Þjóðviljinn - 20.08.1980, Síða 16

Þjóðviljinn - 20.08.1980, Síða 16
MÚÐVIUINN Miðvikudagur 20. ágúst 1980 Aöalsirii Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. 1 tan þess tima er hægt aö ná 1 blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins il þessum sfmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285. Ijósravndir 81257. 1-augardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná f afgreiöslu blaösins I sfma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvölclsími 81348 Afgreiðsla '81663 Aðalsammnganefnd BSRB samþykkti samkomulagið 49 greiddu atkvœöi með samkomulaginu við rikið en 2 voru á móti Aðalsamninganefnd BSRB samþykkti um miðnætti I gær samkomulag það sem 8 manna viðræðunefnd BSRB og fulltrúar rikisins náðu i síðustu viku. Að sögn Kristjáns Thorlaciusar for- manns bandalagsins var sam- komulagið samþykkt með 49 at- kvæðum gegn 2. Kristján sagðist búast við þvi að samkomulagið yrði undirritað í dag, og stjúrn BSRB myndi væntanlega jafn- framt taka i dag ákvörðun um það hvenær samkomulagið yrði borið undir allsherjaratvkæða- greiðslu meðal féiagsmanna BSRB, en samkomulagið er ekki endanlega afgreitt fyrr en að lok- inni siikri atkvæðagreiðslu. Sáttanefnd hóf fund með við- ræðunefnd BSRB og samninga- nefnd rikisins kl. 13.00 i gær um þau atriði sem ólokið var aö ganga frá i viðræðum þessara að- ila. Var hér fyrst og fremst um að ræöa atriði er snertu atvinnuleys- istryggingar starfsmanna við sjálfseignarstofnanir og hálf-op- inberar stofnanir. Sá fundur stóð i allan gærdag og þvi gat fundur aðalsamninganefndar BSRB ekki hafist fyrr en eftir kvöldmat, en fyrirhugað hafði verið að sá fund- ur hæfist kl. 13.30 i gær. Varð þvi aöalsamninganefndin að biða I allan gærdag meðan verið var að ganga frá lokaþáttum samkomu- lagsins. —þm Aðalsamninganefnd BSRB samþykkti á fundi sinum I gær aðgangaað þvi samkomulagi er náðst hafði við rfkið um nýjan kjarasamning. Myndin var tekin nokkru áður en fundur samninganefndar BSRB hófst. Gosið og hraunstraumarnir voru tilkomumiklir i myrkrinu fyrstu nóttina, en litadýrðin skilar sérekki f svarthvitu. Nú veröa ferðamenn aö láta sér nægja að skoða gosið i návfgi meðan bjart er þvf umferö gangandi fólks um eldstöövarnar hefur verið bönnuð eftir aö myrkt er orðið. Ljósm. AI Hekluhraunin torfarin i myrkri: Tugir manna í vandræöum Öll umferð gangandi manna bönnuð eftir að dimma tekur Almannavarnaráð og almannavarnanefnd Rangársýslu hafa bann- aðalla umferð gangandi fólks næst eldstöðvun- um i Heklu og nýja hrauninu eftir að myrk- ur er skollið á. Var þessi ákvörðun tekin i gær- 65 á reknet Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að reknetaveiðar megi hefjast 25. ágúst n.k. A komandi vertiö hafa 62 bátar fengið heim- ild til veiðanna og er það svipaöur fjöidi og á s.l. ári. Heildarkvóti reknetabátanna er 18 þúsund lest- ir af sild. morgun eftir reynslu næturinnar þegar tugir manna ráfuðu hálfvilltir um hraunin og fundu ekki bilana aftur. Engar takmarkanir hafa verið settar á bílaumferð næst gosstöðvunum og hraunjöðrunum. Þeim Guðjóni Petersen, fram- kvæmdastjóra almannavarna- ráðs og Böðvari Bragasynisýslu- manni Rangæinga bar saman um að mesta mildi væri að ekki hefði hlotist slys af aðfararnótt þriðju- dagsins. Fólk var villt og hrakið i hrauninu, misjafnlega vel klætt og jafnvel með smábörn. Böðvar sagði að fólki hefði t.d. verið hleypt úr langferðabilum inni við Selsund og ætlaði það að ganga að hraunkantinum sem er þar um 5 km frá bænum. Þar er yfir gam- alt og grýtt hraun að fara og kom- ust menn fljótlega að þvl að það var torsótt leið I dimmunni. Villt- ust margir af leið, náðu ekki nýja hraunkantinum eða fundu ekki leiðina að bilunum aftur. Þarna er stystur gangur að nýja hraun- inu og hefur ágangurinn heima á Selsundi verið svo mikill að nauð- synlegt þótti að hafa lögreglu- menn á staðnum. Gátu þeir með kastljósum beint fólki aftur rétta leiö til bilanna og var ekki kunn- ugt um nein óhöpp. Rétt er að taka fram að hóp- ferðastjórar hafa verið áminntir um þá ábyrgð sem þeir bera á hópum sem þeir stjórna og eiga þeir að gæta vel að UtbUnaði fólks svo og þvi að allir séu komnir aft- ur til bilanna fyrir myrkur. NU eru um 10 lögreglumenn við eld- stöðvarnar flestir frá Hvolsvelli en einnig frá Reykjavik. —AI Afréttir Skagafjarðar Fé rennur til byggða „Það er ljóst að ösku- fallið hefur verið lang- samlega mest norðan- lands á afréttum Skag- firðinga, og það eru nokkuð margir bæir inná aðalöskusvæðinuV sagði Egill Bjarnason, ráðunautur á Sauðár- króki i samtali við Þjóð- viljann i gær. „Skepnur eru þegar farnar aö renna niður afréttina og það var réttað i gær og veröur sjálfsagt i dag, en ennþá er ekki farið að smala á afréttum, þar sem viö er- um að biöa eftir niöurstöðum efnagreiningar á öskusýnum sem tekin voru á afréttinni i fyrra- dag.” Egill sagöi að þaö væri svart yfir að lita á afréttunum og vel sporrækt og virtist askan vera nokkuð jafnfallin. öskuþykktin mældist 0,5 cm á bil sem stóö á hlaðinu I Bjarnastaðahliö. Afréttarlönd Skagfirðinga eru Eyvindarstaðaheiöi, Silfrastaöa- afrétt og Hofsárrétt og sagöi Egill að öskulagið lægi niöur fyrir Goð- Sveinn Runólfsson landgrœðslustjóri: Gróðurinn nær sér á nokkrum árum Skemmdirnar þó varanlegar á veikari gróðri á ofanverðum Landmannaafrétti ,,Ég geri mér von um að gróður nái sér uppúr vikurlaginu sem liggur neðantil á afréttunum, á 3-4 árum, en það er ljóst að hér er um verulegar gróðurskemmdir að ræða, sérstaklega á ofanverðum afréttum þar sem gróður er veik- ari” sagði Sveinn Run- ólfsson landgræðslu- stjóri i samtali við Þjóð- viljann, siðdegis i gær. Sveinn var þá nýkominn að Gunnarsholtiúrkönnunarferð um Landmannaafrétt á bifreið, en ekki gaf til flugs I gær vegna lé- legs skyggnis. „Mesta vikurfallið er f framan- verðum Landmannaafrétti. Þar sem við mældum var vikulagið milli 5-10 cm, eða þó nokkru minna en áður hefur verið nefnt, en það geta sjálfsagt verið þykk- ari vikurlög annars staöar en þar sem við fórum um l dag.” Sveinn sagði aö á neðanveröum afréttinum væri mjög sterkur Réttaö á Smölun I Holta- og Landmanna- afrétti gekk vel i gær og sagði Sigurjón Pálsson, bóndi á Galta- læk, þar sem réttað var, að hátt á annað þúsund fjár hefðu náðst tii byggða þann daginn. Afrétturinn er stór og tekur fulla viku að smala hann að sögn Sigurjóns. 1 gær og i fyrradag var lögð áhersla á að ná þvi fé sem var á vikrinum og er nú á þriðja svartar dali.i Svartárdal, niður á Kjálka og þaðan alveg suður i gegn um öll afréttarlöndin. „Þaö fé sem þegar var komið niöur I sveitina var réttað f Silfra- staða-og Hofsrétt I gær og eins verður fé réttað i Mælifellsrétt i dag, en það má segja að mikill hluti fjár á þessum afréttum sé þegar farinn af stað niður i byggð. -lg. gróður undir vikrinum og hann mundi ná sér á nokkrum árum, en varanlegar skemmdir væru á gróöri ofar á afréttinum. „Þaö veröur erfitt að ná aftur upp gróðri á þeim slóðum. Við verðum aö bföa til næsta vors með allt landgræðslustarf á þessu svæði, það verður ekkert hægt að gera i haust, enda óvist hvenær þessu gosi lýkur. Það liggur alveg ljóst fyrir að áfall bænda er mjög mikiö, þar sem þeir hafa ekkert afréttarland næstu árin”. Það kom einnig fram hjá Sveini að Landgræðslan hefur undan- farin ár lagt mikla áherslu á upp- græðslu lands á neðanveröum Landmannaafrétti, en hann er mjög i þjóðbraut vegna virkj- ananna á svæðinu, og hefur fjár- magn til þeirrar uppgræöslu komið með tilstyrk Þjóðargjafar- innar frá 1974 og styrkjum frá Landsvirkjun og sveitarfélögum á svæðinu. „Þetta svæði ætti að ná sér á nokkrum árum, ef vel verður hlUð að þvi, og sem betur fer virðist mér Þjórsárdalurinn hafa, enn sem komið er, alveg sloppið við ösku- og vikurfall, en Land- græðslan hefur unniö á þvi svæði mikið starf undanfarin ár” sagði Sveinn. -lg- Galtalæk smalaður næstu daga þUsund fjár komið til byggða. Réttað var á Galtalæk og fluttu bændur fé i heimahaga og á tUn siðdegis I gær. Féö leit betur Ut en búist hafði verið við en var halt eftir gönguna. Fingerö aska hefur nú þakið vikurslétturnar og þurfti ekki að aka nema litlum hluta fjárins til byggða. Næstu daga verður smölun haldið áfram og farið innar á af- réttinn, þar sem öskufall var minna en þar er nU mikil hætta talin á flúoreitrun. Sigurjón sagði að sér væri kunnugt um að ein kind á Asahreppi hefði fengið doöa. HUn lifnaði við eftir að henni var gefin kalksprauta en mikilvægt er að fljótt náist til kindanna ef lækning á að takast vel. Að lokum var Sigurjón spurður að þvi hvort aska hefði fallið i byggð þar eystra i gær. Hann sagði ekki orð á þvi gerandi en aöeins hefði þó orðið vart við ösku, enda vindur austanstæður. „Það sést ekkert til Heklu nUna, en hún er eitthvað að pUa þetta áfram”, sagði hann. Hey er viða flatt eða i görðum þar eystra og getur öskufall i byggð þvi sett stórt strik i reikninginn. —AX Innri hluti afréttarins

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.