Þjóðviljinn - 05.07.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. — 6. júll. „Góðir hálsar, komið nær, leikarinn er kominn. Leikarinn það er ég... ég stekk og ég snýst, ég fæ ykkur til að hlæja. Ég kenni ykkur að hæða hina ríku og voldugu, ég sýni ykkur hvað þeir eru ímyndunarveikir. Otblásn- ir eins og blöðrur ana þeir um og f ara í stríð, þar sem okkur er slátrað. Ég af- hjúpa hina riku, ég tek tappann úr og þá hvissast loftið úr þeim. Komið nær, það er hér og nú sem ég leik fyrir ykkur og opna augu ykkar...." Þessi orð eru tekin úr þættinum „Fæðing leik- arans". Textinn er frá miðöldum, en Dario Fo hefur tekið hann upp og notar í sýningum þeim sem hann kallar Misterio Buffo. Leikarinn ávarpar áhorfendur sína, alþýðuna sem á leið um stræti og torg, en þessi orð má til- einka Dario Fo sjálfum og þeim boðskap sem hann vill koma á framfæri. Þeir eru áreiöanlega fáir sem ekki hafa heyrt minnst á Dario Fo. Hann er leikari, leikrita- höfundur, semur lög og grúskar i leikhúsfræðum miðaldanna. Hann tekur þótt i pólitiskri baráttu á Italiu, ferðast um með leikhóp sinn og sýnir. Hann er að verða ein af goðsögnum nútimans, vinstri menn i Evrópu dá hann og öfunda i aöra röndina af þvi að honum hefur tekist það sem pólitiskum hreyfingum hefur mistekist: aö ná til fólksins með boðskap sinn. „Þegar ég hitti leikhúsfólk hér i Noröur-Evrópu andvarpar það og stynur: Já það eru allir svo rót- tækir þarna suöur á Italiu, þið eigiö svo langa baráttuhefö, það er von að þið náið til fólks með róttækri leiklist. En ég svara: Hamingjan sanna, ef einhvers staðar er sterk og rotin borgara- stétt og skortur á stéttarvitund, þá er það á Italiu. Það aö ná til fólks er ekki spurningin um rót- tækar hefðir, heldur hvernig þú ferð að þvf að nálgast fólkið. Hvort þú þekkir lif alþýðunnar og reynir að sýna það eins og það er, hvort þú reynir um leið að skemmta, eða hvort þú talar mál sem enginn skilur og predikar yfir hausamótunum á fólki, það er meginmunurinn.” Að ná til til fólksins Þessi orð lét Dario Fo falla á fundi i Kaupmannahafnarhá- skóla. Þau lýsa vel stefnu hans og mættu vera öðrum leiðarljós i baráttunni fyrir betri heimi. Dario Fo var á ferð um Norður- lönd f vor og kom viða við. Hann hélt námskeið fyrir leikhúsfólk á heimaslóðum þess fræga Odin- leikhúss i Holsterbro i Danmörku, sýndi og rabbaði við fólk á fundum. Sem einlægur Fo-aödáandi fór ég til fundar viö meistarann þar sem færi gafst og hér fylgir frá- sögn af þvi sem fyrir eyru og augu bar. Lengi stóð ég I þeirri trú að Dario Fo væri fyrst og fremst fyndinn og skemmtilegur, en svo fóru að berast fréttir af kapp- anum og leikhópi hans La Comuna sem stóöu i ströngu þar syöra: lögreglan truflaöi og bannaði sýningar þeirra, hóp- urinn lenti f fangelsum vegna þess að hann tók þátt i verkföllum og aðgerðum, tróð upp meö götu- leikhús og sagöi borgarastéttinni til syndanna. En hver er Dario Fo? Hann er kominn af verkafólki, ólst upp á Noröur-Itallu, byrjaði aö stúdera arkitektúr, en fór jafnframt að fást við leiklist. Hann samdi sjálfur, vegna þess aö hann vildi koma ákveðnum boöskap á fram- færi. Arið 1954 kvæntist hann leik- konunni Fröncu Rame og reyndar er hann varla nefndur án þess að Til fundar vid Dario Fo og Fröracu Rame:. hennar sé getið um leiö, þvi hún hefur veriö hans stoð og stytta og leikið flest-öll stærstu hlutverkin i verkum hans, enda eru þau bein- linis skrifuð fyrir hana. Dario Fo reynir jafnan að taka fyrir dægurmál, eitthvað sem stendur fólki næst, ýmiskonar baráttu, allt frá verðhækkunum á nauðsynjavörum til eiturlyfja- vandamála og morðsins á Aldo Moro (það leikrit er reyndar læst niðri i skúffu vegna hins ótrygga ástands á ttalfu að sögn Fos). Hann hefur margt að segja og segir það á skemmtilegan hátt, með grini, söng og gleði og það kemur i ljós að fólk þyrpist á leik- rithans. Um alla Evrópueru verk hans á fjölunum, hann er að verða eins konar goðsögn I lifanda lifi og segir sagan að jafnvel Bretar séu að taka viö sér, en þeim hefur hingað til þótt lftið til hans koma. Bandarikjamenn mega biða lengur, þvi nýlega var Fo neitað um vegabréfsáritun til Banda- rikjanna. Að þjóna auðvaldinu I vetur voru tvö verka hans sýnd i Kaupmannahöfn, verk sem höfða mjög til umræðunnar þar I landi, enda aðsóknin eftir þvi. Annað heitir Eiturlyfin hennar mömmu, en hitt kalla Danir Konur, konur, konur. Hið fyrra segir frá gömlum karli og dóttur hans, sem taka upp á þeirri ósvinnu aö fara að brugga, reykja hass og selja dóp á gamals aldri. Sonur konunnar reynir hvað hann getur til að leiða gamla fólkið inn á rétta braut, enda lögreglan á næsta leiti. Þau laða að sér alla alkana og dópistana, misskiln- ingurinn vex og vex, þar til I ljós kemur að þau gömlu eru aö leika á liöið. Þau vilja sýna með fram- ferði sfnu hvað það er hættulegt og slæmt aö vera háöur deyfi- lyfjum af hvaða tagi sem er, þvf öll þjóna þau auðvaldinu. Allt sem sljóvgar dregur úr barátt- unni fyrir betri heimi og leikurinn endar á þrumuræöu móðurinnar, hvatningu til áhorfenda um að láta ekki hafa sig aö ginningar- fiflum, auðvaldinu einu til gagns. Það sjá allir hvað það er ósæmi- legt að ráðsett og roskið fólk fari i dópið, en það er horft framhjá sama vandamáli meöal hinna ungu. Ollum hlutverkum er snúið viö og meinfyndiö að sjá þau gömlu kyrjandi hippasöngva og reykja hass, hann I hjólastól, hún I hippaklæðum aö ýta honum áfram. Konur, konur, konur Hitt leikritið er framlag þeirra hjóna til kvennabaráttunnar. Það heitir upphaflega Konan á að þjóna heimili, sæng og kirkju. Það er samsett af þremur ein- þáttungum sem hver fjallar um eina konu. Sá fyrsti segir frá ungri konu sem rýkur á fætur snemma morguns og ætlar f vinnu. Hún þarf fyrst að koma barninu á barnaheimilið en á meöan dorm- ar karlinn I rúminu. Hún finnur ekki lykilinn að Ibúöinni og kemst ekki út. Hún fer aö rekja atburöi gærdagsins til að reyna að muna hvar hún lagði lykilinn frá sér og þannig kynnumst viö hennar dag- legalifi. Loks kemur lykillinn i leitirnar, en þá uppgötvar hún aö það er sunnudagur og hún getur aftur lagst út af. Stressið er svo mikiö að verkakona eins og hún getur ekki einu sinni notið þess að eiga fri. Þjónustan við atvinnu- rekandann og baráttan fyrir brauðinu svipta hana þeirri ánægju. Næsti þáttur fjallar um sam- band kynjanna og hvernig konan fer út úr þeim leik með óléttu og þann arf konunnar að láta alltaf troða á sér. Sú saga er sögö á einkar heillandi hátt með löngu ævintýri, sem endar þar sem konur eru farnar að safnast saman til að ræða sameiginlega Samskipti leikara og kirkju i nútimaútgófu Dario Fo og Páll heitinn páfi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.