Þjóðviljinn - 04.06.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.06.1980, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. júni 1980. Þóra Vigfusdóttir Fcedd 26. nóvember 1897— Dáin 28. maí 1980 Þóra Vigfúsdóttir skilur eftir fagrar saknaðarendurminningar hjá mörgum, ekki sist þeim sem muna eftir þeim menningar- bústað og mentamiðstöð sem heimili hennar og Kristins E. Andréssonar magisters var um lánga hrið, alt frá þvi þau settu fyrst bú saman og mun hafa verið á árinu 1934. Þessara hjóna verður seint minst sem vert er, svo einstök sem þau voru hvort um sig og þó samvalin i köllun sinni til eflingar þjóðlifs, trúuð á vakningu fátækra manna til sjálfsvirðingar og þar með upphækkun landsfóiksins til vits og veru. Manni fanst heimili þeirra mikið af sjálfu sér. Mörgum láðist að spvrja hvaðan þau væru i rauninni komin. eða hver þau væru. Þvi skal ekki heldur reynt að svara á degi einsog þessum, þegar skyldug hrygð yfir náttúrlegum gángi lifsins leitar á, og þeirrar miklu gleði hefur verið notið sem slikt fólk hafði að færa. Ég stend alti- einu með penna i hendi hér og nú án þess að hafa hugmynd um hver Þóra var — þó ekki væri nema samkvæmt kirkjubók- unum-, ekki einusinni hvaðan hún var komin. Nokkra sök á þessu átti Þóra sjálf. Af áhuga sinum á þjóðfélagslegum viðfángsefnum og upphafningu fólks i landinu, gaf hún sér aldrei tima, svo ég muni, til að koma sjálfri sér saman og heim við mannlegt leik- svið sem var bakvið hana i timanum; og þannig skrifa ég nú þessar linur út frá einni saman mynd hennar einsog hún er upp- máluð i hug mér; enda hefur leit að heimildum ekki borið tilætl- aðan árángur. Jafnvel um fæðingarár Þóru ber tveim lög- legum aðiljum ekki saman; en um fæðingarár hennar vitna ég aðeins til þess ágreinings sem verður milli færslu i þjóðskrá, en þar stendur árið 1897, og má þykja sennilegt, þó ósannað; hins- vegar skirnarvottorð sóknar- prests sem tilgreinir árið 1894. Fæðingarstaður er einnig óljós þar sem tvær löglegar heimildir greinir aftur á; þó skilst mér Elliðakot i Mosfellssveit eða Vatnsendi i Seltjarnarneshreppi komi til greina. En uppeldispláss hennarer bersýnilega Reykjavik, þvi þar er hún tekin i fóstur af reykviskum hjónum, Jóni Guðmundssyni og Sigriði Þórðar- dóttur konu hans, og bjuggu i Hausthúsum fyrir vestan bæ, (sama og Bakkastlgur 8). Sá staður er ekki leingur til, það ég best veit. Uppeldisbróður hennar þekti ég vel, en hann var yfirtoll- vörður i Kaupmannahöfn, Þórður, sonur Jóns i Haust- húsum. Til hans fór Þóra 18 ára, eftir nám i Verslunarskólanum i Reykjavik. I Kaupmannahöfn lærði hún tónlist og lék á pianó, en hafð veilar hendur sem ekki þoidu álag einsog útheimtist. Skömmu eftir heimkomu til Islands gekk hún að eiga Jóhann Havsteen fiskimatsmann á Akur- eyri; þau slitu samvistir 1927. Þá fór Þóra enn til Danmerkur og lærði nuddlækníngar. Hún vitjaði einnig Akureyrar að námi loknu og setti þar upp nuddstofu um skeið;en handveila hamlaöi henni aftur og hún kom alkomin til Reykjavikur árið 1934 að ég hygg. Þóra Vigfúsdóttir tilheyrði þeim hópi íslendinga sem eftir okkar siðvenjum eru nefndir höfðingjar af þvi við erum vanir að reikna höfðingsskap út frá manngildi; og var það augljóst og áþreifanlegt hverjum sem átti viö Þóru nokkur skifti, hvað sem liður ættartölum og skjölum. Hún var frið kona og fyrirmannleg, allra manna ljúfust i orði og dóm- um, kunni músik, fleytti sér vel á ýmsum útlendum málum, skrif- aöi fallegan stil og ritstýrði reyndar kvennablaðinu Melkorku og út korh i 18 ár (1944—1962). Henni var innborin sterk náttúru- greind, sem stundum hefur verið kallað réttskyn, og kunni með þessum hætti að nálgast hvert málefni sem undir hana var borið, og hafði af innborinni sam- talslist hæfileika til aö leiöa við- ræður manna þar sem hún var nærstödd. Hún var jákvæð persóna: leitaöi mannúðar i sér- hverju máli og lét aldrei hug- fallast þó i móti væri mælt; ekki heldur þó i óefni væri komiö; en kom auga á nýar stöður þegar aðrar voru bilaðar, og hafði þó I hverju máli sjónarmið tignar- konu: glöð I huga, jákvæð. gamansöm, reiðubúin að fyrir- gefa veikleika, gera gott úr öllu þegar i harðbakkan sló, breiða ljúfmensku og persónutöfra yfir þrúgað og ráðalaust umhverfi. Hún trúði á sigur manngildis i hverju máli og það kom til af þvi að i hennar innra manni var staður sem aldrei lét bugast; jafnvel i tiifellum þar sem traust á réttum málstað virtist öfug- mæli. Ásamt þessum fám fátæklegum orðum vil ég enn bera fram afsökun mina að hafa ekki fundið neina ættartölu göfugrar vinkonu minnar svo mark sé á takandi (utan eina sem hefur lángar færslur úr Landnámabók); svo fæðingarstaður hennar sem nánir ættmenn eru mér lokuð bók á þessum degi þegar ég nú mæli eftir Þóru Vigfúsdóttur. En ein sú gjöf sem maður fær mesta af heiminum er viðkynning við tignarfólk sem ekki þarf að sanna sig með ættartölu. Halldór Laxness Með Þóru Vigfúsdóttur kveður kona, sem skipa mun siðar meir ógleymanlegan en sérstæðan sess I islenskum bókmenntum þess- arar aldar. Ég minnist þess enn er ég sá hana i svip i fyrsta sinn 1921. Nokkrir af „höfðingjum” Akur- eyrar voru að fara I útreiðartúr og Ihópnum var þessi unga, tigulega kona. Það hafði valdiö nokkru fjaörafoki i þröngum yfirstéttar- hópi bæjarins, er þessi sunn- lenska alþýðustúlka hafði gifst góðum en breyskum manni og borist þannig inn i eina af helstu hálfdönsku yfirstéttarfjölskyld- um bæjarins. Mér fannst hún til aö sjá vera að reyna aö samræm- ast I fasi og fataburði þeim þrönga „fina” heimi, sem örlögin höfðu skolað henni inn f. Er ég kom heim erlendis frá 1924 kynntist ég henni og fylgdist með allri baráttu hennar innri og ytri. Eldmóður hennar, ást á fögrum bókmenntum og listum, áhugi á félagslegum hugðarefn- um hlaut fyrr eða síðar að sprengja hinn stirðnaða brodd- borgaraheim, er hún bjó i. Það jók á mótsetningarnar að áhrif alþýðuuppeldis leyndu sér ekki. „Ég er jarðskjálftabarn” sagði Þóra stundum i gamni siðar, — og um tima haföi hún verið f fóstri á indælu sjómanns- heimili í Vesturbænum. Þótt maður hennar sýndi henni hlýju og skilning og jafnvel dönsk tengdamóðirin það góöa viðmót, sem þær konur áttu til á Akur- eyri, þá var hroki tengdafööurins þvi óbærilegri. Hin harða skel broddborgaraháttarins var sprengd. öryggi hins rfkmann- lega heimilis fórnaö fyrir fátækt og frelsi hinnar sjálfstæöu, sterku konu, sem með innri eldi sínum gat breytt litlu fbúðarherbergi i draumanna höll. Andleg auðlegð hennar gat jafnvel tendrað aðra til hinnar fegurstu listar. Þaö var á þessum uppreisnar- árum á Akureyri aö sú vinátta okkar Þóru hófst er hélst til ævi- loka. Svo var það rúmum tveim ár- um eftir að viö hjónin fluttum suður (1931), að fundum þeirra Þóru og Kristins bar saman á gestkvæmu heimili okkar á Skólavörðustfg 12. Þau höfðu aldrei sést áður. „Við sáumst þá hjá ykkur og höfum aldrei séð nema hvort annaö sföan”, sagði Þóra eitt sinn viö okkur Siggu, sem lika var vinkona hennar aö noröan. — Innan fárra mánaða voru þau gift. Það mun ef til vill aldrei verða viðurkennt hverja þökk islenskar bókmenntir á hátindi lista og eld- móðs á þessari öld eiga Þóru Vigfúsdóttur að gjalda. Það er sem að lyfta Grettistaki i lffinu og sögunni að fá stórvirki og afrek kvenna, sérstaklega eiginkvenna, metin og virt til fulls. Islensk þjóð þekkir i dag — að ofstækisblindingjum undanskild- um — afrek Kristins Andrés- sonar, — eldmóðinn, skipulags- hæfileikana, stórhugann, sem fylkti listaskáldum og stórmenn- um andans til rismestu átaka og sköpunar f íslenskri bókmennta- sögu. En færri vita, að Þóra Vigfús- dóttir gaf Kristni Andréssyni, er þau giftust, eigi aðeins ást sfna alla, heldur veitti honum og það sjálfstraust, sem hann áður skorti, og leysti þar með úr læð- ingi alla hans stórkostlegu inni- byrgðu hæfileika, sem brutust út i þeirri háreistu byltingaröldu rauðu skáldanna, er gaf aldar- þriðjungi þeirra hina ógleyman- legu reisn. En nóg um það. Óbrotgjörn verkin eru minnismerki þessarar reisnar þeirra stórbrotnu tima. En það svifa lika á kveðju- stundinni smámyndir úr hvers- dagslifinu fyrir hugskotssjónum. Ég sé fyrir mér Þóru 1937 sem „búðardömu” i bókaverslun „Heimskringlu”, er hun hóf bylt- ingarsinnaða útgáfu sina. Það var i öörum helming verslunar- innar á Laugaveg 38, i hinum end- anum var afgreiðsla Þjóðviljans, sem ráðist hafði verið i af miklum stórhug Kommúnistaflokksins að gefa út sem dagblaö. — Þóra var alltaf reiðubúin til baráttunnar á hvaöa sviði sem var. Ég minnist þess enn er Kristinn kom til min út á Njálsgötu 85, — þau bjuggu þá á Njálsgötu 72 — með hina stórkostlegu hugmynd um Mál og menningu. Ég býst við að hann hafi þá aðeins verið búinn að ræða hana við Þóru og mig grunar aðeins hvflíka andlega uppörvun Þóra hefur gefið hon- um. Og nú vildi hann fá þá póli- tisku uppörvun til þess aö hefja þetta risavaxna verk — og fékk hana i rikum mæli. Flokkurinn samfylkti vel með skáldum sin- um þá — eins og þau með honum. Endurminningarnar yrðu óþrjótandi ef svo væri áfram haldið. Og sist ætla ég að reyna að lýsa þvi eða skrá allt, sem Þóra var Kristni i næstum 40 ára sambúð þeirra. Afrek Kristins tala sjálf bestu máli um þaö. — Og þaö, sem hún var honum er erfið endalokin bar að, þvi fá fátækleg orö mfn ekki lýst. Saga Þóru Vigfúsdóttur er samofin sókndjarfasta umbyit- ingarskeiði islenskrar sögu og verður aldrei frá þvi skilin. Að hafa átt fölskvalausa vin- áttu þessarar konu f meira en hálfa öld er gæfa, sem ekki fæst þökkuð með fátæklegum orðum. Viö hjónin kveðjum hana i hinsta sinn, þökkum henni hálfrar aldar ógleymanleg kynni og sendum fósturdóttur hennar Höllu og ástvinum öllum okkar innilegustu samúöarkveðjur og þakkir fyrir allt sem þau voru henni, ekki sist ér sárast þrengdi aö og brottfarartiminn nálgaðist. Einar Olgeirsson Að áliðnu sumri 1935 kom ég i fyrsta skipti á heimili Þóru Vigfvisdóttur og Kristins Andrés- sonar, að mig minnir f samfylgd vinar mfns, ungs menntamanns, sem mun hafa átt eitthvert erindi viö hdsbónda, sennilega vegna fyrirhugaðrar útgáfustarfsemi. Atvikin höguðu þvi svo, að árin 1940-43 var ég að nokkru leyti heimamaöur hjá þeim hjónum og æ sfðan tíöur gestur þeirra. Þau bjuggu hér og hvar i borginni i harla ólikum húsakynnum, en þó fannst mér andrúmsloftið á heim- ili þeirra ávallt hið sama. Ég hygg að húsfreyja hafi átt ósmáan þátt I þeim hlýlega og frjálslega blæ mennta, lista og gestrisni, sem þar réð rikjum og virtist i senn öldungis óháöur stofustærð og sibreytileika þess- ara tlma. Aðrir munu vera til þess færari en ég að rekja þátttöku Þóru VigfUsdóttur i ýmsum félags- störfum. Ég vil samt ekki láta hjá liöa aöminna á, að hún var bónda sinum hjálparhella i öllum um- svifum hans vegna Máls og menningar, átti frumkvæöi aö stofnun og Utgáfu nýs tfmarits um málefnikvenna, Melkorku, og rit- stýrði þvf með prýði allmörg ár eða meðan það kom út. Auk þess þýddi hUn í tómstundum sfnum fáeinar bækur og margar greinar og ritgerðir um sundurleit efni, einkum félagsleg. Reyndar var mér það löngum töluverð ráð- gáta, hvenær þessar tómstundir hennar voru, þvf að erilsamt var á heimilinu og ævinlega gesta von, karla sem kvenna, boðinna sem óboöinna, erlendra sem inn- lendra. Þangaö lögðu leið sfna heimssnillingar og meistarar, stórskáld, smáskáld,og vonarpen- inguraf ýmsu tagi, svo og fræði- menn og stjórnmálamenn, bænd- ur og verkamenn hvaöanæva af landinu. Ekki var heldur örgrannt um að stöku sinnum slæddust inn úr dyrunum heldur leiöinlegir básakusar héðan og þaöan, sem áttu sjaldnast merki- legra erindi en að ræskja sig og sjúga upp i nefið, horfa meö augljósum vandlætingarsvip á myndir á veggjum, fetta fingur út I einhver ljóö, sem voru þeim ekki að skapi, vera með stagl og regl- ing, nöldur og nudd. öllu þessu fólki var vel tekið og ljúfmann- lega, hvort sem þvi fylgdi sólskin og bliður blær ellegar þokudrungi og bræla, hvort sem það stóð ekki lengur viðen kurteislegt og sæmi- legt gat talizt eða geröist úr hófi fram þaulsætið. Einna vænst hygg ég að Þóru hafi þótt um komu ungra og allsendis óráöinna skálda, sem gerðu að jafnaði ekki boð á undan sér fremur en spör- fuglar. Væru þau iila haldin af áhyggjum og efasemdum um sjálf sig og heiminn, lagði hún sig i framkrdka til aö verða þeim að liöi, telja i þau kjark, benda þeim á sólstafi í miðjum sortanum, spá þeim og mannkyni öllu bjartari framtfð. Mér er kunnugt um að ýmis ung skáld, sem drápu á dyr þeirra hjóna stúrin og bölsýn, fóru þaöan sannfærö um aö heim- urinn væri einmitt nú á hröðu framfaraskeiöi, giftusamlegri kynsióðir að stíga fram á sviðiö og betri tfð i vændum á allan hátt, auk þess sem gáfa sjálfra þeirra væri I þann veginn að taka undir sig heljarstökk, geta af sér snilldarverk sem hlytu aö ger- breyta öllum aöstæöum þeirra og verða þeim og þjóðinni lyftistöng jafnt í. stundlegum efnum sem andlegum. Bjartsýni Þóru Vigfúsdóttur var engin uppgerð, heldur sam- gróin mannúð hennar og góðvild, snarari þáttur f lund hennar og llfsviðhorfi en nokkurs annars sem ég hef kynnzt. Vel má vera aö bjartsýni þessi hafi helzt til oft stangazt á við raunveruieikann, en mig heillaði hún öngvu að siöur, jafnvel þegar ég þóttist sjá sidökknandi klósiga á lofti, válegar blikur samtimis I austri og vestri. Þóra var kona vel gefin, vfðförul og víðlesin, svo að mér er nær að halda, að henni hafi verið það fyliilega eins ljóst og raun- sæismönnum svonefndum að heimurinn væri nú ekki allur f sómanum á öld helsprengju, vig- búnaðaræðis og þrotlausra grimmdarverka. Sú vitneskja fékk þó hvorki bugað bjartsýni hennarné óbifanlega trú á göfugt hlutverk manna og þjóða á þess- ari jörð. Þrátt fyrir allar hörmungarnar, öil mistökin og illvirkin frá upphafi vega, hlyti mannkyn að vitkast hægt og hægt, þokast skref fyrir skref i átt til fullkomnara lifs. Annar var sá eðlisþáttur Þóru, sem vinum hennar fannst ævinlega vera af töfraheimi ljóös og strengleiks, söngva og ævin- týra. Hún var gædd næmu fegurðarskyni og unni mjög góð- um bókmenntum bæði f bundnu máli og óbundnu, en hreifst þó einkum og sér I lagi af þeim skáldskap sem kallaður er ljóð- rænn, Hann var henni ávallt til- tækur, þvi að hún kunni ekki að- eins utanbókar sæg kvæða af þvi tagi, heldur einnig ljóðrænar setningar úr sögum og sögnum frá ýmsum timum. ósjaldan var lýsing eða skynjun á Islenzkri náttúru fólgin i skáldskap þeim, sem hún hafðiiðulega á hraðbergi á góðra vina fundi. En ættjörð vor, fegurð hennar og tign, var Þóru blátt áfram helgidómur, þangað sem hún sótti unað og styrk, hvenær sem færi gafst, meðal annars á löngum göngu- ferðum um helgar. Þegar kveðja skal þessa mikil- hæfu konu, sem var allt i senn: gáfuð, glaðvær, höfðingi I lund og drengurgóöur, þá rifjast það upp fyrir mér, aö hún lét stundum svo ummælt f gamni og alvöru þegar ævidegi hennar tók að halla, að bráðum „færi hún aö fara til sumarlandsins” Um nokkurra ára skeið hafði hún átt við banvænan sjúkdóm að striða, en vildi lftt um hann tala, bar hann með fágætum hetjuskap, æöraðist hvorki né kvartaði, hélt andlegri reisn sinni óskertri til hinztu stundar. Þegar hún minntist á ferð þá „til sumarlandsins” sem hún ætti í vændum, þá las ég úr svip henni, aö þar hlyti veður að vera nákvæmlega eins og það getur orðið blíðast og bjartast að Þingvöllum viö öxará á sólmán- uði. Og ég las einnig úr svip henni, að naumast gæti hjá þvi farið að sjálft væri land þetta öldungiseins og ættjörð vor i feg- ursta skrúða sfnum. Þvi óska ég Þóru Vigfúsdóttur góðrar feröar til sumarlandsins og þakka henni alla þá vináttu og tryggð sem hún auðsýndi mér og fjölskyldu minni áratugum saman. Minning hennar mun lifa i hjörtum þeirra, sem áttu þvf láni aö fagna að kynnast henni, enda þótt silfur- þráöurinn slitni og gullskálin brotni. Ólafur Jóhann Sigurðsson Oft hefur verið sagt að Kristinn Andrésson hafi veriö faðir Máls og menningar, og sé þeirri lfkingu haldiö áfram má með sama rétti segja að Þóra Vigfúsdóttir hafi verið móðir félagsins. A heimili þeirra Kristins voru ráðin flest úrslitaatriði í sögu Máis og menn- ingar, og þar lagði Þóra til drýgri skerf en margur hyggur. Enginn af mörgum ágætum samherjum Kristins stóð honum eins nærri og hún, enginn var honum eins samhuga f öllum þeim málum sem hann barðist fyrir eða annar eins jafnoki hans 1 bjartsýni, eng- inn hafði meiri áhuga á þeim markmiöum sem Mál og menning stefndi að. Sú þakkarskuld sem félagið á Þóru Vigfúsdóttur að gjaida verður þvi seint metin aö fullu. Blessuð sé minning hennar. Stjórn Máls og menningar. Hún er nú dáin, en sé það satt að vináttan geti skapað varan- leika, þá lifir Þóra áfram. Þeir sem áttu hana að vini þurftu ekki að halda uppi spurn- um um verustað tryggðarinnar. Höfðingslund var henni eiginleg — vfst einn sterkasti þáttur skap- geröarhennar. Næmi og skaphiti, þetta allt f einu réö afstööu henn- ar og geröum. Ekkert var fjær Þóru en hálf- velgja, og ekki var hún hálfvolg f stjórnmálum. Samt var eðli

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.