Þjóðviljinn - 24.04.1980, Page 7

Þjóðviljinn - 24.04.1980, Page 7
Höggvið á tvo Gordionshnúta sem ekki hef ur tekist aö leysa í 20 ár, segir Dagbladet. Konur í matvælaiðnaöi og fataiðnaði ánægðastar!, en hærra launaðir hópar þykjast illa sviknir. þvi hér er um að ræða 900-1000 kr. launahækkun á timann I islensk- um krónum reiknað. Fulitrúar láglaunafólks i Noregi hafa látið þá skoðun i ljós að þeir hefðu kosið að miða tekju- trygginguna við 90% af meðal- launum I iðnaði sem hefði þýtt að timakaupið færi i 34-35 kr. nörsk- ar i stað 32 eins og viðast mun vera uppi á teningnum. Samt fagna þvi flestir að með láglauna- mörkunum skuli vera búið að hengja láglaunafólkið aftan I aðra hópa launafólks með þeim afleið- ingum að það verður með I launa- þróuninni. Þeir segja lika að lág- launafólk hafi verið orðið þvi sem næst úrkula vonar um að hlutur þess yrði réttur eftir 20 ára mark- laust snakk. Þessvegna sé það fagnaðarefni að láglaunafólk skuli hafa fengið i gegn kröfuna um lágmarkslaunatryggingu og það sjái nú fram á að þvi verði tryggð skapleg laun i náinni framtið. Hœrra launaöir illa sviknir En fleiri hliðar eru á þessu máli. Félagar i Járn- og Málm- iðnaðarsambandinu sætta sig illa | við samkomulagið. Þeir telja að forysta Alþýðusambandsins hafi svikið þá og svipt félögin i sam- bandinu samningsrétti um sér- kröfur og staðbundin uppgjör. Einstöku félög hafa krafist þess að kallað verði saman aukaþing og málmiðnaðarmenn gangi jafn- vel úr Alþýðusambandinu. Á nokkrum stöðum i Noregi hafa málmiðnaðarmenn efnt til stuttra setuverkfalla i mótmælaskyni. Stórir hópar fólks I prentiönaði, efnaiðnaði og innan verkstjóra- sambandsins eru einnig á móti samkomulaginu. Innan þessara sambanda eru engin sem vinna á töxtum undir lágmarkslauna- markinu — 60 þús. n.kr. á ári — þau veröa að taka á sig kaup- máttarskeröingu, greiöa til lág- launasjóðsins og hafa ofan i kaup- ið skerta möguleika tilað ná fram kjarabótum gegnum launaskrið sem verið hefur mjög áberandi i þessum þenslugreinum. I heild- ina er þó talið að forystu Alþýðu- sambandsins takist að tryggja sér öruggan meirihluta aðildarfé- laga til samþykktar samkomu- laginu. Hinsvegar má gera þvi skóna að mjög muni reyna á sam- stöðuna innan Alþýðusambands- ins I kjölfar þessara samninga sem fyrst og frepst taka miö af hagsmunum láglaunahópanna. Þá er þess einnig að vænta að niðurstaðan i samningum Alþýðusambandsins og atvinnu- rekenda verði forskrift að lausn samningamála opinberra starfs- manna i Noregi. Óánœgjurödd úr þinginu Norskir stórþingsmenn sem hafa tjáð sig um samkomulagið eru flestir ánægðir með þaö að láglaunahóparnir hafa fengið miklu áorkað. Hægri menn telja þó að rikið hafi kostað of miklu til i landi með svo góð lifskjör eins og i Noregi, en rikið verður að punga út með 1.4 miljarða norskra króna til standá viö skuldbindingar i samkomulaginu. Stein örnhoi frá Socialiska vinstri flokknum segir að niður- staðan verði lækkun rauntekna fyrir venjulega norska launa- menn, og að launaskriðsþakið muni takmarka virknina i verka- lýðsfélögunum þar sem það f jötri samningsrétt þeirra. Þá sé hætt við að margir muni telja sig illa svikna þegar láglaunakérfið veröi komið á fyrir alvöru þvi reyndin verði sú aö Alþýðu-sam- bandsfélagar muni standa undir láglaunasjóðnum sjálfir en atvinnurekendur sleppa undan þvi. A tvinnurekendur súrir Meðal atvinnurekenda er litill fögnuður yfir samkomulaginu. Þeir eru að visu ánægðir með launaskriðsþakið, en sumir óttast mjög að lágmarkstekjutrygging- in muni reynast mjög veröbólgu- hvetjandi. Aðrir benda á að það sé óæskilegt áð launagreiðslum sé haldið uppi i láglaunaiðnaði með styrkjum. 1 stað þess verði að bæta greiðslugetu þessara fyrir- tækja með hagræðingu og hækkun verðs. Þeir eru og til sem óttast að samkeppnisstaða fyrirtækja muni versna. Atvinnurekendur munu hafa.fengið loforð stjórn- valda fyrir þvi að verðstöðvunar- lögum verði ekki beitt á verð- hækkunartilefni sem eru afleiðing samkomulagsins, sem hér hefur verið rætt. Þess er þvi að vænta að kauphækkuninni verði velt út i verðlagið en þó innan þeirra marka sem lögð eru til grundvall- ar launauppgjörinu, það er að segja að almenn verðlagshækkun i Noregi verði ekki nema 9,5-10% á árinu, eða vel undir áætluðu OECD-meðaltali, en I þeim rikja- hópi eru helstu samkeppnislönd- in. Margir óttast þó að verðhækk- anirnar verði mun meiri og sam- keppnisstaöa fyrirtækjanna skaö- istsem þvi nemúr. Þá eru þeir at- vinnurekendur til sem telja vist að þeir sem eru rétt yfir lág- markinu I launum muni ekki sætta sig við að vinnufélagar þeirra fái tekjutryggingaruppbót meðan þeir standa i stað, og muni knýja fram I sérsamningum á hverjum staðað launabilinu verði haldið. Hér hefur i grófum dráttum verið farið yfir norska samkomu- lagið og fyrstu viðbrögð við þvi. Niðurstaðan verður að teljast fróðleg fyrir Islendinga sem búa viö versnandi kaupmátt i kjölfar viöskiptakjaraáfalla, illviga verðbólgu og yfirlýstan vilja allra aðila um launajöfnunarstefnu og bætt kjör hinna lægst launuðu án þess að tekist hafi að koma sið- astnefnda markmiðinu I gegn i kjarasamningum svo um muni. -ekh Fimmtudagur 24. april 1980 ÞJöÐVIL,3lNN — SIDA 7 Leikbrúðuland Sálin hans Jóns míns sýnir: Á sunnudaginn frum- sýndi Leikbrúðuland brúðuleikinn „Sálina hans Jóns míns" að Kjarvals- stöðum við mikinn fögnuð áhorfenda á öllum aldri. Virtust sýningargestir á einu máli um að hér hefði orðið stórt stökk fram á við í starfsemi Leikbrúðu- lands og að sýningin markaði tímamót á ferli þessa vinsæla brúðuleik- uýcc tir fjölskyldualbúmi Jóns og kerlingar. „Sálin hans Jóns mins” er byggð á samnefndri þjóðsögu, en þó fyrst og fremst á texta Daviðs Stefánssonar úr „Gullna hliðinu”. Leikstjóri er Briet Héðinsdóttir, en leiktjöld og brúöur gerði Messiana Tómasdóttir, og lýs- ingu annaðist David Walters. Stjórn brúðanna og aðstoð við brúðugerð önnuðust meðlimir i Leikbrúðulandi: Erna Guðmars- dóttir, Hallveig Thorlacius, Helga Steffensen, og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Tónlistin i sýn- ingunni er eftir Pál Isólfsson, og hafði Þuriður Pálsdóttir umsjón með flutningi hennar. Tónlist og tal var tekið upp á segulband, og léðu margir lands- frægir leikarar brúðunum raddir sinar. Einsog vera ber er 1 þessari sýningu lögð aðaláhersla á kerlinguna, þessa óbugandi alþýðukonu, sem sigrar allt og alla og hefur það m.a.s. af aö koma sauðaþjófnum bónda sin um inn fyrir hið gullna hlið. Kerlingin i þessum brúðuleik hef- ur alla kosti til að bera sem þessi 0iím mífö Þorbjörg Höskuldsdóttir teiknaði þetta ágæta veggspjald. kerling hefur alltaf haft i vitund þjóðarinnar, og er þar bæði að þakka brúðunni hennar Messiönu og Guðrúnu Þ. Stephensen, sem lánaði henni rödd sina. Reyndar eru flestar persónurn- ar eftirminnilegar, og má þar til- nefna sérstaklega Óvininn (rödd: Arnar Jónsson) og Jón sjálfan (rödd: Baldvin Halldórsson). Margar skemmtilegar hug- myndir eru vel útfærðar i ieikn- um. Það er afar vel til fundið að skapa „fjarlægð” á sviðinu með þvi að hafa brúðurnar i mis- munandi stærðum, eftir þvi hve langt eða skammt þær eru frá áhorfendum. Útkoman verður svipuð og I kvikmynd. Leikbrúðuland hefur áður sýnt mjög skemmtileg tilþrif og veitt börnum og fullorðnum góða skemmtun á þeim tólf árum sem liðin eru frá stofnun þess. En ég held að óhætt sé að fullyrða að „Sálin hans Jóns mins” sé best heppnaða sýningin til þessa. —-ih ORLOFSHÚS V.R. DVALARLEYFI Frá og með 26. apríl næst komandi, verða afgreidd dvalarleyfi í orlofshúsum Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, sem eru á eftirtöld- um stöðum: • 2 hús að Olfusborgum í Hveragerði • 7 " að Húsafelli í Borgarfirði • 1 •> að Svignaskarði í Borgarfirði • 4 " að lllugastöðum í Fnjóskadal og • 1 •• f Vatnsfirði, Barðaströnd Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofs- húsunum á tímabilinu frá 2. maí til 15. september/ sitja fyrir dvalarleyfum til 10. maí n.k. Leiga verður kr. 25.000.- á viku og greiðist við úthlutun. Byrjað verður að afgreiða dvalarleyfi á skrifstofu V.R.,að Hagamel 4, laug- ardag 26. apríl frá kl. 15.00 —19.00. Úthlutað verður eftir þeirri röð, sem umsóknir berast. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréflega eða sfmleiðis. SÉRSTÖK ATHYGLI ER VAKIN Á ÞVÍ AÐ DVALARLEYFI VERÐA AFGREIDD FRÁ KL 15.00-19.00 NK. LAUGARDAG Vers/unarmannafé/ag Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.