaldan pris.
Fyrir ári voru bæjarstjórnar-
kosningar á Spáni. Eftir stóran
sigur sósialista og kommúnista á
sólarströndinni, fékk hún viður-
nefniö rauða ströndin, Costa
Roja. Erfitt er þó að gera sér
háar hugmyndir um miklar
breytingar, þar sem fasteignir i
feröamannabæjum eru að miklu
leyti i eigu erlendra aöila. Má þar
nefna lúxusbæinn Marbella sem
S.dór skrifaði um I Þjóöviljann i
fyrra. Kjörinn borgarstjóri þar er
kommúnisti, en I Marbella búa
auöjöfrar frá Arabalöndum sem
Aðaltorgið i Sayalonga. Þrátt fyrir aö tveir mánuðir væru liðnir frá
bæjarstjórnarkosningum voru húsveggir prýddir áróðursplakötum
Þarna er hinn spænski Geir, Suárez miðjumaður.útum alla veggi, — á-
hangendur hans höfðu þó ekki erindi sem erfiði, bæjarstjóri Sayaionga
var kosinn úr röðum sósialista.
Skyggnst bak
við tjöld
túrismans á
sólarströnd
Hjónin sem minnst er á I greininni. Lengst til vinstri er ein dóttir þeirra
sem hlotið hefur þð náð að fá að ganga i skóla.
öðrum löndum og það við
ójarðneskan munað. Er erfitt að
imynda sér, aö einn litill
kommúnistaborgarstjóri geti
hróflað viö miklu i bæ sem er i
eigu erlendra peningakarla.
Langur
vinnudagur
Þorp og bæir i Andalúsiu eru
mjög þéttbýlir. Kalkhvit húsin
eru byggð upp hvert aö öðru og
eru sum hver rhargra alda gömul.
Segja má að á þökum húsanna sé
annar bær. Þar hanga föt til
þerris, blóm vaxa i pottum og
beðum og tröppur tengja mishá
þökin. Svo við snúum okkur að
jöröunni aftur, þá er bilaumferð
þar svo til óhugsanleg. 1 fyrsta
lagi eru göturnar þröngar, i öðru
lagi brattar og i þriðja lagi eru
þær oft i þrepum.
Eins og i öðrum bæjum býr
þarna alls konar fólk. Einhver
rekur barinn, annar markaðinn (i
bænum Cómpeta á presturinn
nærfataverksmiöju!), en flestir
eru bændur. Þeir eiga jarðar-
skika þar sem þeir rækta vinber,
ólifur, möndlur og ýmis konar
ávexti.
A hverjum morgni ganga þeir
með múlasna sinn i 1—2 klst. frá
húsi sinu, yfir fjöll og bratta út á
jörð sina. Vinnudagurinn hefst
um átta-leytiö en tólf klukku-
stundum siðar er lagt af staö
heim á leiö. Ef dregin er frá
Séð yfir fjallshliðar Andalúsiu og Miðjarðarhafið.
siesta (miðdegísblundur sólar-
landabúa) er vinnudagur
bóndans i Andalúsiu 9—10 klst.
Við þær má svo leggja timann til
og frá vinnustað!
Goösagnir um leti suðurlanda-
búa hrundu sem spilaborg þegar
ég sá vinnulúnar hendur manna
þeirra sem bogruðu yfir vinvið
timum saman undir steikjandi
sól.
Mamma er enn
í eldhúsinu
Rétt eins og atvinnuhættir eru
hefðbundnir er verkaskipting á
heimilinu það ekki siður. A
meöan bóndinn plægir og púlar
stendur kona hans á heimili
þeirra inni i bænum. Býr börnin i
skóla, kaupir inn, „hirðir
umhverfi sitt” og gerir flest það
sem norræn kynsystir hennar
þekkir svo voðalega vel.
Sú tið er ekki alveg liðin að
foreldrar taki börn sin snemma
úr skóla til að hjálpa við púliö, en
almenningsálitið hefur lagst á
sveif gegn sliku. Fólk er almennt
orðið meðvitað um gildi mennt-
unar og vill að börnin njóti þess
sem það fór sjálft á mis við. Ég
hitti tiu manna fjölskyldu þar
sem fjögur elstu börnin höfðu
verið send áfram til náms i
Málaga og voru þar af þrjár dæt-
ur! Geri aðrir betur, — enda þótti
þetta einstakt.
Þroskaheft börn voru nokkuö
áberandi og er skýringin helst sú
að ekki séu til stofnanir til að
geyma þau á. Þörf er fyrir hendur
þeirra við landbúnáðinn og eng-
um i mun að losna við þau.
Bæirnir skiptast i vigi sósial-
Antonio er óiæs vinbóndi og heitur
kommúnisti þótt teoriur og aörir
töfrastafir séu honum lokuð bók.