Þjóðviljinn - 24.04.1980, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. aprll 1980
Fimmtudagur 24. april 1980 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 13
Siguröur
Magnússon
sóttur
heim á
10 0 ára
afmælinu
Myndir og texti:
Ólafur H. Torfason
„Hún Ingibjörg mln, hún heföi átt að verða söngkona” — Ingibjörg
Daðadöttir, kona Sigurðar, veröur 96 ára 19. maf.
„Enginn þykist of vel mettur, utan fylgi tóbaksréttur” — Sigurður fær
sér vfsindalega I nefið.
Sigurður Magnússon
fyrrverandi hreppstjóri í
Stykkishólmi er 100 ára og
elsti karlmaður á íslandi.
Hann býr ásamt konu sinni
Ingibjörgu Daðadóttur hjá
dótturdóttur þeirra Aðal-
heiði að Laufásvegi 5 f
Stykkishólmi. Móðir Ingi-
bjargar, María Andrés-
dótfir, bjó með þeim til
dauðadags. Hún varð 106
ára.
Sigurður Magnússon hefur
farið hundrað sinnum kringum
sólina. Ingibjörg Daðadóttir kona
hans verður 96 ára 19. mai. Hún
spinnur. Hann yrkir.
„Nú sá ég giampa”, segir
Sigurður.
„Ég var að taka mynd af þér”
segi ég. Svo reyni ég að teikna
mynd. Á meðan segir hann mér
sögur og fer með kveðskap eftir
sjálfan sig og aöra. Ingibjörg
spigsporar teinrétt um ibUðina og
leggur lika orð i belg. Gætir þess
að allt sé á sinum stað fyrir bónd-
ann, stafurinn við höfðalagið,
tóbaksklUturinn og pontan á borð-
inu. Svo raular Sigurður fyrir mig
lagið sem hann söng þegar hann
fór i söngprófið á Þingeyri til að
komast i karlakórinn. Hann var
;tenór.
„Séra Jósep Hjörleifsson,
bróðir Einars, fermdi mig. Hann
hafði fegurstu söngrödd sem ég
hef heyrt. Tenór. En hUn Ingi-
björg min, hUn hefði átt að verða
söngkona.”
Er það söngurinn sem lengir
lífiö, hugsa ég. Þetta er heimili
tónanna.
„Ég er fæddur á Skutulseyri við
Skutulsfjörð”, segir Sigurður,
„svo var farið að kalla það ísa-
fjörð. Einn morguninn þegar ég
vaknaði viö hliöina á móður
minni var sagt við mig: „Ekki
hafa hátt. Mamma sefur”. En ég
get aldrei gleymt þvi, aö það
hafði verið breiddur hvitur dúkur
yfir andlitið á henni. Ég var 4 ára.
8 ára kom ég að Ytra-Leiti
hérna inni á Skógarströnd. Þar
bjuggu MagnUs Márusson og Jó-
friður Hallsdóttir. Fóstra min
kenndi mér allt sem að gagni
hefur orðið. Það var i fyrsta lagi:
Að trUa á guö. Ég hef aldrei efast
um tilvist hans. 1 öðru lagi: Að
vera vandvirkur og timaglöggur.
Hjá henni varð ég sjálfbjarga.
út
á
bekk
f
í
einum
skára
HUn kenndi mér að gera viö öll
min föt, stoppa i sokka og þess
háttar. Og þetta mátti ég svo gera
sjálfur.
Ég þekkti stafina þegar ég kom
til hennar, dönsk kerling á
Skutulseyri hafði kennt mér það.
En fóstra min blessuö kenndi mér
að lesa, bæði latinuletur og got-
neskt letur. Ég hef ekki setið á
skólabekk. Ég færðist undan
þegar þeir vildu gera mig að
hreppstjóra og sagði þeim þetta.
En þeir höfðu sitt fram. Ég hef
lesiö mikiö um dagana. Eftirlætið
mitt er hann Kristján Jónsson
Fjallaskáld. Flestar bækur okkar
Ingibjargar gáfum við á Dvalar-
heimilið hérna i Stykkishólmi.
Við höfum ekki gagn af þeim
lengur. En við hlustum á hljóm-
bönd. Og Utvarpiö hlusta ég á,
eins mikið og ég get. Mikið er gott
að hlusta á hann Gils Guð-
mundsson, þótt maður hafi lesið
þetta allt áður.
En eitt verð ég að segja: I seinni
tið hefur það aukist aö einhverjar
konur þýða sögur og lesa i
Utvarpið, en ég á bágt með að
fylgjast með. Þær vantar alla til-
breytingu og réttar málhvildir.
Það var lika gaman að hlusta á
Þorstein ö. lesa um Sölva Helga-
son. En mér finnst Davið gera of
mikið Ur honum, þetta er ekki nóg
tilefni i svona langa sögu. En
verstur er hann Thor Vilhjálms-
son, svona menn gera ekki annaö
en auka dýrtiðina.
Ég var 5 sumur i hjásetunni á
Ytra-Leiti. Illa leist mér á það i
byrjun. Ég byrjaði 9 ára gamall.
Þarna var vinnupiltur með mér
tvofyrstu dagana, hann hét Jónas
Jónasson, seinna snikkari. Hann
var afi séra Bolla GUstafssonar i
Laufási. Ég sagði honum að ég
gæti þetta ekki. Ég kynni ekki að
telja upp i 85, en svo margt var
féð. Hann kunni ráð við þvi:
„Reyndu að telja mislitinn”,
sagði hann „þær eiga að vera 22
mislitar. Og ef þig vantar ekkert
af þvi, þá er sennilega öllu til
skila haldið.”
Fyrsta daginn sem ég var einn
gerði prýðis veður, en þegar liða
tók á, fór ég að hugsa um huldu-
fólk og Utilegumenn. Ég gæti litið
ef það hyski kæmi, stUtaði mér og
stæli ánum. Ég labbaði skælandi
heim. En mér var snUiö aftur við
HrUtagilið ofan við bæinn af
mestu bliðu og lofað að ég skyldi
komast i Valshamarsrétt um
haustið I verðlaun, ef ég stæði mig
vel um sumarið. Það dugöi. Enda
las ég alltaf bænirnar minar. Ég
vandaði mig, en mátti auðvitað
ekki hnappsitja féö. Fóstra min
gaf mér ærnytina Ur bestu ánni
þegar ég kom heim. Kindin hét
Budda.”
Við erum bUnir Ur kaffiboll-
unum og Sigurður dregur upp
pontuna og fær sér visindalega I
nefið. Svo réttir hann Ur sér og
lítur til min:
„Enginn þykist of vel mettur,
utan fylgi tóbaksréttur.”
Ég kemst ekki að með neinar
tilgerðarlegar spurningar.
Siguröur stýrir samtali okkar af
lipurð, fléttar inn athugasemdir
og viðauka, án þess að missa
nokkurn tirna af þræðinum.
Vitnar jafnt til nUtiðar og for-
tiðar. Hann var 34 ára þegar fyrri
heimsstyrjöldin hófst. 64 ára
þegar lýðveldiö var stofnað á
Þingvöllum. Hann þekkir landið,
hefur gengið yfir það i vinnuna.
Undir Jökul og suður með sjó.
„Þegar ég haföi fundið konu-
efnið og við gerðum okkur grein
fyrir hvert stefndi með okkur, þá
var Ingibjörg svo raunsæ aö
segja, að við hefðum ekkert með
aö byrja bUskap með tvær hendur
tómar. Svo við vorum i festum i 3
ár. Ingibjörg er frá Dröngum á
Skógarströnd. Hún fór til
Reykjavikur, en ég til Dýra-
fjarðar. Mig langaði að læra
smiðar, þótt ekki yrði af.
Einu sinni var ég fenginn við
annan mann til að lagfæra kosn-
ingaklefann á Þingeyri, þegar
kosningar voru I nánd. I framboði
voru Björn ráðherra Jónsson, Jó-
hannes Ólafsson hreppstjóri og
Þórður Olafsson, faðir Sigurðar
tónskálds. Þá voru hringir á
kjörseðlinum og átti að krossa inn
i þá fyrir framan rétt nafn. Okkur
félögum fannst vanta leiðbein-
ingar handa kjósendum á kjör-
stað, svo við rifum bUt af nagla-
pakka og skrifuðum á pakkann
þessa stöku:
Hér á að krota kross i hring,
hvetur sprota þjóðin slyng.
Þeir vilja ota inn á þing
agnarbroti af lögfræðing.
Félagi minn orti fyrripartinn,
en ég botnaði. Þetta er fyrsti
botninn sem ég kastaði fram
svona i gamni. Þeir urðu fleiri.
Jóhannes hreppstjóri ‘ kom
þarna, sá miðann og brosti bara,
en reif hann náttUrlega niður.
Hann misskildi þetta og hélt vera
um Björn, en ég var Björns
maður og ætlaði Jóhannesi sjálf-
um sneiðina vegna ósvifinna um-
mæla um Björn á kosningafundi.
Við Ingibjörg hófum bUskapinn
á Lindargötunni I Reykjavík, en
fluttum svo að Ytra-Leiti. RUm 30
ár var ég við sjóvinnu og bUverk
jöfnum höndum, hálfgerður far-
fugl, stundum ekki nema mánuð
heima, kom i september eöa októ-
ber. Ég hef mikið veriö við
smiðar, alls konar timburvinnu.
En ég hef aðeins einu sinni of-
reynt mig. Ég hafði ýmsar
aðferðir til að varast hættuna af
erfiðinu. Til dæmis fann ég að
maður þreyttist illa, ef maður
rembdist viö eitthvað. En ef ég
rétt svona hnyklaöi vöðvana áður
og bjó mig undir rétt átak, þá
dugði þrekið betur. Ég stundaði
lika lyftingar, hóf þunga hluti
reglulega á loft. Ég var alveg
hissa á þvi, hve ört maður tók
framförum við þess háttar.
Ég fór einu sinni i hafið Uti á
Banka. Gekk suður seint I janUar,
tók Suöurlandiö frá Borgarnesi.
Réð mig á Keflavikina, Duus
gerði hana Ut, hUn var 88 lestir.
Egill Þórðarson frá Ráðagerði
varmeðhana. Við vorum 24 á. Ég
var með þremur öðrum að koma
klýfinum fyrir, fremst á skUtunni.
Þverreipinu átti að hUkka I
fremst á spruðinu. Ég hélt I
skautið, við vorum til hlés. Þegar
ég er farinn að draga til min
skautið kallar skipstjóri hárri
röddu:
„öruggt handtak allir saman.
Ég ætla að hása riðið!”
„Skilurðu þetta?” segir
Sigurður við mig.
„Nei”, segi ég.
„Þarna var ólag að riða yfir
okkur, aldan var áreiðanlega
jafnhá mastrinu og þegar ég leit
upp var hUn Ihvolf yfir mér. Ef
þetta hefði gengiö á mitt skip og 1
stórseglið, sem viö höföum
nýlega dregið upp, þá heföi þung-
inn lagt skipið, hann hefði hvolft
skUtunni og okkur beint á botninn.
En það er kallaö að hálsa að
leggja skipinu beint i ölduna
svona eins og hann geröi. Egill
sagði seinna, að þessu hefði verið
skotið Ihug sinn: „Hálsaðu! „Það
varð okkur til bjargar. Ég hafði *
samt enga handfestu og flaut Ut.
Hvernig ég snerist veit enginn, en
þeir sáu mig loks vera að krafla
mig á dekkinu, mér skolaði inn
aftur og hélt áfram vinnunni eftir
að ég hafði ælt sjónum.
Ég held það hafi bjargaö mér,
að i hjásetunni æfði ég mig i þvi
að halda niðri i mér andanum og
komst upp i tæpar 4 mlnUtur. Ég
hélt ósjálfrátt niðri i mér
andanum, þegar ég fór I kaf.
Ég hef margsinnis komist i lifs-
hættu, á sjó og landi. Ég hef
fundið það greinilega, að yfir mér
hefur verið haldið verndarhendi.
Það er enginn efi á þvi, að ég hef
náð þessum aldri með guðs hjálp.
Viltu heyra tiðavisurnar minar.
Fyrstu visuna orti ég hérna um
daginn við slmaborðið, flaug hUn
svona i hug. Hinar eru ögn eldri.
I.
Löng er orðin leiðin mfn á
iifsins skeiöi.
Fór ég oft um fjöll og heiði
og festi upp segl í góðu leiði.
II.
Er fætur bila, falls má vænta
á förnum vegi,
þótt staf ég noti og standi
á þremur,
stundum ei að gagni hann kemur.
III.
Enn þá kemst ég út á bekk
I einum skára,
staf minn tek, á steininn pára:
Niutiu og nfu ára.
Að fara i einum skára, það er að
fara i einum áfanga, þetta er Ur
sláttumennskunni. En nUna
endurbæti ég visuna og segi: NU
er iég orðinn hundrað ára”.
Ég tek i höndina á Sigurði og
kveð hann. En hann sleppir ekki,
heldur leggur báða lófa utan um
höndina og dregur mig nær sér.
„Ég verð að hafa yfir þér
visuna sem hUn fóstra min kcnndi
mér:
Trúðu á tvennt i heimi
tign sem æðsta ber,
guö i alheims geimi,
guð i sjálfum þér.
— Þetta verða allir að kunna.”
Ríkharð
Brynjólfssort
á dagskrá
í ókomnu sumri og óvöxnum börnum
býr öll okkar von, Það er auðvelt að
gleðja barn með blöðru eða fána. En
mesta gleði og ánægju getum við veitt
nýrri kynslóð með því að vinna með
sumrinu að betra landi og betra mannlífi
Sumarkoma
I dag er fyrsti sumardagur. Það
er ekki að undra þó þjóð hér á
norðurhjara hafi valið sér tákn-
dag fyrir sumarkomuna. Litið
atriði eins og að telja vikur I
sumri i stað vetrar veit þó
frammávið til betri tiðar.
Island er ekki eina landið i
heiminum með langan vetur og
sumarkomu sem sjaldan kemur
vonum fyrr. En Islendingar eru
eina þjóðin i heiminum sem
heldur sumarkomuna hátiðlega.
Hvað ræður er ekki gott að segja;
ihaldssemi viö gamla siði og
timatal, eða einfaldlega þörf fyrir
jarðneska upplyftingu eftir
lönguföstu og páska. Ég segi
jarðnesk, þvi sumardagurinn
fyrsti er tákn fyrir þá breytingu
sem verður á náttUrunni um
misseraskiptin. Veturinn drepur
hana i dróma, sumarið glæðir
hana nýju lifi.
Við íslendingar lifum i nánara
sambandi viö land okkar en flest-
ar aðrar þjóðir. Fyrir örfáum
áratugum lifði allur þorri þjóðar-
innar beint á nýtingu auðlindanna
til lands og sjávar, og þó margur
virðist loka augunum fyrir þvi,
eru þær enn uppspretta lifskjara
okkar. Auðlegð landsins byggist á
viðhaldi og helst vexti þessara
auðlinda, og aö við kunnum að
nýta þær viö allar aðstæður.
Hvernig höfum viö svo með-
höndlað þessa undirstöðu til lands
og sjávar? Hefur okkur farist eins
og meyjunum óforsjálu, sem
höfðu brennt allri ollu af lömp-
unum þegar þörfin var brýnust?
Fiskistofnar hafa verið mest til
umræðu upp á siðkastið, og sýnist
sitt hverjum. Er skemmst að
minnast umræðna um loðnuveiði
siðastliöinn vetur. Rányrkja
okkar á fiskimiðunum, eða meint
rányrkja, er stutt og mest af_
getuleysi, en öðru er til aö
dreifa til landsins. Þar hefur
lagst saman geta til nýtingar
með öxi og beitarpeningi og
gri'öarleg þörf. Við sjáum merki
þessa hvar sem við litum. Svo
ég taki dæmi Ur mlnu ná-
grenni, hversvegna skyldu
mUlarnir milli Borgarfjarð-
ardala vera jafn gróðurvana og
raun ber vitni, og hvar er
Hafnarskógur, þar sem Benedikt’
skáld Gröndal villtist á hestbaki
fyrir öld? Bændur hafa oft mátt
heyra á undanförnum árum að
sökin á nekt landsins sé þeirra.
Skuldin við landið sé semsagt
einskonar erfðasynd sem hreinsa
megi sig af með þvi einu að
hlaupast á brott. Ekki skal hér
neitað áhrifum of mikils beitar
álags siðustu áratuga á gróður
landsins. En að skella allri skuld
af sambýli lands og þjóðar i ellefu
aldir á þær fáu sálir sem enn
stunda bUskap er fásinna. Eins
mætti þá setja skuldina á Versl-
unarráð og Kaupmannasamtök.
Þeir hljóta að teljast réttbornir
arftakar Körmangara og
Konungsverslunar. Og hvað
hvatti meir til óhóflegrar
nýtingar landsins en einmitt
verslunarkjörin sem þessir
höndlarar og kollegar þeirra
gegnum aldirnar héldu við? A
nUtimamáli heitir það, að þeir
héldu uppi hágengi á islenskri
framleiðslu, en lággengi á inn-
flutningi.
Svona bollaleggingar, að reyna
að koma erfðasyndinni við landiö
á einhverja sökudólga, er fá-
viska. Skuldin er þjóðarinnar
allrar. Og hafi einhverjir breytt
lifnaðarháttum sinum til bættrar
meðferðar á viðkvæmu landi á
siðustu árum eru það bændur.
Mörgum þéttbýlisbUa hefur yfir-
sést þetta. En sem dæmi má
nefna, að upprekstur hrossa á af-
rétti er nú tiær algjörlega bann-
aður, upprekstri hefur veriö
seinkað mjög viða, smala-
mennsku flýtt og færra fé rekið á
afrétt. Allt er þetta gert af
bændum hvers héraðs án utan-
aðkomandi þvingunar. Klaufna-
spark er heldur ekki lengur helsta
áhyggjuefni náttUruverndar-
manna, heldur umferð og sport-
keyrsla þeirra sem vegna fá-
i tæktar i anda þurfa að finna hest-
öflin nötra undir hægri fæti til að
öðlast lifsfyllingu.
Þjóðin minntist stórafmælis
með svokallaðri þjóðargjöf til
landsins, ákveðinni fjárhæð á ári I
fimm ár. Þau eru nU liðin.
Spurning dagsins er, hvort hér
hafi verið um að ræða friðþæg-
ingu eða fyrstu afborgun
skuldar. Svarið ræðst af þvi
hvern hug við, svokallaður skatt-
pindur almUginn, og fulltrUar
okkar bera til landsins. Eigum
við að leggjast á sveif með
sumrinu, og kosta þvl til sem
þarf, eða vetrinum; þvi jafnt
gildir um öll ókkar samskipti við
umhverfið, menn, málleysingja,
lifandi og dauða náttUru, að öllum
hafis verri er hjartans is, kæru-
leysið, sinnuleysið.
Sumardagurinn fyrsti er sér-
stakur fagnaðardagur barna. I
ókomnu sumri og óvöxnum
börnum býr öll okkar von. Það er
auðvelt aö gleðja barn með blöðru
eða fána. En mesta gleði og
ánægju getum við veitt nýrri kyn-
slóð með þvi aö vinna með
sumrinu að betra landi og betra
mannlifi.
Gleðilegt sumar!
Slátrararnir snúi
til Mekka
A nýafstöðnum ársfundi Bú-
vörudeildar SÍS kom m.a. fram,
að ástandið I tran hefur haft
ýmiss konar áhrif á heimsmark-
aðinn fyrir kindakjöt. tranir hafa
nú gert stóra samninga bæði viö
Ný-Sjálendinga og Astraliubúa
um afgreiðslu á kinda- og naut-
gripakjöti ein fjögur ár fram i
timann. Er hér um mikið magn
að ræða eða um 200 þús. lestir af
frystu kindakjöti á þessu tfmabili.
Átthagasamtök Héraðsmanna:
V orfagnaður
Atthagasamtök Héraðsmanna
halda árlegan vorfagnað sinn á
morgum föstudag, 25. april I
Félagsheimili Rafveitunnar við
Elliöaár. Dagskrá hefst kl. 9
stundvlslega og verður þetta til
skemmtunar m.a.:
1. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrr-
verandi menntamálaráðherra,
flytur ávarp.
2. Sigurður Blöndal, skógræktar-
stjóri, talar I tilefni af ári trés-
ins.
3. Þorvaldur Jónsson frá Torfs-
stöðum og félagar hans Ur
Lindarbæ leika fyrir dansi og
hefst leikur þeirra kl. 10.
Atthagasamtök Héraösmanna
hafa starfað i tæp átta ár og halda
að jafnaði þrjár samkomur ár-
lega. Auk þess hafa samtökin
gengist fyrir skemmtiferðum á
sumrin og hin siðari ár haldið ár-
legt kaffiboð fyrir eldra fólk af
Héraði við góðar undirtektir.
Stjórn samtakanna skipa tiu
menn, einn Ur hverjum hreppi á
Héraöi. Formaður er Helga Sig-
björnsdóttir.
Þar af hafa Ný-Sjálendingar
þegar afgreitt 45 þús. lestir og ir-
anir neytt samningsréttar sins til
að leita eftir hækkun afgreiðslu
upp f 57 þús. lestir.
Sérstakir iranskir slátrarar
voru sendir til Nýja-Sjálands til
þess aö aflifa lömbin i samræmi
við reglur MUhameðstrúar-
manna. Og ekki nóg með það,
heldur varð MUhameðstrúar-
prestur aö ferðast á milli slátur-
húsanna og ákvarða hvernig
slátrararnir ættu að snúa þannig
að þeir snéru andlitinu til Mekka
á meðan þeir aflffuðu féö.
Mörg arabalönd hafa stóraukiö
eftirspurn sina eftir kindakjöti,
sem stafar af hagstæðum við-
skiptajöfnuði og bættum efnahag
þessara oliurlkja. Auk þess neyta
þessar þjóðir aðallega kindakjöts
vegna bannhelgi þeirra á svina-
kjöti. Búvörudeild hefur fengiö
allmargar fyrirspurnir um af-
greiöslur til þessa heimshluta,
ýmist beint frá aðilum þar eða frá
fyrirtækjum í Vestur-Evrópu.
Hafa sumar þeirra verið ærið
stórar i sniðum. Til dæmis var I
einu tilvikinu um að ræða af-
greiöslu á 1 milj. fjár á fæti og
tugþúsundum lesta af kjöti. Slikar
afgreiðslur stranda þó alfarið á
kröfum þessara aðila um skurð
kinda og bænalestur við slátrun i
samræmi viö trúarbrögð þeirra.
—mhg