Þjóðviljinn - 30.07.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.07.1980, Blaðsíða 4
4 StOA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. júli 1980 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis C'tgcfandi: tltgáfufélag Þjó&viljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ölafsson Fréttastjóri: Vilborg Har&ardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarma&ur Sunnudagsbla&s: Þórunn Sigur&ardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormó&sson Afgrei&slustjóri: Valþór Hlööversson Bia&amenn: Alfhei&ur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Gu&jón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir : Þorsteinn Magnússon. íþróttafréttama&ur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigrí&ur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Gu&rún Guövar&ardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigur&ardóttir Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmó&ir: Jóna Sigur&ardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk. slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Sama leiftursókn hjá V.S.Í. og Geir • ( launakröfum Alþýðusambandsins er aðeins farið fram á 5% almenna launahækkun og síðan gerð krafa um breytingar á visitölukerf inu til að tryggja þróun í átt til launajöfnunar. • Hver hafa verið viðbrögð Vinnuveitendasambands islands við þessum hógværu kröf um. Þau helst að þver- neita nú í þriðja sinn að setjast að samningaborði með fulltrúum verkalýðsfélaganna, hvað þá meira. Þessi af- staða puntudrengja Sjálfstæðisflokksins í stjórn Vinnu- veitendasambandsins er hneykslanlegt dæmi um fá- heyrðan valdahroka manna sem eingöngu skáka í skjóli síns peningavalds. Fyrst leggja þeir fram kröfur um meiriháttar lífskjaraskerðingu alls almennings í sam- ræmi við leiftursókn Sjálfstæðisflokksins, m.a. um 50% skerðingu allra vísitölubóta á laun, og þar á ofan kröf ur um að svipta verkafólk margvíslegum réttindum, sem verkalýðsfélögin og pólitískir bandamenn þeirra hafa knúið fram á undanförnum árum. Þegar fulltrúar verkalýðsfélaganna hafna slíkum afarkostum og tefla fram sínum hógværu kröfum, þá taka leiftursóknar- mennirnir í stjórn Vinnuveitendasambandsins þann kost að rjúfa allt talsamband og hlaupa frá samningaborð- inu. • Það er blátt áf ram átakanlegt, að sjá Morgunblaðið úthella krókódílstárum á einni síðu yfir lágum kaup- mætti launa á (slandi, en birtast síðan á næstu síðu sem ódulbúið málgagn sameiginlegrar ráðaklíku Vinnuveit- endasambandsins og Sjálfstæðisflokksins. • I þjónkun sinni við Vinnuveitendasambandið gengur Morgunblaðið jafnvel svo langt í forystugrein á laugar- daginn var, að halda þvi f ram að það séu samningamenn Alþýðusambandsins, sem neiti að ræða við Vinnuveit- endasambandið! Þarna er staðreyndunum gjörsamlega snúið við. Alþýðusambandið hefur frá því fyrsta í þess- um samningum verið reiðubúið að ræða við Vinnuveit- endasambandið og Vinnumálasamband samvinnufélag- anna, bæði saman, eða sitt í hvoru lagi, og í þeim efnum hefur ekkert breyst. • En þegar Vinnuveitendasambandið svarar hógværri kröfugerð með því að neita viðræðum hvað þá meir, — þá er það ekki aðeins rettur heldur ótvíræð skylda samn- ingamanna Alþýðisambandsins að kanna viðhorf hins viðsemjandans, það er Vinnumálasambandsins. • Slík könnun hefur nú verið í gangi síðustu dagana. Enn er of snemmt að spá neinu um það hvort þær við- ræður leiði til samkomulags, sem verkalýðshreyfingin geti fellt sig við, en meðan talað er saman af sæmilegri kurteisi á samningaf undum, þá er von. • Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undan- förnu þá telur Þjóðhagsstofnun, að ef ekki takist samn- ingar um kjarabætur þá verði kaupmáttur umsaminna iauna lægst launaða fólksins tæplega 5% minni á þessu ári, en hann var 1978 og að kaupmáttur ráðstöfunartekna minnki álíka, en áður hefur kaupmáttur launa verka- manna orðið hæstur árin 1978 og 1974. • Enda þótt viðskiptakjör okkar út á við hafi á fyrri hluta þessa árs verið i&—19% lakari en þau voru að jafnaði á árinu 1978, og einnig langtum lakari en 1974, og þar sé að finna helstu ástæðuna fyrir þeirri 5% kjara- rýrnun, sem hér var nef nd, þá er það engu að síður sann- gjörn krafa verkalýðssamtakanna, að þeim verst settu í þjóðfélaginu verði bætt þessi kjaraskerðing þegar í stað, þótt ýmsir aðrir hópar launafólks verði að biða um sinn eftir kjarabótum. • Þjóðviljinn telur ekki ástæðu til að efast um, að rik- isstjórnin sé reiðubúin til, að leggja sitt af mörkum til að greiða fyrir samningum, er tryggi þá kröfu, og auk þess framgang ýmsra félagslegra réttindamála. Má þar minna á aukinn rétt aldraðra hvað varðar eftirlaun og lífeyri, rýmra fæðingarorlof og greitt úr sameiginlegum sjóði, styrkingu atvinnuleysistryggingasjóðs og margt fleira. • Vissulega mun verða spurt um hlut ríkisstjórnarinn- ar varðandi kjarasamningana, en það verður líka spurt um hlut puntudrengja Sjálfstæðisflokksins í stjórn Vinnuveitendasambandsins. Og Morgunblaðið mun ekki komast upp með það, að mana í öðru orðinu Vinnuveit- endasambandið til grófustu óbilgirni i kjaraskerðingar- átt, en þykjast svo í næsta orði vera málsvari þess launa- fólksins, sem fyrir óbilgirninni verður. — k. Vökvanöfn Mippt ! Margt býr I í þokunni Svarthöföanöldriö i Visi byrj- I ar á þessa leiö á mánudag: „Eftir frétt í Þjóöviljanum aö , dæma viö upphaf kvennaráö- • stefnu I Kaupmannahöfn haföi I formaöur islensku nefndarinnar I flutt ræöu, sem samkvæmt frá- , sögn fréttastjóra blaösins á i staönum var fagnaö ákaflega af I áheyrendum. Gallinn á þessu I var bara sá, aö ræöa formanns- Svarthöföi hefur stundum reynt aö skemmta sér viö aö kalla kollega sína á Dagblaöinu Rauövinspressuna. Sjálfsagt mætti ganga á róöina og reyna aö klína einhverjum slikum vökvanafngiftum á öll blöö. Timinn gæti til aö mynda heitiö mjólkurpressan. Kannski mætti kalla Morgunblaöiö kókpress- una, þvi aö sá drykkur er mest auglýsti vökvi i heimi. Ekki vit- um viö hvaö hæföi Þjóöviljanum i þessu samhengi. Hitt er svo enginn vafi hvaöa oröi Svarthöföi kemur á Visi. Þvi manna haföi hrakiö Mossadiq frá völdum. Eftir þaö jukust bandarisk áhrif jafnt og þétt i landinu.” Undarleg málsmeðferð Þaö er ekki rétt, aö engir hafi losnaö viö sovéska herinn eftir striö aörir en íranir. Rauöi her- inn fór frá Noröur-Noregi, Borgundarhólmi, og Júgóslaviu, siöar Finnlandi, Austurriki og Albaniu. Þaö er lika hæpiö að þetta hafi gerst vegna framtaks „hins unga þjóöarleiötoga”. Ekki munum af um verftur meft Fræoouiuu ins var ekki flutt þennan dag, heldur daginn eftir. Nú geta fréttir af ræöuflutningi á óróa- sömum ráöstefnum brenglast hæglega, og er ekki ástæöa til aö fárast út af sliku. En lýsingar- orö yfir hrifningu áheyrenda hljóta aö vera heimasmiöuö, þar sem áheyrendur gátu engar tilfinningar látiö i ljós, þar sem þeir höföu ekki heyrt ræöuna.” Sföan er reynt áfram aö spinna hæfilega langt mál út frá þessu þema: svona er falsiö i þessum kommum, innrætingin og þar fram eftir götum. Þaö spaugilega við þetta er svo sú staöreynd, aö allt er þetta raus byggt á þokunni sem ræöur rikjum hjá Svarthöföanum sjálfum. Allt rangt Ræöa Einars Agústssonar á kvennaráðstefnunni i Kaup- mannahöfn var ekki haldin viö upphaf ráöstefnunnar, þvf hefur enginn haldiö fram nema Svart- höföi. Hún átti aö haldast á fimmtudag, og útvarpið haföi af misgáningi skýrtfrá því i kvöld- fréttatima sinum, aö svo hafi veriö. Ræöunni var hinsvegar frestaö fram á föstudag, eins og segirá baksiöu Þjóöviljans þann dag i viötali viö Vilborgu Harðardóttur. Hún minnist að sjálfsögöu hvergi á viötökur viö ræöunni, þaö er allt heilaspuni úr Svarthöföa. Hinsvegar birtist ræöan svo I heild i Þjóðviljanum daginn eftir, eöa á laugardegi og þess getiö þá á forsiöu, að henni hafi veriö vel tekið, þegar hún var flutt. Mannhatur mestan part Meö öörum oröum: allt þaö sem Svarthöfðinn hefur um mál þetta aö segja er bull og vitleysa aö ógleymdu venjulegri fúl- mennsku og mannhatri, sem hefur óspart flætt úr penna hans yfir kvennaráöstefnuna i Kaup- mannahöfn. Þessi höfuöprýöi Vísis er svo glórulaus, aö hann reynir aö berja þvi inn i fólk, aö ráöstefna á vegum Sameinuöu þjóöanna sé einskonar einkafyr- irtæki róttækra kvenna sem hafi þaö helst aö iöju „aö sparka i punginn á lögregluþjónum” eöa eitthvaö þessháttar. Auk þess sem hann lætur aulafyndni sina birtast I lltilsvirðingarhjali um konu frá Boliviu, sem hefur vakið athygli þeirra sem til Kaupmannahafnar komu á sviviröilegum glæpum sem herforingjabullur i Boliviu eru nú aö fremja á þvi fólki sem hef- ur gert sig sekt um þaö eitt aö kjósa sér forseta. eins og segir I gömlu kvæöi, reyndareftir Heine: „Hvert orö þeirra er hlandkoppur —og þaö vel fullur...” Fallvaltleikinn Morgunblaöiö minnist Irans- keisara,sem var, meö allmikilli angurværö I leiöara i gær undir fyrirsögninni „Fallvalt verald- argengi”. I leiöara þessum koma fram nokkrar undarlegar söguskýringar. Þar segir meöal annars: „Aöeins 22 ára aö aldri var Reza Pahlevi settur til æöstu valda. Þaö var á árinu 1941, þegar Bretar og Sovétmenn sóttu meö herliöi inn I Iran gegn keisaranum fööur hans og út- sendurum nasista, sem hann hafbi gert sér handgengna. Rauöi herinn hvarf ekki á brott frá íran fyrr en 1946, eftir aö kommúnistar höföu stofnaö sjálfsstjórnarríki i Azerbajdzh- an viö sovésku landamærin. Meö aöstoö Sameinuöu þjóö- anna tókst hinum unga þjóöar- leiötoga þaö, sem enginn annar gat i lok styrjaldarinnar: aö losna viö Rauba herinn úr landi sinu. Næsta meiriháttar þrek- raun hans var baráttan viö dr. Mossadiq, sem tókst 1952 aö ná alræðisvaldi meö stuðningi kommúnista og afturhalds- samra stórlandeigenda. Leik- bragö Mossadiqs var aö kref jast þjóönýtingar á Bresk-iranska oliufélaginu, sem flutti oliuauð- inn úr iandi. Keisarinn sá sér þann kost vænstan aö flýja land 1953 en eftir nokkra daga sneri hann aftur heim, eftir aö herinn og fjöldahreyfing, sem stofnuö var aö undirlagi Bandarikja- viö betur. en Truman hafi státaö sig af þvi aö hafa rekiö Rússa frá tran með þvi aö minna þá á atómsprengjuna! I annan stað er þaö undarleg staöhæfing að Mossadeq hafi náb „alræðisvaldi meö stuön- ingi kommúnista og afturhalds- samra landeigenda” Mossadeiq tók viö embætti forsætisráö- herra i aprii 1951 og fékk þá stuöning 79 af 100 viöstöddum þingmönnum Mejhlis, flestir senatorar studdu hann einnig, enda þótt allmargir þeirra hefðu veriö skipaöir af keisar- anum. Þjóönýting oliunnar var ekki ,, leikbragö” heldur brýnt hagsmunamál Irana sem allir skrifuðu þá undir, þingmenn og keisari. Siöan hófst löng og flók- in saga efnahagslegs og póli- tisks hernaöar Breta og Banda- rikjanna gegn Mossadeq: það var aðild þeirra aö þvi að Mossadeq var steypt og keisaranum lyft aftur til valda meö hervaldi sem enn i dag mótar aö verulegu leyti hiö þverstæöufulla pólitiska and- rúmsloft i Iran. Keisarinn var engin hetja, hvorki þá né síðar. En hann var Bandarikjavinur — og þvi er leiöarahöfundur Morgunblaös- ins reibubúinn aö afsaka hann I flestum greinum — og þó sér i lagi til aö sverta andstæöing hans, Mossadeq, sem haföi hug- rekki til aö ráöast i að stemma stigu við ránsskap olíuhring- anna á helstu auölind landsins — hugrekki sem keisarinn fleytti svo rjómann af siðar meö makalausri auösöfnun ættar sinnar. — áb. I og shoríð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.