Þjóðviljinn - 05.07.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. — 6. JíH. Skipulags- kenning lenínismans Út er kominn bæklingurinn „Skipulagskenning lenlnism- ans” eftir Ernest Mandel, og er hann hinn fyrsti I fyrir- hugaöri ritröö Fylkingarinnar um hina ýmsu þætti marxism- ans og sósialískar baráttu. A bakkápu bæklingsins segir m.a. aö teknir séu til umræöu ýmsir þættir sem eru á dagskrá I umræöu vinstri- manna nú, s.s. hiö lýöræöis- lega miöstjórnarvald, skrif- ræöiö, stéttarvitund öreig- anna, þátttaka menntamanna I baráttunni, fjöldabarátta, stefnuskrá byltingarinnar, ráöalýöræöi o.fl. Höfundurinn, Ernest Mandel, er þekktur á alþjóöa- vettvangi sem marxlskur hag- fræöingur. 1 slöari heimsstyrj- öldinni starfaöi hann I neöan- jaröarhreyfingunni I Belglu, var þrisvar handtekinn af nasistum og fluttur I þrælk- unarvinnu I Þýskalandi 1945. Eftir striö hefur hann sinnt fræöistörfum og ritaö fjölda bóka og bæklinga, þ.á m. Marxist Economic Theory og Late Capitalism. Ritiö er 60 bls. aö stærö og er unniö hjá offsetfjölritun Birkis. Þaö er til sölu I Bók- sölu stúdenta og hjá út- gefanda, LaugaVegi 53 A. 62 á húsmæðraviku í Bifröst Hin árlega húsmæöravika Sambandsins og kaupfélag- anna var haldin aö Bifröst I Borgarfiröi 1.-8. júni sl. Þátt- takendur voru 62 og frá 18 kaupfélögum vlösvegar um land. Forstööumaöur hús- mæöravikunnar var Guömundur Guömundsson, fræöslufulltrúi Sambandsins. Húsmæöravikan er fræöslu-, skemmti- og hvlldarvika fyrir þátttakendur. A dagskrá vik- unnar voru m.a. fræöslu- erindi, skoöunarferöir, vöru- kynningar og kvöldvökur. Þátttakendur lýstu mikilli ánægju meö húsmæöravikuna og allan aðbúnaö aö Bifröst og færöu, I lokin, forstööumanni vikunnar og starfsfólki sum- arhótelsins að Bifröst sérstak- ar þakkir. —mhg Styrkir Dansk-íslenska sjóðsins Dansk-Islenski sjóöurinn hefur nýlega veitt nokkra styrki til stuönings vlsinda- og menningarsambandi land- anna, samtals að upphæö Dkr. 15.500. Styrkina hlutu fimm Islenskir námsmenn, 500 kr. hver og einn Dani kr. 3000 til kynningarferöar til íslands. Þá fékk Islensk- danski oröa- bókasjóöurinn 10 þúsund kr. danskar til stuönings viö ljósprentun Islensk-danskrar oröabókar. Bóka- og tímaritalisti fyrir grunnskólasöfn (Jt er komiö á vegum menntamálaráöuneytisins, skrifstofu bókafulltrúa, ritiö „Bækur og tímarit fyrir skóla söfn i grunnskólum.” Er þaö unniö I samvinnu viö Skóla- safnamiöstöö Reykjavlkur- borgar og byggir á stofnlista hennar, sem gefinn hefur ver- iö út árlega slöan 1975. 1 lista þessum er höfuö- áhersla lögö á fræöirit, en fræöirit sem henta börnum og unglingum eru mjög af skorn- um skammti. Hefur þvl reynst nauösynlegt aö taka meö rit, sem eru erfiö og óaögengileg og nýtast börnum ekki nema viö aöstoö og leiðbeiningu kennara og safnvaröa. Þá eru I listanum einnig rit um upp- eldis- og kennslufræöi og bók- fræöirit, ætluö kennurum og safnvöröum. Námsbækur nemenda eru yfirleitt ekki með I listanum, heldur ekki héraöslýsingar, þar sem reiknaö er meö aö söfn á hverjum staö séu vak- ándi fyrir útvegun efnis um sitt héraö og sögu þess I ráöi er aö gefa út sérstakan lista um skáldrit og veröa listarnir endurskoöaöir árlega. Bóka- og tlmaritalistinn er ætlaöur grunnskólum um land allt,en þeir sem áhuga heföu á aö eignast hann geta haft samband viö skrifstofu bók- afulltrúa eöa Þjónustumiöstöö bókasafna, Hofsvallagötu 16. — Áí „Ur álögum” á veggspjaldi Listasafn Einars Jónssonar hefur látiö prenta veggspjald af höggmynd Einars Jónsson- ar Úr álögum, sem hann gerði á árunum 1916—1927. Ljós- myndina tók Vigfús Sigur- geirsson, Pétur Halldórsson hannaöi, og prentvinnu annaö- ist Gutenberg. Veggspjaldiö er til sölu I Listasafni Einars Jónssonar. Safniö er opiö yíir sumar- mánuöina alla ciaga nema mánudaga, kl. 13.30-16. 20. Morgan Kane bókin LOUIS MASTERSON Stroku- fangarnir Út er komin frá Prenthúsinu tuttugasta bókin I Morgan Kane-seriunni. Morgan Kane- vestrarnir hófu göngu sina á Islandi áriö 1976. Bækurnar hafa notiö vinsælda hér á landi ekki sföur en I öörum Evrópu- löndum og eru orönar einn stærsti vasabrotsbókaflokkur sem hér kemur út. Tuttugasta bókin fjallar um viöureign Kanes viö mann- ræningja I Mexlkó og nefnist Strokufangarnir. Talslmaverðir á ráöstefnu F.Í.S. Viö breytingu talsímastöövanna: Óeðlilegt vinnuálag A ráöstefnu fyrir talsimaveröi sem nýlega var haldin á vegum Félags islenskra simamanna var m.a. vakin á þvi athygli, aö lagö- ar hafa veriö niöur fjölmargar simstöövar aö undanförnu og starfsemi þeirra aö hluta færö yf- ir á aörar stöövar, sem ekki hafa veriö viö þvl búnar aö taka viö aukningunni og þvl álagi sem henni fviiíir. Vinnuálagið á starfsfólk þess- ara stööva hefur orðið óeölilega mikiö, vinnuaöstaöan versnaö og þjónustan um leiö, þar sem fjölgun starfsmanna hefur ekki oröiö I hlutfalli viö aukninguna, kemur fram I ályktun frá ráö- stefnunni þar sem krafist er úr- bóta I þessum efnum. Ráöstefnuna sátu tæpplega 40 fulltrúar frá 23 stööum I landinu, en hún var bæöi til fræöslu fyrir þátttakendur og til umfjöllunar ummálefni og stööu talslmavaröa bæöi frá sjónarhóli starfsmanna og stofnunarinnar. Frummælend- ur voru frá FIS, BSRB og Pósti og sima. Einnig var flutt erindi umatvinnusjúkdóma. í ályktun ráöstefnunnar um menntunarmál er skoraö á stjórn Pósts og sima aö stofna sérstaka námsbraut við Póst- og slmaskól- ann fyrir talslmaveröi, þar sem miklar breytingar hafa orðið á störfum þeirra á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er aö sú þróun heldur áfram Ahersla var lögö á aö stofnunin aöstoöaöi viö útvegun annarra starfa, jafnt I dreifbýli sem þétt- lokunar stööva eöa styttingar af- greiöslutima, svo og á aukin tengsl milli stofnunarinnar og starfsmanna og bætt upplýsinga- streymi innan stofnunarinnar. Mikill áhugi var fyrir þessari ráöstefnu meöal talslmavaröa um land allt og er þaö von félags- ins aö'hún veröi málefnum þeirra til framdráttar eins og til var stofnaö segir I frétt frá FT.S. Púströr og hljóðkútar í 25 ár Bllavörubúöin og verkstæöiö Fjöörin hélt nýlega uppá aldar- fjóröungsafmæli sitt, en hún hefur á þessu timabili vaxiö úr litilli búö á Hverfisgötu I um- fangsmikla púströra- og hljóö- kútaverksmiöju,auk verslunar og undirsetninga verkstæöis viö Skeifuna 2. Framkvæmdastjóri frá upphafi hefur veriö Sigurbergur Pálsson og starfa nú viö fyrirtækiö 27 manns, sem hefur veriö til húsa víðsvegar um bæinn og I Mos- fellssveit aö hluta um tima. Upphaflega hóf fyrirtækiö framleiöslu á púströrum og siöar hljóökútum til aö mæta þörfinni vegna langs afgreiöslufrests er- lendis frá, en einnig vegna fjölda bilategunda hér þar sem kannski er um fá eintök af hverri gerö aö ræöa og óhagkvæmt aö flytja inn sérstaklega fyrir þau. Svo mikil þörf hefur reynst fyrir þessa framleiöslu, aö púst- röra- og hljóökútaverkstæöið hefur enn einu sinni sprengt utanaf sér húsnæöið og þvl verið keypt 600 fermetra viöbótarhús- næöi viö Skeifuna 6 og á sama tlma var fariö aö nota til fram- leiöslunnar almúminlseraöar og rör, sem talin eru endingar- betri en önnur efni. únniö viö hljóökútaframleiöslu I Fjöörinni. Tvær stórframkvæmdir SS Það kom fram á nýaf- stöðnum aðalfundi Slátur- félags Suðurlands að fé- lagið hef ur á sl. ári og það, sem af er þessu, unnið að tveimur stórframkvæmd- um, þ.e. kjöt- og beina- mjölverksmiðju, sem áætl- aðer að reisa á Selfossi, og vinnslu- og dreifingar- stöðvar, sem reist verður í Reykjavík. Nokkuð hef ur staðið á að fá heppilega lóð á Selfossi eða í næsta nágrenni, en nú hillir undir lausn og er bú- ist við að framkvæmdir geti hafist síðari hluta þessa árs. Vegna endurnýjunar á heildsöluaðstöðu Sláturfé- lagsins í Reykjavík hefur félagínu verið úthlutað 22.00 ferm. Lóð við Laugarnesveg. Hönnunar- vinna er þegar hafin og er áætlað að hefist verði handa um framkvæmdir á næsta ári. , —mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.