Þjóðviljinn - 26.06.1980, Page 10

Þjóðviljinn - 26.06.1980, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. júnl 1980. MINNING Jóhanna Elín Ólafsdóttir F. 27. september 1889 D. 20. júni 1980 Viö sem höfum komiö til starfa I stjórnmálahreyfingu fslenskra sósialista á undanförnum árum gerum okkur áreiöanlega ekki ljóst sem skyldi hve fórnfús og erfiö barátta var háö fyrr á öld- inni af þeim einstaklingum sem gengu fram undir merkjum sósialismans. Viö höfum heyrt af vörum Einars og Brynjólfs hvernig þessi barátta var háö. Hitt þekkjum viö áreiöanlega sfö- ur hvert líf þær áttu, fjöl- skyldurnar, sem hiklaust lögöu allt i sölurnar i sókn og vörn fyrir málstaö okkar um nýtt þjóöfélag. betta fólk sætti ekki einasta aö- kasti utan frá; hin daglegu kjör þess voru einnig þrengri en ann- arra og var þó vlöa naumt skor- inn kosturinn. Hitt bættist og viö aö þessir hugsjónariku félagar deildu daglegum kjörum með hreyfingunni I bókstaflegri merk- ingu. Flokkurinn, málstaöur hans og blaðiö hefur vissulega ætiö sótt allt sitt til þessara félaga, en aldrei jafnafdráttarlaust og á fyrstu áratugum sósialiskrar baráttu á ísiandi. Þetta fólk taldi þaö sjálfsagöa skyldu sina aö ætla hreyfingunni hluta af naumum framfærslueyri. Jóhanna Elin ólafsdóttir lét ekki þar viö sitja; hún starfaöi hjá blaöinu i áratugi viö ræstingar. Hún var hugsjóna- maöur, eldhugi, skapheit og skaprik, en hjartahlý og vinur vina sinna. Þaö var 1964 aö ég settist fyrst viö ritvél hjá Þjóöviljanum, i júnimánuði. Ég man enn i dag aö Elinu leist miölungi á þennan pilt og voru samskipti okkar lengi i merkilegum farvegi sem hún markaöi fjölskyldu minni úr Döl- um vestur, en þaöan áttum viö bæöi rætur. Þegar VL-ingar stefndu mér fyrir meiöyröi þjóö- hátiöarsumariö sæla haföi Elin frumkvæöi aö þvi aö undirstrika samstööu okkar. Sú saga er ekki til þess aö fara meö hana á prenti, en ástæöan til þess aö ég set þess- ar linur á blað nú á kveöjustund er sú aö mér þykir vænt um þá minningu sem ég á eftir Elinu. Hún var drengur góöur. Jóhanna Elin var fædd á Kvennhóli i Klofningshreppi. Ung flutti hún meö foreldrum sin- um aö Stóru-Tungu á Fellsströnd. Bæjarstæöiö I Stóru-Tungu er vel valiö undir háu, ekki bröttu fjalli, Tungumúla. Þar sér fyrir Breiöa- fjaröareyjar, og er hvergi viö- sýnna af Fellsströndinni. Þar er einstök náttúrufegurö og sólar- geislarnir eiga til skemmtileg uppátæki i eyjaklasanum úti á Hvammsfiröinum. Ekki allfjarri er bærinn Vogur sem nú hefur veriö I eyöi um árabil. Við þann bæ var kenndur Bjarni frá Vogi. Þaö var sá stjórnmálaleiötogi sem Elin dáöi mest framan af öldinni rneöan hún var enn vestra i föðurhúsum. Kenndi þar mest áhrifa fööur hennar, Ólafs Péturssonar. Elin var elst syst- kinanna — nú lifa þau tvö Inga á Ytra-Felli og Pétur i Stóru- Tungu. Hin sem komust til ára voru Kjartan, bóndi í Stóra-Galt- ardal, fóstri fööur mins, og Guö- mundur ólafsson, oddviti á Fells- strönd um áratugi, bóndi á Ytra- Felli. Systkinin fjögur hafa sett mikiö mark á Fellsströndina i hálfa öld og haft áhrif á allt um- hverfi sitt. Elin fór aö heiman, til Reykja- víkur. Þar var þessi heiti aö- dáandi Bjarna frá Vogi einn af liðsmönnum róttækrar verka- lýöshreyfingar, Kommúnista- flokksins og Sósialistaflokksins og allt til siðustu ára var hugur hennar vakandi i þágu þess mál- staðar sem hún gekk á hönd ung: Baráttan fyrir sósialisma og sú glóö sjálfstæöisbaráttunnar sem hún kynntist snemma á öldinni kveiktu hugsjónaeld sem logaöi skært. Vonandi munu komandi kynslóöir bera þann eld fram meö vaxandi þrótti. Vonin er fólgin i nýjum kyn- Jarðarför móður okkar önnu Oddsdóttur Hagamel 22 verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. júni kl. 13.30. Flosi Ólafsson ólafur F. Stephensen Þuriöur F. Stephensen Guölaug F. Stephensen Viö þökkum af alhug hlýjar samúðaróskir vegna andláts og jarðarfarar Tómasar Sigvaldasonar Brekkustig 8 Guð blessi ykkur öll. Dagmar Siguröardóttir Eria Tómasdóttir Stefán Stefánsson Siguröur Tómasson Valdis ólafsdóttir Inga Valdis Tómasdóttir Helgi Rafn Traustason Magnea Tómasdóttir Rúnar Þórhallsson og barnabörn Eiginkona min, móðir okkar og tengdamóöir Bergijót Guðmundsdóttir, Hraunbæ 56, áöur Torfabæ I Selvogi. sem lést 19. júni veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. júni kl. 13.30. Blóm vinsamlegast af- þökkuöi Eyþór Þóröarson Guömundur Pétursson Asdis Steingrimsdóttir Ingibjörg Eyþórsdóttir Gaukur Jörundsson Sigriöur Eyþórsdóttir Jón L. Arnalds Þóröur Eyþórsson Aöalbjörg Stefánsdóttir Eydis Eyþórsdóttir slóöum sem eru reiöubúnir til þess aö leggja á sig baráttu og starf, sem vilja deila kjörum meö hreyfingunni. Minningu Jóhönnu Elínar ólafsdóttur og annarra góöra og genginna félaga heiör- um viö best meö þvi móti. SvavarGestsson Tengdamóöir min, Jóhanna Elin ólafsdóttig er látin, rúmlega 90 ára gömul. Hún var fædd 27. september 1889 aö Kvennhóli I Klofningshreppi og voru for- eldrar hennar Guöbjörg Helga Jóhannesdóttir og Ólafur Péturs- son bóndi aö Stóru-Tungu, Fells- strönd. Þaö telst tæplega til tiöinda þó svo öldruö kona deyi, en meö henni hverfur svo margt I móöu fjarlægöar. Mér varö hún per- sónugervingur mikilla örlaga I sögu þjóöarinnar og bar margt til: brennandi áhugi hennar á samfélagsmálum og þjóömálum frá unga aldri, aldamótapólitikin sem hún lifbi og hræröist i, seinna varö hún gagntekin af hugsjónum sósialismans sem tengdust I vit- und hennar við betra lif, þaö rétt- læti sem hún vildi berjast fyrir. Jóhanna Elin var stéttvis til hinstu stundar. Til marks um stórhug hennar sigldi þessi fá- tæka alþýöustúlka til Noregs sem I þá daga þótti ekki litill frami; þar nam hún og starfaði við garö- yrkjuskólann Ekhög viö Bergen. Þegar heim kom hóf hún störf hjá Einari Helgasyni i Gróörar- stöðinni; minntist hún hans og fólksins þar meö miklum hlýhug. Seinna vann hún aö garöyrkju viö Vifilstaðahælið; þar kynntist hún manni sinum Þórarni Þóröar- syni úr Biskupstungum; börn eignuöust þau þrjú,Ólaf, Valgeröi og Guöbjörgu Elinu. Mann sinn missti Jóhanna áriö 1969. Siðustu ár sln starfaöi hún viö Þjóövilj- ann, og kynni hennar af fólki þar uröu henni mikils viröi. Um Jóhönnu Elinu má segja aö húnjagði borö um götu þvera”og var hjá þeim hjónum oft margt um manninn; eiginlega fannst mér heimili þeirra veraeitt alls- herjar ,,Unuhús”,svo gestkvæmt var þar og margir „Guösboll- arnir”. Margur maöurinn heföi mátt vel viö una aö ráöa yfir aöeins broti af þeim hafsjó af fróðleik er hún bjó yfir, og menningararf þjóðar sinnar geymdi hún og virti og miðlaði öörum af rausn. Sjálf var hún vel hagmælt og ættfróö svo af bar, reyndar þau hjón bæöi. Byrðar þær er lifið lagöi á heröar hennar bar hún meö reisn og þolgæði sem átti sér engan endi. Meö henni er gengin stór- brotin og göfug kona, perla úr al- þýöustétt. Veri hún kært kvödd og Guöi falin. Ester Benediktsdóttir. Látin er Jóhanna Elin Ólafs- dóttir frá Stóru Tungu á Fells- strönd, siðast til heimilis aö Mávahllð 2 i Reykjavik, tæplega 91 árs aö aldri. Er þá lokið löng- um og oft ströngum starfsferli óvenjulegrar konu er setti sterkt svipmót á umhvefi sitt. Hún ólst upp á Fellsströndinni elst systkina sinna. Ung missti hún móöur sina og komu heimilis- störfin snemma i hennar hlut. Er systkini hennar voru uppkomin fór hún hingaö suöur og vann hér i gróörarstöö Einars Helgasonar. Hún hélt til Noregs að læra garö- yrkju og dvaldi þar um tima. Eftir heimkomuna vann hún við garöræktá Vifilsstööum, þangaö til hún giftist og heimilsstörfin tóku aftur við. Eiginmaður hennar var Þórarinn Þóröarson verkamaöur, ættaður úr Biskups- tungum. Hann er látinn fyrir rúmum tiu árum. Eignuðust þau þrjú börn sem öll eru á lifi. Llf verkamannafjölskyldna hefur aldrei veriö neitt sældarlif og sist á kreppuárunum. Þegar frá leiðstækkaöi lika fjölskyldan, þvi auk barnanna áttu a.m.k. fjögur barnabörn þeirra hjóna æskuheimili sitt aö mestu i þeirra húsum. Heimilið varð þvi stórt og þurfti margs viö. Jóhanna Elin hélt þá Ut á vinnumarkaðinn og nú til aö skúra gólf. 1 aldarfjórð- ung a.m.k. skúraði hún vinnu- stofur Þjóðviljans, svo hreint sem þar var,og lét ekki af þvi starfi fyrr en á niræðisaldri. Auk þess skúraöi hún lengi skrifstofugólf Verkamannafélagsins Dags- brúnar og Sósialistaflokksins 1 Tjarnargötu 20. Undirritaöur kynntist Jóhönnu Elinu fyrst sem ræstingakonu á Þjóöviljanum. Ræddum viö þar um ýmisleg efni, þvi hún var sjór af fróöleik og vel heima I sögu þjóðarinnar og bókmenntum jafnt sem samtiöarmálefnum. Þvi kynntist ég þó betur siöar, er er hún varö amma konu minnar og langamma barnanna minna. Jóhanna Elin var svo skapi farin að þeir sem kynntust henni snauöir og umkomulausir og unnu hylli hennar, voru ekki snauöir og umkomulausir eftir það. Atti þaö jafnt viö um menn og málleysingja. Hún gat aftur á móti veriö óvægin viö þá sem hún taldi gera sér eða slnum i móti eöa þvi sem henni var heilagt eöa fannst rétt. Sást hún þá stundum ekki fyrir. Þó að Jóhanna Elin væri ekki efnuð aö veraldarauöi var hún þó af ýmsu rik. Eitt vissi ég hana þó aldrei eiga, en þaö var hálfvelgja. Jóhanna Elin bar mikla reisn I fari sinu hvar sem hún fór og á vinnustööunum naut hún virðingar og batt vináttu og tryggö viö samstarfsfólk sitt. I þeim hópi voru flestir helstu for- ystumenn verkalýðs og sósialista, en einnig ýmsir rithöfundar og listamenn. Sjálf orti hún visur og ljóö og átti i vasabókum en hélt sliku litiö á lofti og vissu fáir. Mesturhöfðingi var Jóhanna Elin þó I eldhúsi sinu. Hún átti stóra potta og miklar kaffikönnur og aldrei man ég til þess aö þau ilát væru tóm og var þó óviöa veitt af meiri rausn. Þessa naut ekki ein- göngu hennar stóra fjölskylda, vinir og vandamenn, heldur lika gestir og gangandi sem oft voru margir. Undraðist ég oft hvernig alþýöuheimili meö svo smáar tekjulindir fékk risiö undir þeim veitingum. Þrennt var Jóhönnu Elinu heil- agt öðru fremur. Fjölskylda hennar, kristinn dómur og sósial- isminn og verkalýðsbaráttan. Hér má þó trúlega bæta þvi fjórða við.sögu og bókmenntum þjóðar- innar. Hún naut þeirrar gæfu aö veröa um langa ævi buröarás sinnarfjölskyldu og fá að veita liö þrem ef ekki fjórum kynslóöum afkomenda sinna. Ekki aöeins barnabörnin, heldur einnig bamabarnabörnin senda henni kveðjur og þakkir við leiöarlok fyrir óvenjulega ræktarsemi. 1 viötali sem Þjóöviljinn birti eitt sinn viö Jóhönnu Elinu á af- mælisdegi hennar, lét hún þess getiö aö hún vænti þeirra tima er þvottakonan stjórnaði rikinu. Ekki náöi hún aö lifa þá tiö og aldrei stjórnaöi hún neinu þjóð- riki, en þaö eldhús sem hún stjörnaöi gleymist ekki þeim sem þangaö komu og sjálf mun hún heldur ekki gleymast þeim er hana þekktu. Jón frá Pálmholti. Jóhanna Elin var fædd aö Kvennhóli i Dölum en ólst upp i Stóru-Tungu og kenndi sig viö þann bæ æ sfðan. Þegar hún var á átjánda ári missti hún móð- ur sina og varö þá aö taka á sig erfitt húsmóöurstarf þótt ung væri svo helst má likja viö unga sem vart er búinn aö yfirgefa hreiöriö. Þetta var erfitt hlutverk á fá- tæku alþýðuheimili og minnis- stæö uröu henni ummæli fööur sins: „Viö veröum aö taka llf- inu meö kjarki, þaö tekur ekki svo mjúkum höndum á manni.”. Þetta fékk hún að reyna. Alla ævi var hún fátæk af veraldarauöi en þeim mun rikari af hugsjón- um, hjartagæsku og góðvild. Þar fór saman einlæg trú á góöan guö, ættjaröarást og frelsisandi hug- sjóna félagshyggjunnar. Oft var gefið af litlum efnum en mest þó andlegur styrkur þeim til handa sem skjól áttu undir sterkum vængjum. Hér verður æviferill Jóhönnu Ellnar ekki rakinn, enda kynntist undirritaður henni ekki fyrr en hún var komin hátt á nlræðisald- ur, farin aö heilsu en andlegur styrkur slikur aö margur sem yngri er mætti vel viö una. „Þeir sem guöirnir elska deyja ungir”, sagöi þessi niræða kona og hló þá gjarna góðlátlega. Nú þegar hún er dáin eftir margra ára heilsuleysi veröur mér fávis- um að spyrja: Skyldu þeir sem elska guöina deyja gamlir? Ann- aö eins hefur nú skolast til siðan á dögum forngrikkja. Jóhannes skáld úr Kötlum sendi Jóhönnu þessa kveðju þeg- ar hún átti merkisafmæli: „Kýs þig til aö stjórna landinu.” Nærri má geta aö skeytið vakti óskipta kátinu afmælisbarnsins. En Jó- hannesi brást ekki bogalistin fremur en fyrri daginn þvi hvar væru völdin betur komin en i höndum þeirra sem ekki sækjast eftir þeim en eiga mannkærleik og kosti til aö beita þeim I þágu alþýðunnar. Fuglinn litli frá Stóru-Tungu er nú ungur aftur en traustir eru vængir hans og arnsúgur af flug- inu. Má og vera aö enn finnist skjól undir vængjum. Sigurjón Þorbergsson. Þaö var notalegt og notadrjúgt aö koma snemma til vinnu niður á Skólavöröustig þegar Þjóöviljinn var þar til húsa. Dagurinn opnaöi augun asalaust meö slætti setjaravélanna, kaffi úr eld- húsinu og hlýlegri kveöju Elinar, sem hélt skrifstofunum hreinum hjá þeim örlagasóöum sem blaöamenn flestir eru. Hún haföi alltaf eitthvaö gott til málanna aö leggja, bæöi viö Sig- urö og Magnús og nýlegar pilt- skjátur. 1 glensi eöa reiöi geröi hún ótviræöar athugasemdir um viöburði dagsins, sendi Kananum og ihaldinu skeyti, rifjaöi upp þaö sem góöir menn höföu afrekaö, hvort sem var Bjarni frá Vogi og aörar sjálfstæöishetjur eöa þá oddvitar sósialismans I heim- inum. Eba þá aö einhvern þjób- legan fróöleik eöa visnagerð bar á góma, en Elin var hagmælt og ljóöaöi m.a. á Jón Rafnsson og læk einn litinn, sem henni þótti vænt um 1 bernsku, en siöan haföi veriöspillt meö laxastiga. Elin átti sér draum af þvi tagi sem stækkar mannlifiö. Hún færöi hann einu sinni i svofelld orö i samtali viö Guögeir Magnússon: „Ætli þaö komi ekki sá dagur aö þvottakonan stjórni rikinu. Þá veröa gnægöir allra hluta og þá farnast fólkinu vei:’. Viö,sem áttum spor um sömu hús og Jóhanna Elin Olafsdóttir, minnumst hennar meö þakklæti og sendum aðstandendum hennar einlægar samúöarkveöjur. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.