Þjóðviljinn - 05.07.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Blaðsíða 9
Helgin 5. — 6. júll. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9 Heiðarleg mynd um Víetnamstríðið Tónabíó: Heimkoman (Coming Home) Bandaríkin 1978 Leikstjóri: Hal Ashby Kvikmyndun: Haskell Wexler Aðalhlutverk: Jane Fonda/ Jon Voight/ Bruce Dern. Tvœr myndir hlutu meiri viöur- kenningu en aörar viö úthlutun Óskarsverölauna 1979: Hjartar- baninn og Heimkoman. Báöar fjalla um áhrif Vletnamstriösins á bandarísku þjóðina. Þó er varla hægtaö hugsa sér ólikari myndir. Hjartarbaninn er á yfirboröinu tæknilegt stórvirki og listrænt afrek, en i raun og veru útsmogin og viðurstyggileg áróðursmynd, þar sem staðreyndum er snúið við á svo lúmskan hátt að manni detta dauðar lýs úr höfði. Heimkomaner hinsvegar kvik- mynd sem ekki lætur mikiö yfir sér, en er margfalt heiðarlegri út- tekt á þvi sem geröist i banda- risku þjóðfélagi meðan á Viet- namstriöinu stóð. Tónabió sýndi I vor aöra mynd eftir leikstjóra Heimkomunnar, Hal Ashby. Þaö var myndin um Woody Guthrie, „Bound for Glory”.Fleiri myndir eftir Ashby hafa verið sýndar hérlendis, a.m.k. Shampoo og The Last Detail.Hann er nú I hópi athyglis- verðustu kvikmyndastjóra Bandarikjanna. Fyrstu mynd sina, The Landlord, gerði hann 1970, en þá hafði hann unniö ýmis störf I kvikmyndabransanum allt frá þvihannvar 17 ára, 1947. M.a. vann hann við klippingu mynda I 20 ár og fékk Oskarsverðlaun fyrir klippingu á myndinni In the Heat of the Night eftir Norman Jewison. Hann var þvi enginn nýliði þegar hann hófst handa við kvikmyndastjórnina. Þríhyrningur 1 Heimkomunni, sem byggð er á sögu eftir Nancy Dowd, segir Jon Voight I hlutverki Luke, hermannsins sem kom heim I hjólastól. Jane Fonda leikur Sally. Vletnamstrföiö gjörbreytti llfi hennar. Ingibjörg Haralds- ) dóttir skrifar um kvikmyndir frá Sally (Jane Fonda), eigin- manni hennar Bob (Bruce Dern), sem er kapteinn I bandarlska hernum, og Luke (Jon Voight) sem er fatlaður af völdum strlðsins, einn af mörgum sem komu heim I hjólastól. Þetta er þrihyrningssaga, sem nær þó langt út fyrir mörk ástar- sögunnar og setur einkallf persónanna I vltt, þjóöfélagslegt samhengi. Myndin gerist á nokkrum árum á sjöunda áratugnum. Andrúms- loft þessara ára kemst mjög vel til skila, og sérstaklega sú hraða þróun sem varð þá á afstöðu og viöhorfum manna til þess sem var að gerast. Kannski kemur þetta hvergi skýrar fram en I túlkun Jane Fonda á Sally. Þegar myndin hefst er hún dæmigerö eiginkona atvinnuhermanns, lifir og hrærist i umhverfi sem ein- kennist annars vegar af milli- stéttarviðhorfum og hins vegar af hermennsku. Bob er uppfullur af. „föðurlandsást” og hún er litið annað en bergmál af honum. Svo fer Bob I striðið og hún fer að sinna góðgerðarstarfsemi til að drepa timann á meðan hann er I burtu. Þetta starf hennar og kynnin af heimkomnu mönnunum, bækluðum á sál og llkama, gjör- breyta Sally. Smám saman opnast augu hennar fyrir þvl sem er að gerast I Vietnam. Hún verður ástfangin af Luke. Sam- band þeirra er gjörólikt sam- bandi hennar viö Bob. Samt sem áður er ekki hlaupið að þvi að brjótast út úr hjónabandinu. Þegar Bob kemur heim úr striðinu er hann niðurbrotinn andlega, og gjörsamlega ófær um að aölagast aftur þvl samfélagi sem hann yfirgaf til þess að gerast strlðshetja. Fórnarlömb Bob og Luke eru báðir fórnar- lömb Vietnamstrlösins, hvor á sinn hátt. Luke er likamlega bæklaöur, en andlega sterkur og finnur tilgang I lifinu með þvi að reka áróður gegn strlðinu og vara unga landa sina við þvl að láta senda sig á vigvöllinn. Bob er hinsvegar fflhraustur og orðum prýddur, en stórskaddaður á sál- inni. Striöið sjálft er ekki sýnt I myndinni, en það er allsstaöar nálægt, allt snýst um það og þaö er helsti örlagavaldur I llfi per- sónanna. Heimkoman gefur inn- sýn I andófsbylgjuna miklu, sem átti sinn þátt I ósigri Bandarikj- anna I þessu viðurstyggilegasta og ranglátasta strlði veraldar- sögunnar. Heimkoman er mynd, sem menn ættu helst ekki að láta framhjá sér fara. Hún flytur þarfan boðskap og er þar aö auki mjög vel gerö, og álveg sérstak- lega vel leikin. Jane Fonda og Jon Voight fengu bæði Oskarsverð- laun fyrir leik sinn og voru mjög vel að þeim komin, og einnig er leikur Bruce Dern góður. Kvik- myndataka Haskell Wexler er llka frábær, ekki slöur en I „Bound for Glory”, sem hann á einnig heiðurinn af. það munar um minna Einingahús úr timbri . Arkitekt: Hróbjartur Hróbjartsson Einingahúsin frá Ösp hafa á margan hátt óumdeilanlega sérstöðu. Við nefnum t.d. einstaka einangrun þeirra, með 6” og 8” glerull í útveggjum og þaki. Með þessu móti tryggjum við fullkomna einangrunareiginleika. Upp- hitunarkostnaður verður í algjöru lágmarki. Það munar um minna á þessum síðustu tímum orkukreppunnar. Asparhúsin eru í sérflokki Aðlaðandi útlit - einbýlishús á einni hæð Fullkomin einangrun - upphitunarkostnaður í lágmarki Góð nýting á gólffleti Hallandi loft Afhending á ýmsum byggingarstigum Einstakt verð og greiðsluskilmálar. Leitið nánari upplýsinga á skrifstofunni Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.