Þjóðviljinn - 30.07.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.07.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 30. júll 1980 Sumamámskeið Samtaka móðurmálskennara 1980 Fyrir kennara i framhaldsskólum og efstu bekkjum grunnskóla Staöur: Menntaskólinn á Akureyri. Timi: 15.—21. ágúst. Viðfangsefni: Málfræöi og málfræðikennsla. Leiðbeinandi Kristján Arnason, höfundur nýrrar kennslubókar. Framsögn. Leiðbeinendur Hilde og Þorvarður Helgason. Tilhögun: Fluttir verða nokkrir fyrirlestrar en fyrst og fremst verður unnið; umræðuhópum þar sem kennarar bera sam an bækur sinar, leggja drög aö kennsluáætlunum eða semja verkefni. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 7. ágústtil Þöröar Helga- sonar, Bjarnhólastig 18, 200 Kópavogur (simar 41059 og 25088), eða Valdimars Gunnarssonar, Hrisaiundi 16a, 600 Akureyri(simar 21764 og 22422), og gefa þeir allar nánari upplýsingar. Orðsendlng tfl launagreiðenda Samkvæmt heimild i lögum nr. 65/1980, hefur bæjarsjóður Selfoss ákveðið að inn- heimta sem útsvarsgreiðslu i ágúst- mánuði hjá útsvarsgreiðendum fjárhæð, sem nemur 20% af fjárhæð fyrirfram- greiðslu, sem greiða bar á fyrri hluta ársins. Þeir launagreiðendur, sem hafa i vinnu hjá sér starfsmenn búsetta á Selfossi, eru beðnir að halda eftir þessari fjárhæð af launagreiðslum starfsmanna. Innheimta Selfossbæjar ÚTBOÐ Tilboö óskast i bryggjuhlifar (fender material) fyrir Iioltabakka I Reykjavikurhöfn. Ctboösgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboöin veröa opnuö á sama stað fimmtudaginn 28. ágúst n.k. kl. 11. f.h.. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR __________Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Munið fjölskylduhátiðina i Hallormsstaða- skógi um Verslunarmanna« helgina HERINN BURT Herstöðvaandstæðingar - fjölskylduhátið Skipulögð dagskrá hefst kl. 14.00 laugar- daginn 2. ágúst með afhjúpun minnis- varða um Þorstein Valdimarsson skáld. Dagskrá: Ávörp Umræður Skemmtiefni Leikir og kvöldvaka Tjaldað i skóginum. Mætum öll!! Herstöðvaandstæðingar á Austuiiandi Glúmur Hólmgeirsson skrifar: Asökun um glæpaverk Bók kom út fyrir siöustu jól sem hefur verið undarlega hljótt um. Heitir hún Faiið vald eftir Jó- hannes Björn Lúöviksson. I bókinni er rakin saga stórauð- valdsins og áhrif þess á sögu heimsins og örlög þjóða um sfð- astliðin 160 ár og er vitnað til heimilda sem erfitt sýnist að ve- fengja. Ein er sú ásökun sem í bókinni er fram borin á hendur auðhring- um og erfiöast er að trúa og varla hægt að trúa að til sé svo sót- svartur óþokkaháttur hjá mann- verum að þær beiti sliku til að missa ekki auðsuppsprettu. Asökunin er á þessa leið: Faliö vald, bls. 65-67: ,,í fljótu bragöi gæti maður haldið aö góðgeröa- stofnanir gerðu mikiö gagn með rausnarlegum fjárveitingum til heilbrigðismála. Þegar betur er aö gáð kemur i ljós að nær allar fjárveitingar þeirra renna til rannsókna sem leiða af sér ný og ný lyf. Eigendur lyfjaverksmiðj- anna eru einatt þeir sömu og eiga góðgeröarstofnanirnar, auk þess sem undirstöðuefni allra gervi- lyfja eru hráolia og tjara. Þessi áhersla sem lögö hefur verið á framleiöslu lyfja, samfara al- gjöru áhugaleysi á að koma i veg fyrir sjúkdóma, t.d. með heil- brigðara fæði og minna skaöleg- um framleiðsluháttum, hefur haft hrikalegri afleiðingar en gott er að átta sig á i fljótu bragði. Hér er dæmi. Margir hafa gælt viö þá hugmynd að krabbamein sé vöntunarsjúkdómur. Eins og náttblinda og skyrbjúgur tekur sjúkdómurinn sig upp i likaman- um án sýnilegrar smitunar. Reykingar, likamlegt álag (jafn- vel sýklar) og einhæfur matur geta komið krabbameini af stað, en eru i sjálfu sér ekki orsökin. Hún kemur innan frá. Sú stað- reynd að krabbamein er óþekkt fyrirbæri hjá nokkrum þjóðflokk- um rennir stoðum undir þá kenn- ingu aö þaö orsakist af einhverju sem við étum eða ekki étum. Þessi hugmynd kemur m.a. fram hjá Vilhjálmi Stefánssyni i bók hans Cancer, Disease of a Civilization? Vilhjálmur dvaldi lengi meðal Eskimóa áður en „menningin” náði að umlykja þá, en fram að þeim tima var krabbamein óþekkt þar um slóö- ir. Hinum megin á hnettinum fæddist sama hugmynd hjá öör- um manni dr. Albert Schweitser I formála að bók Alexander Glúmur Hólmgeirsson Berglas: Cancer, Cause and Cure, segir Schweitzer: „Við komu mina til Gabon árið 1913 var ég furðu lostinn yfir þvi aö rekast ekki á eitt einasta krabba- meinstilfelli. Ég fann ekkert meðal frumbyggjanna á tvö hundruð milna svæöi frá strönd- inni... Ég get ekki, að sjálfsögðu, sagt ákveðiö að þar hafi alls eng- inn krabbi veriö til. En, eins og aörir trúboðslæknar, get ég að- eins sagt, aö ef einhver tilfelli voru til staðar, þá hljóta þau að hafa verið mjög sjaldgæf. Það lit- ur út fyrir að þetta krabbameins- leysi stafi af frábrugönu fæði inn- fæddra i samanburöi við Evrópu- búa...” Læknarit og trúboöslæknar hafa skráð mörg slik krabba- meinslaus svæði i heiminum eins og Schweitzer talar um. Sum eru i hitabeltinu, önnur nálægt heims- skautunum. Sumt af þessu fólki sem virðist ónæmt fyrir krabba eru veiðimenn sem borða mikið kjöt, annað grænmetisætur sem bragöa aldrei kjöt. Sumt er hvitt, annað svart. Hvað er sameigin- legt með öllu þessu fólki? Eftir miklar rannsóknir og ferðalög, kom svarið frá Dr. Ernst T. Krebs árið 1953: Það sem skilur þetta fólk frá öðru fólki — og það á allt sameiginlegt — er aö fæöa þess inniheldur mik- ið nitnloside (B 17). Eskimóar fengu B 17 úr laxaberum og inn- yflum jórturdýra sem borðuðu mýragrös (Triglochin Maritima). Hunza ættflokkurinn, sem enn þann dag i dag hefur ekki haft eitt einasta krabbatilfelli, sækir B 17 i aprikósusteina sem þeir bæði borða beint og framleiða oliu úr. Af öðrum fæðutegundum sem eru rikar af B 17, má nefna bókhveiti, bitrar möndlur og eplasteina. Siðan 1953 hafa rannsóknir Dr. Krebs veriö staðfestar af þúsund- um Bandarikjamanna (sjá bók Dr. John Richardsons, Laetrile Case Histories) og aðrar þúsundir hafa veriö læknaðar af krabba með Laetrile, sem er samþjappað form af B 17. Mikill fjöldi bóka hafa verið ritaðar um þessi mál á siðari árum og er áhugasamari lesendum bent á þær. Timarit læknasamtakanna i Ameriku, sem eiga allt sitt undir auglýsing- um lyfjafyrirtækjanna eru ekki eins góðar heimildir. Fékk Dr. Ernst T. Krebs nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á B 17? Nei, hann má frekar þakka fyrir að ganga laus. t Bandarikj- unum, þar sem fleiri eiturlyfja- salar og glæpamenn ganga lausir en i nokkru öðru riki, hefur lög- reglan hvað eftir annað verið not- uð til að gera innrásir i heilsu- fæðuverslanir til að fjarlægja aprikósusteina úr hillunum, — ýmist vegna þess að þeir séu hættulegir (Hunzar borða allt að 70 á dag) eða gefi falska von (stóri bróðir gætir þin). ” I framhaldi af þessu rekur Jó- hannes Björn Lúðviksson tengsli lyfjahringanna við stórauövaldið og er áhugasömum lesendum bent á bókina Faliö vald, ef þeir vilja kynna sér þetta nánar. Það kemur glöggt fram i þeim kafla sem hér var rakinn, aö höf- undurinn sakar stórauövaldiö um skipulagðan stórglæp gegn öllu mannkyni. Búið sé að finna og skýrá hvers- konar sjúkdómur krabbi er og finna vörn við honum, en stórauð- valdið og lyfjahringar þess beiti auði sinum og völdum til að hindra að vitneskja um þetta breiðist út og verði sannreynd. Og allt vegna þess að þá tæki fyrir eina mestu auösuppsprettu lyfja- hringanna, sem er takmarkalaus framleiösla þeirra á vita gagns- lausum p'illum og öðru meðala- gutli, sem gylliauglýsingar mikla sem ómetanlegt tæki i baráttu gegn krabbameini. Nú er þaö svo aö ófaglærður maður hefur litla möguleika á aö dæma um þaö hvað hér er sann- Framhald á bls. 13 Eru tölvur ógnun viö atvinnuöryggi? — reglur verdi settar um notkun þeirra Landssambönd verslunar- og skrifstofufólks á Noröurlöndum, sem aöild eiga að Alþýðusam- böndum viökomandi landa og hafa um 600 þúsund meðlimi innan sinna vébanda,héldu með sér árlegan samstarfsfund i Falun I Sviþjóð dagana 24. og 25. júni s.l.. Fundurinn lagöi á það rika áherslu að krefjast verði þess i öllum löndunum að settar verði i kjarasamninga samræmdar reglur um tölvur og tækniþróun, ásamt þvi að komið verði á fram- færi samræmdum upplýsingum, rannsóknum og fræðslustarfsemi um tölvur og tækniþróun. Fundurinn undirstrikar já- kvæða grundvallarafstöðu sam- takanna til tækniþróunarinnar, sem þó má ekki taka við gagn- rýnislaust, án þess að tillit sé tek- ið til neikvæðra áhrifa hennar. Það er ófrávikjanleg fagleg krafa samtakanna, að tækniþróuninni beri aö stýra og framkvæma á lýðræöislegan hátt. Þaö var skoðun fundarins að tölvuvæðing á verksviöi verslun- ar og viðskipta gæfi tilefni til al- varlegra neikvæöra áhrifa á fjöl- mörg störf innan starfsgreinar- innar. Þróun tölvustýröra sjálf- virkra birgðastöðva er alvarleg ógnun við atvinnuöryggi. Tölvu- stýrðir búðarkassar og EAN vörumerkingakerfiö gera at- vinnurekendum mögulegt aö hætta að verðmerkja einstakar vörueiningar, sem hefir það I för með sér að einstaka tiltekin störf þarf ekki aö framkvæma lengur og störfin þvi lögð niöur. Tölvu- stýrðir búðarkassar verða I hönd- um atvinnurekandans nákvæmt tæki til þess að skrá fjölda af- greiddra viðskiptavina, sem skapar aukna hættu á vanmati starfsmannaþarfar, með þeim af- leiöingum að fólki i igripastörfum fjölgar á kostnað fastráðinna starfsmanna. Sjálfvirk pantana- kerfi og nýtt háþróað birgðabók- hald hefir áhrif á öllum sviðum stór- og smásöluverslunar. Þau störf, sem tölvuvæöingin mun snerta fyrst og verða harö- ast úti.eru þau, sem nú eru unnin fyrst og fremst af konum. Þess vegna er tölvuvæðingin einnig jafnréttismál, sem verkalýðs- hreyfingin verður að láta til sin taka. Samtök norrænna verslunar- manna benda ennfremur á nauð- syn þess aö starfsfólkiö i grein- inni fái sinn hlut af fjárhags- legum hagnaði, sem skapast við aukna hagræðingu.og minnt er á nauðsyn þess aö fagleg samtök starfsgreinarinnar fái áhrif á ákvörðunartöku á öllum sviðum margbrotinnar fyrirtækjaupp- byggingar innan starfsgreinar- innar. Þegar um er aö ræða tölvuvæö- ingu atvinnulifsins veröur lýö- ræðisleg stjórnun og fagleg sam- vinna að fara saman allt frá rannsókna- og hönnunarstigi framleiðslunnar. Þessir þættir eru erfiðir i framkvæmd i dag vegna þess aö öll Norðurlöndin eru svo mjög háð innfluttri tölvu- tækni og tilbúnum stöðluðum kerfum, sem ekki gefa möguleika til annarra frávika en þeirra, sem miöast við eigiö notagildi. Þetta þýðir i reynd innflutning ákvarð- ana, sem oft geta verið og eru norrænu atvinnu- og þjóölifi alls- endis framandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.