Þjóðviljinn - 30.03.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.03.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. mars 1980 //Innanmein og útbrot Þjóð- viljans" nefndist grein þeirra Halldórs Guðmundssonar/ óskars Guðmundssonar og örnólfs Thors- sonar er birtist í blaöinu i gær. I þeirri grein bentu þeir á ýmislegt er miður fer í Þjóðviljanum og hvar helstu veikleika hans sem dagblaðs vinstrimanna væri að finna. I síðari greininni fjalla þeir félagar um leiðir til úrbóta og íhuga möguleika annars konar blaðamennsku og fréttaflutnings í sósíalísku dag- blaði. Halldór Guðmundsson, Óskar Guðmundsson og Örnólfur Thorsson: Eini kosturinn er annarskonar blað Öðruvísi blað Þaö er ekki nóg meö aö viö séum á móti dagblööum — viö viljum ööru visi dagblöö, svo fariö sé frjálslega meö orö Brechts. Viö viljum halda þvl fram aö Þjóöviljinn ætti aö taka til umræöu þau blaöamennsku- legu vinnubrögö sem nú eru nær allsráöandi á blaöinu. Þau eiga sér aö mörgu leyti skiljanlegar orsakir. Engu aö síöur er oröiö timabært aö karlar og konur spyrji hvort þau samræmist hug- sjónum blaösins og stefnu, hvort sú hætta sé ekki fyrir hendi aö blaöiö taki i vaxandi mæli aö „gelta meö hinum hundunum” einsog einu sinni var sagt I lesendabréfi af ööru tilefni. Blaöiö likist æ meir hinum blööunum um efni og vinnubrögö, markaöslögmálin eru oröin þriöji ritstjóri Þjóöviljans. Þaö er ekki von á góöu þegar fréttastjórnin þarf jafnan aö hafa þarfir auglýsingadeildarinnar i huga. Blaöamenn veröa aö varast aö „styggja” þau fyrirtæki sem hafa veriö, eru eöa geta oröiö auglýsendur I blaöinu. Fyrirtæki einsog Loftleiöir veita blaöa- mönnum sérstaka fyrirgreiöslu og leggja þar meö inn gott orö. Og hver kannast ekki viö litt dulbúna auglýsingakálfa dagblaöanna (Þjóðviljalesendur muna sjálf- sagt Kópavogsblaöiö, feröablööin öll, sérritin og ýmsar aörar „kynningar á myndarlegum fyrirtækjum”, einkum þegar sýningar eru á Artúnshöföa eöa I Laugardalshöll). Nærri má geta aö næmni.jafnvel ágætustu blaöa- manna, fyrir annmörkum auövaldskerfisins hlýtur aö dofna I þægilegu langflugi yfir Atlants- ála eöa rykmettuöu andrúmslofti kokkteilboös (G. Sigurösson hf. sjötugir). Hún er annars merkileg þessi keppni blaöanna um aö vera hvert ööru lik. Hvergi birtist hún skýrar en i helgarblööunum, sem öll birta sömu efnisflokka. Þaö hafa sjálfsagt óviöa i blaðaheimi þessarar plánetu birst jafnmörg viötöl viö jafn fáa, sem hafa jafn- litiö aö segja á jafnmörgum dálkum. Þau vinnubrögö sem fyrr voru nefnd byggjast aö nokkru leyti á þvi að draga sem mest úr svo- kölluöum „hlutdrægum og póli- tiskum” fréttum. Skýr markalina er dregin á milli pólitiskrar umf jöllunar, sem einkum birtist i leiöurum og klippi, stundum I erlendum fréttaskýringum, og eiginlegra „frétta”. 1 þessum fréttum er siöan reynt aö slá rikisfjölmiölunum viö i hlutleysi, heist er brugöiö útaf linunni þegar Flokkurinn á i basli eöa þegar hægt er aö gefa leiötogum annarra flokka selbita. Viö getum kennt þessi vinnubrögö viö borgaralega blaðamennsku og i augum þeirra blaöamanna sem vildu losna undan flokkspólitisku fargi hlaut hún af skiljanlegum ástæöum aö viröast til bóta, bera meö sér aukiö frelsi þeim til handa. I raun og veru byggjast þessi vinnubrögö á þvi grund- vallarviðhorfi að hægt sé að greina fullkomlega aö staö- reyndadóma og gildisdóma. Blaðamaöurinn litur bá á sig sem einhvers konar hlutláusan miöil sem flytur lesendum mikilsverö- ustu staöreyndir samtimans á hlutlægan og nákvæman hátt. En þaö er auðvelt aö sýna fram á aö veruleikinn er ekki slikt staö- reyndasafn að hægt sé aö valsa um hann og velja bestu vörurnar úr einsog i góöri kjörbúö. Séu þessi viöhorf höfö aö leiöarljósi er hætt viö aö menn láti hugmynda- fræöi borgaralegs samfélags segja sér hvaö sé fréttnæmt og hvaö ekki, hverju beri aö slá upp og hverju ekki, hvaö tilheyri hinum opinbera pólitiska vett- vangi og hvað vettvangi einka- lifsins. Þegar Georg gamli Lukacs gaf út sitt umdeilda verk „Söguog stéttarvitund” 1923 taldi hann þá frægu skepnu firringuna óviöa koma skýrar fram en i reglum borgaralegrar blaöamennsku. Þaö var skoöun Lukacsar aö i kapitalisku samfélagi væri gjá milli sjálfsvitundar mannsins og vinnuafls hans, en þaö veröur aö lúta ákveönum vélrænum reglum. Þessi klofningur veröur sérstaklega áberandi þegar slikar reglur eru hafnar á stall og gerðar aö dyggö sem andleg framleiðsla á borð viö blaöa- mennsku miöast viö. Sjálfsagt könnumst viö öll viö dæmi þess aö „mætustu” menn” i stétt blaða- manna réttlæti lágkúruleg æsi- fréttaskrif meö frösum um góöa blaöamennsku, visi til fag- mennsku sinnar (auk þess sem almenningur er einsog vanalega sakaöur um aö vilja þetta). Dæmi um slik neikvæö einkenni borgaralegrar blaöamennsku á Þjóðviljanri eru mörg, sem von er þegar aörir fjölmiölar móta fréttamat hans I jafn rikum mæli og raun ber vitni. Það nægir aö leiöa hugann aö glæpa- og slysa- fréttum (flestir blaöamenn kannast sjálfsagt viö viökvæöiö: Auövitaö birtum viö nafniö á morgun, Visir var meö þaö i dag). Gagnrýnislaus umfjöllun um þessa málaflokka eflir auk þess laga-og regluþankagang lesenda, styrkir þaö viöhorf aö samfélagiö sé likami sem þurfi aö hreinsa, og dagblööin eins konar hvit blóö- korn. Fyrir bragöiö gætir stund- um áherslu I fréttamennsku sem er andstæö allri hugmyndabar- áttu sósialista. Nýlegt dæmi er umfjöllun Þjóö- viljans um þau margtuggöu Geir- finnsmál. Á timabilinu 15.-27. janúar birtust hvorki meira né minna en 10 heilsiðugreinar þar sem málflutningur var rakinn, þess utan 5 uppsláttarfréttir á forsiöu meö útdrætti úr pistli dagsins. 18. janúar er fyrirsögn á 2. siöu „Þetta eru hættulegir menn” og i myndatexta segir: „Þóröur Björnsson rikissak- sóknari lauk stórmerkilegri sóknarræöu sinni...” Engu er likara en aö islenskir blaöamenn hafi hrifist með einsog áheyr- endur aö þinghaldi Njáluá sinum tima: Þykir þeim ýmist sókn fremri en vörn eöa öfugt. Hér veröur ekki einum blaöamanni um kennt, þaö er fréttamat rit- stjórnar sem ræöur ferðinni. Auövitaö heföi veriö nær aö verja þessum kröftum og plássi til gagnrýninnar umræöu um islenskt réttarkerfi, einangrunar- vist eöa ágæti langrar fanga- vistar yfirhöfuö, yfirheyrsluað- feröir lögreglu eða til aö ihuga ástæbur hinna óhemjulegu blaöa- skrifa um þessi mál undanfarin ár. Þegar fjölmiölar tóku viölika syrpu um þau fyrir nokkrum árum birti Þjóðviljinn leiðara til að minna á mannúðlegri viðhorf (Kjartan Clafsson), nú orðib er slikum skoöunum holaö niöur i lesendadálka sem haföir eru á leyndardómsfullum stööum I blaöinu (Birna Þóröardóttir). Barðar bumbur í stað endursagnarblaöa- mennsku þar sem reynt er aö fylgja fast á hæla hinna blaöanna (þó Þjóöviljinn hafi minna rými) er nær aö ihuga möguleika annars konar fréttamats og blaöamennsku. Blaöamennsku sem i senn er upplýsandi og litur á sig sem liö i þjóöfélagslegri baráttu (af sanngirnisástæöum er auövitaö rétt aö geta þess aö slik viöleitni sér einstaka sinnum dagsins ljós, en alltof tilviljunar- kennt). Efnahagserfiöleikar Þjóöviljans ættu aö veröa for- ráðamönnum hans tilefni til þess aö átta sig á þeirri staöreynd aö hann getur aldrei haft viö hinum blööunum á þeirra eigin vett- vangi. Réttlæting tilvistar hans og eini möguleiki felst i þvi aö hann sé annars konar blaö. Og þaö ekki I þeim skilningi aö hann haldi sifellt á lofti sjónarmiöum forystu Abl. i blekkingarkenndu þjarki islenskra stjórnmála. Jarösambandsins vegna getum viö tekiö dæmi: Blaöamönnum verði gefinn kostur á aö fylgja til- teknu máli, mikilvægu i baráttu fyrir ööru samfélagi (t.d. hús- næöismálum) vel eftir meö fréttum, viötölum og eigin frétta- skýringum. Þvíverður svaraö til aö þaö skorti mannskap, allir séu svo önnum kafnir viö dagleg hlaup til aö fylla spalta blaösins. En ef Þjóöviljinn tæki upp vinnu- brögö I þessum anda aö staðaldri, þrátt fyrir þann þrönga kost sem hann býr nú viö, þýddi það auövitað um leiö aö hann yröi aö hætta aö birta ýmsar þær daglegu fréttir sem önnur blöö og rikis- fjölmiðlar sinna hvort eð er betur, aö ekki sé nú minnst á allan þann bunka af undarlegustu fréttatil- kynningum sem blaöinu berst daglega. í stað þess að leggja metnaö sinn i að vera „ekki siðri” en hin blöðin, legði hann sig fram viö aö vera öðruvísi á allan hátt. Til þess þarf frumkvæöi rit- stjórnar, rétt einsog þrýstingur hennar veröur aö koma til ef takast skal aö halda uppi liflegri umræöu I dagskrárdálki blaösins. Þaö sakar ekki að nefna fleiri eiginleika sem sósialískt dagblaö mættu prýða. Viö höfum minnst á liflega og opna umræöu um stjórnlistina og fleiri hluti, á annars konar fréttamat og vinnu- brögö, á beinna samband viö les- endur, á sjálfsstjórnar. og lýð- ræðismál. Þaö er lika sannfæring okkar aö slikt blaö yröi aö stefna aö þvi aö vera óháö auglýsendum með öllu. Úr þvi minnst er á fjár- mál: Þjóöviljinn mætti gera sömu kröfur til sin og sósialistar gera til annarra fyrirtækja — opna bókhaldiö og gera heiöar- lega grein fyrir stööu fjármála, raunverulegri sölu og dreifingu. Þaö er ekki nema sjálfsögö þjón- usta viö þá velunnara blaösins sem sifellt er veriö aö krefja um peninga. Einsog nú er ástatt er þaö með herkjum sem blaöamenn fá aö fylgjast með rekstri blaös- ins. Þar er komið aö ööru grund- vallarviömiöi — hvernig væri aö Þjóðviljinn reyndi svolitið aö huga aö lýöræöi á vinnustað. Þannig væru starfsfólki tryggö áhrif á stefnu og innihald blaösins og svo um hnúta búiö aö ekki væri hægt ab taka ákvaröanir um framtiöina án samráös viö það. Eðlilegur partur af slfkri viöleitni væri jafnlaunastefna á blaöinu. Við erum þess fullvissir aö ef tekist væri á viö verkefni einsog þau sem hér hafa veriö rakin af fullri alvöru og lesendum jafn- framt gerö grein fyrir þeirri viö- leitni, yröi Þjóöviljanum ekki fé- skylft. Hafi menn á annaö borö áhuga á aö gera hann aö lifandi baráttumálgagni og opnum vett- vangi allrar vinstrihreyfingar- innar. Vinstrimönnum bjóöast tveir kostir á timum sem þessum þegar ekki viröist blása byrlega fyrir sósialiskri hreyfingu á tslandi. Annar er sá að aölagast kapitalisku samfélagi æ meir, gera hugsjónirnar aö skemmti- legum smáletursklausum I Lög- birtingarblaöinu (sbr. þegar Svavar Gestsson „tók viö ráöu- neyti viöskiptamála” meö þau orö á vörum aö auövitaö væri rikiö tæki borgarastéttarinnar). Hinn er sá aö halda áfram barátt- unni á öilum vigstöövum, þó hún veröi um stund smærri i sniöum; safna I hugmyndasarpinn og kynna sér nýjar baráttuaöferöir og möguleika. Það er sannfæring okkar aö islensk vinstrihreyfing veröi fyrr eöa sföar aö eignast þaö öðruvisi dagblaö (eöa annan fjölmiöil) sem hér hefur veriö rætt um. Hvort Þjóöviljinn veröi slikt blaö er m.a. á valdi forráöa- manna hans. Veröi áfram hjakkaö i sama farinu munu þeir einhvern tima komast aö þvi aö þeir hafa hlaupið uppi vitlausan strætisvagn, svo viö höldum okkur við llkingarnar. Óskar Guömundsson örnólfur Thorsson Halldór Guömundsson „Þjóðviljinn á að stefna að því' að vera óháð auglýsendum með öllu” „Þjóðviljinn á að opna bókhald sitt, og gera heiðarlega grein fyrir stöðu fjármála, raunverulegri sölu og dreifingu” „Dæmi um neikvæð einkenni borgaralegrar blaðamennsku á Þjóðviljanum eru mörg” Tillögur um meðferð á grundvelli sjúkdómsgreiningar - Síðari hluti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.