Þjóðviljinn - 20.08.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.08.1980, Blaðsíða 7
MiOvikudagur 20. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 7 A HLIÐARSPORI SÓSÍALISMANS Einar Baldvin Baldursson, fé- lagi I dönsku deild fjóröa Alþjóöa- sambandsins, skrifaói grein i dagskrá ekki alls fyrir löngu og sendi þar undanvillingum sósial- iskrar baráttu föóurlegan um- vöndunartdninn. Finnast honum hliöarsporin i grasgaröi sósialismans oröin ansi mörg og gera sér og öörum marxistum, eöa „verkfræöingum umbreyt- inganna” eins og hann nefnir hóp- inn, erfitt aö athafna sig viö aö koma þeirri lest af staö sem þeir hafa dröslaö upp á þaö spor sem leiöir til byltingar. Viö. sem þessa grein skrifum, höfum fram til þessa staöiö i þeirri trú aö viö værum marxist- ar og sósialistar en nú hefur grein Einars komiö okkur á kaldan klakann þvi viö erum greinilega staddar á einhverju hliöarspori viö sannleikann og vafi leikur á hvort viö höfum leyfi til aö velja okkur nafngiftir. Viö erum þó ekki alveg döngunarlausar þvi viö teljum okkur lika vera aö ýta á eftir fyrrnefndri lest þó viö sé- um ekki gæddar þeirri dul aö vita nákvæmlega hvaöa leiö hún á aö fara. A meöan viö vitum þaö ekki fyrir vist þá þreifum viö fyrir okkur á hinum ýmsu sporum til aö sjá hvert þau leiöa. Þessar þreifingar, sem fleiri en viö hafa gerstsekir um,eru Einari eins og hvert annaökukl og kýs hann ým- istaö kalla þær árás á marxism- ann og verkalýösbaráttuna, einkalifssósialisma eöa annaö álika fallegt. Nýsköpun Fjóröa Alþjóða- sambandsins Þaö fer ekki á milli mála aö Einar er marxisti og getur beitt þjóöfélagsgagnrýni fræöanna eins og til er ætlast. Svo ánægju- lega vill lika til aö Einar er heiðarlegur og viöurkennir aö þær væntingar sem fólk hafði um viðgang marxismans hafi ekki ræst sem skyldi og hugsanlega sé einhverrar nýsköpunar þörf. En þaö er öllu sorglegra aö hann skuli ekki reyna aö gefa nein svör viö þvi hvers vegna svona fór og fræða okkur óupplýsta og villu- ráfandi sauöina um „heilbrigö- ustu heföir og reynslu” fjóröa Al- þjóöasambandsins og þá nýsköp- unarumræöu sem þar á sér staö. Ef þar er verið aö ræöa um fram- tiö samfélagsins þá væri fengur i þvi aö heyra um hvaö umræöan snýst en ekki aöeins hvaö aörir eru ómögulegir og illa á vegi staddir. „Einkalifssósial- istar” og aörir vinstri menn I grein sinni flokkar Einar vinstri menn niöur i fjóra hópa og er ekki annaö aö skilja en allir séu þeirillaá vegi staddir nemaeinn. Þessir hópar Einars eru (og viö eftirlátum lesendum þá iöju aö finna þann hóp sem Einar telur sjálfan sig til og ekki er iUa staddur): 1) Þeir sem týndust i einkalifinu, þ.e. „einkalifssósial- istar. 2) Þeir sem starfa i baráttuhreyfingum, sem ýmist hafa eflst eöa oröiö einkaróttækn- inni aö bráö (væntanlega fyrir til- stilli einkalifssósialista). 3) Þeir sem af „þolinmæöi og þraut- seigju” reyna aö tengja verka- lýösbaráttuna viö hinn endur- vakta marxisma og eftir öllum sólarmerkjum aö dæma starfa i flokkum. 4) Þeir sem hafa snúiö baki viö marxismanum og verka- lýösbaráttunni og dunda sér nú . viö aö kynda katla borgaranna og ráöast á marxismann. „Einkalifssósialistarnir” eru Einari freistandi skotmark og eyöir hann töluveröu púöri á þá. Eins og góöum konum sæmir ætl- um viö nú aö taka málstaö hinna fáuog smá þvi viö erum þess full- vissar aö hópur „einkalifssósial- ista” á islandi er ekki stór. Aö visu veröur þessi varnarbarátta háö á okkar eigin forsendum en ekki Einars og þaö vill segja aö viö föllumst ekki á aöskilnaðar- stefnu hans. Viö litum nefnilega svo á aö hægt sé aö sameina þátt- töku i pólitiskri baráttu og ein- hvers konar „einkalifssósial- isma.” Einkalif i biðstööu En hverjir eru þessir „einka- lifssósialistar”? Skilgreining Einars litur svona út: „Fjöl- margir vinstri sinnar týndust í eigin umhverfi og misstu sjónar á mikilvægasta liö „sósialiskra” tilrauna i einkalifi sinu. Innan fjögurra veggja „kollektivanna” var reynt aö upphefja félagslega undirokunkvenna, hómósexúella, ala böm upp á sósialiska visu, rækta vinstri sinnaöar kartöflur og svona mætti lengi telja”. Þarna höfum viö skólabóka- dæmiö um þá áráttu margra sóslalista aö fjandskapast út i þaö fólk sem reynir aö búa sér til skit- sæmilega tilveru meöan þaö „blöur” eftir sósialismanum en lætur sér ekki nægja aö lifa pislarvættistilveru byltingar- mannsins eina og sanna. Þaö getur varla talist galli á sósialistum aö haga einkallfi slnu i einhvers konar samræmi viö markmiö þeirra I pólitisku starfi og þær hugmyndir sem þeir gera sér um lif I sósfalismus. Þaö er deginum ljósara aö jöfn verka- skiptingáheimilum eöa sambýli i ætt viö „kollektiv” leiða ekki sjálfkrafa til byltingar eöa sóslal- isma en þessi lifsmáti getur a.m.k. gefið fólki og þá fyrst og fremst konum aukinn tima til aö taka þátt i pólitisku starfi. Þaö er Sólrún Gisladóttir ljóöur á sósialista eins og Einari aö vera aö agnúast út i nýjungar og tilraunastarfsemi I einkalifinu og kjósa þess i staö aö halda ihaldssömu krampataki i gamlar heföir og mýtur. Orö Einars um aö hann og aörir marxistar séu ekki „prestar umbreytinganna” heldur „verkfræöingar” þeirra veröa ansi vafasöm I þessu sam- hengi þvi hann talar eins og sá sem veit hvaö er Guöi þóknanlegt og fólki fyrir bestu. Hvaö viltu byggja, hverju viltu breyta? En þaö er lika annar ljóöur á ráöi þessa ágæta Einars og hann er sá aö álasa „einkalifssósialist- um” fyrir aö gera sér einhverjar hugmyndir um hvernig sóslalisminn eigi aö lita út. Þaö er undarlegt af framsæknum „verk- fræöingi umbreytinganna” aö vera aö fjargviörast yfir þvi þó fólk geri sér hugmyndir um hvaö þaö vill byggja. Þó þaö kunni aö vera rétt hjá Einari aö aldrei hafi Marx gamla dottiö i hug aö eyöa tima sinum I slika fásinnu þá fá- um við ekki séö aö þaö mæli i sjálfu sér á móti slfkri hugarleik- fimi. Enginn er fullkominn. Sólrún Gísladóttir og Svala Sigurleifs- dóttir skrifa Varlatelur Einar sjálfan sig til „einkalifssósialista” og samt viröist hann hafa einhverja leik- fimi i frammi. Ot úr grein hans veröur ekki annaö ráöiö en aö hann ali drauma i' brjósti um aö I sósialismanum veröi hver ein- staklingur læs, njóti góörar heil- brigöisþjónustu, eigi kost á góöri fæöu, lifi i heilbrigöu umhverfi, andiaösér heilbrigðu lofti, drekki hreint vatn og siðast en ekki sist aö hann vinni styttri vinnudag en nú gerist. Og nú spyrjum viö fá- visar hvort „einkalifssósialist- um” sé þá láandi þó þeirgeri sér einhverjar hugmyndir um hvernig þeir vilji aö lif i sósial- ismanum liti út. Viö stöllurnar gerum t.d. þá kröfu til hans aö hann veröi manneskjunni hliö- hollari en kapitalisminn, hann af- nemi arörán og kúgun og skapi forsendur fyrir betra mannlifi. Og hvaö er betra mannlif ? Hvaöa gæöi viljum viö aö sóslalisminn feli I sér? Þau gæöi sem viö vild- um t.d. gjarnan aö sósialisminn fæli i sér er félagsleg frelsun kvenna, og þaö þykjumst viö vita aö grundvallarbreyting á efna- hagskerfinu feli hana ekki sjálf- krafa i sér. Ef hún á aö nást fram i sósialismanum veröum viö kon- ur aö gera okkur einhverja hug- mynd um hvernig þaö veröi best gert, og varla er okkur láandi þó viö viljum fá einhvern smjörþef af lausninni þó viö lifum og hrær- umst i kapltalisma. Svala Sigurleifsdóttir Af andstœðingum marxisma og verkalýðsbaráttu Þeir eru margir einstakling- arnir sem láta sig dreyma um betra og innihaldsrikara mánnlif og bera jafnframt ugg I brjósti vegna þeirrar firrtu tækniþró- unar sem á sér staö i dag. Kristin Astgeirsdóttir tók upp á þessum óskunda i almanaksgrein fyrir nokkru siöan og veröur þaö Ein- ari tilefni til aö útnefna hana sem andstæöing marxisma og verka- lýösbaráttu. Einari finnst grein Kristinar lykta af iönvæöingar- andúö sem hann hefur ýmislegt viö aö athuga oghann segir m.a.: „Iönvæöingarandúöin leysir engan vanda. í sósialiskri bylt- ingu veröur verkalýöur heimsins aö leysa úr læðingi alla þá iön- væðingar-og tækniþróunarmögu- leika sem tök eru á til aö leysa þau vandamál sem auövaldiö hefur skapaö og gerir sifellt verri viöureignar. Þaö er ekki hlutverk marxista aö fjandskapast viö tæknina heldur hvernig henni er beitt i auövaldskerfinu”. Viö þessi orö hans höfum viö svo aftur ýmislegt aö athuga eins og t.d. aö þaö er hreint ekki sama hvaöa iönvæöingar- og tækniþró- unarmöguleikar eru leystir úr læöingi i hinu sósialiska samfé- lagi og þaö er hreint ekki nóg aö vera á varðbergi gegn þvi hvemig tækninni er beitt heldur veröum viö lika aö setja spurn- ingamerki viö hvaöa tækni. Aö kunna tökin á tœkninni 1 vali á tækni felst lika aö vissu marki val á samfélagsgerö. Ef viö t.d. veljum kjarnorkuna þá veljum viö um leið miöstýrt, skrifræöislegt samfélag. Tæknin felur i sér vald og sú tækni sem viö búum viö i dag felur einmitt I sér fámennisvald og þróast hröö- um skrefum i átt aö æ meiri miö- stýringu og siauknu eftirliti með lifi einstaklinganna. An baráttu fyrir nýrri og annars konar tækni er baráttan fyrir annars konar samfélagi til litils. Ef sósialism- • inn á ekki aö veröa skynvilla eöa óaölaöandi framhald af kapitalismanum veröum viö aö nota tækni sem hægt er aö stjórna innan þess „ráöalýöræöis” sem Einarlætur sigdreyma um. Þessi tækni má ekki vera eyöileggjandi fyrir umhverfiö eöa ganga of nærri þeim auölindum sem ekki veröa endurnýjaöar og siöast en ekki sist veröur aö vera hægt aö samtvinna hana þvi valdi sem framleiöendur og neytendur l sameiningu eiga aö hafa yfir framleiöslunni. Þvi ekki viljum viö aö sósialisminn veröi „teknokratiskt”, miöstýrt samfé- lag, eöa hvaö? 1 dag er svo komiö fyrir kapitalismanum að hann er far- innað mæta efnislegum takmörk- unum, sem felast i þvi aö hann hefurgengiö svo nærri auðlindum jaröar aö honum er hætta búin veröi ekki gripiö i taumana. Hrá- efnisvinnsla veröur stööugt erfiö- ari og dýrari og fjárfestingar i nýrri tækni meiri. Tilkostnaöur- inn viö framleiösluna er oröinn þaö mikill' aö kapltalisminn veröur aö fara aö passa upp á sjálfan sig. Hreinsun á lofti og neysluvatni er t.d. einungis til- kostnaöurenenginn gróöi. Þaöer þvi ekki fjarri lagi aö nú sé svo komiö aö kapitalisminn sé aö vissu marki tilbúinn til aö taka umhverfisverndarbaráttuna upp á sina arma og gera hana aö sinni. Yröi þaö fáum til góös þvi hætt er viö aö útkoman úr þvi faðmlagi yröi n.k. „teknofas- ismi” þar sem sérhver mannleg athöfn væri undir eftirliti. Sé þetta haft i huga veröur nokkuö ljóst aö nauösynlegt er aö heyja umhverfisverndarbaráttu á sósialiskum grunni og þaö veröur einnig ljóst aö engin ástæöa er fyrir sósíalista aö hleypa þeirri tækni sem kapitalisminn hefur búiötilupp irúm til sin án þess aö setja henni ákveöin skilyröi. Þvi ef viö gerum þaö, þá getum viö veriö viöbúin þvl aö byltingin af- skræmist og fari aö éta börnin sin. Kaupmannahöfn 11. ágúst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.