Þjóðviljinn - 20.08.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.08.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. ágúst 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Eitrunar ekki vart Okkur er ekki kunnugt um að eitrunareinkenna hafi orðið vart i fé, sagði Gunnar ólafsson, for- stöðumaður Rannsóknastofnunar Landbúnaðarins i gær, en þá var hann að bfða eftir frekari niður- stöðum úr flúormælingum frá Norðurlandi. Gunnar sagöi aö smala- mönnum heföi veriö bent á aö hafa meö sér kalk i leitir þvi ein- kenni eitrunarinnar væru svipuö doöa og gæti kalksprauta oft bætt úr. Fyrstu mælingar bentu sem kunnugt er til þess aö flúormagn I ösku og gróöri væri yfir hættu- mörkum en i gær og i gærkvöldi dreif enn fleiri sýni aö.viös vegar af aö landinu. Gunnar beiö i gærkvöldi eftir niöurstööum m.a. úr sýnum frá Auökúluheiöi og Skagafiröi. —AI. Borgarráð lofar lóðum: Sérhönnuð hús fyrir fatlaða Borgarráð samþykkti I gær aö veita Erni Isebarn, bygginga- meistara, lóðafyrirheit en örn hyggst byggja sérhannaöar ibúð- ir fyrir fatlað fólk til sölu á frjáis- um markaði. Umsókn Arnar er um lóðir i Fossvogi en þar háttar þannig til aöunnt eraöbyggja hússemhafa tvær jarðhæðir. Þriðja hæöin yröi þá fyrir fólk sem ekki þarf á sér- aöstööu aö halda. Ekki var i sam- þykkt borgarráðs ákveöiö hvar Erni yrði úthlutað né undir hversu margar ibúöir, en lóö eöa lóöir fær hann viö næstu reglulegu lóöaúthlutun. —AI Eldur í báti í Stykkis- hólmshöfn Vb. Svanur, 50 lesta eikarbátur frá Stykkishólmi skemmdist mik- ið i eldi i gær þar sem hann lá .við bryggju i Hólminum. Var veriö aö búa bátinn út til hörpudiskveiða og menn nýfarnir frá borði i há- degismat þegar eldur kom upp i vélarrúminu, þar sem þeir höfðu veriö viö vinnu. Ilia gekk aö ráöa niöurlögum eldsins og þaö tekiö til bragös að lokum aö færa bát- inn til i höfninni og dæla i hann sjó. Eigandi vb. Svans er Magnús Þ. Þórðarson. —vh Félags- og heilbrigðisráöherrar Norðurlanda á blaðamannafundi i gær. Frá vinstri: Svavar Gestsson, Arne Nilsen frá Noregi. Elisabet Holm frá Sviþjóð, Henning Rassmusen frá Danmörku, Sinikka Luja- •Pentila ogyst Katri-Helena Eskilinen,báðar frá Finnlandi. Fundur Félags- og heilbrigöisrádherra Norðurlanda Fyrirbyggjandi heilsu- gæsla skiptir mestu Undanfarna daga hafa Félags- og heilbrigðisráðherrar Norður- landa setið á fundi hér I Reykja- vik. Þar hafa verið til umræðu heilsugæsia, menntun, upplýsing- ar til almennings, vandamál aldraðra og fleira. Þá var haldinn sameiginlegur fundur með nor- rænu félagsmálanefndinni sem lagði fram skýrslur um endurnýj- un tryggingasamninga milli Norðurlandanna og sameiginleg- an atvinnumarkað heilbrigðis- stéttanna á Noröurlöndum. A ráöherrafundinum kom fram aö i öllum löndunum er heil- brigöisþjónusta i örum vexti. Lögö var áhersla á aö heilsufar ibúanna er háö ástandi á öörum sviöum þjóðlifsins og þvi veröi alls staöar aö hafa heilsu fólks i huga þar sem einhver hætta er á ferðum. Ef fyrirbyggjandi heilsu- gæsla á aö bera árangur veröur aö samhæfa alla þætti og efla samvinnu. Lögö var áhersla á aö auknu fjármagni ætti aö beina til fyrirbyggjandi aðgeröa. Einnig I menntun heilbrigöisstéttanna. Til þess aö bæta heilsufar og koma i veg fyrir sjúkdóma eru upplýsingar nauðsynlegar. Fólk veröur sjálft aö bera ábyrgð á eigin heilsu og ef þaö á aö bera árangur verða auknar upplýsing- ar að koma til. Ráöherramir nefndu sem dæmi misnotkun áfengis, tóbaks og eit- urlyfja. Til aö stemma stigu viö siikum eyöingaröflum er upplýs- ingin besta vopniö. Nokkrar umræður uröu um þjónustuviðaldraða. Þaö erstaö- reynd aö öldruöum fjölgar stöö- ugt á Noröurlöndum, meö bættri heilsu og betri efnahag. Þessi þróun er öllu hraöari i Skandi- naviu en á Islandi.enn sem komiö er. A blaöamannafundi sem ráö- herrarnir efndu til i gær barst tal- iö aö áfengisvandamálum sem ervaxandi vandamál alls staöar i heiminum. Noröurlöndin hafa fariö mismunandi leiöir i þeim málum. Danir leggja mesta áherslu á upplýsingar og áróöur, en Sviar hafa meira beitt boöum :Framhald á bls. 13 Fékk reiðhjól, gaf 50 þúsund Nanna Logadóttir afhendir Gunn- ari Friðrikssyni forseta Slysa- varnafélagsins, 50 þús. kr., sem hún færir félaginu að gjöf. Mynd: Ella. Það hljóp heldur betur á snæriö fyrir henni Nönnu litlu Logadótt- ur, Hliöabyggö 7 i Garöabænum. Hana langaði þessi ósköp til þess aö eignast reiöhjól en pabbi henn- ar var ekki beint á þeim buxunum aö telja hana hafa neitt meö þaö aö gera. Nanna geröi sér þá litiö fyrir, brá sér á sýninguna Sumar 80, keypti þar miöa i happdrætti Slysavarnafélags tslands, vann á hann reiöhjóliö sem hana vantaði og sneri þar meö heldur betur á „gamla” manninn. Liklega hefur samt allt fljót- lega falliö i ljúfa löö hjá þeim feðginum þvi aö i gær voru þau bæöi mætt vestur i húsi Slysa- varnafélagsins á Grandagaröi, þar sem Nönnu var afhent hjóliö, 10 gira forláta gripur, en sjálf færöi hún Slysavarnafélaginu aö gjöf kr. 50 þús. Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnafélgsins, þakkaöi Nönnu þessa myndarlegu gjöf og þá ræktarsemi viö félagiö, sem hún bæri vott um. Svo skemmtilega vill til, að Logi Runólfsson, faöir Nönnu, var i nefnd, sem undirbjó og stóö aö fyrsta happdrætti Slysavarna- félagsins. — mhg Ymsir veikleikar komu i Ijós fyrsta dag gossins Dýrmæt reynsla, segir Guðjón Petersen, framk væmdastjóri almannavarna „Á þessum fyrstu dögum gossins fékkst dýrmæt reynsla fyrir framtiðina og sem betur fer skapaðist aldrei neitt hættuástand meðan gosið var hvað mest,i, sagði Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri almannavarna í samtali við Þjóðviljann í gær. Heklugos er ekki lítill viðburður og ómögulegt að segja fyrir um hvað gerst getur i slíkum náttúru- hamförum. Almanna- varnaráð rikisins, stjórn- stöð þess og almanna- varnanefnd Rangárvalla- sýslu brugðust skjótt við þegar fréttist af gosinu á sunnudag og voru menn við hinu versta búnir. Það reyndist sem betur fer óstæðulaust." „Okkar starf nú er aö finna út þá veikleika sem eru á kerfi okk- ar og komu I ljós strax I upphafi gossins”, sagöi Guöjón. „Þaö er eins og ávallt tækjabúnaöurinn sem á skortir og takmarkar viö- brögöin verulega. Lélegur og I sumum tilvikum enginn tækja- búnaöur veldur þvi að viö náum ekki réttum upplýsingum nógu fljótt til þess aö geta metiö ástandið, en rétt mat á þvi skiptir höfuömáli.” Guöjón sagöi greinilegt aö huga þyrfti betur að virkjunarsvæöum Landsvirkjunar uppi á hálendinu i ljósi fenginnar reynslu af yfir- standandi Heklugosi. Aætlun um brottflutning manna af virkjunarsvæöunum til byggöa væri vissulega tilog i neyöaráætl- un fyrir Rangárvaliasýslu væri gert ráö fyrir þvi aö sérstakar nefndir á virkjunarstöövunum gripu til viöeigandi ráöstafana ef neyðarástand skapaöist. „Þarna komu vissir veikleikar i ljós” sagöi Guöjón „og þaö sem ekki var nógu gott var aö allt samband viö virkjunarvinnslu- svæöin rofnaöi. Þegar háspennu- linan milli Búrfells og Sigöldu sló út vegna öskufalls varö simasam- bandsiaust og taltöðvarsamband datt úr. Þá kom i ljós aö búið var aö taka niöur gömlu simalinuna upp i Sigöldu og þvi ekki hægt að Framhald á bls. 13 I ■ ■ Viðskiptin blómstra í Heklugosi Heklugosiö á sunnudaginn var mörgum athafnamanninum lyftistöngi baráttunni viö slæmt árferði, kreppuna og óstjórnina. Þaö er vist smekklaust aö vitna i málsháttinn, eins dauöi er ann- ars brauð. Þaö er hér meö tekiö fram. Enekki fer hjá þvi aö þeir sem selja ævintýri og „oplev- else” fái aukapening i pyngju sina. Svo viröist sem flestir rólfærir borgarar hafi á sunnudeginum tekiö sig upp og stormaö austur fyrir fjall. Aörir sneru sér hina hliöina. Nú, einhver varö aö flytja hópinn. Sérleyfishafarnir á svæöinu, Landleiöir og Austurleiö, brugöu skjótt viö og sendu fyrstu rútuna af staö kl. 17.00 á sunnudegi. Umsvifin jukust brátt til muna og um kvöldið lagöi 10 bila lest af staö i átt aö Heklu á vegum þeirra sérleyfishafa. A mánudeginum fóru tvær rútur um morguninn og sjö um kvöldiö. Fargjaldiö var 7000 kr. og voru leiösögu- menn meö. Margir tóku sig til, ieigöu rútur undir sig og sina og lögöu jafnvel leiösagnarlausir út 1 óvissuna. Viöskiptin viö bilaleigurnar tóku fjörkipp. Hjá Bilaleigu Akureyrar, sem leigir út flestar jeppategundir, fengust þær upplýsingar aö viöskiptin blómstruöu einkum viö ýmis- konar rannsóknafyrirtæki, Há- skólann og dagblööin. Erlendir feröamenn létu litiö sjá sig. Fólk haföi ekki siöur efni og hug á aö sjá gosiö úr lofti og sendi Sverrir Þóroddsson sina fyrstu vél i loft stuttu eftir aö gosiö hófst. A sunnudeginum haföi Sverrir 5 vélar (3-9 far- þega) i förum og 6 á mánu- deginum. Flugfélagiö sendi Fokkervél i nokkrar feröir og Arnarflug og Helgi Jónsson höföu lika vélar i feröamanna- flugi til Heklu. Aö sögn Sverris Þóroddssonar mundu flug- vallarstarfsmenn vart eftir annarri eins umferö um völlinn og voru taldar 30 vélar i grennd viö Heklu þegar mest var. En sælan stóö ekki lengi. A þriöjudeginum var þoka og rigning, skyggni litiö sem ekk- ert og engu flugi viö komiö. Feröamönnum á landi fækkaöi mjög. Þaö er ávallt dapurlegt þegar einhver missir spón úr aski sinum og er vonandi aö veöur batni. Erlendir feröamenn eru fjöl- margir á landinu og hafa þeir alténd frá m örgu aö segja þegar heim til Þuslaraþorps kemur eöa hvaöan sem þeir nú eru. Viö lifum á söguiegum timum. Þaö er lika alveg tilvaliö fyrir þá, aö taka minningarnar um sögueyjuna, land elds og Isa, 1 meö sér i farangrinum svo aö [ þær gleymist nú örugglega ekki og fari kannski vel i bókaskáp. Samkvæmt upplýsingum frá Bókaverslun Sigfúsar Ey- ! mundssonar og Bókabúö Mdls og menningar jókst salan á Heklubókum, Heklukortum, póstkortum og sliku dóti á mánudegi og þriöjudegi. Heklu- I bækur á markaöinum eru t.d. „Hekla” eftir Sigurö Þórarins- son I Islenskri og enskri útgdfu. . Sú enska kostar 2470 kr. „Heklugosiö 1947” eftir Sigurö einnig i enskri og islenskri út- gáfu og ljósmyndakveriö „Hekla eruption 1970” eftir Arna Böövarsson og Alan Framhald á bls. 13 ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.