Þjóðviljinn - 05.07.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Blaðsíða 13
Helgin 5.-6. júll. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 kúgun og einhverra tfðinda er von. Þriöji þátturinn er um konu sem er lokuð inni á heimili sinu af þvi aö eiginmaðurinn er svo afbrýðissamur. Hún fer að spjalla við konu i næstu ibúð og segir henni frá lifi sinu. Þrátt fyrir góðan efnahag er hún einmana og óhamingjusöm, en henni er talin trú um að hún hafi allt sem hugurinn girnist — öll heimilis- tæki, sjónvarp og stereogræjur hvers getur hún óskað sér fremur? Ætti hún ekki að vera ánægö? Þá má geta þess að danska sjónvarpið sýndi sl. vetur nokkur verka Fos þar sem þau hjónin og La Comuna fóru á kostum, einkum og sér i lagi i þvi fræga verki Sjöunda boðorðið — eða steldu aðeins minna. Jarðvegurinn var þvi vel plægður fyrir komu Fos og Frönku, enda var troðfullt á öllum sýningum og fundum. Misterio Buffo Dario Fo birtist á sviðinu aleinn, klæddur i ljösar buxur og rúllukragapeysu. Túlkurinn sett- ist til hliðar og dagskráin hófst. Fyrst sagði Fo frá sinu stóra áhugamáli miðaldaleikhúsinu og þeim hefðum sem fylgt hafa alþýðunni um aldaraðir. Hann hefur notast við gamlar frásagnir og leikheföir við samantekt þá sem hann kallar Misterio Buffo. (Misterio Buffo mætti þýða Listi- legir dularleikir.) Leikarinn segir einhverja sögu, en er i rauninni að segja eitthvað miklu meira sem áhorfandinn á að skilja. Með látbragði og hljóðum er sagan túlkuö, málið skiptir ekki neinu. Og Fo hefur leik sinn. Fyrsta sagan fjallar um hungrið og imyndunaraflið. Maður nokkur sem ekki hefur fengið ofan I sig dögum saman, imyndar sér að hann sé að elda til dýrindisveislu og endar meö þvi að éta innyflin úr sjálfum sér. Boðskapurinn er eitthvað á þá leið að þó að hægt sé að kúga þig likamlega með hungri og neyð, þá áttu alltaf til þitt hugarflug þaö verður aldrei beislað. Næsta saga segir frá enskum munki sem nauögar ungri aöals- mær. Málið kemur fyrir rétt, en með kænsku sinni og sakleysis- svip tekst munkinum að sannfæra dómarana um að konan sé verk- færi djöfulsins og að það var hún sem tældi fróman guðsmanninn, með lokkandi tilburðum. Hún gekk ekki um eins og kristin kona, með lútandi höfuð og hendur i ermum, heldur sveiflaði hún mjöðmum og sendi honum losta- fullt augnaráð, var nokkur furða þó að hann félli? Að lokum er hún dæmd fyrir hórlifi. Fo birtist þarna I hlutverkum hins saklausa munks sem biður til guðs og lögfræöings hans sem er eins og djöfullinn sjálfur meö hala og klaufir, en báðir þylja þeir einhverja málleysu sem minnir á miöaldaensku. Saga um páfa Næst vikur sögunni til Boni- faciusar 8. páfa sem þótti grimmastur allra guðsmanna. Sagan segir aö hann hafi látið negla nokkra leikara upp á tung- unni fyrir að móðga aðalsfjöl- skyldur. Einn fyrir hverja fjöl- skyldu. Dag nokkurn er páfinn að fara I prósessiu um borgina. Hann klæðist skrúðanum (allt sýnt með látbragði), kyrjar gregorianskan messusöng og hundskammar prestana sem eru aö skrýða hann. Loks er lagt af stað eftir að hann hefur hvað eftir annað misst niðþunga skikkjuna sem prelátarnir eiga að bera. Ekki eru þeir langt komnir þegar gangan mætir sjálfum Jesú Kristi. Páfinn vill heilsa upp á hann, en Jesús vill ekkert við hann kannast vegna glæpaverka hans, og notar tækifærið þegar páfinn snýt við til að dóla i rass- inn á honum. Páfinn sem þykist æöstur allra, hótar Kristi öllu illu og aö hann muni klaga hann fýrir guði almáttugum, þegar þar aö kemur; slik framkoma hæfi ekki syninum. Þeir sem trúa hafa grun um að þessi fulltrúi hrokans og grimmdarinnar muni aldrei komast til þeirra himnafeðga, hans biði vist i neðra. Enn er haldið áfram, nú eru þaö itálskir leikarar sem koma til hiröarinnar I Frans. Þeir þykja heldur ódannaðir og eru settir til náms I hirðsiðum. Enn sýnir Fo með látbragöi, hvernig þeir siðir eru, hvernig á að hneigja sig svo fint þyki, hvernig á að koma hár- kollunni fyrir (á lúsugum kollinum) allt meðan hann malar eitthvað óskiljanlegt með frönskum hljóðum. En það eru ekki bara miðald- irnar og gamlar sögur sem hægt er að segja með aðferðum. Misterio Buffo. Við erum stödd á visindaráðstefnu. Amerískur visindamaður rekur fyrir okkur þróun flugtækninnar allt frá þvi að fyrstu flugvélarnar tókust á loft og til eldflauganna. Þessu lýsir Fo með ameriskum hljóðum i bland við hin ótrúlegustu véla- hljóð (alltaf var allt að bila) sem enda með furöuhljóöum tölvanna sem aö lokum rugla allt kerfið og sprengja eldflaugina. Dario Fo sýndi svo ótrúlega tækni og slik tilþrif að mig var farið aö verkja i magavöövana af hlátri. Með tækniflækjunni lauk sýningunni, en allar þessar sögur skirskotuðu beint til nútimans, kúgun, meðferö á konum, snobbið og tæknitrúin. Kvennalíf Næsta kvöld var komiö að Frönku Rame að sýna listir sinar. Hún flutti einnig formála fyrir sinni dagskrá, sem samanstóö af kvennaþáttunum þremur sem áður eru nefndir og kafla úr griska harmleiknum Medeu i leikgerð Dario Fo. Hún sagði frá þvi hvernig kvennaverkiö varð til. Arum saman var hún að nauða I Fo um að taka fyrir stöðu kvenna, hótaði jafnvel að skilja við hann, og þar kom að hann settist niður við aðsemja. Þegar yfir lauk áttu þau bæði orðið jafn mikið i verkinu. „Hún reif jafn óðum niður allt sem ég skrifaöi” sagði Fo. „Og sagði mér að gera betur.” 1 nokkur ár hefur Franca feröast um með sýninguna og hún sagðist hafa upplifað margt merkilegt. A fyrstu sýningu væru yfirleitt eingöngu konur, en næst kæmu þær aftur og hefðu mennina sina með. Hún sagði frá þvi aö eitt sinn hefði ungur strákur komið til sin eftir sýningu og sagt: Svona hefur lif mömmu minnar verið alla tið. Þaö skildi ég fyrst nú. 1 salnum var beitt þeirri tækni að birta danska textann jafnóðum á tjaldi aftast á senunni, en stundum kom fyrir að textinn var á undan leikkonunni, svo að áhorfendur veltust um af hlátri áöur en orðin voru sögð. Hún gat stundum ekki annaö en hlegið lika, en lét þetta samt ekki trufla sig. Það var mikið af karl-. mönnum I salnum og þeir könnuðust við margt af þvi sem fram kom-, t.d. er lýsing á þvi hvernig karlar verða ekki viðmælandi þegar fótbolti er ann- ars vegar og góðlegt grln gert að þeirri iðju aö hlaupa á eftir bolta út um viðan völl. Undir lokin flutti hún einræðu Medeu drottningar, þar sem segir frá þvi hvernig farið er með konur, þegar karlarnir vilja „yngja upp” hjá sér. Medea ætlar ekki að láta bjóða sér slikt, hún ætlar að hefna sin með þvi að drepa sig og börn sin: „Allir munu hrópa: skepna, tæfa, glæpakvendi, merin þin! Grátandi segi ég við sjálfa mig: deyðu, deyðu svo að ný kona verði til... deyðu svo að ný kona geti orðiö til”. Með dauða sinum ætlar hún að vekja athygli á grimmum örlögum sinum og þar með aö koma öörum konum til hjálpar, svo aö einhvern tima veröi lát á. Þessi orö eru lika táknræn fyrir Frönku; hún er ein þeirra kvenna sem hafa lagt sitt af mörkum kvennabaráttunni til fram- dráttar, til aö búa i haginn fyrir komandi kynslóðir, og það var eins og fyrri daginn, þakið ætlaöi hreinlega aö rifna af húsinu. Rósamál og rætur alþýðunnar Þá er aðeins eftir að segja frá fundinum i háskólanum þar sem Dario Fo mætti til að spjalla við fundarmenn. Hann byrjaði á þvi að segja frá rannsóknum sinum á miðalda- leikhúsinu, sem einmitt var bæði götuleikhús, pólitiskt leikhús og farsaleikhús, það sem Fo og félagar hafa verið að skapa á undanförnum árum. Hann hefur leitað til þessa tima vegna þess að þá átti alþýðan sér sterkar hefðir sem yfirstéttin gerði seinna aö sinum. Það eru rætur alþýðumenningarinnar sem hann leitar að, einhver fótfesta i allri massamenningunni sem tröll- riður okkar timum. Hann tók dæmi af sögunni um rósina sem til er i ljóðformi og allir skólanemendur á ttaliu eru neyddir til að lesa án þess að skilja bofs. Þaö vantar nefnilega allar skýringar, eða réttara sagt skýringarnar þykja svo dóna- legar að þeim er ekki hampað framan i saklausan ungdóminn. Þar er einfaldlega á ferðinni gamalt klám. Piltur og stúlka talast við á rósamáli, hann vill fá hana i bólið með sér, en hún færist undan og vill fá eitthvað meira en litið fyrir veitta bliöu. Þetta var leikur sem allir skildu, maðurinn stóö i ákveðinni stellingu og hélt á rós, en I túlkun borgaranna er rósamálið orðiö aö undurfögru ástarkvæði sem enginn skilur. t framhaldi af þessu ræddi Fo um hlutverk leikarans gegnum aldirnar, hvernig alltaf hafa verið til listamenn I þjónustu yfir- stéttarinnar, en einnig alþýðu- listamenn sem skemmtu á torgum. Listamenn standa ekki og hafa aldrei staðið óháðir stéttahagsmunum. r Ognarástand og ofsóknir Hann minnti á að leikarinn hefur sérstaka möguleika til að koma boöskap á framfæri, I leikhúsinu er það röddin, lát- bragðið og þögnin sem leikarinn hefur á valdi slnu, meöan bókmenntirnar hafa aðeins orðin. Hann tók nokkur dæmi um þetta og sýndi hversu mikið er hægt að segja með þögninni einni saman. Hér með var spjálli háns lokiö en áheyrendum gafst færi á að spyrja hann nokkurra spurninga. Taliö barst að ástandinu á Italiu I kjölfar þeirra mannrána, lög- regluofsókna og ógnarástands sem þar hefur rikt I nokkur ár. Dario Fo sagði að mikil barátta ætti sér stað, t.d. hafa þau i leik- flokknum reynt aö styðja ýmsar aðgeröir til stuönings föngum sem sitjainnifyrir þaöeittaö vera vinstri sinnaðir. Þau reyna á ýmsan hátt aö vekja athygli á baráttumálum fólks, eins og umhverfisvernd, verkfallsbar- áttu o.fl. en hann sagði lika að fólk væri hrætt, það væri aldrei að vita hvar næsta hryðjuverk yrði framið eða hvar lögreglan gerði næstu rassiu. Hann hefði viljað taka þetta ógnarástand fyrir i leikriti um dauða Aldo Moro og sýna fram á að það væru hin spilltu öfl borgarastétarinnar sem stæðu að baki. Hann hefði hins vegar hreinlega ekki þoraö að setja verkið á svið af ótta við að það næöi ekki tilgangi sinum og myndi kalla ofsóknir yfir leik- flokkinn. Það er.þvi enn i skrif- borðsskúffunni, en þau reyna aö finna aðrar leiðir i baráttunni, hlátur, háð, leik og söng sem opnar augu fólks fyrir þvi rotna þjóðfélagi sem það býr I, i von um aö það taki til sinna ráöa og varpi af sér okinu. Og lýkur hér að segja frá heim- sókn Dario Fo og Fröncu Rame á norðurslóðir. —ká Alþýöuleikhúsið hefur nú sýnt „Viö borgum ekki" eftir Dario Fo á annað ár við geysilega aðsókn. 1 fyrrasumar var farið I leikferð um landiö, og nú er hópurinn að sýna á þeim stöðum sem þau komust ekki á I fyrra. grim,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.