Þjóðviljinn - 09.05.1980, Page 4

Þjóðviljinn - 09.05.1980, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. mal 1980 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandí: Otgáfufélag ÞjóBviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann ,Kitstjórar: Arni Bergmann, EinarKarl Haraldsson, Kjartan Olafsson Fréltastjdri: Vilborg HarBardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Rekstrarstjórl: Olfar Þormóbsson AfgrelBslustjóri: Valþór HlöBversson BlaBamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús'H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Ctllt og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. SafnvörBur:Eyjólfur Arnason. Auglýslngar: SigriBur Hanna SigurbjÖrnsdóttir. Skrifstoía:Guörún GuBvarBardóttir. AfgreiBsla:Krist(n-PétursdOttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurBardóttir Sfmavarsla: Olöf Halldórsdúttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: SigrUn Bánöardóttir. HúsmóBir: JOna SigurBardóttir. Pökkun:.Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreibsla og auglýsingar: SfBumdla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: BlaBaprenthf. Meiri uppbygging — Minni sóun • Þessa dagana er til umræðu á Alþingi f járfestingar- og lánsf járáætlun fyrir árið 1980. Fjárlög hafa áður ver- iðsamþykkten með f járfestingar- og lánsf járáætluninni er nánar kveðið á um f járfestingar opinberra aðila svo og aðrar f járfestingar á árinu. • Ekki þarf að taka fram, að svigrúm til framkvæmda er mun minna en ella vegna þess áfalls í utanríkisvið- skiptum, sem orðið hefur á síðasta ári og því sem nú er að líða, en talið er að viðskiptakjör okkar verði í ár um 14% lakari en þau voru 1978. • Þjóðarframleiðsla okkar íslendinga á árinu 1980 er samkvæmt þjóðhagsspá talin verða um 1230 miljarðar króna, en gert er ráð fyrir í þeirri áætlun ríkisstjórnar- innar, sem nú liggur fyrir Alþingi, að þar af verði ráðstafað í f járfestingar 327 miljörðum króna, þar af opinberar framkvæmdir fyrir 126,6 miljarða. Þarna er gert ráð fyrir 21.3% magnaukningu opinberra fram- kvæmda á þessu ári, og vega þar að sjálfsögðu þyngst framkvæmdir í orkumálum, svo sem Hrauneyjarfoss- virkjun og tenging Vestfjarða við aðalorkuveitusvæði landsins. W Ráðgert er að hlutfall heildarf járfestingarinnar í landinu af þjóðarframleiðsiu verði 26,5%, en í stjórnar- sáttmálanum er talað um að þetta hlutfall skuli á þessu ári og því næsta nema ,,um fjórðungi" af þjóðarfram- leiðslu. • Það er hiálegt, þegar stjórnarandstæðingar reyna að gagnrýna rlkisstjórnina fyrir, að þetta f járfestingar- hlutfall sé of hátt. Sannleikurinn er sá að átta ár af tfu á síðasta áratug hef ur f járfestingarhlutfallið verið hærra, og fór hæst árið 1975 á ríkisstjórnarárum Geirs Hall- grímssonar, þegar það náði 33%, eða að kalla fullum þriðjung af þjóðartekjum. • Miklu nær væri að deila á rfkisstjórnina fyrir aðhaldsstefnu í f járfestingar- og lánsf jármálum, hvað varðar þjóðhagslega brýnar framkvæmdir. En þar eru þó auðvitað skorður settar af takmörkuðum lánsfjár- möguleikum innanlands og þeirri greiðslubyrði af erlendum lánum, sem ekki má hækka úr hóf i fram. • Margir hafa orðið til þess á undanförnum árum að vara við hættunni af óhóf legri skuldasöfnun erlendis, og ekki hafa þau varnaðarorð öll verið að ástæðulausu. • Aðalatriði þess máls er þó það, að auðvitað getur verið hárrétt að bæta við erlendum lánum, ef því f jár- magni er varið með skynsamlegum hætti til að auka og treysta okkar útflutningsframleiðslu, ellegar til þess að spara innf lutning. I þessum efnum biasa við tvö megin- verkefni, annað orkuframkvæmdir til að minnka stór- lega olíuinnflutning og spara gjaldeyri, og hitt uppbygg- ing fiskvinnslunnar til að auka gjaldeyristekjurnar. • í slfkar framkvæmdir er sjálfsagt að taka erlend lán, þótt skuldir séu miklar fyrir, en hitt er jaf n f ráleitt að taka erlendis eyðslulán, sem ekki er varið til að styrkja þjóðarbúskapinn með framtíðarsjónarmið í huga. • Þaðer athyglisvert, að f lánsf járáætiun ríkisstjórnar innar er við það miðað að langtímaskuldir okkar erlendis lækki á árinu 1980 frá því að vera 34,9% af þjóðarfram- leiðslu ársins 1979 (fært tii meðalgengis) í iok fyrra árs og f það að verða rétt 34% af þjóðarframleiðslu ársins 1980 við komandi áramót. Síðustu fimm ár hafa lang- tímaskuldir okkar erlendis numið að jafnaði 33,8% af þjóðarframleiðslu liðins árs við hver áramót, og vissu- lega má heita gott, ef okkur tekst að halda í horfinu í þeim efnum, komast hjá skuldaaukningu, en halda þó uppi fullri atvinnu og nokkurn veginn sama kaupmætti launa, þótt viðskiptakjör haf i versnað um 14% á tveimur árum. • Hins verður að geta að samkvæmt lánsf járáætlun má reikna með að greiðslubyrði af erlendum lánum sem hlutfall af þjóðartekjum fari á þessu ári úr 14,2% í yfir 16%, en þar veldur vaxtahækkun erlendis um þriðjungi breytingarinnar til hins verra. • Hér verður því að fara með allri gát og nýta sem mest af því f jármagni sem við höfum ráð á til gjaldeyr- issparandi og gjaideyrisskapandi framkvæmda ti! að vinna sig fram úr tímabundnum erfiðieikum. — k. Hlippt Mogginn: Ofnotkun á Geir Gallinn við samsæriskenn- ingar er sá að þött þær séu djúp- hugsaöar og snjallar reynast þær oftar en ekki hrein della. Svo fór um þá kenningu okkar að einhverjir andskotar Geirs Hallgrimssonar væru að teikna skegg inn á myndir af honum i Morgunblaðinu. Staksteinar skjirir máliö I gær: „Þjóðviljinn hefur af þvl áhyggjur I gær, að birzt hafi mynd af Geir Hallgrimssyni I Morgunblaðinu — með yfir- skeggi! Auðvitað dettur Þjóð- viljanum ekkert annað I hug en þarna hafi verið um samsæri aö ræöa — og Geir sé enn skegg- laus. Það mun vera rétt. En skýringin á „skegginu” er sú, að filman (en myndin birtist I auglýsingu) er gölluð — af of- notkun! HUn hefur þvi veriö tekin Ur umferö. En samsæris- kenningin er þannig fallin um sjálfa sig. Miklar áhyggjur hefur Þjóðviljinn af þvl, að Geir Hallgrlmsson „missi andlitið”. En þeir alþýðubandalagsmenn þurfa ekki að hafa frekari áhyggjur af þvl. Það eru aörir að missa andlitið um þessar mundir t.a.m. fáðherrar rikis- stjórnarinnar — og þá ekki sizt hinir skeggjuðu ráðherrar Al- þýðubandalagsins. Við segjum | þvi við Þjóðviljann: Littu þlnu ej rauöa skeggi nær. ■ Þess þarf náttúrlega ekki að ■ geta, að Þjóðviljann skrifa Imenn auðvitaö áfram með kart- nögl á hverjum fingri.” i Innrœtið gott m IBergþórusamlikingunni una Þjóöviljamenn vel. Bergþóra er í þrátt fyrir kartneglurnar sú | bókmenntalega Imynd dreng- ■ skapar og trúmennsku sem | hvaö lengst mun lifa. Ekki var ■ hún heldur skaplaus I þræla- ■ striöi þeirra Hallgerðar, en átti “ ekki upptök að vígaferlum. n Enda þótt kartnöglin kunni að há mönnum viö ritvélina, skiptir þó meira I lengdina inn- rætið og skaplyndiö. Olíuhringarnir og Jan Mayen Ekki blæs byrlega I samning- um Islendinga og Norömanna um Jan Mayen svæöið. Eitt af þvl sem sjónir manna hafa nú beinst að er hugsanleg ollu- vinnsla norðan 70. breiddar- gráöu. Auövitað skiptir það sköpum fyrir Islendinga að þeir fari með ákvörðunarvald til jafns við Norðmenn á þessu sviöi. Frá hugsanlegu ollu- vinnslusvæöi viö Jan Mayen liggja straumar til íslands og oliuslys þar gætu ógnaö lifrlkinu viö strendur lansins, og þar meö afkomu þjóöarinnar. Astæða er til þess að vekja athygli á þvi að olluboranir I Norðursjónum hófust ekki fyrr en eignarréttardeilur höfðu veriö settar niður og dómar gengnir i prófmálum Ut af skipt- ingu svæðisins milli aðliggjandi rlkja. Olluauðhringirnir vissu þó mætavel af þeim oliuauöæf- um sem fólgin voru undir Noröursjónum. Hinsvegar sóa þeir ekki milljörðum sínum I vafasama fjárfestingu, sem eignarréttardeilur gætu ef til vill brugðiö fæti fyrir og gert gróðavonir aö engu. Aö slnu leyti vissu rlkis- stjórnir Noregs og Bretlands til aö mynda að oliuleit.olluboranir og oliuvinnsla yröi hvorki fugl né fiskur nema með atbeina stóru olluauðhringanna. Þess- vegna var efnt til samvinnu milli rlkisfyrirtækja og hring- anna, eöa þeim úthlutaö sér- stökum svæðum gegn skiptum á tækniaðstoö og þekkingu. Ef mál væru ekki svona I pott búin hefðu stjórnir landanna, eöa innlend fyrirtæki, hafist handa upp á eigin spýtur. Véfengjum réttinn Efasemdir hafa veriö látnar uppi um aö eftir miklu sé að slægjast á Jan Mayen svæðinu. “ Vitneskja um það er þó af | skornum skammti og þaö eitt ■ vlst aö olluauðhringarnir eru I þeir einu sem hafa til aö bera “ þekkingu til þess aö meta horf- | urnar I raun. Um leiö og eignar- * réttardeilan á hafsbotninum g umhverfis Jan Mayen hefur 1 veriö Utkljáð endanlega munu ■ auðhringarnir sýna á spilin en | fyrr ekki. Þvl er afar mikilvægt ■ fyrir íslendinga að vefengja rétt I Norðmanna til hafsbotnsins ■ hvort sem Norðmenn færa Ut m einhliða eða ekki, þar til þeir i hafa viðurkennt að olluboranir Jj á svæöinu séu háöar samþykki | beggja þjóöanna. ■ Hœpinn | málstaður Margir velta þvl fyrir sér ® hvað verður ef ekki nást samn- ■ ingar aðgeröa. Um þaö atriöi ■ fjallaði LUðvIk Jósepsson for- . maöur, Alþýöubandalagsins I I slðasta sunnudagsblaöi: „Um það er spurt, hvað viö | taki' ef samningar náist ekki ■ milli íslendinga og Norðmanna. R Fari svo, að Norðmenn taki sér J einhliöa efnahagslögsögu viö ■ Jan-Mayen, án samkomulags 1 við tslendinga, þá hljótum við ■ tslendingar aö mótmæla þeirri | útfærslu og lýsa því jafnframt ■ yfir aö viö munum ekki fara g eftir slíkri valdtöku.Þaö myndi ■ jafngilda þvl, að viö héldum S áfram aö senda okkar skip inn á I Jan-Mayen svæðiö og veiða þar ■ eftir þvl sem okkur þætti hag- | kvæmt. Auðvitað gætu Norð- ■ menn sent á okkur herskip sln S og reynt aö bægja okkar skipum ® frá, en hæpiö tel ég þaö og væg- g ast sagt óllklegt. Með slikum I aðgerðum legðu Norðmenn I f mikla áhættu og mikinn | kostnað. Auk þess vissu þeir vel, að við 9 myndum kæra útfærslu þeirra ■ fyrir dómstóli þeim, sem haf- ■ réttarsáttmálinn gerirráð fyrir. ■ Og um niðurstöðu þess dómstóls . geta Norðmenn ekki sagt I fremur en viö, en á þvl tel ég llt- ■ inn vafa að málstaður- Norð- -| manna mun veröa talinn hæpinn ■ á ýmsum sviðum.” Sterk g samningastaða „Eins og málin standa I dag I reynum við samninga viö Norð- ■ menn um Jan-Mayen málið, og | sennilega llður ekki á löngu þar ■ til við tökum einnig upp samn- | jnga um Austur-Grænlands- ■ málið. Samningsstaða okkar I þess- I um efnum er sterk. Þvl fer vlðs ■ fjarri að viö veröum að semja | sem fyrst við Norðmenn, þvl m ' annars færi þeir Ut einhliða, eða g að öðrum kosti veröi Danir fyrri J til meö Utfærslu viö Austur- ■ Grænland. Viö eigum ekki að 9 standa I samningaviöræðum J með slikan þankagang. Við semjum ekki við Norð- ■ menn um Jan-Mayen vegna i þessað annars færi þeir Ut ein- ■ hliða. Einhliöa aðgerðir Norð- g manna I þessum efnum eru ■ verri kostur fyrir þá en samn- ■ ingsleysi okkar. Vilji þeir ekki I samninga við okkur, samninga ■ sem eru þess virði að nefnast § samningar, þá þeir um það, — ■ þá munu þeir mæta miklum B vanda, og sennilega meiri J vanda en við. Viðskulumneldurekkisemja 1 við Norðmenn I trú á, aö þeir J veröi okkur góöir frændur og 1 vinirá eftir. t þeim efnum skul- ® um viö ekki treysta á neitt, | nema okkur sjálfa og hugsan- ■ legar gagnaaögeröir okkar”. g —e.k.h. _ eg sicerif Nýjasti borpaliur Norömanna er risaferlíki sem vfsar veginn aö borun á sifellt meira dýpi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.