Þjóðviljinn - 30.03.1980, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 30.03.1980, Qupperneq 24
DJOÐMUNN Sunnudagur 30. mars 1980 A&alstmi ÞjóDviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til íöstu- daga. Utan þess tima er hægt afi ná i blafiamenn og aðra starfsmenn bla&sins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt ab ná i afgreibslu bla&sins I sima 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru bla&amenn þar á vakt öU kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 Vésteinn Lúðvíksson Leikfélag Reykjavikur frumsýndi í gær laugardag nýtt verk eftir Véstein Lúðviksson. óþarfi er aO kynna Véstein fyrir les- endum okkar. Verk hans „Stalin er ekki hér” -olli miklum deilum og umræöum á sinum tima. Sunnudags- biaöið hafði samband við Véstein varðandi hið nýja verk hans „Hlemmi”._ — Getur þú rakið sögu- þráðinn i stuttu máli? — Verkið gerist á okkar timum. Þar segir frá ungum manni, Hemma, Hermanni Sverrissyni, sem hefur verið við nám erlendis en er nú kominn I sitt sjávarpláss og uppgötvar, að bak við fág- aö yfirborð, fjölskyldu sinn- ar eru fólgnir heldur hrika- legir atburðir. Svo hrikalegir aö Hlemmi veröur ekki sami maður upp frá þvi. Móðir hans hefur gifst þeim manni sem hefur veriö valdur að dauða fööur Hemma, en hann var verkalýösforinginn á staðnum, og stjúpi hans er almætti staðarins. Leikritiö fjallar siöan um hvernig Hemmi reynir að sanna þessa vitneskju og notfæra hana til að breyta valdahlutföllum á staðnum. Inn I söguþráðinn blandast ástamál drengsins, fyrrver- andi kærasta hans og núver- andi ástmey hans. — Söguþráðurinn minnir óneitanlega á „Hamlet” eftir Shakespeare? — Já, kjarninn er sóttur i Hamlet. Eða réttar sagt þemað. Að öðru leyti er verkið óskylt hinu sigilda leikriti Shakespeares. Þarna er kannski fyrst og fremst lýst átökum tveggja hreyf- inga, auðvalds og verkalýðs- hreyfingar. — Er þetta „sálrænt” verk? — Nei. En segja má að leikhús án sálfræði sé ekkert leikhús. — Hefur verkið breyst. I ieikhúsvinnunni? — Já, stærstu kippina hefur verkiö tekið hér i leik- húsinu. Þaö er svo ótrúlega margt sem kviknar i mér þegar ég heyri setningarnar úr munni leikarana. — Er þetta leikrit frá- brugöið þinum fyrri verkum? — Já, þetta er allt öðruvisi leikriten ég hef skrifaö áður. „Stalin” var dæmigert vandamálaleikrit, sem byggir á pólitiskum vanda, en þetta leikrit er þannig uppbyggt, aö þaö lýtur aö leikhúslögmálum samtimis sem það á rætur f tslands- sögu síöustu áratuga. Ég álit ekki að leikhús eigi aðlemja skoöunum inn ifólk, heldur kveikja i leikhúsgest- um — im 'r!' 1 P Myndlistarskólinn Hópur 12 -14 ára unglinga var að vinna við dúkristu og skein áhuginn úr svip þeirra. Til vinstri má sjá gamla enska bókapressu sem er notuð viðþrykkiö. (Ljósm.:gel) VORSÝNING Margrét Hjálmarsdóttir heggur konumynd i stein. en það er nýj- ung að kennt sé að höggva i stein. Áður hefur verið mótað og steypt. (Ljósm.:gel) Myndlistarskólinn sem lengst af var i Asmundarsal við Freyjugötu er nú sinn annan vetur i stóru og björtu húsnæði að Laugavegi 118. t gær var opnuð þar sýning á verkum nemenda og stendur hún fram yfir páska og er opið daglega frá kl. 14 -18. Þjóðviljinn leit þangað inn nú i vikunni og spjallaði við tvo af kennur- um skólans, þau Katrinu Briem skólastjóra og Ragnar Kjartansson. Þau sögðu að um 300 nemendur væru nú I skólanum og er hann að mestu rekinn siðdegis og á kvöldin. Þaö er einungis höggmyndadeildin sem er dagdeild. I höggmyndadeildinni eru nú 7 nemendur. Tveir af nemendunum i höggmyndadeild voru I vinnu, þær Margrét Hjálmarsdóttir og Þorbjörg Þórarinsdóttir. Voru þær að höggva i svo- kallaðan kúnststein,en það er nýjung. Aður hefur einungis veriö kennt að móta og steypa. Þær voru sammála um að þetta væri mjög spenn- andi vinna. Við gengum inn i málaradeild og þar var hópur nemenda að mála kyrralifsmynd eftir módeli en á öðrum staö var Ragnar Kjartansson aö finna til höfuðkúpu til að mála eftir. Hópur 12 - 14 ára unglinga var I læri hjá Katrinu skólastjóra. Þau • koma tvisvar i viku til að læra að teikna,en nú voru þau að gera bóka- merki i dúkristu. Svipur þeirra bar með sér mikla einbeitni og áhuga. Myndlistarskólinn i Reykjavik er greinilega lifandi og skemmtileg stofnun. — GFr Katrln Briem skólastjóri: Alls eru 300 nemendur 1 skólanum. Einn af kennurum skólans, Ragnar Kjartansson, mundar hér höfuð- Lilja Glsladóttir hjúkrunarfræðingur er byrjandi I skólanum. Hún er kúpu eins og Hamlet foröum.en hún er notuö til að teikna eftir. hér aö mála kyrraiifsmynd eftir módeli. (Ljósm.:gel) (Ljósm.:gel)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.