Þjóðviljinn - 30.07.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.07.1980, Blaðsíða 15
lyiiövikudag.ur 30. júli. 1980. Þ.JÓÐVILJ1NN — SÍÐA 15 Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Og svo segja þeir að bárujárnsþökin leki! —Ljósm. gel. fra lescndum T.T.T. vill láta setja upp þrengingar á Engihjalla. Þrengingar betri en lokun 1 Þjóöviljanum miðvikudag- inn 23. júli var talaö um að best væri að loka götunni við Engi- hjalla i Kópavogi. Mér finnst ekki rétt að loka götunni. Það væri betra að mjókka og hækka götuna þar sem gangbraut væri. Gott dæmi um svona gangbraut er við Fellaskólann i Breiöholti. Minnkar gangbrautin þar slysa- hættuna mjög að minum dómi. Krakkar og aðrir gangandi veg- farendur eiga auðveldara með að komast yfir götuna. —T.T.T. Draugagangur í Kópavogi Mikið hefur verið gaman i Reykjavik i sumar. Allt fullt af skemmtilegum uppá- komum og lifi og trúðar og allt. Mamma segir, að þetta minni sig á gamla daga. Þegar hún var ung, fór hún á rúnt- inn, og það var allt fullt af strákum sem vildu keyra stelpurnar á finu dollaragrinunum sin- um. Pabbi átti samt ekki svoleiðis, segir mamma. Ég er viss um að hann Guð hefur haft svona gott veður i sumar af þvi að honum þykir lika svo gaman i Reykjavik En ég á ekki heima i Reykja- vik og þar sem ég á heima er ekki gaman. Jú, það er gaman heima en það er enginn svona alvörubær. Við erum nýflutt i Kópavoginn og þar er miöbær en þangað koma engir trúðar. Mamma segir reyndar, að það séu stundum trúöar á bæjar- skrifstofunum sem eru i mið- bænum og á bæjarstjórnarfund- unum, en ég veit ekkert um svo- leiðis. Pabbi segir, að kannski verði voða gaman i Kópavogi þegar komin er bensinstöð undir stóru blokkina. Mér finnst það sniðugt og ef ég mætti ráöa myndi ég setja bensinstöðvar undir miklu fleiri hús. Þá er svo fljótlegt að gera bál á gamlárskvöld eftir 100 ár þegar húsin eru orðin gömul og ónýt og allir fluttir. Mamma segir aö það liði ekki svo langur timi, þvi aö bráðum veröi miöbærinn draugaborg. Ég skil ekki alveg hvað það þýðir en svakalega held ég að verði gaman að hafa fullt af al- vörudraugum i Kópavogi. Bless, ég hef aldrei skrifað áður. Ekki henda bréfinu minu i ruslið, þá nenni ég aldrei að skrifa aftur. Sigga, 10 ára Klassiska tónlistin A dagskrá útvarpsins i dag er allmikið um klassiska tón- list. Klukkan 10.25 veröur flutt kirkjutónlist frá orgel- hátiðinni i Lathi i Finnlandi i fyrra. Markki Ketola leikur „Grand pice symphonieque” eftir César Franck og Pre- lúdiu og fúgu i C-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Morguntónleikar eru svo kl. 11.00. Þá leikur hljómsveit franska útvarpsins Hjaröljóö að sumri eftir Arthúr Hon- egger og stjórnandi er Jean Martinon. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur „Hljómsveitin kynnir sig” eftir Benjamin Britten og er það höfundurinn sem stjórnar. Josef Suk og Tékkneska filharmoniusveitin leika Fiðlukonsert i a-moll op. 53 eftir Antonin Dvorák en stjórnandi er Karel Ancerl. Píanótónleikar eru svo á dagskrá kl. 23.20. Þá leikur Cor de Groot pianóverk eftir Georges Bizet, Jules Massenet og Benjamin Godart og er það hljóðritun frá hollenska út- varpinu. Kampakátir fjallgöngumenn á áningarstað. Klifur og íslenski Alpaklúbburinn Útvarp kl. 21.10 „Fjallamenn fyrr og nú” heitir 25 min. langur þáttur i umsjón Ara Trausta Guðmundssonar og er á dag- skrá útvarpsins i kvöld kl. 21.10. Ari sagði i stuttu spjalli um þáttinn, að hann tæki fyrir klifur sem væri alvarlegri tegund af fjallgöngum. 1 fyrri þættinum hefði hann rakið helstu atriði um klifuriþrótt- ina á tslandi fram til 1970 en þátturinn i kvöld fjallaði um siöasta áratug og daginn i dag. Talað er við Magnús Guðmundsson, einn af stjórnarmönnum tslenska Alpaklúbbsins, og einnig e? lýst útbúnaði viö klifur og sagt frá ýmsum reglum sem skapast hafa i sambandi við iþróttina. —áþj —barnahornið-n Halló Barnahorn I vetur fór ég til Englands og er þar enn. Þegar ég kom til Englands kunni ég ekkert í ensku og hélt að ég myndi aldrei læra hana, en hún kom nú smátt og smátt. Ég fór í skóla þriðja daginn sem ég var þarna. Ég var svolítið nervus f yrsta daginn sem ég var í skól- anum. Hérna er lítil mynd af Englandi. Sigþrúður Gunnarsdóttir Skrýtlur Vinkona Stínu litlu var í heimsókn og Stina sagði við hana: — Og hugsaðu þér bara. Kisan okkar eignaðist f imm kettlinga, og við vissum ekki einu sinni að hún væri gift. — Jæja, Kalli, hvaða stafur kemur á eftir A? — Allir hinir. Einu sinni voru tveir sykurmolar á leið yf ir götu. Þá var keyrt yfir annan þeirra. Hinn sagði: — Komdu nú, strásykur, höldum áfram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.